Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.08.2005, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 13.08.2005, Qupperneq 34
10 13. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Gabriel höggdeyfar, ASCO kúplingssett, Tridon spindilkúlur, stýrisendar, gormar. Drifliðir, drifliðshlífar, ballansstangir. Tímareimar, ökuljós, stefnuljós o.fl. Sætaáklæði, sætahlífar á stóla – vatnsheldar fyrir veiðimenn, hestamenn o.fl. Kerruljós, kerrubretti og nefhjól. Sími 567 6744 • Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík Það mæðir á mottunum Mikil eftirspurn er eftir Kia Sorento jeppanum. Sala á Kia sex- faldast á Íslandi Kia selst vel úti um allan heim en þó sérstaklega á Íslandi. Um 160.000 bílar frá Kia hafa selst í Evrópu á þessu ári en það er 61 prósents aukning frá sama tíma í fyrra. Á Íslandi hefur salan aukist enn meir og næstum sexfaldast á milli ára. Í ár hafa fjögur hundruð Kia bílar selst og er sérstaklega mikil eftirspurn eftir jeppunum Sor- ento og Sportage. Kia Motors seldi næstum 24.000 bíla af gerðunum Picanto, Sorento, Sportage og Cerato í Evr- ópu í júlímánuði sem er 61 pró- senti meira en á sama tíma í fyrra. ■ Karl velur grænt Karl Bretaprins hefur keypt sér umhverfisvæna tvinnbíl- inn Toyota Prius. Karl Bretaprins er nýjasti með- limur í stjörnuhópnum sem valið hefur umhverfisvernd og keypt sér tvinnbílinn Toyota Prius. Rúmlega tólf breskir þing- menn fengu sér Prius fyrir stuttu og bíllinn er líka vinsæll meðal Hollywood-stjarna eins og Leon- ardo DiCaprio, Cameron Diaz og Will Ferrell. Toyota býst við að sala á Prius þrefaldist á næstu árum. Bíllinn er framleiddur í Japan en Toyota hyggur á framleiðslu í Evrópu þegar markaðurinn er orðinn nógu sterkur. ■ STJÖRNUR SEM EIGA PRIUS: Alicia Silverstone Billy Crystal Billy Joel Brad Pitt Cameron Diaz David Duchovny David Hyde Pierce Donny Osmond Ed Begley Ellen DeGeneres Harrison Ford Jack Black Jack Nicholson Kevin Bacon Kirk Douglas Kurt Russell Leonardo DiCaprio Patricia Arquette Robin Williams Salma Hayek Susan Sarandon Tim Robbins Ted Danson Tom Hanks Woody Harrelson Will Ferrell Karl er að vonum ánægður með Priusinn og getur nú boðið eiginkonu sinni, Camillu Parker Bowles, á umhverfisvænan rúnt í Lundúnum. Mottur eru eitt af því sem er bráðnauðsynlegt í bíla. Til- sniðnar mottur eru til í flestar gerðir en sumir velja aðrar mottur eftir eigin smekk. Bílanaust er ein þeirra verslana sem selja bílamottur í miklu úrvali, bæði tau og gúmmímottur. Sumar þeirra eru sérsniðnar í hverja teg- und fyrir sig og fást þá fjórar sam- an í setti, tvær til að hafa frammi í bílnum og tvær aftur í. Einnig fást þar tvær stærðir af bökkum til að hafa í skottinu. Sumum þykir hlý- legra að hafa taumottur enda eru þær miklu fallegri inni í bíl en yfir veturinn vill rakinn sitja svolítið í þeim. Taumotturnar í Bílanausti eru einlitar og fást í nokkrum lit- um, til dæmis dökkrauðum, ljós- gráum og dökkgráum. „Síðan erum við með stakar mottur ferkantaðar sem fást í fjórum stærðum og fólk kaupir þær mikið ef það vantar eina og eina staka mottu,“ bendir afgreiðslukonan Hrefna á. Hún segir gúmmímotturnar henta enn betur fyrir íslenskt veðurfar. Þeg- ar hún er spurð hvort engin hætta sé á að skórnir máist á hælnum af þeim hristir hún höfuðið. „Nei, það er orðið svo mjúkt gúmmí í mott- unum. Þetta var öðruvísi hér á árum áður þegar gúmmíið var harðara. Þessar eru rosalega mjúk- ar og ég held það sé ekki nokkur hætta á því að menn skemmi skóna á þeim.“ Mottur eru nauðsynlegar í alla bíla bæði til að auka á hlýleikann og taka við óhrein- indunum. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.