Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 37
BAUGSMÁLI‹ Ákærur I. FJÁRDRÁTTUR Ákærðu Jóni Ásgeiri, Tryggva, Jóhannesi og Kristínu er gefinn að sök fjárdráttur í eftirgreindum tilvikum: 1. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa dregið sér og öðrum samtals kr. 40.073.196,54, á tímabilinu frá 30. apríl 1999 til 11. júní 2002, þegar þeir létu, með vitund og liðsinni meðákærðu Jóhannesar og Kristínar, Baug hf. greiða 34 reikninga sem voru gefnir út af félaginu Nordica Inc. á hendur Baugi hf., samkvæmt fyrirmælum ákærðu Jóns Ásgeirs og Tryggva, vegna af- borgana af lánum, rekstrarkostnaði og öðr- um tilfallandi kostnaði sem tilheyrði skemmtibátnum „Thee Viking“ sem var Baugi hf. óviðkomandi. Bát þennan höfðu ákærðu Jón Ásgeir og Jóhannes keypt í fé- lagi við Jón Gerald Sullenberger, eiganda Nordica Inc., í Miami í Flórída í Bandaríkj- unum, þar sem báturinn var staðsettur og skráður sem eign félags í eigu Jóns Geralds Sullenberger, New Viking Inc., skrásettu í Delaware í Bandaríkjunum. Reikningarnir voru sem hér greinir: [töflur ekki tiltækar] ATHUGASEMDIR SAKBORNINGA: Fyrirtæki Jóns Geralds Sullenbergers [JGS], Nordica, fékk mánaðarlegar greiðslur vegna ráðgjafar og annarrar þjónustu sem JGS veitti Baugi við innkaup og merkingar á vör- um. Þá annaðist JGS flutning varanna til Ís- lands, líkt og kemur fram í texta reikning- anna. Vegna taps á rekstri vöruhúss Nordica voru greiðslurnar nauðsynlegar til fram- færslu JGS og fjölskyldu hans. Þetta kemur fram í gögnum sem aflað var í tengslum við málarekstur í Bandaríkjunum og afhent voru RLS. Meðal þeirra gagna voru bankareikning- ar hans og Nordica. Þar kemur fram að ráð- stöfun hans á þessum fjármunum virðist vera í samræmi við þá lýsingu sem Jón Ásgeir Jó- hannesson [JÁJ] og Tryggvi Jónsson [TJ] hafa gefið. JGS átti umræddan bát einn eins og kemur fram í ákærunni. Hvorki JÁJ persónu- lega né Gaumur eignuðust hlutdeild í honum heldur lánaði Gaumur umtalsverða fjármuni til JGS og Nordica vegna kaupa og reksturs á bátnum. Því er vandséð hvaða auðgunarbrot hafi átt sér stað. Athygli vekur að þar sem RLS telur að hér hafi verið um lögbrot að ræða hefði embættinu skilyrðislaust borið að ákæra JGS fyrir hlutdeild í brotunum. Ítar- lega er gerð grein fyrir þessu í bréfum JÁJ til RLS frá 5. mars 2004 og 30. júní 2005. Rétt er að taka fram að Kristínu og Jóhannesi er ekki gefinn að sök fjárdráttur samkvæmt þessum lið heldur hlutdeild í fjárdrætti, sbr. heim- færslu ákæruvalds til refsiákvæða í ákæru. 2. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Jóhannesi með því að hafa dregið sér samtals kr. 441.254,00 á tímabilinu frá 19. apríl 1999 til 17. desember 2002, þegar ákærðu létu Baug hf. greiða til SPRON í eftirtöldum 17 greiðslum þóknun vegna bankaábyrgðar sem ákærðu höfðu stofnað til og var Baugi hf. óviðkomandi, í tengslum við kaup ákærðu og Jóns Geralds Sullenberger á skemmtibát samkvæmt 7. tölulið II. kafla ákæru hér á eftir, svo sem hér greinir: [töflur ekki tiltækar] ATHUGASEMDIR SAKBORNINGA: Árið 1996 gaf Bónus út ábyrgð til handa Nor- dica vegna vöruviðskipta. Umrædd ábyrgð var notuð til tryggingar yfirdráttarláni sem Nordica tók vegna vöruviðskipta samkvæmt gögnum sem aflað var í Bandaríkjunum og RLS hefur í vörslum sínum. Haustið 2003 féll ábyrgðin á Baug en sakborningar telja fráleitt að hún hafi staðið í tengslum við kaup á bát. Ef svo væri hefði einnig átt að ákæra JGS fyrir þessar sakir. Ítarlega er greint frá þessu í bréfi JÁJ 5. mars 2004, svo og í bréfi JÁJ til RLS, dags. 5. júlí 2004. 3. Ákærða Tryggva með því að hafa dregið sér samtals kr. 1.315.861,27 á tímabilinu frá 11. janúar 2000 til 12. febrúar 2002, þegar ákærði lét Baug hf. greiða í 13 skipti reikn- inga sem gefnir voru út í nafni félagsins Nordica Inc. í Bankaríkjunum á hendur Baugi hf., sem voru útgjöld Baugi hf. óvið- komandi. Til útgjaldanna hafði ákærði stofnað til í útlöndum með úttektum á American Express greiðslukorti í reikning hins bandaríska félags, Nordica Inc., sem hið bandaríska félag lagði út fyrir og inn- heimti síðan sem ferðakostnað hjá Baugi hf., samkvæmt fyrirmælum ákærða, sem hér greinir: [töflur ekki tiltækar] ATHUGASEMDIR SAKBORNINGS: Um er að ræða kostnað sem fellur að stórum hluta undir risnu aðstoðarforstjóra. Hefur RLS verið bent á að rannsaka þennan lið betur og ræða m.a. við vitni sem hafa notið risnunn- ar en því hefur ekki verið sinnt. Ekki getur verið um fjárdrátt að ræða þar sem allan auðgunarásetning skorti. 4. Ákærða Tryggva með því að hafa dregið sé samtals kr. 99.605,00 hinn 17. maí 2001, þegar ákærði lét Baug hf. greiða Tollstjór- anum í Reykjavík eftirgreind aðflutnings- gjöld; virðisaukaskatt kr. 72.479,00, vöru- gjald kr. 26.087,00 og toll kr. 1.039,00, sam- tals kr. 99.605,00, þegar hann lét Baug hf., flytja til landsins og tollafgreiða sláttu- vélatraktor af gerðinni Craftsmann, sem ákærði hafði keypt til eigin nota í Banda- ríkjunum, ásamt fylgihlutum, fyrir samtals USD 2.702,97, samkvæmt vörureikningi út- gefnum af Nordica Inc., Miami, Flórída í Bandaríkjunum, dags. 4. apríl 2001 á Baug- Aðföng hf. ATHUGASEMDIR SAKBORNINGS: Vegna mistaka starfsmanna Baugs láðist að innheimta aðflutningsgjöld hjá TJ. TJ hafði rætt við viðkomandi starfsmenn um að þeir gerðu honum reikning vegna gjaldanna og var í þeirri trú að það hefði verið gert og málið væri þannig afgreitt. Ekki getur verið um fjárdrátt að ræða þar sem allan auðgunará- setning skorti. Brot ákærða Jóns Ásgeirs samkvæmt 1. og 2. tölulið ákæru teljast varða við 247. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19,1940. Brot ákærða Tryggva samkvæmt 1., 3. og 4. tölulið ákæru teljast varða við 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940. Brot ákærða Jóhannesar samkvæmt 2. tölulið ákæru teljast varða við 247. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19, 1940 og brot samkvæmt 1. tölulið ákæru við 247. gr., sbr. 22. gr. sömu laga. Brot ákærðu Kristínar samkvæmt 1. tölulið ákæru teljast varða við 247. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 22. gr. sömu laga. II. UMBOÐSSVIK. Ákærðu Jóni Ásgeiri, Tryggva og Jóhann- esi, eru gefin að sök umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi hf. í eftirgreindum tilvikum: 5. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa blekkt og misnotað aðstöðu sína sem forstjóri og aðstoðarforstjóri Baugs hf. þegar þeir fengu, með vitund ákærða Jóhannesar sem stjórnarmanns, stjórn þess á stjórnarfundi hinn 20. maí 1999 til þess að heimila ákærða Jóni Ásgeiri að ganga til samninga og að kaupa 70 % hlutafjár í Vöruveltunni hf. Á stjórnarfundinum leyndu ákærðu stjórn hlutafélagsins því að ákærði Jón Ásgeir var þá sjálfur umráð- andi 70 % hlutafjár og átti stærsta hluta þess og var raunverulegur stjórnandi Vöru- veltunnar hf., frá því að hann gerði hinn 7. október 1998 bindandi samning um kaup á öllu hlutafé í Vöruveltunni hf., að nafnverði kr. 4.600.000,00 fyrir kr. 1.150.000.000,00 og með viðbótargreiðslu að fjárhæð kr. 100.000.000,00 samkvæmt viðbótarsamn- ingi ákærða við seljendur sem dagsettur er hinn 5. júní 1999. Baugur hf. eignaðist með viðskiptunum á árinu 1999 70% hlutafjár í Vöruveltunni hf. sem ákærði Jón Ásgeir átti að meginhluta og réði yfir, fyrir kr. 1.037.000.000,00. ATHUGASEMDIR SAKBORNINGA JÁJ gerði samning við samning við seljendur Vöruveltunnar sem umboðsmaður kaupanda, sem skyldi tilgreindur innan 30 daga. Samn- ingurinn fól þannig í sér sölutryggingu fyrir eigendur Vöruveltunnar sem JÁJ var ábyrgur fyrir. Íslandsbanki tók yfir söluferlið og aðrir aðilar komu að málinu, sem voru eigendur 70% hlutafjárins en ekki JÁJ líkt og segir í ákæru. Voru viðskiptin gerð með vitund og samþykki hluthafa Baugs, sem var ekki skráð félag á hlutabréfamarkaði á þeim tíma. Eng- inn auðgunarásetningur var til staðar og fyrir liggur að JÁJ hagnaðist ekkert á þessum við- skiptum. Baugur (í dag Hagar hf.) hefur hins vegar hagnast um 3,5 til 4 milljarða á viðskipt- unum að mati sakborninga. Þessu er nánar lýst í bréfi JÁJ 30. júní 2005. 6. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa misnotað aðstöðu sína, Jón Ásgeir sem forstjóri Baugs hf. og Tryggvi sem að- stoðarforstjóri Baugs hf. og stjórnarformað- ur Fasteignafélagsins Stoða hf., dótturfélags Baugs hf., þegar Fasteignafélagið Stoðir hf. keyptu fasteignir að Suðurlandsbraut 48, Laugalæk 2, Sporhömrum 3, Langarima 21 „ 23 og Efstalandi 26 í Reykjavík, af Litla fast- eignafélaginu ehf., fyrir kr. 354.000.000,00, en í árslok 1998 höfðu ákærðu selt Litla fast- eignafélaginu ehf. eignirnar frá Vöruvelt- unni hf. fyrir kr. 217.000.000,00 með því að einkahlutafélagið yfirtók skuldir Vöru- veltunnar hf., auk greiðslu. – Ákærur birtar Fréttabla›i› birtir í dag ákærur Ríkislög- reglustjóra á hendur Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni, Jóhannesi Jónssyni, Kristínu Jó- hannesdóttur, Tryggva Jónssyni, Stefáni Hilmari Hilmarssyni og Önnu fiór›ar- dóttur í Baugsmálinu svonefnda. Ríkislögreglustjóri gaf ákærurnar út flann 1. júlí sí›astli›inn. fiær flokkast í ellefu kafla eftir tegund brota og eru kafl- arnir merktir me› rómverskum tölustöf- um. Alls eru ákærurnar í fjörutíu li›um. Ákærurnar eru birtar í Fréttabla›inu me› vitund og samflykki allra fleirra sem ákær›ir eru í málinu enda eru flær frá fleim komnar. Ákærurnar eru birtar me› athuga- semdum sakborninga, sem allir neita sök í málinu. Athugasemdirnar eru birtar me› ö›ru letri til a›greiningar frá texta Ríkislög- reglustjóra. Fréttabla›i› hefur ekki undir höndum töflur í ákærunum um notkun grei›slukorta og eru flær flví ekki birtar hér. Í Fréttabla›inu í dag eru birt vi›töl vi› tvo af sakborningunum, Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson. Var fleim og lögfræ›ingum fleirra gefinn kostur á a› lesa vi›tölin yfir. Er fla› frávik frá si›aregl- um Fréttabla›sins um a› vi›mælendur fái ekki vi›töl til yfirlestrar á›ur en flau birtast. Undantekning var ger› í flessu tilfelli vegna umfangs málsins og lög- fræ›ilegra álitamála. fiessi undantekning leiddi ekki til efnislegra breytinga á vi›töl- unum. LAUGARDAGUR 13. ágúst 2005 1 í - l n t n i . m m . n r n . - - - - . 5 - / LÖGREGLUMÁL Tugir lögreglumanna gerðu húsleit í höfuðstöðvum fyr- irtækisins Baugs á miðvikudags- kvöld. Húsleitin var gerð sem hluti rannsóknar efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á meintum lögbrotum Tryggva Jónssonar forstjóra og Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar, stjórnarformanns fyrir- tækisins. Rannsóknin fer fram vegna kæru Jóns Geralds Sullen- berger, eiganda bandaríska fyrir- tækisins Nordica Inc. sem átt hef- ur í viðskiptum við Baug. Viðskiptunum fyrirtækjanna mun hafa verið sagt upp af hálfu Baugs. Auk vanefnda á viðskipta- samningi sakar eigandi Nordica Inc. Jón Ágeir og Tryggva um að hafa auðgast með sviksamlegum hætti. Það hafi þeir gert með því að skrifa upp á 33 ranga reikninga sem Nordica gaf út á tímabilinu frá janúar 2000 til loka maí á þessu ári. Féð hafi verið notaðir til kaupa á snekkjunni „Thee Vik- ing“ sem þremenningarnir hafi átt í sameiningu í Flórída þar sem Jón er búsettur. Þá snýst málið um 589.980 dollara reikning sem Jón Gerald segir vera tilbúning. Hann hafi enga greiðslu fengið. Baugur segir þennan reikning ósköp eðlilegan kreditreikning vegna afsláttar. Það hafi efna- hagsbrotadeildinni yfirsést. Baugur kærði í gær aðgerðir lögreglunnar til Héraðsdóms Reykjavíkur og krafðist þess að úrskurðað yrði um lögmæti þess að lagt var hald á gögn og hvernig staðið var að húsleitinni. Fyrir- tækið hefur einnig sagst munu vísa til úrskurði héraðsdóms um veitingu heimildar til húsleitar til Hæstaréttar. Fram kemur í kæru Hreins Loftssonar hrl., lögmanns Baugs, að tugir lögreglumanna hafi tekið þátt í húsleitinni. Hún hafi staðið frá því klukkan 16.45 og til mið- nættis. Hreinn segir aðgerðirnar hafa verið alltof umfangsmiklar og framgöngu lögreglu ámælis- verða. Upplýsingunum sem aflað var hefði mátt ná með vægari að- gerðum. Hreinn segir lögreglu hafa láðst að gefa Baugsmönnum við- hlýtandi skýringu á aðgerðunum eða upplýs þá um rétt til að bera haldlagningu einstakra muna und- ir lögreglu. Lögregla hafi notað tækifærið og lagt hald á viðkvæm gögn sem ekki tengdust málinu. Gróflega væri brotið gegn stjórn- arskrárvörðum rétti manna. Hreinn Pálsson vildi ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu. Hvorki Jón Ásgeir Jóhannesson né Tryggvi Jónsson svöruðu skila- boðum Fréttablaðsins í gær. gar@frettabladid.is HÖFUÐSTÖÐVAR BAUGS Baugur hefur bregst hart við húsleit efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Þess er kraf- ist að öllum gögnum sé skilað tafarlaust. Baugur bregst hart við húsleit Lagt var hald á margvísleg gögn við húsleit í höfuðstöðvum Baugs hf. Eigandi bandarísks fyrirtækis sakar tvo stjórnendur Baugs um fjársvik. Illa fengið fé hafi verið notað til að kaupa lystisnekkju. Stjórn Baugs seg- ir húsleitina ólöglega, hefur kært hana og krefst þess að fá gögnin aftur. Frétt Fréttablaðsins 30. ágúst 2002 af húsleit starfsmanna Skattrannsóknarstjóra ríkisins í húsakynnum Baugs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.