Fréttablaðið - 13.08.2005, Page 41
stjóra og aðila þeim nátengdum, var ekki
sérstaklega getið, heldur felldar undir lið-
inn aðrar skammtímakröfur í efnahags-
reikningi, auk þess sem þeirra var ekki get-
ið í skýrslu stjórnar eða í skýringum árs-
reikningsins eins og bar að gera. Ársreikn-
ingurinn með þessum röngu og villandi sér-
greiningum og án viðeigandi skýringa, árit-
aði ákærði Stefán Hilmar, endurskoðandi
hlutafélagsins, án fyrirvara.
Lán til hluthafa, stjórnarmanna, fram-
kvæmdastjóra og aðila þeim nátengdum
námu í lok reikningsárs 1999 fjárhæðum
sem hér greinir: [ekki aðgangur að töflum.]
ATHUGASEMDIR SAKBORNINGA:
Vísast til athugasemda sakborninga við lið 33.
35. Ákærði Jón Ásgeir, sem framkvæmda-
stjóri Baugs hf., með því að hafa við undir-
búning, gerð og framsetningu ársreiknings
vegna ársins 2000, með tilstuðlan og aðstoð
meðákærða Tryggva sem aðstoðarfram-
kvæmdastjóra og yfirmanns fjármála
hlutafélagsins, sett fram rangar og villandi
sérgreiningar á liðum skammtímakrafna í
efnahagsreikningi þar sem fjárhæð lána,
sundurliðað ásamt upplýsingum um vexti
greiðslukjör og aðra helstu skilmála, til
hluthafa, stjórnarmanna, framkvæmda-
stjóra og aðila þeim nátengdum, var ekki
sérstaklega getið, heldur felldar undir lið-
inn aðrar skammtímakröfur í efnahags-
reikningi, auk þess sem þeirra var ekki get-
ið í skýrslu stjórnar eða í skýringum árs-
reikningsins eins og bar að gera. Ársreikn-
inginn með þessum röngu og villandi sér-
greiningum og án viðeigandi skýringa árit-
uðu ákærðu Stefán Hilmar og Anna, endur-
skoðendur hlutafélagsins, án fyrirvara.
Lán til hluthafa stjórnarmanna, fram-
kvæmdastjóra og aðila þeim nátengdum
námu í lok reikningsárs 2000 fjárhæðum
sem hér greinir: [ekki aðgangur að töflum]
ATHUGASEMDIR SAKBORNINGA:
Vísast til athugasemda sakborninga við lið 33.
36. Ákærði Jón Ásgeir, sem framkvæmda-
stjóri Baugs hf., með því að hafa, við undir-
búning, gerð og framsetningu ársreiknings
vegna ársins 2001, með tilstuðlan og aðstoð
meðákærða Tryggva sem aðstoðarfram-
kvæmdastjóra og yfirmanns fjármála
hlutafélagsins, sett fram rangar og villandi
sérgreiningar á liðum skammtímakrafna í
efnahagsreikningi þar sem fjárhæð lána,
sundurliðað ásamt upplýsingum um vexti,
greiðslukjör og aðra helstu skilmála, til
hluthafa, stjórnarmanna, framkvæmda-
stjóra og aðila þeim nátengdum, var ekki
sérstaklega getið, heldur felldar undir lið-
inn aðrar skammtímakröfur í efnahags-
reikningi, auk þess sem þeirra var ekki get-
ið í skýrslu stjórnar eða í skýringum árs-
reikningsins eins og bar að gera. Ársreikn-
inginn með þessum röngu og villandi sér-
greiningum og án viðeigandi skýringa árit-
uðu ákærðu Stefán Hilmar og Anna, endur-
skoðendur hlutafélagsins, án fyrirvara.
Lán til hluthafa stjórnarmanna, fram-
kvæmdastjóra og aðila þeim nátengdum
námu í lok 14 mánaða reikningsárs 2001,
28. febrúar 2002, fjárhæðum sem hér grein-
ir: [ekki aðgangur að töflum.]
ATHUGASEMDIR SAKBORNINGA:
Vísast til athugasemda sakborninga við lið 33.
Þá er rétt að vekja athygli á yfirlýsingu
KPMG Endurskoðun hf., dags. 4. júlí 2005,
sem er svohljóðandi: „Vegna ákæru Ríkislög-
reglustjóra í svonefndu Baugsmáli á hendur
starfsmanni KPMG Endurskoðunar hf. vill fé-
lagið koma eftirfarandi upplýsingum á fram-
færi. Það sem starfsmanni KPMG er gefið að
sök er að hafa áritað ársreikninga Baugs hf.
fyrir árin 2000 og 2001 án fyrirvara en Ríkis-
lögreglustjóri telur að tilteknar upplýsingar í
ársreikningunum hafi ekki verið settar fram í
samræmi við lög. Hlutverk endurskoðenda er
að láta í ljós álit á því hvort reikningsskil gefi
glögga mynd af afkomu og efnahag. Það er
mat KPMG að endurskoðendur Baugs hf. hafi
sinnt starfsskyldum sínum í samræmi við lög.
Álit KPMG er að áritun á framangreinda árs-
reikninga Baugs hf. hafi verið með eðlilegum
hætti. [...]
“
Brot ákærða Jóns Ásgeirs samkvæmt 33.
til og með 36. töluliðs ákæru teljast varða
við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga
nr. 19, 1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39, 1995 sbr.,
2. tl. 1. mgr. 83. gr., sbr. 82. gr. sbr. 43. gr.,
sbr. 36. gr. laga nr. 144, 1994, um ársreikn-
inga.
Brot ákærða Tryggva samkvæmt 33. til
og með 36. töluliðs ákæru teljast varða við
2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr.
19, 1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39, 1995, sbr. 2.
tl. 1. mgr. 83. gr., sbr. 82. gr., sbr. 43. gr., sbr.
36. gr. laga nr. 144, 1994, um ársreikninga.
Til vara teljast brot ákærða Tryggva varða
við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga
nr. 19, 1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39, 1995, sbr.
2. tl. 1. mgr. 83. gr., sbr. 82. gr., sbr. 43. gr.,
sbr. 36. gr., sbr. 2. mgr. 83. gr. laga nr. 144,
1994, um ársreikninga, sbr. 22. gr. almennra
hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 1. gr. laga
nr. 39, 1995.
Brot ákærða Stefáns Hilmarssonar sam-
kvæmt 33. til og með 36. töluliðs ákæru telj-
ast varða við 2. mgr. 262. gr. almennra
hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 1. gr. laga
nr. 39, 1995, sbr. 2. og 3. tl. 85. gr., sbr. 82.
gr., sbr. 43. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 144, 1994
um ársreikninga.
Brot ákærðu Önnu samkvæmt 35. og 36.
tölulið ákæru teljast varða við 2. mgr. 262.
gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940,
sbr. 1. gr. laga nr. 39, 1995, sbr. 2. og 3. tl. 85.
gr., sbr. 82. gr., sbr. 43. gr., sbr. 36. gr. laga
nr. 144, 1994 um ársreikninga.
IX. TOLLSVIK OG RANGFÆRSLA SKJALA.
Ákærðu Jón Ásgeiri, Jóhannesi og Krist-
ínu fyrir tollsvik og rangfærslu skjala í
eftirgreindum tilvikum:
37. Ákærði Jón Ásgeir með því að hafa við
innflutning í nafni Bónus sf. á bifreiðinni
PX 256, með sendingarnr. D 779 01 11 8 US
NYC 0884, gefið rangar upplýsingar á að-
flutningsskýrslu dags. 6. nóvember 1998,
innlagðri sama dag hjá Tollstjóranum í
Reykjavík, ásamt tilhæfulausum vöru-
reikningi dags. 20. október 1998, útgefnum
af Nordica Inc., Miami, Flórída í Bandaríkj-
unum, sem tilgreindi kaupverð bifreiðar-
innar ranglega USD 29.875,00 í stað USD
37.000,00 samkvæmt kaupsamningi dags.
13. október 1998 frá Colonial, Miami, Flór-
ída í Bandaríkjunum, en reikninginn hafði
viðskiptafélagi ákærða, Jón Gerald Sullen-
berger, gefið út að ósk ákærða í þessu
skyni, og með því að aðflutningsgjöld voru
reiknuð á grundvelli aðflutningsskýrslunn-
ar kom ákærði sér undan því að standa skil
á virðisaukaskatti að fjárhæð kr. 202.510,00
og vörugjaldi að fjárhæð kr. 325.618,00 eða
samtals kr. 528.128,00.
ATHUGASEMDIR SAKBORNINGS:
Ásökun um brot er alfarið hafnað. Lögregla
hefur ekki gert reka að því að rannsaka nánar
sakargiftirnar sem byggjast alfarið á fram-
burði JGS sjálfs. Ættu ásakanirnar við rök að
styðjast væri JGS augljóslega sekur um hlut-
deild í meintum brotum. Engin ákæra hefur
verið gefin út á hendur JGS. Gerð er grein fyr-
ir þessum innflutningi í bréfi JÁJ 5. mars 2004.
38. Ákærði Jón Ásgeir með því að hafa við
innflutning á bifreiðinni OD 090, með send-
ingarnúmer S HEG 10 11 9 CA MTR W004,
í nafni hlutafélagsins Baugs, gefið rangar
upplýsingar á aðflutningsskýrslu dags. 3.
desember 1999, innlagðri 7. desember 1999
hjá Tollstjóranum í Reykjavík, ásamt til-
hæfulausum vörureikningi dags. 23. sept-
ember 1999, útgefnum af Nordica Inc., Mi-
ami, Flórída í Bandaríkjunum, sem til-
greindi kaupverð bifreiðarinnar ranglega
USD 27.600,00 í stað USD 34.400,00 sam-
kvæmt vörureikningi dags. 29. október
1999 frá Automotores Zona Franca, Miami,
Flórída í Bandaríkjunum, en fyrrnefnda
reikninginn hafði viðskiptafélagi ákærða,
Jón Gerald Sullenberger, gefið út að ósk
ákærða í þessu skyni, og með því að að-
flutningsgjöld voru reiknuð á grundvelli
aðflutningsskýrslunnar kom ákærði sér
undan því að standa skil á virðisaukaskatti
að fjárhæð kr. 225.900,00 og vörugjaldi að
fjárhæð kr. 363.229,00 eða samtals kr.
589.129,00.
ATHUGASEMDIR SAKBORNINGS:
Vísast til athugasemdar við ákærulið 37.
39. Ákærði Jóhannes með því að hafa við
innflutning á bifreiðinni KY 293, með send-
ingarnr. D 779 28 05 0 US NYC 0160, gefið
rangar upplýsingar á aðflutningsskýrslu
dags. 30. maí 2000, innlagðri sama dag hjá
Tollstjóranum í Reykjavík, ásamt tilhæfu-
lausum vörureikningi dags. 11. apríl 2000,
útgefnum af Nordica Inc., Miami, Flórída í
Bandaríkjunum, sem tilgreindi kaupverð
bifreiðarinnar ranglega USD 34.850,00 í
stað USD 43.400,00 samkvæmt vörureikn-
ingi dags. 17. maí 2000 frá Automotores
Zona Franca, Miami, Flórída í Bandaríkjun-
um, en fyrrnefnda reikninginn hafði við-
skiptafélagi ákærða, Jón Gerald Sullen-
berger, gefið út að ósk ákærða í þessu
skyni, og með því að aðflutningsgjöld voru
reiknuð á grundvelli aðflutningsskýrslunn-
ar kom ákærði sér undan því að standa skil
á virðisaukaskatti að fjárhæð kr. 231.691,00
og vörugjaldi að fjárhæð kr. 293.487,00 eða
samtals kr. 525.178,00.
ATHUGASEMDIR SAKBORNINGS:
Vísast til athugasemdar við ákærulið 37.
40. Ákærða Kristín með því að hafa við inn-
flutning á bifreiðinni KY 835, með sending-
arnr. D 779 28 05 0 US NYC 0159, gefið
rangar upplýsingar á aðflutningsskýrslu
dags. 30. maí 2000, innlagðri sama dag hjá
Tollstjóranum í Reykjavík, ásamt tilhæfu-
lausum vörureikningi dags. 11. apríl 2000,
útgefnum af Nordica Inc., Miami, Flórída í
Bandaríkjunum, sem tilgreindi kaupverð
bifreiðarinnar ranglega USD 46.780,00 í
stað USD 58.200,00 samkvæmt vörureikn-
ingi dags. 17. maí 2000 frá Automotores
Zona Franca, Miami, Flórída í Bandaríkjun-
um, en fyrrnefnda reikninginn hafði við-
skiptafélagi ákærðu, Jón Gerald Sullen-
berger, gefið út að ósk ákærðu í þessu
skyni, og með því að aðflutningsgjöld voru
reiknuð á grundvelli aðflutningsskýrslunn-
ar kom ákærða sér undan því að standa skil
á virðisaukaskatti að fjárhæð kr. 307.598,00
og vörugjaldi að fjárhæð kr. 389.639,00 eða
samtals kr. 697.237,00.
ATHUGASEMDIR SAKBORNINGS:
Vísast til athugasemdar við ákærulið 37.
Brot ákærða Jóns Ásgeirs samkvæmt 37.
og 38. tölulið ákæru teljast varða við 2.
mgr., sbr. 1. mgr. 126. gr. tollalaga nr. 55,
1987, og 2. mgr. 158. gr. almennra hegning-
arlaga nr. 19, 1940.
Brot ákærða Jóhannesar samkvæmt 39.
tölulið ákæru teljast varða við 2. mgr., sbr.
1. mgr. 126. gr. tollalaga nr. 55, 1987, og 2.
mgr. 158. gr. almennra hegningarlaga nr.
19, 1940.
Brot ákærðu Kristínar samkvæmt 40.
tölulið ákæru teljast varða við 2. mgr., sbr.
1. mgr. 126. gr. tollalaga nr. 55, 1987, og 2.
mgr. 158. gr. almennra hegningarlaga nr.
19, 1940.
Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til
refsingar fyrir framangreind brot.
Skrifstofa Ríkislögreglustjórans,
Reykjavík 1. júlí 2005.
LAUGARDAGUR 13. ágúst 2005 5
króna gegn því að ég léti af ímyndaðri andstöðu gegn fyr-
irtækinu. Ég lét nú Hrein segja mér þetta tvisvar og hann
sagði mér það tvisvar, að Jón forstjóri hefði nefnt við sig,
að það þyrfti að bjóða mér 300 milljónir króna. Ég var nú
svo þrumulostinn og Hreinn sjálfsagt sá það nú og sagðist
hafa sagt við forstjórann: Þú þekkir ekki forsætisráðherr-
ann. Það þýðir ekkert að bera á hann fé. Þá hafði Jón
þessi að sögn Hreins Loftssonar sagt: Það er enginn mað-
ur, sem stenst það að fá 300 milljónir, sem hvergi koma
fram, hvergi er greiddur skattur af og greiddar eru inn á
reikning hvar sem er í heiminum.“
4. mars 2003 – Reykjavík
Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir meðal
annars í samtali við Morgunblaðið: „Þá gat ég þess, að
Jón Ásgeir hefði sagt í hálfkæringi, að það væri kannski
rétt að borga honum (Davíð) 300 milljónir inn á reikning
í útlöndum... Þetta ítrekaði ég við hann í morgun, þegar
Davíð hringdi í mig áður en hann fór í útvarpið. Þá ítrek-
aði ég að þetta hefði verið sagt undir þessum kringum-
stæðum í hálfkæringi og engin alvara hefði verið á bak
við.“
Jón Ásgeir segir sama dag í viðtali við Morgunblaðið:
„Það má hugleiða hvers vegna forsætisráðherra kemur
fram með slíkar ásakanir núna, snemma á mánudags-
morgni. Mér sýnist að forsætisráðherra hafi kannski lent í
enhverjum vandræðum með það hvernig hann ætti að
svara því sem fram kom í Fréttablaðinu á laugardaginn,
um að hann hafi á þessum fundi með Hreini í fyrra rætt
um Jón Gerald Sullenberger og Nordica. Því tel ég að for-
sætisráðherra hafi samið þessa sögu um helgina og mætt
með hana í morgunútvarpið.“
30. september 2003 – London
Meint innherjasvik hjá bresku verslanakeðjunni Iceland,
hlutdeildarfélagi Baugs Group, rannsökuð hjá opinberri
stofnun í Englandi sem fæst við efnahagsbrot.
17. nóvember 2003 – Reykjavík
Fulltrúar embættis skattrannsóknarstjóra ríkisins og lög-
reglunnar, 15 til 20 manns, gera húsleit hjá Baugi Group
og Gaumi. Krafist er að afhent verði bókhald og fylgiskjöl
þess og önnur gögn er varða reksturinn 1998-2002.
Bréf, tilboð, samningar og fleira einnig tekið af lög-
reglunni.
29. apríl 2004 – Lúxemborg
Lögreglan í Lúxemborg leggur hald á gögn um Baug
og Gaum í Kaupthing Bank í Lúxemborg. Liður í rann-
sókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra.
7. janúar 2005 – Reykjavík
Baugi Group gert að greiða um 465 milljónir króna
við endurálagningu ríkisskattstjóra fyrir árin 1998 til
2002. Forsvarsmenn Baugs segja að megnið af þeirri
fjárhæð sem félaginu sé gert að greiða sé vegna van-
talins söluhagnaðar við samruna Hagkaupa, Bónuss
og fleiri félaga þegar Baugur var stofnaður 1998.
1. júlí. 2005 – Reykjavík
Sex manns ákærðir í Baugsmálinu, þeirra á meðal Jó-
hannes Jónsson og börn hans Jón Ásgeir og Kristín.
Að auki Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs,
og endurskoðendurnir Stefán Hilmarsson og Anna
Þórðardóttir. Tæplega þriggja ára rannsókn efnahags-
brotadeildar Ríkislögreglustjóra er þar með lokið.
Ákæran er í 40 liðum en ekki birt.
8. júlí 2005 – Reykjavík – London
Eftir mikla umfjöllun í breskum fjölmiðlum um ákær-
urnar á hendur einstaklingunum sem tengjast Baugi
Group er samstarfi félagsins við aðra fjárfesta um
kaup á Somerfield-keðjunni slitið.
14. júlí 2005 – Reykjavík – London
Baugur selur 5,5 prósenta hlut sinn í Somerfield til
Tchenguiz-fjölskyldunnar. Baugur er talinn hafa hagn-
ast um þrjá milljarða á eign sinni í Somerfield.
12. ágúst 2005 – London
Breska dagblaðið Guardian birtir fyrst fjölmiðla um-
fjöllun sem er byggð á ákærum Ríkislögreglustjóra í
Baugsmálinu.