Fréttablaðið - 13.08.2005, Qupperneq 64
Breiðasta skilgreiningin á„slashi“ er að það fjallar umtvo einstaklinga af sama
kyni í rómantísku samhengi, oft
með grafískum kynlífslýsingum
en ekkert endilega alltaf. Tökum
sem dæmi Hringadróttinssögu.
Áður en myndirnar komu út var
Legolas / Gimle stærsta slash-
parið sem skrifað var um. Svo
komu myndirnar út. Allir þessir
menn eru svo ofsalega fallegir og
myndarlegir og konur eru ofsalega
hrifnar af þeim og þá varð Legolas
/ Aragorn miklu vinsælla af því að
þeir eru svo flottir saman,“ segir
Nína (nafni hefur verið breytt).
Nína vinnur á skrifstofu úti á
landi í sumar en heldur áfram há-
skólanámi í haust. Hún kynntist
Harry Potter-heiminum á netinu
sumarið 2001 þegar samstarfs-
kona hennar á bókasafni benti
henni á stóra Harry Potter-síðu.
Síðan þá hefur hún komið sér vel
fyrir í “fandominu“, aðdáenda-
heiminum. „Fandom“ er í rauninni
bara samfélag í kringum sameigin-
legt áhugamál á þessu efni sem er
gefið út af einhverjum öðrum.
Maður talar um að maður sé í
fandominu. Til dæmis er til Lord
of the rings fandom og Harry Pott-
er fandom. Allir sem hafa áhuga á
Harry Potter, setja upp heimasíður
um Harry Potter, gera sögur um
hann eða teikna myndir, þeir eru í
fandominu,“ segir Nína, en engin
hefð er fyrir því að nota íslenskt
orð fyrir hugtakið.
Slash um Jesús og Jóhannes
„Ég reyndi alltaf að búa til sögur í
höfðinu á mér þegar ég var búin
að horfa á eitthvað eða lesa eitt-
hvað sem mér fannst alveg rosa-
lega gott. Bjó til mínar eigin sögur
og minn eigin endi. Ég hélt alltaf
að ég væri bara klikkuð en svo
komst ég að því að það er helling-
ur af fólki sem gerir þetta,“ segir
hún. Fyrst í stað sökkti Nína sér í
sögur á netinu. „Mér fannst slas-
hið alveg fáránlegt til að byrja
með! Alveg út í hött,“ segir Nína.
Svo las hún góða sögu eftir vin-
konu sína og komst á bragðið, tók
sér höfundarnafnið Miss Pince,
eftir bókaverðinum Madame
Pince í Hogwarts, og fór að setja
eigin sögur á spjallþráðum
netsins. Aðaláhugamálið hennar
er Harry Potter en hún er einnig í
RPS-fandominu, sem stendur
fyrir „real people slash“ og fjallar
um leikarana í þekktum bíómynd-
um, bókmenntum eða hljómsveit-
um. „Real people slash byrjaði í
kringum boy-böndin, sérstaklega
Nsync. Það var rosalega stór hóp-
ur af stelpum sem skrifuðu væmn-
ar ástarsögur af JC og Justin,“
segir Nína. Í dag eiga leikararnir í
Lord of the Rings og Pirates of the
Caribbean miklu fylgi að fagna.
Skilgreiningin á slashi er eitt-
hvað á reiki því sumir vilja meina
að hugtakið nái bara yfir tvo karl-
menn og nota þá hugtakið “fem
slash“ til að lýsa sögum um tvær
stelpur. “Het“ (heterosexual) kall-
ast sögur um gagnkynhneigt fólk
og “gen“ (general) eru sögur sem
innihalda engin ástarsambönd.
Allt er þetta hluti af “fanfiction“,
skáldskap sem er skrifaður um
persónur eða leikara í bókum eða
bíómyndum. Á Íslandi hefur orðið
áhugaspuni stundum verið notað
fyrir fanfiction. „Áhugaspuni er
eldgamalt fyrirbæri sem held ég
að hafi fyrst komið fram í kring-
um 1930. Þá var þetta gefið út í
tímaritum. Áhugaspuni varð ekki
svona stórt fyrirbæri, svona stórt
batterí, fyrr en í kringum 1970
þegar Star Trek kom til sögunn-
ar,“ segir Nína.
Fyrsta slashið var skrifað í
kjölfar útgáfu Star Trek-mynd-
anna og með tilkomu internetsins
varð sprenging í slash-skrifum.
Aðdáendur ýmissa bóka og bíó-
mynda gátu nú rottað sig saman á
netinu og deilt hugmyndum sínum
um framhaldslíf aðalpersónanna
eða ástarsögur aukapersóna sem
aldrei birtust í bókunum sjálfum.
„Það er til fanfiction fyrir
nokkurn veginn allt. Bara nefndu
það, það er til. Ég hef lesið biblíu-
fanfiction. Ég hef lesið biblíu-
slash. Sambandið á milli Jesúsar
og Jóhannesar... Það er mjög vina-
legt! Það er líka til alveg hellingur
af Shakespeare slashi. Lord of the
Rings fandomið er það stærsta og
elsta.“
Gagnkynhneigðar konur skrifa
um ástarsambönd karla
Slash-lesendur og höfundar eru í
miklum meirihluta konur. „Þetta
eru 95 prósent konur, flestar
gagnkynhneigðar eða tvíkyn-
hneigðar,“ segir Nína. „Hefurðu
einhvern tímann pælt í því að
karlmönnum finnst rosalega
æsandi að sjá tvær konur saman?
Af hverju er þetta tabú? Ef ein
kona er „hot“ þá hljóta tvær kon-
ur að vera tvisvar sinnum meira
„hot“. Af hverju má þetta ekki
eiga við um tvo karlmenn líka?
Þetta er mín skoðun á þessu. Mér
finnst þetta alltaf liggja beint við;
ef einn er „hot“ eru tveir betri og
síðan kannski þrír, fjórir, fimm.
Ég held líka að þetta sé svolítið
feminískt mál. Konur eru ekkert
öðruvísi en karlmenn. Það er bara
einhver viðtekin skoðun í þjóðfé-
laginu að konur séu eitthvað öðru-
vísi. Mikið af ungum konum í dag
finnst bara ekkert nóg að horfa á
rómantískar gamanmyndir. Kon-
ur eru að verða miklu meðvitaðri
um klám, þær sækja meira í það
að vita eitthvað um klám, að horfa
á klám. Svo er ekkert óeðlilegt að
sumt af slashinu sé gróft. Þetta er
bara sami skali og í bíómyndum;
það eru til drama-myndir, það eru
til rómantískar gamanmyndir,“
segir hún.
Nína hefur skrifað sögur á öll-
um skalanum, bæði het, gen og
slash-sögur. Sú hefð hefur skapast
í áhugaspunaheiminum að taka
fram í byrjun hverrar sögu
hversu gróf hún er. Til þess er
notað bandaríska bíómyndakerf-
ið. „Ef það eru tveir karlar að
kyssast þá er það alltaf hærra
heldur en PG 13. Allt slash er
PG13, af því að í bandaríska kerf-
inu er það tabú. Það þykir kurteisi
að nota frekar hátt frekar en
lágt,“ segir Nína. Einnig er tekið
fram hvaða par sagan er um, t.d.
Remus / Sirius, en slash er einmitt
enska orðið fyrir greinarmerkið /
sem notað er í parinu. „Eftir þessu
koma yfirleitt aðvaranir. Það eru
til alls konar kinks-sögur, bonda-
ge, BDSM, non-consentual, sem er
eiginlega nauðgun, þetta er allt
merkt þannig að þú þarft ekki að
lesa söguna ef þú vilt það ekki. Í
Harry Potter til dæmis er kennari
stundum látinn sofa hjá einhverj-
um af nemendunum. Nemendurn-
ir eru yfirleitt hafðir frekar gaml-
ir, en þetta truflar rosalega mikið
af fólki svo almennt er mikið var-
að við þessu,“ segir Nína.
Af hverju að nota persónur úr
verkum annarra?
„Þú ert að halda áfram með ævin-
týrin. Það eru virkilega áhuga-
verðir aukakarakterar í mikið af
þessum bókum, sem fólk er í
rauninni að gefa nýtt líf,“ segir
Nína um það hvers vegna áhuga-
spuni er svona vinsæll. „Margir
spyrja mig af hverju ég skrifi
ekki eitthvað „original“. Og ég
segi alltaf; ég skrifa eigin smásög-
ur en þær eru velfaldar, ég hef
aldrei póstað þær. Ég er bara að
bíða eftir hugmynd. Þangað til
mun allt sem ég skrifa hjálpa mér
þegar ég fer að skrifa eigin verk.
Málið við fanfiction er að þú færð
svo mikið „instant feedback“. Ef
þú ert að skrifa sögu fyrir sjálfan
þig, sögu sem þú hefur hugsað þér
að gefa út í bók, þá skrifarðu sög-
una og sendir hana svo til rit-
stjóra. Svo er líka bara ánægja af
því að búa eitthvað til. Það er
ögrun í því að skrifa sögu og nota
persónur sem kannski ekki allir
sjá fyrir sér saman,“ segir hún.
Nína segir að ævintýrasögur á
borð við Harry Potter og Lord of
the Rings séu vinsælasta við-
fangsefnið í áhugaspuna því að
ævintýraheimurinn er óraunveru-
legur og býður upp á fleiri mögu-
leika. „Heimurinn er tilbúinn.
Fólk er að búa til sína eigin kar-
aktera og stinga þeim inn í heim-
inn. Það er mikið skrifað um fólk
sem er ekki á sama tíma og Harry
í skólanum, um kynslóðina sem
foreldrarnir hans voru í. Það er
mjög auðvelt að skrifa um pabba
hans og vini hans. Það eru skrifað-
ar sögur um kynslóð Voldemort
og framtíðarsögur sem eru algjör-
lega uppspunnar. Um börn sem
gætu komið í heiminn.“
Quarashi slash bannað börnum
Nína lenti í óvenjulegri stöðu í
ársbyrjun þegar hún var beðin
32 13. ágúst 2005 LAUGARDAGUR
Interneti› hefur a› geyma flúsundir af sögum sem fjalla um ástarsambönd milli
karlpersónanna í Harry Potter og Lord of the Rings. Fyrirbæri›, sem heitir slash,
blómstrar um flessar mundir bæ›i hérlendis og erlendis. Rósa Sign‡ Gísladóttir
hitti íslenskan „slash“-höfund og forvitna›ist um hvers vegna gagnkynhneig›ar
konur skrifa um ástarsambönd karla.
ORÐAFORÐI Í ÁHUGASPUNA
FANDOM Samfélag fólks í kringum
sameiginlegt áhugamál. Til dæmis
tilheyra þeir sem skrifa og lesa Harry
Potter-sögur á netinu Harry Potter
fandominu.
HET Stytting á heterosexual. Fanfict-
ion-sögur um sambönd gagnkyn-
hneigðra.
GEN Stytting á general. Sögur sem
innihalda ekki ástarsögu.
SLASH Sögur um ástarsambönd milli
karls og karls eða konu og konu.
FEM Slash-sögur um ástarsambönd
milli tveggja kvenna.
SMUT Kynlífssena eða saga sem er
lítið annað en kynlífssena/senur.
REC/RECCARI/AÐ RECCA Stytting á
recommendation. Reccarar eru mik-
ilsmetnir í fandomum því þeir búa
til lista yfir sögur sem þeir mæla
með.
WORKSAFE/NOT WORKSAFE Not
worksafe þýðir að ekki sé hægt að
skoða síðuna í vinnunni, því augljóst
er að efnið er ekki vinnutengt (til
dæmis vegna klámfengra mynda).
AÐ SHIPPA Dregið af orðinu
relationship. Að shippa er að styðja
eða vera hlynntur einhverju
ákveðnu sambandi eða pari. Harry
Potter fandomið skiptist til dæmis í
tvo hópa: Einn hópurinn shippar
Ron og Hermione en hinn Harry og
Hermione.
RPS Real people slash-sögur fjalla
um raunverulegt fólk, oft fræga leik-
ara eða tónlistarmenn. Alltaf er tek-
ið fram í byrjun RPS-sögu að höf-
undurinn þekki ekki viðkomandi og
að sagan sé uppspuni.
LOTRPS Lord of the Rings real
people slash fjallar um leikarana í
Lord of the Rings. Þetta er mjög vin-
sælt fandom.
BNF Big name fan. BNF er einhver
sem mjög stór hluti af fandominu
þekkir og hefur annað hvort skrifað
sögur sem eru mjög vinsælar eða
teiknað myndir. Stærsta BNFið í
Harry Potter fandominu heitir
Cassandra Claire en hún skrifaði
sögur sem heita The Draco Trilogy.
MERKINGAR Á SÖGUM
G Hentar öllum aldurshópum.
PG Koss milli konu og karls í sög-
unni.
PG13 Sagan er aðeins grófari, eða
hún inniheldur kossi milli karla.
Allt slash er PG13 eða hærra.
R Frekar gróf saga.
NC-17 Bönnuð innan 16 á Íslandi.
HARRY POTTER VINSÆLASTA „FANDOMIГ „Ég fór til London alveg sérstaklega til
þess að kaupa bókina þar þegar hún kom út og hitta vinkonu mína úr fandominu. Ég var
í stóru biðröðinni á Oxford Street og hitti þar stelpu sem heitir Melissa. Hún tók aðalvið-
talið við Rowling þegar bókin kom út. Ég hitti líka vinkonu mína frá Portúgal sem er einn
þekktasti myndskreytir í Harry Potter-fandominu og sennilega einn þekktasti persónuleiki
í því. Hún teiknar myndir út frá bókunum, það er kallað fanart. Ég er alveg viss um það
að ef ég hefði ljóstrað því upp í röðinni í London hver stæði þarna við hliðina á mér hefði
orðið smá uppþot,“ segir Nína.
VIGGO MORTENSEN OG ORLANDO BLOOM Kapparnir úr Lord of the Rings eru eitt
vinsælasta Real people slash-parið, enda bráðmyndarlegir.
SÖLVI, TINY OG ÓMAR Í QUARASHI Ómar
og Tiny eiga í eldheitu ástarsambandi í einni af
sögum Nínu, sem hún skrifaði að beiðni Péturs
í Nexus og lesin var í þrítugsafmæli Ómars.
Ómar og Tiny segjast með naumindum hafa
komist í gegnum söguna sem er fimm blaðsíð-
ur og inniheldur nokkuð grófar kynlífslýsingar.
NÍNA, AKA MISS PINCE „Ég er ekkert
þekkt í fandominu en ég er með slatta af
BNFum á friends-listanum mínum á blogg-
inu. Þannig séð er ég komin í innsta
hringinn. Ég er oldbie svokallaður,
er búin að vera lengi í fandom-
inu, frá því árið 2001. Ég hef
„moderatað“ á síðunni Sug-
arquill, það er að segja stýrt
spjallborði. Þá þarf einhver
sem er ábyrgur að lesa
spjallið, passa upp á að
enginn móðgist og
eyða svoleiðis póst-
um. Þetta gerir mig
sjálfkrafa að oldbie
og tengir mig stóra
fólkinu í
fandominu,“
segir Nína.
Harry Potter nýtur ásta
með Draco Malfoy