Fréttablaðið - 13.08.2005, Side 75

Fréttablaðið - 13.08.2005, Side 75
Jessica Simpson vill vera kristin- boði um tíma, heimsækja lönd í þriðja heiminum og ættleiða börn. Þetta sagði hún í viðtali við tíma- ritið Ok!. „Ég hef heimsótt mun- aðarleysingja með foreldrum mínum síðan ég var lítil stelpa. Það hefur kennt mér svo mikið um vináttu og fjölskylduna. Ég er með miklar áætlanir um að bjarga heiminum,“ sagði söngdívan. Hún talaði mikið um Angelinu Jolie sem hún hitti nýlega. „Angelina er ein af aðalfyrirmyndum mínum,“ sagði hún. „Hún var gullfalleg. Ég gat ekki að því gert að stara, en það er innri fegurð hennar sem maður skynjar.“ Jessica vill ætt- leiða eins og Angelina en ekki fyrr en eftir einhvern tíma. „Ef ég yrði ólétt þá væri ég alsæl en við erum ekki að reyna. En við erum að æfa okkur, svo mikið er víst,“ sagði söngkonan. ■ Jessica vill bjarga heiminum VAXMYND JESSICU SIMPSON Jessica lítur ekki út eins og kristniboði, en það vill hún verða í framtíðinni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.