Fréttablaðið - 13.08.2005, Page 78

Fréttablaðið - 13.08.2005, Page 78
Stór humar Risarækjurnar komnar Að leika í Flags of Our Fathers Slæm laun eru al-gjört aukaatriði þegar manni býðst að leika í stór- mynd eftir Clint Eastwood. Og þó svo að viðkomandi sjáist jafnvel aldrei í mynd er það ekkert slæmt því reynslan af myndatökunum með Clint og co. hlýtur að vera gulls ígildi. Það er ekki amalegt að geta sagt barnabörnunum í framtíðinni að maður hafi tekið þátt í gerð Flags of Our Fathers. Haustferðir Sífellt fleiri geyma ferðalögtil útlanda til haustsins. Þannig nýtist íslenska sumarið best og þegar haustið skellur á með tilheyrandi myrkri, veðri, og skólaþunglyndi er ljúft að skella sér í skreppitúr til Evrópu eða jafnvel til Banda- ríkjanna. Haustferðir eru málið í dag. Svart Þó að svarti liturinn hafi alltaf verið kúl erhann að koma enn sterkar inn aftur. Svartur fatnað- ur og fylgihlutir verða möst í haust og vetur og jafnvel núna í andarslitrum sumarsins er hressandi að vera í svörtu. Að mæta seint á djammið Loksins, loksins eru Reykvík-ingar farnir að mæta fyrr á djammið. Nú vill fólk njóta þess að sýna sig og sjá aðra þegar staðirnir eru ekki of fullir. Minna af kvöldinu fer í bið eftir því að fara í bæinn þegar fólk mætir klukkan eitt en ekki klukkan þrjú og þannig nýtist nóttin líka betur í svefn. Eini gallinn við þetta trend er að leigubílaröðin í bænum um hálf fjögur leytið er risavaxin því svo margir fara heim á sama tíma. Sandalar Við verðum að sætta okkur við þaðað það er farið að kólna og myrkrið skellur á mun fyrr en í sumar. Það er ekki inni lengur að vera of sumarlegur, í ljósum fötum og sandölum, því hausttískan með sínum dökku tónum og hlýrri skófatnaði er farin að láta á sér kræla. Tjaldútilegur Verslunarmannahelgin var síðastiséns til að fara í tjaldútilegu. Nú býður veðrið og myrkrið síður upp á góða útilegu og flestir líka farnir að hugsa um skólann eða vinnuna í haust og komnir úr stuði fyrir næturlanga útiveru. Hætta er á að útileguglaðir einstaklingar í lok ágúst verði stimplaðir örvæntingafullir djammfíklar. INNI ÚTI 46 13. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Kvikmyndatökumaðurinn Óttar Guðnason er svo sannarlega á uppleið í kvikmyndaheiminum. Nýverið lauk hann vinnu sinni við myndina A Little Trip to Heaven í leikstjórn Baltasars Kormáks og í fyrradag hóf hann störf við stór- mynd Clints Eastwood, Flags of Our Fathers, sem er tekin upp hér á landi. Óttar verður á svokallaðari „C- Cameru í Main Unit“ hjá East- wood sem þýðir að hann verður í nánu samstarfi við goðsögnina við tökurnar sem hluti af aðalkvik- myndatökuhópnum. „Það er virki- lega gaman að fá að taka þátt í þessu og hitta hann,“ segir hinn 31 árs gamli Óttar, sem hóf feril sinn sem myndatökumaður á Stöð 2 að- eins átján ára. „Ég er sérstaklega hrifinn af tökumanninum Tom Stern. Hann hefur unnið að mynd- um Eastwood á borð við Mystic River og Million Dollar Baby. Hann er líka frábær ljósamaður sem meðal annars vann við Road to Perdition og American Beauty. Þetta verður mjög spennandi og gaman að sjá hvernig Eastwood vinnur, því ég er búinn að heyra mikið um hann.“ Eftir að Óttar hafði starfað í þrjú ár á Stöð 2 færði hann sig um set til Saga Film og var þar í fjögur ár. Eftir það hóf hann sam- starf með leikstjóranum Ágústi Baldurssyni og undanfarin tíu ár hafa þeir gert fjölmargar auglýs- ingar bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, m.a. fyrir Crysler, Sony PlayStation og Jagúar. Óttar hefur búið í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár og á þeim tíma hefur hann komið sér upp góðum sam- böndum og jafnframt náð að sanna sig svo um munar í faginu. Þegar Óttar fékk boð um að taka upp myndina A Little Trip to Heaven með stjörnum á borð við Forest Whitaker og Juliu Stiles í aðalhlutverkum þurfti hann ekki að hugsa sig tvisvar um. „Þetta var mjög gaman og þegar við byrjuðum tökurnar klappaði Balti mér á öxlina og sagði að það væri ekki slæmt að byrja bíómyndafer- ilinn á að taka upp með Whitaker og Stiles. Við hlógum mikið að þessu,“ segir Óttar. Eftir að tökum á Eastwood- myndinni lýkur er ljóst að Óttari eru allir vegir færir í kvikmynda- bransanum. Reyndar hefur Óttar þegar unnið náið með hollenska leikstjóranum Jan de Bont sem gerði myndirnar Speed, Twister og Lara Croft Tomb Raider: The Cradle of Life. Þeir hafa tekið upp fjölda auglýsinga undanfarin tvö ár og hafa nýlokið við eina stóra fyrir Chevrolet. Bont hefur ekki leikstýrt kvikmynd síðan hann gerði Lara Croft en tökur á nýrri hasarmynd Meg fer í framleiðslu á næsta ári og hver veit nema Óttar verði honum þar til halds og trausts. freyr@frettabladid.is VIÐ TÖKUR Óttar Guðnason á framtíðina fyrir sér í kvikmyndabransanum. Hann mun vinna náið með Clint Eastwood við tökur á Flags of Our Fathers. ÓTTAR GUÐNASON: TEKUR UPP FLAGS OF OUR FATHERS Gaman að sjá hvernig Eastwood vinnur ...fær Thor Vilhjálmsson rithöf- undur, sem náði áttræðisaldrin- um í gær, fyrir að stunda júdó og hafa það að lífsviðhorfi að láta aldurinn ekki aftra sér. HRÓSIÐ Hundarnir í Tasiilaq eru hálfgerð- ir úlfar. Harðgerir sleðahundar sem eru einnig notaðir á ísbjarna- veiðum. Þeir eru hlekkjaðir úti um allan bæ og það hvarflar stundum að manni að það hljóti að búa fleiri hundar en menn í bænum. Grænlendingar verða seint sakaðir um að vera góðir við blessuð dýrin enda eru gælur og dekur ekki réttu meðulin þegar verið er að ala upp villidýr. Hund- unum er gefið að éta einu sinni í viku á sumrin og þannig er þeim haldið blóðþyrstum og grimmum. Skepnurnar eru því vitaskuld sísvangar og spangóla nokkrar hunguraríur á dag þannig að undir tekur í hæðunum í kring. Það skapast alltaf svolítið geggjuð stemning þegar gólin byrja og maður getur hæglega ímyndað sér að maður sé staddur í villta vestr- inu umkringdur sléttuúlfum eða að maður sé boðsgestur hjá Dra- kúla greifa sem býður manni að hlusta á aftantónleika barna næt- urinnar. Grænlensku hundarnir eru náskyldir úlfum og því óhjá- kvæmilega býsna tignarlegar og fallegar skepnur þannig að það þarf engan að undra þó að við, vit- lausu Íslendingarnir, freistumst til þess að læðast út í myrkrið og fóðra dýrin á pylsum úr kaupfé- laginu. Þetta er vitaskuld í algerri óþökk eigendanna sem þurfa þó varla að hafa miklar áhyggjur af því að við reynum að spilla upp- eldinu fyrir þeim eftir ævintýri liðinnar nætur. Úlfastóðið sem heldur til við herbergisgluggann minn bókstaflega sturlaðist þegar fyrstu pylsubitarnir svifu yfir höfðum þeirra og önnur eins læti og djöfulgang hefur undirritaður aldrei heyrt, hvorki fyrr né síðar. Einn hundurinn er auðvitað aðal, langstærstur og flottastur. Hann pissar alltaf ef maður kemur of nálægt bara svona til að það sé á hreinu hver eigi svæðið. Hann fékk alla bestu bitana og hinir lúffuðu hiklaust fyrir honum en þegar minni gaurarnir fóru að berjast um restirnar runnu á mann tvær grímur. Það var allt út- lit fyrir það að þeir væru tilbúnir að drepa fyrir rúsínulausa pylsu- enda og heilu gengin réðust á þá sem kræktu í bita og rifu þá með ofbeldi út úr skoltunum á þeim. Þarna gerðum við okkur grein fyr- ir því að við myndum ekki bylta hundalífinu í Tasiilaq og að senni- lega væri betra að gera ekkert þar sem við hefðum aldrei nóg fyrir alla. Rússneska byltingin í hnot- skurn? REISUBÓKARBROT ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ER Á SKÁKHÁTÍÐ HRÓKSINS Á GRÆNLANDI. Börn næturinnar í Tasiilaq 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Lárétt: 1 fögur, 6 þvottaefni, 7 slá, 8 sólguð, 9 forfaðir, 10 hlass, 12 skel, 14 kvíði, 15 varðandi, 16 til, 17 snák, 18 málning. Lóðrétt: 1 gamall, 2 leiða, 3 endir + k, 4 torveldur, 5 lít, 9 keyra, 11 fiskur, 13 for- móðir, 14 herbergi, 17 byrði. Lausn Lárétt:1falleg,6omo,7rá,8ra,9afi, 10æki,12aða,14sút,15um,16að,17 orm,18lakk. Lóðrétt:1forn,2ama,3lo,4erfiður, 4 gái,9aka,11lúða,13amma,14sal,17 okt 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.