Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 18
18
TÍMIXX
Sunnudagur 4. júli 1976
Mc nn oo málofni
Auðnuvegurinn
Benjamin Franklin
Jón Sigurðsson
Sennilega hefur
enginn útlendur maður
haft meiri áhrif á Jón
Sigurðsson forseta en
Benjamin Franklin.
Þetta má m.a. ráða af
þvi, að rétt eftir að ævi-
saga Benjamins
Franklin kom út i Dan-
mörku, samin af
dönskum presti, hófst
Jón Sigurðsson handa
um að þýða hana. Þetta
gerðist árið 1837, en þá
var Jón 26 ára gamall.
Þýðing Jóns var svo
gefin út af Bókmennta-
félaginu 1839.1 formála
fyrir þýðingunni segir
Jón, að eftirtektarvert
sé að heyra um frá-
sagnir um menn, sem
með frábærum dugnaði
hafi komizt áfram og
gert þjóð sinni gagn, og
,,hverja aðgerð þeir
hafi valið til sliks, hvað
þeim hafi auðnast að
frámkvæma og hver
aðdragandi hafi verið
að framkvæmd þeirra.
Slikar sögur hljóti að
vekja alla þá, sem
heyra þær og lesa, til
að taka eftir, hvernig
dæmi manna gæti kom-
ið til nota, þar sem þeir
eiga hlut að máli, og
geta einnig vakið eftir-
tekt manna á ýmsum
hlutum, sem merki-
legir eru og hver mað-
ur ætti að vita grein á”.
Jón segir siðar i for-
málanum, að Franklin
prentari hafi verið ein-
hver merkasti maður,
sem sögur fara af.
„Hvorki hafði hann
tign né auð að styðjast
við i upphafi, en ávann
sér sjálfur hvort
tveggja og varð oddviti
þjóðar sinnar bæði i
þekkingu og dugnaði. Á
hún honum að þakka
frelsi sitt að verulegu
leyti, og allt það gott,
sem af þvi hefur leitt.
En auk þess á mann-
kyn allt honum margt
og mikið að þakka og
mun orðstir hans vera
uppi meðan veröldin
stendur”.
Ævisögu Benjamins
Franklin lætur Jón
fylgja þýðingu á hinni
frægu ritgerð hans,
Auðnuvegurinn, en
hana samdi hann undir
dulnefninu Rikarður
snauði. Timanum
finnst það viðeigandi i
tilefni af 200 ára af-
mæli Bandarikjanna,
að endurprenta þessa
þýðingu Jóns Sigurðs-
sonar, þvi að hún mun
túlka vel sameiginlega
lifsspeki mestu leið-
toga, sem Bandarikin
og ísland hafa átt.
Góöfús lesari.
Það er mælt, að ritsmiðum
komi þaö bezt allra hluta, ef aðrir
menn hæla ritum þeirra, þú getur
þá imyndað þér feginleik minn,
þegar mér bar að höndum þaö,
semégnúmun segjaþér: Egreið
um daginn hjá miklum mann-
grúa, sem var kominn saman til
að kaupa vöru á yfirboðsþingi. Eg
reið að hópnum og stöðvaði hest
minn. Þingið var ekki sett, og
stóðu menn og töluöust við. Þar
var rætt um aldarfar, og hversu
ilt það væri. „Abraham gamli.”
sagði maður einn i flokkinum og
kallaði til öldungs nokkurs: sá
var fátæklega búinn, en þó hrein-
lega, og hvitur fyrir hærum.
„Segðu oss nú, hvað þér virðist
um aldarfar þetta: Heldurðu ekki,
aö álögur svo miklar muni eyða
landið? Hvenær ætli vér fáum ris-
iö undir sliku? Hvað er ráö þitt
oss til handa?” — Þá reis Abra-
ham hinn gamli upp i sæti sinu
og svaraði: ,,Ef yður fýsir aö
heyra mitt ráð, þá skal þaö
veröa stutt og gott, þvi hygginn
maður ræður hálfkveðna visu,
segir snauði Rikharður”. Nú
beiddu allir hann i einu hljóöi að
segja til hvað honum litist: siö-
an slógu þeir hring um hann, en
hann tók til oröa: „Satt hafiö
þér -að mæla, kærir
vinir. Skattarnir eru býsna þung-
ir, og það væri þó sök sér, ef vér
ættum ekki að gjalda öðrum en
konunginum en aörir skattar
liggja á oss þar aö auki, sem
miður fer, og verða mörgum af
oss örðugri. Leti tekur af oss tvö-
faldan skatt, hégómaskapur þref-
aldan og heimskan fjórfaldan: en
eitt er verst að þessum sköttum,
og það er, að yfirvöldin geta ekki
lækkað þá né létt þeim af. Nú nú
samt. Heyrum á góð ráð. Gera
mun mega eitthvað viö þetta eins
og annaö. Guð bjargar þeim sér
sjálfur bjargar, segir Rikaröur
snauði.
Ætli yður þætti sá ekki grimm-
ur konungur, sem léti þegna sina
vinna sér um tiunda part úr æfi
þeirra? En letin leggur miklu
meira undir sig af öö vorri en
það. Leti styttir lifdagana, þvi
hún leiðir meö sér sóttir. Leti er
ryð það, sem eyðir fljótara en erf-
iði slitur, en brúkaður lykill er
bezt skygður, segir Rikaröur
snauði.Elskirþú lifið, þá eyö ekki
tið þinni, þv! það er spunnið úr
henni. Hversu löngum tima eyö-
um vér ekki einungis meö of-
svefni um þörf vora fram? Vér
hugsum ekki til orða Rikaröar,
þar hann segir: Sofandi refur fær
sjaldan bráðar, og nógur er
svefntiminn i gröfinni.
Sé nú tiöin dýrmætust allra
hluta, þá er það hið mesta óhóf að
eyöa henni, þvi aldrei hittir þú
horfna tið, og það, sem oss þykir
nógur timi, er naumur timi, segir
snauöi Rikaröur. A fætur. Starf-
aðueitthvaö, og starfaðu eitthvað
þarft. Vertu fljótur tii vinnu þinn-
ar. Þá afkastar þú miklu, þó þú
gangir ekki fram af þér.
Sigalegum manni verður alt
þungt, ötulum alt létt. Farirðu
seint á fætur, færöu stuttan dag;
fyr en þú ert alvarlega seztur viö,
er farið að rökkva. Letin er svo
seinfær, að örbirgö nær henni
fljótt. Hastaöu á verk þitt, svo þaö
hasti ekki á þig. Mogunstund hef-
ir gull í mund. Snemma að hátta
ogsnemma á fætur. Það hressir
sál og likama, segir snauöi Rik-
aröur.
Vér óskum og vonum, aö aldar-
far batni. En hvað dugir þaö?
Nei, vér eigum að bæta þaö sjálf-
ir. Það bragö er ekki svo torvelt,
sem vér hyggjum, ef vér nennum
aö taka á aflinu. Atorkan þarf
ekki óskastundar. Sá sem ætlar
að lifa á voninni, — hann veröur
að deyja fastandi. Ekkert fæst
fyrir ekki neitt. Hendurnar eru
jarönæðiö mitt, segir snauöi Rik-
arður, en eg bæti við, aö jarönæö-
inu fylgja skattarnir. Sá, sem
kann verknaö, hann á býsna f jár-
stofn, og sá, sem hefir atvinnu-
veg, hann hefir heiðarlegt em-
bætti og arösamt, segir Rikarður
snauði. En verknaðurinn þarf
vinnusamar hendur og atvinnu-
vegurinn gaumgæfni, þvi annars
hrökkur hvorugt fyrir sköttunum.
Sértu iöinn, verður þér ekki sultur
að bana, þvi hjá iðnum manni
kemur sultur á skjáinn, en aldrei
inn úr dyrum, segir Rikaröur.
Ekki koma heldur réttarþjónar
inn úr dyrum hans (til að taka
skatt af honum meö ofriki), þvi
iðni rýrir skuldir, en hingsið eyk-
ur þær. Þó þér ekki hafi hepnast
að finna dalakút né aö fá arf eftir
frændur þina, láttu það ekki á sér
festa. Minstu þess, aö iönin er
móöir gæfunnar. Otull maöur
hefir mestan gróða. Alt gefur guð
þeim iöjusama. Plægðu langt og
djúpt, meðan lati Simbi lúrir, þá
færðu nóg handa þér og aflögu
handa öörum, segir Rikaröur
snauöi. Vindu i dag, þvi þú veizt
ekki, hvaö veröa kann á morgun.
Eitt i dag er betra en tvent á
morgun, segir snauði Rikarður,
og fresta þú ekki til morguns þvi,
sem þú mátt gert hafa i dag. Ef
þú ættir góðan húsbónda, mundir
þú þá ekki skammast þin aö láta
hann hitta þig meö hendur i
vösum? En nú ertu sjálfur herra
þinn: þess heldur máttu þá
skammast þin aö hitta sjálfan þig
latan og iðjulausan, þar sem þú
hefir svo mikiö aö starfa fyrir
sjálfan þig og þina, fyrir konung
þinn og föðurland. Vertu kvikur
viö vinnu þina, en klemdu ekki
fingurna. Ef kötturinn hefði
vetlinga, veiddi hann ekki mýs,
segir snauöi Rikarður. Satt er
það, mikið er aö vinna i veröld-
inni, og vera má, þú hafir eitt-
hvað handa á milli: vertu þá fast-
ur við, og þá gengur fljótt á.
Dropinn holar steininn. Smám
saman nartaði músin sundur
reiptaglið. Smá högg fella stór
tré, segir Rikarður snauöi.
Mér heyrist sem nokkrir yðar
segi: Megum vér þá aldrei fara I
hægðum vorum? Megum vér
aldrei taka á oss náðir? Eg
svara- Jú, en heyriö, vinir, hvaö
snauði Rikaröur segir: Ef þú vilt
fá náöir, þá notaöu daginn vel.
Ónýttu ekki eyktina, meðan þú
ert óviss um stundina. Góöur
náöatimi er sá timi, sem gera má
margt gott á. Iöinn maöur hefir
nóga náöartima, en lati Simbi
hefir þá aldrei, þvi Rikarði þykir
það tvent ólikt að hafa náðatima
og að hafa náðir alla daga. Marg-
ur ætlaöi ómakslaust að lifa af
viti sinu, en eigurnar hrukku upp
af, og maöurinn hrökk niður af.
Iðnin aftur á móti veitir manni
hagsældir, nægtir og viröing.
Forðastu skemtanina: þá muntu
sjá, hve ákaflega hún eltir þig._
Iöin köngurvofa vefur mestan
vef, segir Rikharöur, og nú býöur
hver maður mér góðan dag að
fyrra bragði, siðan eg eignaðist
eina kú og eina á.
II.
En vinir góöir. Það er ekki ein-
hlitt, að vér séum iönir: vér verö-
um þar aö auki aö vera stööugir,
fastheldnir og aðgætnir: vér
veröum aö líta sjálfir eftir þvi,
sem vort er, og ekki ætla ofmjög
upp á aöra. Aö flytja oft bú og
flytja oft tré sá eg sjaldan verða
fyrir þrifum, segir Rlkaröur
snauöi. Þrir flutningar eru á við
einn bruna. Vertu við vinnu þiha,
segir hann annarsstaöar, þá
verður einnig vinnan hjá þér. Ef
þú vilt, að erindi þinu verði vel
lokiö, þá faröu sjálfur, en ef þú
hirðir ekki um það, þá sendu ann-
an. Ef þú vilt plægja þér inn pen-
inga, þá plægöu sjálfur. Augu
húsbóndans gera meira en hend-
ur hans báöar. Ekki aö hiröa er
verra en ekki að kunna. Haf gát á
hjúum þinum: annars færðu þeim
lyklana að peningahirzlu þinni.
Margur maöur hefir liöiö tjón fyr-
ir það, hann treysti ofmjög trú-
mensku annara. tkaupskap þess-
arar veraldar á vantrúin aö
bjarga þér en ekki trúin. Hver
hefir gott af aö sjá um sitt. Viljir
þúeignasttrúanþjón, sem þér sé
geöfeldur, þá þjónaðu þér sjálfur.
Litill brestur gerir oft stóran
skaða. Af naglaleysi týndist
skeifan: af skeifuleysi týndist
hesturinn: af hestleysi týndist
riddarinn: fjandmaður hans náði
honum og drap hann: það kom alt
af þvl, hann hirti eWd hestskó-
naglann, segir Rikharður snauði.
III.
Þetta nægir nú, vinir góöir, um
iðni þá og aðgætni, sem vér verð-
um að stunda I öllu: en vér verð-
um einnig aö stunda sparsemi, ef
vér viljum vera vissir um að hafa
nokkurt gagn af iðninni. Sá, sem
ekki kann að fara vel meö ávinn-
ing sinn, hann má vinna eins og
húðarjálkur alla sina lifdaga, þvi
hann deyr samt öllum hvimleið-
ur. Feitt boröhald gerir magran
arf. Margur gekk frá jörð sinni, af
þvi konan gleymdi aö spinna og
vefa vegna kaffisins og maðurinn
aö slá og róa vegna flöskunnar,
segir Rikarður. Viljir þú eiga
peninga, þá hugsaðu eins rikt um
aö spara eins og um að safna. Sá,
sem ekki geymir einskildinginn,
eignast aldrei tviskildinginn.
Aldrei græddi Spánn á Vestur-
heimi, þvi ávalt gekk meira út en
inn.
Þess vegna er bezt, vinir minir,
að hætta öllum þessum hégóma-
kostnaöi: þá munuö þér ekki
þurfa að kvarta svo mjög yfir ald-
arfarinu, sköttunum og búskapn-
um. Lauslæti, drykkjusvall og
prettir þyngja neyðina, en létta
pyngjuna. Það, sem ein heimska
kostar, er nóg handa tveimur
börnum. Þú heldur kannske, að
dálitil hressing, dálitill kaffisopi,
dálitið betri föt, dálitið sælgæti
einstaka sinnum muni engu en
gáðu aö þvi, að margt smátt gerir
eitt stórt. Varaöu þig á smákostn-
aði. Litill leki sökkur stóru skipi,
segir Rikarður, og matvendni
leitar að vonarvöl. Hinn heimski
heldur veizlu, en vinn vitri lætur
bjóöa sér.
Þér eruð komnir hingað á yfir-
boðsþingið, vinir minir, og sjáið,
að hér á að selja ýmislegt skran,
skrautvöru og hégóma. Þér segið,
að þetta séu góðir hlutir, en gáið
þér að yður, að þeir verði yöur
ekki vondir hlutir. Þér hyggist að
fá góð kaup, og vera má, yður
hepnist að ná kaupi á ýmsu undir
veröi þess: en það er yður of dýrt
samt.ef þér þarfnistþess ekki. Ef
þú kaupir þaö, sem þú þarfnast
ekki, þá neyðistu til að selja það,
sem þú þarfnast.
Hugsaðu þig ávalt um góð-
kaupin, segir Rikaröur snauði.
Má vera, sú sé meining hans, að
verðið sé ekki eins gott og látið er
i veðri vaka, eöa þá hitt, að þú
munir tefjast frá skylduverkum
þinum og þar muni þér verða
tjón að, þvi á öðrum stað segir
hann: Góð kaup gera mörgum
mannitjón, og enn, heimska er að
kaupa það, sem gjalda má fyrir
bæði gull og gremi. Heimska
þessi verður þó alþýðu daglega á
yfirboðsþingum, af þvi hún
gleymir þvi sem Rikarður segir.
Til þess að bera silkiö utan á sér
ganga margir með soltinn maga
og kona og börn eiga ekki mál-
ungi matar. Silki og flauel
slökkva eld á arni, segir Rikaröur
snauöi. Hvorugt þessara hluta er
mönnum nauðsyn né hagsæld, og
þó eru margir aö kvelja sig til að
afla þeirra, af þvi þeir eru fagrir
álitum. Heimska þessi flær oft
auöuga menn, svo þeir veröa að
siöustu aö taka lán hjá þeim, sem
þeir fyrirlitu áður, en þeir hafa
komiö undir sig fótunum með iðni
og spareemi. Af þessu er auösætt
aö hærri er bóndi uppréttur en
höfðingi á knjám, eins og Rikarð-
ur segir:Vera má, að sumir hafi
átt góðan stofn i fyrstu: en þeim
bættist hann sofandi, og þeir
hugsuðu ekki um, aö hann var
þannig undir kominn. Nú er dag-
ur, segja þeir, nóttin kemur ei
bráðlega: þar sem mikiö er
fyrir til aftektar, þar munar ekki
um hvaðeitt smáræði. En —taktu
alt jafnt mjöl úr tunnunni og
bættu engu i aftur, þá séröu bráð-
um botninn, segir Rikaröur, og
Framhald á bls. 23