Fréttablaðið - 09.03.2006, Page 38

Fréttablaðið - 09.03.2006, Page 38
[ ]Bollar eru ómissandi á flestum heimilum og það getur verið ágætt að eiga þá í mismunandi stærðum. Sumum finnst best að drekka kaffið sitt úr stórum bollum en aðrir vilja helst nota pínulitla bolla. Þeir sem búa í þéttbýli verða margir að þola það að sjá ekk- ert út um gluggana sína annað en næsta vegg. Hinir eru þó til sem hafa vítt útsýni. Þeirra á meðal er söngkonan Ingveldur Ýr Jónsdóttir. Ingveldur býr í tvíbýlishúsi í Borg- ahverfinu í Grafarvogi og út um bogalagaðan stofugluggann blasir við víður sjóndeildarhringur. Geld- inganesið sem getur talist útvörð- ur byggðarinnar er á vinstri hönd og svo sést Kollafjörðurinn teygja sig inn með ströndinni með síbreytilegum litbrigðum eftir sólarátt og sjávarföllum, allt að Mosfellsbæ. Hinum megin fjarðar- ins er svo Kjalarnesið þar sem stolt Reykvíkinga og nágranna stendur traustum fótum, sjálf Esjan sem kórónar allt ¿ stundum hvít, stund- um grá og stundum græn. „Það er alger lúxus að hafa svona útsýni. Þetta er bara eins og panorama- mynd,“ segir Ingveldur dreymin á svip. Hún kveðst hafa keypt þetta hús tilbúið fyrir nokkrum árum og þar rekur hún meðal annars söngs- kólann sinn. Þegar haft er orð á að hún geti sparað sér að kaupa mál- verk hlær hún og svarar. „Já, enda hef ég ekki mikið verið að skella þeim upp hér.“ Veðurlagið er eitt af því sem hún verður vel vör við á þessum stað. „Hér er allra veðra von,“ segir hún. „Stundum er rosalegt rok en í annan tíma logn og sól og blíða.“ Þá stund sem blaðafólk stendur við hjá henni skiptast á skin og skúrir og regnboginn kemur og fer. „Í góðu veðri er algengt að farið sé með skólahópa hér niður í fjöru og margir gera sér ferð út í Geldinganesið að skoða fuglalífið,“ segir hún og bendir niður að sjó. En ekkert er tryggt í henni veröld og verði Sundabrautin lögð meðfram ströndinni breytist heldur betur útsýnið hjá Ingveldi. „Þá verð ég með hraðbraut fyrir utan glugg- ann og það er ekki beint tilhlökkunarefni.“ Það verða loka- orð hennar í þessu spjalli. Öll málverk óþörf Ingveldur Ýr slakar á við stofugluggann um leið og hún virðir fyrir sér útsýnið og fylgist með veðrabrigðum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ,,Við ætlum fjórar vinkonur saman aftur og aftur! Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“ Sumarnámskeið fyrir skapandi börn, eldri og yngri, keramik, teikning, málun - allt innifalið - litlir hópar. Aðeins 8500 kr. vikan! Skráning í Keramik fyrir alla, sími 552 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Hvað segja börnin um námskeið í Keramik fir alla Barnaafmæli Bekkjaferðir Keramik fyrir alla, Frábær sk mmtun fyrir allan hópinn. Tilboðspa kar Keramik og pizza frá kr. 990 á mann. French Garden er glaðlegt stell sem minnir á páskana, sólina og vorið. Það er þýskt og fæst í Villeroy & Boch. Fáum stellum fylgja jafn margir og fjölbreyttir hlutir og French Garden. Þegar allt er talið eru þeir á sjöunda tuginn. Á diskunum eru fjögur mismunandi mynstur sem gaman er að blanda saman fram og til baka og þeir eru til bæði kringl- óttir og ferkantaðir. Bollarnir eru af fimm stærðum, morgunverðar- bolli, kaffibolli, tebolli, mokkabolli og kakóbolli, og eru ýmist skreytt- ir sítrónum eða hindberjum. Um síðustu jól bættust eldföst mót við French Garden-fjölskylduna. Upp- haflega kom þetta skrautlega stell fram á sjónarsviðið árið 1997 og hefur aflað sér vinsælda síðan, enda gleður það augu hvar sem það sést á borði. STELLIÐ: FRENCH GARDEN Blá ber prýða ýmsa hluti French Garden. Sumir diskarnir eru með ávöxtum á brún- unum en mynsturlausir í botninn. Bollarnir eru í fimm stærðum, þar af fjórir með undirskál. Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silf- urplett.Við eigum líka fægilög,fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTKRÖFU. SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Kringlunni - sími : 533 1322 Vandaðar heimilis- og gjafavörurVandaðar heimilis- og gjafavörur Pressukanna Áður kr. 4.900,- Nú kr. 3.900,- PÍANÓSTILLING.IS Kristinn Leifsson - Leifur Magnússon S. 661-7909 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.