Fréttablaðið - 09.03.2006, Síða 38

Fréttablaðið - 09.03.2006, Síða 38
[ ]Bollar eru ómissandi á flestum heimilum og það getur verið ágætt að eiga þá í mismunandi stærðum. Sumum finnst best að drekka kaffið sitt úr stórum bollum en aðrir vilja helst nota pínulitla bolla. Þeir sem búa í þéttbýli verða margir að þola það að sjá ekk- ert út um gluggana sína annað en næsta vegg. Hinir eru þó til sem hafa vítt útsýni. Þeirra á meðal er söngkonan Ingveldur Ýr Jónsdóttir. Ingveldur býr í tvíbýlishúsi í Borg- ahverfinu í Grafarvogi og út um bogalagaðan stofugluggann blasir við víður sjóndeildarhringur. Geld- inganesið sem getur talist útvörð- ur byggðarinnar er á vinstri hönd og svo sést Kollafjörðurinn teygja sig inn með ströndinni með síbreytilegum litbrigðum eftir sólarátt og sjávarföllum, allt að Mosfellsbæ. Hinum megin fjarðar- ins er svo Kjalarnesið þar sem stolt Reykvíkinga og nágranna stendur traustum fótum, sjálf Esjan sem kórónar allt ¿ stundum hvít, stund- um grá og stundum græn. „Það er alger lúxus að hafa svona útsýni. Þetta er bara eins og panorama- mynd,“ segir Ingveldur dreymin á svip. Hún kveðst hafa keypt þetta hús tilbúið fyrir nokkrum árum og þar rekur hún meðal annars söngs- kólann sinn. Þegar haft er orð á að hún geti sparað sér að kaupa mál- verk hlær hún og svarar. „Já, enda hef ég ekki mikið verið að skella þeim upp hér.“ Veðurlagið er eitt af því sem hún verður vel vör við á þessum stað. „Hér er allra veðra von,“ segir hún. „Stundum er rosalegt rok en í annan tíma logn og sól og blíða.“ Þá stund sem blaðafólk stendur við hjá henni skiptast á skin og skúrir og regnboginn kemur og fer. „Í góðu veðri er algengt að farið sé með skólahópa hér niður í fjöru og margir gera sér ferð út í Geldinganesið að skoða fuglalífið,“ segir hún og bendir niður að sjó. En ekkert er tryggt í henni veröld og verði Sundabrautin lögð meðfram ströndinni breytist heldur betur útsýnið hjá Ingveldi. „Þá verð ég með hraðbraut fyrir utan glugg- ann og það er ekki beint tilhlökkunarefni.“ Það verða loka- orð hennar í þessu spjalli. Öll málverk óþörf Ingveldur Ýr slakar á við stofugluggann um leið og hún virðir fyrir sér útsýnið og fylgist með veðrabrigðum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ,,Við ætlum fjórar vinkonur saman aftur og aftur! Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“ Sumarnámskeið fyrir skapandi börn, eldri og yngri, keramik, teikning, málun - allt innifalið - litlir hópar. Aðeins 8500 kr. vikan! Skráning í Keramik fyrir alla, sími 552 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Hvað segja börnin um námskeið í Keramik fir alla Barnaafmæli Bekkjaferðir Keramik fyrir alla, Frábær sk mmtun fyrir allan hópinn. Tilboðspa kar Keramik og pizza frá kr. 990 á mann. French Garden er glaðlegt stell sem minnir á páskana, sólina og vorið. Það er þýskt og fæst í Villeroy & Boch. Fáum stellum fylgja jafn margir og fjölbreyttir hlutir og French Garden. Þegar allt er talið eru þeir á sjöunda tuginn. Á diskunum eru fjögur mismunandi mynstur sem gaman er að blanda saman fram og til baka og þeir eru til bæði kringl- óttir og ferkantaðir. Bollarnir eru af fimm stærðum, morgunverðar- bolli, kaffibolli, tebolli, mokkabolli og kakóbolli, og eru ýmist skreytt- ir sítrónum eða hindberjum. Um síðustu jól bættust eldföst mót við French Garden-fjölskylduna. Upp- haflega kom þetta skrautlega stell fram á sjónarsviðið árið 1997 og hefur aflað sér vinsælda síðan, enda gleður það augu hvar sem það sést á borði. STELLIÐ: FRENCH GARDEN Blá ber prýða ýmsa hluti French Garden. Sumir diskarnir eru með ávöxtum á brún- unum en mynsturlausir í botninn. Bollarnir eru í fimm stærðum, þar af fjórir með undirskál. Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silf- urplett.Við eigum líka fægilög,fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTKRÖFU. SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Kringlunni - sími : 533 1322 Vandaðar heimilis- og gjafavörurVandaðar heimilis- og gjafavörur Pressukanna Áður kr. 4.900,- Nú kr. 3.900,- PÍANÓSTILLING.IS Kristinn Leifsson - Leifur Magnússon S. 661-7909 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.