Fréttablaðið - 09.03.2006, Page 58

Fréttablaðið - 09.03.2006, Page 58
[ ]Heimaleikfimi er heilsubót. Það þarf ekki að taka langan tíma að fara í smá leikfimi heima hjá sér daglega en getur samt verið mjög hressandi og skilar sér fljótt í betra líkamlegu formi. Gen og erfðir eru ef til vill mikilvægari orsakir Alzheimer- sjúkdómsins en áður var talið. Nýleg rannsókn sem framkvæmd var í Svíþjóð gefur til kynna að sjúkdómurinn eigi sér rætur í genum einstaklinga í allt að átta- tíu prósentum tilfella. Niðurstöð- ur rannsóknarinnar voru kynntar í febrúar en alls tóku 12.000 eldri borgarar í Svíþjóð þátt í henni, allir tvíburar. „Rannsóknin rennir stoðum undir djörfustu tilgátur þessa efnis sem áður hafa verið lagðar fram,“ segir Margaret Gatz, sál- fræðiprófessor við Háskólann í Suður-Kaliforníu og stjórnandi rannsóknarinnar. „Þetta þýðir þó ekki að umhverfi og aðstæður skipti ekki máli. Þeir þættir hafa ekki bara áhrif á hvort, heldur líka hvenær fólk fær sjúkdóm- inn.“ Rannsakað var hversu mikil fylgni var á milli tvíbura þegar kom að Alzheimer. Niðurstöður sýndu að fái annar tvíburinn sjúk- dóminn fær hinn hann líka í stór- um hluta tilfella. Í síðasta mánuði voru einnig kynntar niðurstöður tveggja rann- sókna sem ætlað var að kanna fylgni á milli þunglyndis og Alzheimer. Niðurstöður þeirra gáfu ekki skýr svör. Í annarri rannsókninni voru skoðaðir 95 einstaklingar á dval- arheimili aldraðra. Heilar þeirra sem höfðu glímt við þunglyndi á ævinni sýndu meiri merki tengd Alzheimer-sjúkdóminum. Í hinni var fylgst með 1.300 einstaklingum, 67 ára og eldri, í 12-15 ár. Ekki tókst að sýna fram á að þunglyndum einstaklingum væri hættara við Alzheimer en hinum. Stjórnendur rannsóknar- innar drógu þá ályktun að lækn- um hætti til að setja orsakasam- hengið í vitlausa röð. „Læknir gæti ályktað sem svo að þung- lyndið væri ein orsök Alzheimer- einkenna,“ segir Mary Ganguli, prófessor í geðlækningum og far- aldursfræðum og stjórnandi rann- sóknarinnar. „Versni einkennin er þunglyndið hins vegar ekki ástæð- an. Við vitum að þunglyndi hefur neikvæð áhrif á starfsemi heil- ans. Það er hins vegar eins líklegt að fólk sem á við minnistap og skerta getu að stríða verði þung- lynt.“ Erfðir stærri þáttur en talið var í Alzheimer-sjúkdómi Nýleg rannsókn sýnir að fái annar Olsen-tvíburinn Alzheimer seinna á ævinni eru mjög miklar líkur á að hinn fái sjúkdóminn líka. Ungbörn eru ekki einfaldar tilfinningaverur eins og margir halda. Samkvæmt rannsókn sem gerð var nýlega í Bandaríkjunum upplifa ungbörn flóknari tilfinningar en áður var haldið. Því hefur lengi vel verið haldið fram að ungbörn upp- lifðu aðeins einfaldar tilfinningar eins og gleði, reiði og sorg. Sam- kvæmt þessari rannsókn kemur þó í ljós að ungbörn upplifa afbrýði- semi, kærleik og vonbrigði, sem eru allt flóknar tilfinningar, áður en þau læra að sitja óstudd. Í niður- stöðunum kemur fram að ungbörn í kringum eins árs aldur fylgist með andlitsdráttum hjá fólki og ráði úr þeim hvernig manneskjunni líður. Hægt er að túlka niðurstöðurnar á þann veg að þar sem að blind börn ná ekki að upplifa heim móður sinn- ar í gegnum andlitsdrætti hennar þróist talmál þeirra hægar. Greint er frá rannsókninni á vefnum per- sona.is. Ráða í svipbrigði Ungbörn geta upplifað afbrýðisemi sem og kærleik. Ráðstefna haldin á Grand Hóteli, Háteigi, fimmtudaginn 16. mars kl. 14.00 – 16.30 Búsetumál aldraðra og nýjar leiðir í þjónustu Stofnanavistun, mismunandi rekstrarform og fjármögnunarleiðir Dagksrá: Kl. 14.00 Ávarp Kl. 14.10 Nýjar leiðir í þjónustu við aldraða Vilborg Ingólfsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu Kl. 14.25 Valkostir í fjármögnun húsnæðis fyrir aldraða Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Klasa Kl. 14.40 Nýjar áherslur í rekstri og uppbyggingu hjúkrunarheimila Sveinn H. Skúlason, forstjóri Hrafnistu Kaffihlé Kl. 15.15 Ný sýn í hjúkrunarmálum aldraðra Ásgeir Jóhannesson, fv. formaður Sunnuhlíðarsamtakanna Kl. 15.35 Samningar ríkisins við Akureyrarbæ - höfum við gengið til góðs? Brit Bieltvedt, framkvæmdastjóri öldrunarheimila Akureyrar Kl. 15.50 Umræður Fundarstjóri: Kristján Kristjánsson, fréttamaður. Allt áhugafólk hvatt til að mæta. Þátttökugjald kr. 4.000. Skráning á netfangið sol@reykjalundur.is og við innganginn Félag forstöðumanna sjúkrahúsa Landssamband sjúkrahúsa Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.