Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.03.2006, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 09.03.2006, Qupperneq 58
[ ]Heimaleikfimi er heilsubót. Það þarf ekki að taka langan tíma að fara í smá leikfimi heima hjá sér daglega en getur samt verið mjög hressandi og skilar sér fljótt í betra líkamlegu formi. Gen og erfðir eru ef til vill mikilvægari orsakir Alzheimer- sjúkdómsins en áður var talið. Nýleg rannsókn sem framkvæmd var í Svíþjóð gefur til kynna að sjúkdómurinn eigi sér rætur í genum einstaklinga í allt að átta- tíu prósentum tilfella. Niðurstöð- ur rannsóknarinnar voru kynntar í febrúar en alls tóku 12.000 eldri borgarar í Svíþjóð þátt í henni, allir tvíburar. „Rannsóknin rennir stoðum undir djörfustu tilgátur þessa efnis sem áður hafa verið lagðar fram,“ segir Margaret Gatz, sál- fræðiprófessor við Háskólann í Suður-Kaliforníu og stjórnandi rannsóknarinnar. „Þetta þýðir þó ekki að umhverfi og aðstæður skipti ekki máli. Þeir þættir hafa ekki bara áhrif á hvort, heldur líka hvenær fólk fær sjúkdóm- inn.“ Rannsakað var hversu mikil fylgni var á milli tvíbura þegar kom að Alzheimer. Niðurstöður sýndu að fái annar tvíburinn sjúk- dóminn fær hinn hann líka í stór- um hluta tilfella. Í síðasta mánuði voru einnig kynntar niðurstöður tveggja rann- sókna sem ætlað var að kanna fylgni á milli þunglyndis og Alzheimer. Niðurstöður þeirra gáfu ekki skýr svör. Í annarri rannsókninni voru skoðaðir 95 einstaklingar á dval- arheimili aldraðra. Heilar þeirra sem höfðu glímt við þunglyndi á ævinni sýndu meiri merki tengd Alzheimer-sjúkdóminum. Í hinni var fylgst með 1.300 einstaklingum, 67 ára og eldri, í 12-15 ár. Ekki tókst að sýna fram á að þunglyndum einstaklingum væri hættara við Alzheimer en hinum. Stjórnendur rannsóknar- innar drógu þá ályktun að lækn- um hætti til að setja orsakasam- hengið í vitlausa röð. „Læknir gæti ályktað sem svo að þung- lyndið væri ein orsök Alzheimer- einkenna,“ segir Mary Ganguli, prófessor í geðlækningum og far- aldursfræðum og stjórnandi rann- sóknarinnar. „Versni einkennin er þunglyndið hins vegar ekki ástæð- an. Við vitum að þunglyndi hefur neikvæð áhrif á starfsemi heil- ans. Það er hins vegar eins líklegt að fólk sem á við minnistap og skerta getu að stríða verði þung- lynt.“ Erfðir stærri þáttur en talið var í Alzheimer-sjúkdómi Nýleg rannsókn sýnir að fái annar Olsen-tvíburinn Alzheimer seinna á ævinni eru mjög miklar líkur á að hinn fái sjúkdóminn líka. Ungbörn eru ekki einfaldar tilfinningaverur eins og margir halda. Samkvæmt rannsókn sem gerð var nýlega í Bandaríkjunum upplifa ungbörn flóknari tilfinningar en áður var haldið. Því hefur lengi vel verið haldið fram að ungbörn upp- lifðu aðeins einfaldar tilfinningar eins og gleði, reiði og sorg. Sam- kvæmt þessari rannsókn kemur þó í ljós að ungbörn upplifa afbrýði- semi, kærleik og vonbrigði, sem eru allt flóknar tilfinningar, áður en þau læra að sitja óstudd. Í niður- stöðunum kemur fram að ungbörn í kringum eins árs aldur fylgist með andlitsdráttum hjá fólki og ráði úr þeim hvernig manneskjunni líður. Hægt er að túlka niðurstöðurnar á þann veg að þar sem að blind börn ná ekki að upplifa heim móður sinn- ar í gegnum andlitsdrætti hennar þróist talmál þeirra hægar. Greint er frá rannsókninni á vefnum per- sona.is. Ráða í svipbrigði Ungbörn geta upplifað afbrýðisemi sem og kærleik. Ráðstefna haldin á Grand Hóteli, Háteigi, fimmtudaginn 16. mars kl. 14.00 – 16.30 Búsetumál aldraðra og nýjar leiðir í þjónustu Stofnanavistun, mismunandi rekstrarform og fjármögnunarleiðir Dagksrá: Kl. 14.00 Ávarp Kl. 14.10 Nýjar leiðir í þjónustu við aldraða Vilborg Ingólfsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu Kl. 14.25 Valkostir í fjármögnun húsnæðis fyrir aldraða Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Klasa Kl. 14.40 Nýjar áherslur í rekstri og uppbyggingu hjúkrunarheimila Sveinn H. Skúlason, forstjóri Hrafnistu Kaffihlé Kl. 15.15 Ný sýn í hjúkrunarmálum aldraðra Ásgeir Jóhannesson, fv. formaður Sunnuhlíðarsamtakanna Kl. 15.35 Samningar ríkisins við Akureyrarbæ - höfum við gengið til góðs? Brit Bieltvedt, framkvæmdastjóri öldrunarheimila Akureyrar Kl. 15.50 Umræður Fundarstjóri: Kristján Kristjánsson, fréttamaður. Allt áhugafólk hvatt til að mæta. Þátttökugjald kr. 4.000. Skráning á netfangið sol@reykjalundur.is og við innganginn Félag forstöðumanna sjúkrahúsa Landssamband sjúkrahúsa Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.