Fréttablaðið - 09.03.2006, Side 91

Fréttablaðið - 09.03.2006, Side 91
 9. mars 2006 FIMMTUDAGUR54 FÓTBOLTI Tim Wiese, markmaður Werder Bremen, var í öngum sínum eftir að hafa orðið þess valdandi að liðið hans datt úr Meistaradeild Evrópu eftir 2-1 tap gegn Juventus á miðvikudag- inn. Wiese greip auðveldlega fyrigjöf en missti svo boltann þegar hann lenti á vellinum og Emerson renndi boltanum í tómt netið eftir að samherji hans benti honum á að boltinn var laus. „Þetta var skelfilegt, ég vildi jarða mig á vellinum. Þetta er langversta atvik sem ég hef lent í á ferlinum,“ sagði Wiese en hann hafði átt frábæran leik fram að mistökunum og allt leit út fyrir að hann yrði hetja Wer- der en það breyttist á skot- stundu. „Ég var ekkert of spenntur eða neitt slíkt, mér leið mjög vel og ég átti góðan leik fram að þessu. Ég hafði það á tilfinning- unni að ég gæti varið allt. Þetta var einn besti leikur ferils míns þar til ósköpin dundu yfir, þetta er mistök sem maður gerir bara einu sinni á ævinni,“ sagði Wiese. - hþh Tim Wiese, markvörður Werder Bremen: Vildi jarða sig á vellinum TIM WIESE NIðurlútur í leikslok ásamt leikmönnum Werder Bremen. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Knattspyrnustjóri Barce- lona, Frank Rijkaard, hefur sent þau skilaboð til Romans Abramo- vich hjá Chelsea að milljarðar hans muni aldrei ná að lokka bras- ilíska snillinginn Ronaldino til félagsins. Hinn 25 ára gamli Ron- aldinho var munurinn á liðunum í síðari viðureign Barcelona og Chelsea í fyrradag og segir Rijkaard að leikmaðurinn sé gríð- arlega ánægður á Spáni. „Hér á hann heima og hér á hann marga vini. Peningar skipta hann ekki mestu máli,“ sagði Rikjaard, en samningur Ronald- inho segir til um að hann megi fara ef 85 milljón punda tilboð komi í hann. Þess má geta að Ron- aldinho kostaði Barcelona 21 millj- ón punda þegar hann var keyptur til félagsins frá Paris St. Germain fyrir tæpum þremur árum. - vig Frank Rijkaard, stjóri Barca: Ronaldinho fer ekki til Chelsea RONALDINHO Var frábær í leikjunum gegn Chelsea. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Norski sóknarmaðurinn Ole Gunnar Solskjær mun líklega missa af því sem eftir er leiktíðar eftir að hafa brotið bein í kjálka í leik með varaliði Manchester United gegn Middlesbrough í fyrrakvöld. Seinheppnin heldur því áfram að elta Norðmanninn knáa en hann var tilölulega nýbyrjaður að spila á ný eftir þrá- lát meiðsli í ökkla sem hafa plagað hann í mörg ár. „Solskjær þarf að gangast undir aðgerð og verður frá í 6-8 vikur,“ sagði talsmaður Man. Utd. í gær. - vig Ole Gunnar Solskjær: Frá í 6-8 vikur OLE GUNNAR SOLSKJÆR Er einn sá óheppnasti í heimi. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Meistaradeild Evrópu: LIVERPOOL-BENFICA 0-2 0-1 Simao (36.), Fabrizio Miccoli (89.). Benfica komst áfram samanlagt 3-0 ARSENAL-REAL MADRID 0-0 Arsenal komst áfram samanlagt 1-0 AC MILAN-BAYERN MÜNCHEN 4-1 1-0 Filippo Inzaghi (9.), Andriy Schevchenko (25.), 2-1 Ismael (35.), 3-1 Filippo Inzaghi (47.), 4-1 Kaká (59.), AC Milan komst áfram samanlagt 5-2 LYON-PSV 3-0 1-0 Tiago (26.), 2-0 Tiago (45+4.), 3-0 Sylvain Wiltord (71.), Lyon komst áfram samanlagt 4-0 Þýski handboltinn: MAGDEBURG-LEMGO 30-28 Hvorki Sigfús Sigurðsson né Arnór Atlason komst á blað hjá Magdeburg. Logi Geirsson skoraði 4 fyrir Lemgo og Ásgeir Örn Hallgrímsson 2. GUMMERSBACH-MELSUNGEN 34-28 Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 10 mörk Gum- mersbach og Róbert Gunnarsson 5. KIEL-DUSSELDORF 34-28 NORDHORN-DELITZSCH 34-27 Iceland-Express deild kvk: KEFLAVÍK-HAUKAR 72-115 KR-GRINDAVÍK 58-89 DHL-deild karla: KA-STJARNAN 25-26 Mörk KA: Jónatan Magnússon 8, Ragnar Snær Njálsson 7. Hörður Fannar Sigþórsson 7, Goran Gusic 2, Elfar Halldórsson 2, Nikola Jankovic 1. Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 8, Stefán Guðnason 3. Mörk Stjörnunnar: Tite Kalandadze 7, Þórólfur Nielsen 6, Ðatrekur Jóhannesson 4, Davíð Kekelia 3, Kristján Kristjánsson 2, Gunnar Jóhannsson 2, Arnar Theodórsson 1, Björn Ó Guðmundsson 1. Varin skot: Roland Valur Eradze 24. STAÐA EFSTU LIÐA FRAM 19 14 2 3 540-496 30 HAUKAR 19 14 1 4 578-521 29 VALUR 19 13 1 5 580-527 27 STJARNAN 19 11 4 4 557-520 26 FYLKIR 19 10 2 7 526-488 22 KA 19 8 3 8 529-527 19 ÍR 19 8 3 8 612-588 19 HK 19 8 2 9 548-541 18 ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Það voru niðurlútnir Evr- ópumeistarar sem gengu af velli á Anfield í gær eftir að hafa lotið í gras fyrir frísku liði Benfica. Leikmenn Liverpool fengu urmul af færum til að skora í fyrri hálf- leik gegn Benfica en kunnuglegt vandamál leit dagsins ljós, þeir komu boltanum hreinlega ekki yfir línuna. Peter Crouch setti boltann í tvígang í stöng Benfica en fram- herjinn stóri var einkar óheppinn að skora ekki. Hann hefði getað gert mun betur í leiknum, sérstak- lega þegar hann komst einn gegn markmanni Benfica, en kvöldið var einfaldlega ekki hans. Geov- anni skaut í slá fyrir Benfica og hringdi aðvörunarbjöllunum hjá Liverpool sem glumdu síðan um alla Liverpool-borg þegar Simao kom gestunum yfir með stór- glæsilegu marki með skoti af löngu færi. Þetta þýddi að Liverpool þurfti að skora þrjú mörk til að komast áfram og líklega gerast þau kraftaverk aðeins einu sinni á hverju tímabili í Meistaradeild- inni. Allir muna eftir afrekinu í Istanbúl en það sama var hrein- lega ekki uppi á teningnum í gær. Leikmenn Liverpool reyndu hvað þeir gátu í síðari hálfleik, þeir sköpuðu sér nokkur mark- tækifæri en fundu engan til að klára þau. Liverpool notaði fjóra framherja í leiknum auk sóknar- sinnaðra miðjumanna en allt kom fyrir ekki. Gestirnir voru einnig skæðir í síðari hálfleik en þeir spiluðu sterka vörn og beittu skyndisókn- um sem gengu fullkomlega upp og úr einni slíkri innsigluðu þeir sigurinn þegar Fabrizio Miccoli skoraði skemmtilegt mark á loka- mínútu leiksins. Afrekið hjá Ben- fica er frábært og liðið getur vel komist langt í keppninni. Arsenal og Real Madrid náðu ekki að skora á Highbury, sem þýðir að mark Thierry Henry í fyrri leiknum var nóg til að fleyta Skyttunum áfram. Heimamenn spiluðu góðan fótbolta í leiknum og voru óheppnir að skora ekki með Henry sem sinn skæðasta mann að venju. Real Madrid fékk einnig sín færi, Raúl skaut meðal annars í stöngina og tók svo frá- kastið sjálfur en Jens Lehmann varði meistaralega. Arsenal hafði leikinn í hendi sér og fór fyllilega verðskuldað áfram. AC Milan sýndi mátt sinn og megin og gekk frá Bayern München á heimavelli sínum á Ítalíu. Filippo Inzaghi kom heima- mönnum á bragðið áður en Andriy Shevchenko skoraði annað mark- ið. Ismael minnkaði muninn en Inzaghi og Kaká innsigluðu örugg- an sigur AC Milan. Ítalska liðið spilaði gríðarlega vel í leiknum og er af mörgum talið sigurstranglegasta liðið í keppninni sem það tapaði svo grátlega í úrslitaleiknum á síðasta ári. Bæjarar áttu aldrei mögu- leika í leiknum og sáu vart til sólar gegn Mílanómönnum, sem spiluðu við hvern sinn fingur og komust örugglega áfram. Lyon er til alls líklegt í Meist- aradeildinni þetta árið en liðið vann sannfærandi 3-0 sigur á PSV í Frakklandi í gær. Tiago, sem kom til liðsins frá Chelsea, skor- aði tvö mörk og Sylvain Wiltord eitt áður en Fred rak síðasta nagl- ann í kistu PSV, sem fer heim til Hollands með skottið á milli lapp- anna. - hþh Evrópumeistararnir úr leik Benfica sló Evrópumeistara Liverpool úr leik í sextánliða úrslitum Meistara- deildar Evrópu í gær. Arsenal sló Real Madrid út og er eina enska liðið í átta liða úrslitunum. Þá komst AC Milan áfram eftir öruggan sigur á Bayern München. VONBRIGÐI Miðjumenn Liverpool, fyrirliðinn Steven Gerrard og Xabi Alonso, áttu erfitt með að leyna vonbrigðum sínum í leikslok í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HANDBOLTI KA og Stjarnan mættust í DHL-deild karla í gærkvöldi og var leikurinn bráðskemmtilegur á að horfa. Stjörnumenn tóku leik- inn strax í sínar hendur og héldu þægilegu forskoti mestallan leik- inn. KA-menn hrukku í gang síð- ustu mínúturnar og þjörmuðu vel að Stjörnumönnum, en sá kafli kom full seint og Stjörnumenn lönduðu góðum sigri, 26-25. Stjörnumenn með Roland Eradze í feiknaformi í markinu skoruðu fyrstu þrjú mörkin í fyrri hálfleik og því forskoti héldu þeir út hálfleikinn, en staðan í leikhléi var 12-15 Stjörnunni í vil. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri og stjórnuðu Stjörnumenn leiknum, Roland varði eins og berkserkur og KA-menn réðu lítið við Tite Kalandadze sem spilaði mjög vel í sókn sem vörn en hann var markahæstur Stjörnumanna með sjö mörk í leiknum. Stjörnumenn náðu sex marka forskoti í síðari hálfleik en gáfu verulega eftir á lokakaflanum. Þeir hleyptu KA-mönnum inn í leikinn og í hönd fóru fram spenn- andi lokamínútur þar sem KA- menn komust nálægt því að jafna en fór svo að Stjarnan vann sann- gjarnan sigur á KA-mönnum, 26- 25. „Við fórum allt of seint í gang,“ sagði varnarjaxlinn Rögnvaldur Johnsen í liði KA-manna en hann fékk það hlutverk að reyna að stöðva Tite Kalandadze í leiknum. „Stjörnumenn eru með gríðarlega þétt og gott lið og áttu líklega sig- urinn skilinn,“ bætti Rögnvaldur við. Patrekur Jóhannesson var að spila gegn sínum gömlu félögum á Akureyri í fyrsta sinn en hann átti fremur rólegan dag í liði Stjörnu- manna á sínum fyrrverandi vinnu- stað. Patrekur stóð vaktina í vörn- inni mjög vel og var duglegur að spila félaga sína uppi í sókninni en hann skoraði fjögur mörk í leikn- um. - hb Einn leikur fór fram í DHL-deild karla í handbolta í gær: Stjarnan marði sigur PATREKUR JÓHANNESSON Var sterkur gegn sínum gömlu félögum og skoraði fjögur mörk. Þetta var hans fyrsti leikur gegn KA síðan hann kom aftur til Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.