Fréttablaðið - 09.03.2006, Síða 91

Fréttablaðið - 09.03.2006, Síða 91
 9. mars 2006 FIMMTUDAGUR54 FÓTBOLTI Tim Wiese, markmaður Werder Bremen, var í öngum sínum eftir að hafa orðið þess valdandi að liðið hans datt úr Meistaradeild Evrópu eftir 2-1 tap gegn Juventus á miðvikudag- inn. Wiese greip auðveldlega fyrigjöf en missti svo boltann þegar hann lenti á vellinum og Emerson renndi boltanum í tómt netið eftir að samherji hans benti honum á að boltinn var laus. „Þetta var skelfilegt, ég vildi jarða mig á vellinum. Þetta er langversta atvik sem ég hef lent í á ferlinum,“ sagði Wiese en hann hafði átt frábæran leik fram að mistökunum og allt leit út fyrir að hann yrði hetja Wer- der en það breyttist á skot- stundu. „Ég var ekkert of spenntur eða neitt slíkt, mér leið mjög vel og ég átti góðan leik fram að þessu. Ég hafði það á tilfinning- unni að ég gæti varið allt. Þetta var einn besti leikur ferils míns þar til ósköpin dundu yfir, þetta er mistök sem maður gerir bara einu sinni á ævinni,“ sagði Wiese. - hþh Tim Wiese, markvörður Werder Bremen: Vildi jarða sig á vellinum TIM WIESE NIðurlútur í leikslok ásamt leikmönnum Werder Bremen. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Knattspyrnustjóri Barce- lona, Frank Rijkaard, hefur sent þau skilaboð til Romans Abramo- vich hjá Chelsea að milljarðar hans muni aldrei ná að lokka bras- ilíska snillinginn Ronaldino til félagsins. Hinn 25 ára gamli Ron- aldinho var munurinn á liðunum í síðari viðureign Barcelona og Chelsea í fyrradag og segir Rijkaard að leikmaðurinn sé gríð- arlega ánægður á Spáni. „Hér á hann heima og hér á hann marga vini. Peningar skipta hann ekki mestu máli,“ sagði Rikjaard, en samningur Ronald- inho segir til um að hann megi fara ef 85 milljón punda tilboð komi í hann. Þess má geta að Ron- aldinho kostaði Barcelona 21 millj- ón punda þegar hann var keyptur til félagsins frá Paris St. Germain fyrir tæpum þremur árum. - vig Frank Rijkaard, stjóri Barca: Ronaldinho fer ekki til Chelsea RONALDINHO Var frábær í leikjunum gegn Chelsea. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Norski sóknarmaðurinn Ole Gunnar Solskjær mun líklega missa af því sem eftir er leiktíðar eftir að hafa brotið bein í kjálka í leik með varaliði Manchester United gegn Middlesbrough í fyrrakvöld. Seinheppnin heldur því áfram að elta Norðmanninn knáa en hann var tilölulega nýbyrjaður að spila á ný eftir þrá- lát meiðsli í ökkla sem hafa plagað hann í mörg ár. „Solskjær þarf að gangast undir aðgerð og verður frá í 6-8 vikur,“ sagði talsmaður Man. Utd. í gær. - vig Ole Gunnar Solskjær: Frá í 6-8 vikur OLE GUNNAR SOLSKJÆR Er einn sá óheppnasti í heimi. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Meistaradeild Evrópu: LIVERPOOL-BENFICA 0-2 0-1 Simao (36.), Fabrizio Miccoli (89.). Benfica komst áfram samanlagt 3-0 ARSENAL-REAL MADRID 0-0 Arsenal komst áfram samanlagt 1-0 AC MILAN-BAYERN MÜNCHEN 4-1 1-0 Filippo Inzaghi (9.), Andriy Schevchenko (25.), 2-1 Ismael (35.), 3-1 Filippo Inzaghi (47.), 4-1 Kaká (59.), AC Milan komst áfram samanlagt 5-2 LYON-PSV 3-0 1-0 Tiago (26.), 2-0 Tiago (45+4.), 3-0 Sylvain Wiltord (71.), Lyon komst áfram samanlagt 4-0 Þýski handboltinn: MAGDEBURG-LEMGO 30-28 Hvorki Sigfús Sigurðsson né Arnór Atlason komst á blað hjá Magdeburg. Logi Geirsson skoraði 4 fyrir Lemgo og Ásgeir Örn Hallgrímsson 2. GUMMERSBACH-MELSUNGEN 34-28 Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 10 mörk Gum- mersbach og Róbert Gunnarsson 5. KIEL-DUSSELDORF 34-28 NORDHORN-DELITZSCH 34-27 Iceland-Express deild kvk: KEFLAVÍK-HAUKAR 72-115 KR-GRINDAVÍK 58-89 DHL-deild karla: KA-STJARNAN 25-26 Mörk KA: Jónatan Magnússon 8, Ragnar Snær Njálsson 7. Hörður Fannar Sigþórsson 7, Goran Gusic 2, Elfar Halldórsson 2, Nikola Jankovic 1. Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 8, Stefán Guðnason 3. Mörk Stjörnunnar: Tite Kalandadze 7, Þórólfur Nielsen 6, Ðatrekur Jóhannesson 4, Davíð Kekelia 3, Kristján Kristjánsson 2, Gunnar Jóhannsson 2, Arnar Theodórsson 1, Björn Ó Guðmundsson 1. Varin skot: Roland Valur Eradze 24. STAÐA EFSTU LIÐA FRAM 19 14 2 3 540-496 30 HAUKAR 19 14 1 4 578-521 29 VALUR 19 13 1 5 580-527 27 STJARNAN 19 11 4 4 557-520 26 FYLKIR 19 10 2 7 526-488 22 KA 19 8 3 8 529-527 19 ÍR 19 8 3 8 612-588 19 HK 19 8 2 9 548-541 18 ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Það voru niðurlútnir Evr- ópumeistarar sem gengu af velli á Anfield í gær eftir að hafa lotið í gras fyrir frísku liði Benfica. Leikmenn Liverpool fengu urmul af færum til að skora í fyrri hálf- leik gegn Benfica en kunnuglegt vandamál leit dagsins ljós, þeir komu boltanum hreinlega ekki yfir línuna. Peter Crouch setti boltann í tvígang í stöng Benfica en fram- herjinn stóri var einkar óheppinn að skora ekki. Hann hefði getað gert mun betur í leiknum, sérstak- lega þegar hann komst einn gegn markmanni Benfica, en kvöldið var einfaldlega ekki hans. Geov- anni skaut í slá fyrir Benfica og hringdi aðvörunarbjöllunum hjá Liverpool sem glumdu síðan um alla Liverpool-borg þegar Simao kom gestunum yfir með stór- glæsilegu marki með skoti af löngu færi. Þetta þýddi að Liverpool þurfti að skora þrjú mörk til að komast áfram og líklega gerast þau kraftaverk aðeins einu sinni á hverju tímabili í Meistaradeild- inni. Allir muna eftir afrekinu í Istanbúl en það sama var hrein- lega ekki uppi á teningnum í gær. Leikmenn Liverpool reyndu hvað þeir gátu í síðari hálfleik, þeir sköpuðu sér nokkur mark- tækifæri en fundu engan til að klára þau. Liverpool notaði fjóra framherja í leiknum auk sóknar- sinnaðra miðjumanna en allt kom fyrir ekki. Gestirnir voru einnig skæðir í síðari hálfleik en þeir spiluðu sterka vörn og beittu skyndisókn- um sem gengu fullkomlega upp og úr einni slíkri innsigluðu þeir sigurinn þegar Fabrizio Miccoli skoraði skemmtilegt mark á loka- mínútu leiksins. Afrekið hjá Ben- fica er frábært og liðið getur vel komist langt í keppninni. Arsenal og Real Madrid náðu ekki að skora á Highbury, sem þýðir að mark Thierry Henry í fyrri leiknum var nóg til að fleyta Skyttunum áfram. Heimamenn spiluðu góðan fótbolta í leiknum og voru óheppnir að skora ekki með Henry sem sinn skæðasta mann að venju. Real Madrid fékk einnig sín færi, Raúl skaut meðal annars í stöngina og tók svo frá- kastið sjálfur en Jens Lehmann varði meistaralega. Arsenal hafði leikinn í hendi sér og fór fyllilega verðskuldað áfram. AC Milan sýndi mátt sinn og megin og gekk frá Bayern München á heimavelli sínum á Ítalíu. Filippo Inzaghi kom heima- mönnum á bragðið áður en Andriy Shevchenko skoraði annað mark- ið. Ismael minnkaði muninn en Inzaghi og Kaká innsigluðu örugg- an sigur AC Milan. Ítalska liðið spilaði gríðarlega vel í leiknum og er af mörgum talið sigurstranglegasta liðið í keppninni sem það tapaði svo grátlega í úrslitaleiknum á síðasta ári. Bæjarar áttu aldrei mögu- leika í leiknum og sáu vart til sólar gegn Mílanómönnum, sem spiluðu við hvern sinn fingur og komust örugglega áfram. Lyon er til alls líklegt í Meist- aradeildinni þetta árið en liðið vann sannfærandi 3-0 sigur á PSV í Frakklandi í gær. Tiago, sem kom til liðsins frá Chelsea, skor- aði tvö mörk og Sylvain Wiltord eitt áður en Fred rak síðasta nagl- ann í kistu PSV, sem fer heim til Hollands með skottið á milli lapp- anna. - hþh Evrópumeistararnir úr leik Benfica sló Evrópumeistara Liverpool úr leik í sextánliða úrslitum Meistara- deildar Evrópu í gær. Arsenal sló Real Madrid út og er eina enska liðið í átta liða úrslitunum. Þá komst AC Milan áfram eftir öruggan sigur á Bayern München. VONBRIGÐI Miðjumenn Liverpool, fyrirliðinn Steven Gerrard og Xabi Alonso, áttu erfitt með að leyna vonbrigðum sínum í leikslok í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HANDBOLTI KA og Stjarnan mættust í DHL-deild karla í gærkvöldi og var leikurinn bráðskemmtilegur á að horfa. Stjörnumenn tóku leik- inn strax í sínar hendur og héldu þægilegu forskoti mestallan leik- inn. KA-menn hrukku í gang síð- ustu mínúturnar og þjörmuðu vel að Stjörnumönnum, en sá kafli kom full seint og Stjörnumenn lönduðu góðum sigri, 26-25. Stjörnumenn með Roland Eradze í feiknaformi í markinu skoruðu fyrstu þrjú mörkin í fyrri hálfleik og því forskoti héldu þeir út hálfleikinn, en staðan í leikhléi var 12-15 Stjörnunni í vil. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri og stjórnuðu Stjörnumenn leiknum, Roland varði eins og berkserkur og KA-menn réðu lítið við Tite Kalandadze sem spilaði mjög vel í sókn sem vörn en hann var markahæstur Stjörnumanna með sjö mörk í leiknum. Stjörnumenn náðu sex marka forskoti í síðari hálfleik en gáfu verulega eftir á lokakaflanum. Þeir hleyptu KA-mönnum inn í leikinn og í hönd fóru fram spenn- andi lokamínútur þar sem KA- menn komust nálægt því að jafna en fór svo að Stjarnan vann sann- gjarnan sigur á KA-mönnum, 26- 25. „Við fórum allt of seint í gang,“ sagði varnarjaxlinn Rögnvaldur Johnsen í liði KA-manna en hann fékk það hlutverk að reyna að stöðva Tite Kalandadze í leiknum. „Stjörnumenn eru með gríðarlega þétt og gott lið og áttu líklega sig- urinn skilinn,“ bætti Rögnvaldur við. Patrekur Jóhannesson var að spila gegn sínum gömlu félögum á Akureyri í fyrsta sinn en hann átti fremur rólegan dag í liði Stjörnu- manna á sínum fyrrverandi vinnu- stað. Patrekur stóð vaktina í vörn- inni mjög vel og var duglegur að spila félaga sína uppi í sókninni en hann skoraði fjögur mörk í leikn- um. - hb Einn leikur fór fram í DHL-deild karla í handbolta í gær: Stjarnan marði sigur PATREKUR JÓHANNESSON Var sterkur gegn sínum gömlu félögum og skoraði fjögur mörk. Þetta var hans fyrsti leikur gegn KA síðan hann kom aftur til Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.