Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 2
2 21. apríl 2006 FÖSTUDAGUR VELFERÐ UMHVERFI NÝSKÖPUN Ólafur F. Magnússon, læknir og borgarfulltrúi 1 sæti „ Tryggjum að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni.“ LÍKAMSÁRÁS Fimmtán ára stúlka varð fyrir hrottalegri árás við Holtaveg í Laugardal á níunda tímanum í fyrrakvöld. Árásar- maðurinn var vopnaður hafna- boltakylfu og lét höggin dynja á stúlkunni, meðal annars höfði hennar. Stúlkan var á heimleið eftir að æfing sem hún ætlaði á féll niður, þegar maðurinn réðst á hana og hrifsaði af henni svarta íþrótta- tösku sem hún hafði meðferðis. Í töskunni voru einungis íþróttaföt. Hann flúði síðan á hlaupum í átt að skautahöllinni Laugardal. Stúlkan var flutt á sjúkrahús til skoðunar og að sögn lögreglu er hún óbrotin en talsvert marin. Samkvæmt lýsingu stúlkunnar var árásarmaðurinn á aldrinum 18 til 20 ára, um 180 sentimetrar á hæð, í kringum 80 kíló og krafta- lega vaxinn. Hann var dökkhærð- ur, frekar dökkur á hörund og hugsanlega með eyrnalokk í öðru eyra. Hann var klæddur í svarta peysu, sennilega hettupeysu, og dökkbláar íþróttabuxur. Talsvert lið lögreglumanna leit- aði mannsins í nágrenni árásar- staðarins til miðnættis en leitin bar engan árangur. Lögreglan lýsir eftir vitnum að árásinni og eins einhverjum sem kunna að hafa séð manninn eða telja sig þekkja hann af lýsingu. Þeim er bent á að hafa samband í síma 444 1000 -sh Fimmtán ára stúlka varð fyrir fólskulegri líkamsárás í Laugardal í fyrrakvöld: Slegin með hafnaboltakylfu SLYSFARIR Vélsleðamaður hand- leggsbrotnaði þegar hann ók fram af tíu til fimmtán metra háum klettavegg í Gjástykki norður af Kröflu í gærmorgun. Maðurinn var ásamt þremur öðrum við mælingar á hitasvæði þegar slysið varð. Björgunar- menn sóttu manninn og fluttu hann til aðhlynningar á Akur- eyri. Að sögn lögreglunnar á Húsa- vík er þetta svæði sérlega hættu- legt vélsleðamönnum og ekki er nema rétt rúm vika síðan annar vélsleðamaður slasaðist á svip- uðum slóðum. -sh Vélsleðamaður slasaðist: Ók fram af klettavegg HOLTAVEGUR Í LAUGARDAL Stúlkan var á heimleið þegar maðurinn réðist á hana. Hann flúði í átt að skautahöllinni í Laugardal. RÚSSLAND, AP Rússar hyggjast ekki hætta samstarfi við Írana um byggingu kjarnorkuvers í Íran en Bandaríkin hafa óskað eftir því að ríki slíti öllu samstarfi við Íran í kjarnorkumálum. Talsmaður rússneska utanrík- isráðuneytisins sagði að kjarn- orkuverið tengdist ekki tilraunum Írana til að auðga úran. Hann benti jafnframt á að það væri á ábyrgð Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að taka ákvarðanir um að slíta samstarfi við ríki í kjarnorkumál- um sem hefur ekki gerst hingað til. - sdg Kjarnorkudeilan í Íran: Bygging kjarn- orkuvers í Íran SPURNING DAGSINS? Bjarni, keyptir þú bók eftir tengdó? Nei, en Þorgerður Katrín gerði það. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, fór ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í Bókabúð Máls og menningar í fyrradag að kaupa bækur í tilefni þess að vika bókarinnar hófst þá. Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrver- andi þingmaður, er tengdamóðir Bjarna. hgfd KJARNORKUVER Rússar og Íranr eiga í samstarfi um smíði Bushehr kjarnorkuvers- ins í Íran. LONDON, AP Flugfélagið British Airways tilkynnti á fimmtudag að verð á fargjöldum yrði lækkað um allt að 50 prósent aðra leiðina til alls 65 áfangastaða. British Airways hefur barist við að halda markaðshlutdeild sinni gagnvart lággjaldaflugfélög- um á borð við Ryanair og Easy- Jet. Í tilkynningunni frá félaginu segir að þessar verðlækkanir séu hluti af heildarendurskoðun á far- gjaldaskipulagi flugfélagsins og ekki einstakt tilboð að ræða. - sdg British Airways lækka fargjöld: Lægra verð til 65 áfangastaða WASHINGTON, AP Engar tímamóta- ákvarðanir voru teknar á fundi Hu Jintao, forseta Kína, og George Bush, forseta Bandaríkjanna á fundi leiðtoganna í gær. Markmið fundarins var að kæla niður þá spennu sem hefur skap- ast vegna aukins viðskiptagaps milli ríkjanna. Bush sagði að bandarísk stjórn- völd myndu halda áfram að þrýsta á kínversk stjórnvöld um að draga úr fastgengisstefnu sinni en lágt gengi gjaldmiðils Kína skapar hömlur á útflutningi til Kína og hefur stuðlað að miklum viðskipta- halla milli ríkjanna. Bush talaði einnig um þörf á meiri samvinnu ríkjanna til að fyrirbyggja kjarnorkufyrirætlan- ir Írana og Norður-Kóreumanna. Hu lýsti því yfir að Kína myndi hjálpa við að draga úr spennu vegna Íran og Norður-Kóreu með diplómatískum leiðum. Varðandi fastengisstefnuna þá sagði Hu að unnið væri að því að leysa vand- ann en fór ekki út í nánari útskýr- ingar. Ræða Hu var trufluð af konu sem var meðal tökuliðs á svæðinu og hrópaði ókvæðisorð að forset- anum. Mótmælandinn sagði meðal annars að forsetinn ætti að hætta að ofsækja Falun Gong og að dagar hans væru taldir. - sdg HU JINTAO FORSETI KÍNA OG GEORGE W. BUSH FORSETI BANDARÍKJANNA ÁSAMT EIGIN- KONUM SÍNUM Á SVÖLUM HVÍTA HÚSSINS Bush lýsti því yfir eftir fundinn að þeir væru ekki sammála um margt en gætu rætt ágreining sinn í vináttu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Forseti Kína og forseti Bandaríkjanna funduðu í Hvíta húsinu: Engar tímamótaákvarðanir SAMFÉLAGSMÁL Lög um greiðslur til foreldra langveikra barna miðast eingöngu við börn sem fengu grein- ingu fyrsta janúar 2006 eða síðar. Fréttablaðið sagði frá því í gær að foreldrar langveiks drengs á Bol- ungarvík, sem fékk greiningu árið 2003, væru afar ósáttir við það að fá ekkert í sinn hlut, þótt þau hefðu þurft að leggja niður störf í lengri tíma. Ragna Kristín Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, stuðningsfélags langveikra barna og foreldra þeirra, segist einnig óánægð með frumvarpið. Hún segir að þessi lög varði um 300 fjölskyld- ur á landinu og finnst sorglegt að foreldrum sé mis- munað eftir því hvenær börn þeirra greinist. „Það sem okkur svíður eiginlega mest er að þessir foreldrar eru búnir að berjast jafnmikið og foreldrar þeirra barna sem greinast síðar.“ Hún vill að sérstaklega verði tekið tillit til þessara foreldra. „Við vilj- um að foreldrar sem geta hreinlega sýnt fram á það að þeir hafi ekki getað unnið í lengri tíma hljóti þessi sömu réttindi.“ Ragna segir að ekkert hafi verið hlustað á gagnrýni sem kom fram í umsögn Umhyggju um frumvarpið og jafnframt segir hún sams konar ábendingar hafa komið fram í umsögnum frá Umboðsmanni barna, Landlækni og Trygginga- stofnun. „Í umsögn okkar kom þessi gagnrýni berlega í ljós. Það var hins vegar greinilega ekki tekið til- lit til þessara umsagna. Frumvarp- ið fór bara óbreytt í gegn eins og frumvörp gera gjarnan.“ Hún er gáttuð á niðurstöðunni. „Það er í rauninni ótrúlegt að rétt- indin skuli ekki hafa verið látin ná lengra. Ég velti því stundum fyrir mér hvort þingmenn hafi almennt áttað sig á því hvað þeir voru að skrifa undir.“ Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á sæti í félagsmálanefnd. Hann segir mikla vinnu hafa verið lagða í frumvarp- ið í nefndinni og að það sé alltaf umdeilanlegt hversu langt aftur á að fara í lagasetningum sem þess- um. „Þau lög sem við settum um greiðslur til foreldra langveikra barna voru og eru mikið framfara- spor.“ Hann vekur athygli á því að þessar greiðslur hafi hins vegar alltaf verið hugsaðar sem tíma- bundin aðstoð. „Þetta fólk hefur kost á því að fá umönnunarbætur, sem það hafði fyrir gildistöku þess- ara laga og geta varað í mjög lang- an tíma, en þessar greiðslur eru eingöngu ætlaðar til þess að koma til móts við tímabundinn og bráðan vanda hjá þessu fólki.“ stigur@frettabladid.is Aðeins foreldrar ný- greindra fá greiðslu Óánægja ríkir meðal foreldra langveikra barna með lög um greiðslur til þeirra. Einungis foreldrar barna sem greindust eftir síðustu áramót eiga rétt á greiðsl- unum. Framkvæmdastjóri Umhyggju gagnrýnir frumvarpið og vill úrbætur. RAGNA KRISTÍN MARINÓSDÓTTIR Framkvæmdastjóri Umhyggju segist gáttuð á niðurstöð- unni í málinu. BIRKIR JÓN JÓNSSON BRETLAND Máli rúmlega tvítugs íslensks karlmanns, sem gefið er að sök að hafa tælt enska stúlku á vefnum, hefur verið vísað á æðra dómstig í Englandi. Hann hefur setið þar í gæsluvarðhaldi í tæpa tvo mánuði. Maðurinn var handtekinn 22. febrúar á hóteli í Burnley, heima- bæ stúlkunnar, en hann er talinn hafa farið utan til að hitta stúlk- una, sem er fjórtán ára. Sam- kvæmt breskum lögum getur athæfið flokkast sem barnsrán. Hann var þá úrskurðaður í gæsluvarðhald og situr nú enn í Prestonfangelsi í Burnley. -sh Íslendingur í haldi í Burnley: Gæti flokkast sem barnsrán Keyrði á staur Maður var fluttur á slysadeild í gær eftir að hann missti stjórn á bíl sínum við Flatahraun í Hafn- arfirði og hafnaði á ljósastaur. Bíllinn var dreginn af vettvangi en maðurinn reyndist þó ekki mikið slasaður. LÖGREGLUFRÉTTIR REYKJAVÍK Fornleifarannsóknir í Aðalstræti hafa leitt í ljós að fyrstu íbúar Reykjavíkur settust þar að allt að fimm árum fyrr en áður var talið. Ingólfur Arnarson hefur lengst af verið talinn sá fyrsti sem settist að í Reykjavík, árið 874. Við end- urbyggingu Aðalstrætis 16 og upp- byggingu á reitnum við Aðalstræti 14 til 18 komu í ljós leifar af skála frá tíundu öld og við norðurenda hans fundust veggjabrot eða garð- veggur og benda rannsóknir til að hann hafi verið reistur um 870. Þetta er elsta mannvirki sem vitað er um að hafi verið reist í Reykjavík og þykir sanna að hér hafi fyrstu íbúarnir sest að í síð- asta lagi árið 873. -sh Búseta í Reykjavík: Menn sestir að fyrir árið 874
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 106. tölublað (21.04.2006)
https://timarit.is/issue/271660

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

106. tölublað (21.04.2006)

Aðgerðir: