Fréttablaðið - 21.04.2006, Side 58

Fréttablaðið - 21.04.2006, Side 58
 21. apríl 2006 FÖSTUDAGUR42 R V 62 05 Arngrímur Þorgrímsson Sölustjóri hjá RV Lotus enMotion snertifrír skammtari 3.982 kr. Á tilb oði í aprí l 200 6 Skam mtar ar og tilhe yrand i áfylli ngar frá L otus Profe ssion al Lotus miðaþurrku skápur Marathon RVS 4.778 kr. Lotus miðaþurrku skápur Marathon 1.591 kr. Einnig eru á tilboði Lotus sápuskammtari og statíf í hvítu fyrir Lotus WC pappír. Einnig eru á tilboði Lotus sápuskammtari og statíf úr ryðfríu stáli fyrir Lotus WC pappír. Lotus Professional Heildarlausn fyrir snyrtinguna Í dag birtast tvö síðustu ljóðin í átta ljóða úrslitum Sigurskáldsins 2006, ljóðakeppni Fréttablaðsins og Eddu útgáfu. Nú mætast ljóð Hildar Lilliendahl Viggósdóttur og Helga Hrafns Guðmundssonar og það kemur sem fyrr í hlut les- enda að gera upp á milli þeirra í SMS-kosningu. Að þessari umferð lokinni standa fjögur ljóð eftir í undanúrslitum sem hefjast á morgun. Lokaumferð undanúrslita Sigurskáldsins Framlag Finna í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fer í Aþenu í maí, hefur átt undir högg að sækja. Finnar tefla fram fimm manna grímuklæddri hljómsveit sem kallar sig Lordi. Sveitin sigraði undankeppnina í Finnlandi með laginu „Hard Rock Halleluja“ en afar skipt- ar skoðanir hafa verið á sigrinum, ekki bara í Finnlandi heldur einnig erlendis. Ýmsar kjaftasögur hafa verið í gangi um hljómsveitina í heimalandinu, meðal ann- ars sú að hljómsveitarmeðlimir tilheyri rússnesku leyniþjónustunni og hafi verið sendir til Finnlands af Vladimar Putin. Þessi saga, sem hefur verið nokkuð lífs- seig, rökstyðst með þeirri staðreynd að hljómsveitarmeðlimir spila aldrei öðruvísi en í gervi þar sem grímur hylja andlit þeirra. Sveitin hefur ekki síst verið gagn- rýnd fyrir hið ógnvekjandi útlit sitt en söngvari sveitarinnar er sagður minna á Satan sjálfan með sínar 15 cm löngu svörtu neglur, trommarinn lýtur út eins og eitthvað óargardýr og hamrar trommurnar innan í rimlaklæddu búri og gítaristinn er klæddur eins og múmía. Ýmis trúfélög hafa bent á að textar sveitarinnar eru heldur ógeðfelldir og gætu hvatt til djöfla- dýrkunar. Þrátt fyrir hörð mótmæli frá ýmsum hópum er það engu að síður stað- reynd að Finnar kusu lag sveitarinnar sem sitt framlag í söngvakeppnina og þó ein- hverjir séu ósáttir við þá ákvörðun þá er bandið á leið til Aþenu í fullum skrúða í maí. Finnland hefur hefur átta sinnum verið eitt þeirra landa sem fengið hafa fæst atkvæði í keppninni. Finnst mörgum grand prix-spekúlöntum sem framlagið í ár sé hálfgerð uppgjöf hjá finnsku þjóðinni sem virðist ekki lengur hafa neinu að tapa. -snæ Lordi í vanda Ef þú kýst ljóð Hildar sendir þú SMS- skeytið JA L7 í númerið 1900*. Ef þú kýst ljóð Helga sendir þú SMS- skeytið JA L8 í númerið 1900*. * Hvert skeyti kostar 99 krónur. HVERNIG VELUR ÞÚ LJÓÐ? Til að kjósa þitt ljóð sendir þú einfaldlega SMS-skeyti, eitt eða fleiri. Skilafrestur fyrir þriðju smá- sagnakeppnina sem Hið íslenska glæpafélag stendur að rennur út þann 20. maí. Í þetta sinn verður umfjöllunarefnið glæpasögur eins og í fyrstu keppninni en í fyrra var keppt um bestu hryllings- söguna. Þá var 71 saga send til keppninnar og bar Gunnar Theó- dór Eggertsson sigur úr býtum. „Glæpasögur eru vinsælli að mörgu leyti þó að fjöldinn í fyrra sýni líka vinsældir hrollvekjunn- ar,“ segir Kristinn Kristjánsson, foringi Hins íslenska glæpafélags. „Það eru margir sem eru að fást við þetta og það var skemmtilegt hvað það voru margar og ólíkar sögur í fyrra,“ segir hann. Sagan sem vinnur í ár og þær sem lenda í öðru og þriðja sæti verða birtar í fylgihefti með tíma- ritinu Mannlífi í júlí. Jafnframt er búið að semja við nokkra þekktari höfunda um að þeir skrifi smásög- ur í heftið, þannig að væntanlega verður um skemmtilega blöndu af höfundum að ræða. Grand Rokk hefur greitt verð- launafé keppninnar alla tíð. Hljóða sigurlaunin í ár upp á 50 þúsund krónur fyrir efsta sætið, 30 þús- und fyrir það næsta og 20 fyrir það þriðja. Hafa þau lækkað mikið á milli ára, því fyrsta árið voru 300 þúsund veitt fyrir fyrsta sætið og 200 þúsund á síðasta ári. Kann Kristinn enga sérstaka skýringu á þessari lækkun aðra en þá að for- sendur hafi breyst. Vonast hann samt sem áður til að fjöldi höf- unda muni senda sögur sínar í tölvupósti til Mannlífs. Hámarks- lengd er 2.500 orð. Keppt um bestu glæpasmásöguna HILDUR LILLIENDAHL VIGGÓSDÓTTIR Fædd 1981. HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON Fæddur 1984. Dregið verður úr innsendum SMS skeytum á hverjum degi. Vinningshafi dagsins fær bókina Sólskinshestur eftir Steinunni Sigurðardóttur. KRISTINN KRISTJÁNSSON Foringi Hins íslenska glæpafélags á von á skemmtilegri smásagnakeppni í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Sweet Jane Jane. Jane ég vil yrkja þér ljóð. Við eigum allskonar drasl sameiginlegt ég og þú Jane. Allavega þykja mér fatalufsurnar þínar með hlébarðamunstrinu helvíti töff og svo get ég vel skilið að þú skulir falla fyrir gæja eins og Tarzan. Það er eitthvað einkennilega eggjandi við menn sem sveifla sér hálfnaktir og vöðvastæltir í trjám. Sveifla... hálf... naktir... stæltir... trjám... Það er tryllingurinn í augum ykkar Jane sem fær mig til að yrkja til þín ljóð. Sjáðu til Jane, ég hef aldrei verið sérlega villt. Það er stafalogn í lífi mínu Jane og ekki endilega vegna þess að ég kæri mig ekki um rok, ekki endilega vegna þess að ég óttist storminn, heldur vegna þess Jane, að breytingar kosta fyrirhöfn. Tíma, orku, peninga. Þess vegna sit ég sem fastast í íbúðinni minni á eylandinu mínu sem ég elska að hata og hata að elska Þess vegna hírist ég hér Jane og hlusta á vindinn fyrir utan gluggann minn. Svarið fýkur í vindinum sagði Dylan. Sennilega fæ ég aldrei að heyra það. Hálsinn á þér er einkennilega kynæsandi Jane. Það er eins og hann biðji um að láta narta í sig. Rifbeinin þín eru rimlar í fangaklefa Jane og ég, ég er lokuð fyrir utan hann en ekki inni í honum. Hvað segirðu um það Jane, ha? Þokki konu í frumskógi er áreynslulaus. Þú ert öfundsverð Jane. Ef þú bara vissir hvað vestræn nútímakona leggur á sig til að laða að sér sæmilegan karlmann. Ég hef jafnvel heyrt að til séu konur sem geri sér upp kynferðislega fullnægingu! Hugsaðu þér Jane. Allt til þess að karlmanninum líði betur með frammistöðu sína í (þarna ætlaði ég að segja rúminu, en sennilega hefur það ekki merkingu fyrir þér, svo ég læt hér við sitja.) samfélagið í nærmynd tárvot borgin er einmana er jafn leið og ljónið í sædýrasafni Hafnarfjarðar er jafn hvarmablaut og aparnir í Blómavali ég set hettuna upp og kveiki á vasadiskó hrafnar elta strætó Álit dómnefndar Kristján Bjarki Jónasson: Sérkennilega níunda áratugslegur blær á þessu ljóði þar sem vasadiskó og sædýrasöfn leika lykilhlutverk í dularfullri smámynd af borgarlífinu. Ragnheiður Eiríksdóttir: Póstkort af rigningu í grárri Reykjavík þar sem dapurt fólk tekur strætó og fylgist með hröfnum. Gæti verið um mig! Þórarinn Þórarinsson: Það er nettur menntó fílíngur í þessu og líkingarnar eru það skemmtilegar að eymdin ristir ekki djúpt. Fíla samt krumma sem elta strætó. Álit dómnefndar Kristján Bjarki Jónasson: Nútímakonan hittir frumskógakon- una. Fyndið en um leið tragískt ljóð um von okkar allra um frelsi. Ragnheiður Eiríksdóttir: Poppað ljóð, með titli úr popplagi og tilvísun í annað. Hér er hita, frumskógi og ævintýraþrá stillt upp móti íslenskum kynkulda og afborgunum af íbúðarlánum. Sterkar andstæður. Þórarinn Þórarinsson: Rosa „kynjað“ ljóð með skemmti- legu andstæðupari sem virðist þó eiga ansi margt sameiginlegt. Skógarkonan býr með mannapa og borgardaman tekst á við menn sem eru hálfgerðir apar. Ég er hálf- týndur í þessum skógi en flóran er vissulega fjölbreytt.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.