Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ���������� ��������������������� Sinn er siður í landi hverju. Í Ungverjalandi er „NEI“ heil setning. Setning sem er svo öflug, endanleg og þversum að sjálf Dóná drekkir öðrum löndum betur; hellir sér yfir Rúmeníu, Búlgaríu og Serbíu en skammast sín með lágreistan makka framhjá hinni fögru Búdapest. Ungverjar setja þvert nei við því að láta flæða yfir sinn höfuðstað. En það er nú ekki eina neiið í því landi. ÞAÐ MÁ með sanni segja að ung- verska gúllasið og gúllassúpan séu „djúsí“ í þvísa landi, en svo ein- kennilega vill til að allt annað virð- ist frekar þurrt. Með reyktu svína- kjöti fær maður kartöflumús, með grillaðri gæs soðnar hveitipasta- kúlur, furðu gráleitar, gómlím- andi-sig og bragðdaufar. Maður snýr sér að næsta þjóni og spyr hvort hægt sé að fá sósu. Sá horfir á mann af fyrirlitningu og segir NEI. Svo fær maður enga sósu. Til að byrja með heldur maður að hann sé að reyna að vera fyndinn, en kemst fljótlega að því að honum er full alvara. EN, SKÍTT með sósur, maður graðkar bara í sig gúllasi og gúll- assúpum í öll mál með öllum þeim paprikuduftum sem ræktast í plássinu og nærsveitum og selt er ferðamönnum í slíkum gámavís á öllum götuhornum að maður skil- ur ekki hvernig maður hefur kom- ist af þar til maður kynntist þess- um lífselexír. Við ættum kannski að athuga hvort ekki er hægt að gera mysuna okkar að slíkri lukku- vöru á þeim raunatímum sem krónan sekkur oní kútinn á sjálfri sér. EKKI VARÐ nei-ið í Ungverja- landi minna hlægilegt þar sem íslenskir mysumagar mættu ameríkönskum atvinnumönnum í ferðalögum í söluklefa þar sem seldir voru miðar í undirgrundina í Búdapest. Í klefanum sat ein kæst dama sem fæddist einhvers staðar í upphafi rússnesku bylt- ingarinnar og setti þvert nei við að selja þessu sjálfskipaða-veraldar- innar-löggæslu-pakki frá „stór- brotnasta landi heims“ (eins og Bush orðar það af sinni annáluðu hógværð) eitt einasta miðarifrildi úr sínum bás; þau gátu sko bara labbað á sínum merkjavörutútt- um. Skipti engu að hjónin höfðu lært utanað orðabókina um algeng- ustu hugtök og setningar í ung- versku áður en lagt var upp í ferð- ina. Ameríska lífsgæðafrúin grét. Við mörlandarnir snerum okkur að þeirri kæstu á íslensku og báðum um tvo þriggja daga miða. Ekkert var sjálfsagðara. ÞETTA VAR alveg í dúr við uppá- komuna sem varð þegar óperu- húsið í Búdapest var opnað, eftir að Frans Jósef fyrsti lét reisa það. Einu fyrirmælin voru þau að húsið mætti ekki vera stærra en óperu- húsið í Vín. Kóngsi mætti á fyrstu frumsýninguna í húsinu og varð brjálaður yfir því að húsið væri skrautlegra en óperuhúsið í Vín og steig aldrei fæti inn í það aftur. Það var alveg sama hvað var reynt að dekstra manninn; hann setti þvert NEI fyrir. ■ Af þjóðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 106. tölublað (21.04.2006)
https://timarit.is/issue/271660

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

106. tölublað (21.04.2006)

Aðgerðir: