Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.04.2006, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 21.04.2006, Qupperneq 28
 21. apríl 2006 FÖSTUDAGUR28 UMRÆÐAN ALMENNINGS- SAMGÖNGUR KJARTAN EGGERTSSON Síðastliðin 60 ár hefur Sjálfstæðis- flokknum tekist með áróðursbragði að toga umræðu um utanríkismál í ákveðna átt. Hefur þeim orðið mjög ágengt með notkun þessa áróðurs- bragðs og þá einkum í að stýra öðrum stjórnmálaflokkum inn á sína braut. Notuð eru svokölluð „bandamannarök“ en þau felast í því að réttlæta og rökstyðja afdrifa- ríkar ákvarðanir í íslenskri utan- ríkispólitík með vísan til þess að ekki megi styggja samstarfsríki í hernaðarmálum; aðildarríki Atlantshafsbandalagsins (NATO) og þá sérstaklega ríkisstjórn Bandaríkjanna. Notkun þessara raka hefur verið rauður þráður í að afgreiða friðarsinna og hverja þá er efasemdir hafa um hug og vilja fyrrnefndra aðila til stórpólitískra ákvarðana. Og það sem er enn alvarlegra er að áróðurinn hefur fælt íslensk stjórnvöld frá því að taka sjálfstæðar ákvarðanir er varða utanríkispólitík. Nefna má mörg dæmi þar sem þessu bragði er beitt en við látum nægja að nefna þrjú stórmál því til sönnunar. Útfærsla landhelginnar í 12 mílur Fyrrum sjávarútvegsráðherra og einn helsti brautryðjandi í útfærslu íslensku fiskveiðilögsögunnar, Lúðvík Jósefsson, skýrði vel frá því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn gátu ekki stutt hugmyndir ráðherrans um útfærslu landhelginnar í 12 mílur, í lok 6. áratugarins. Forystumenn í þeim flokkum gátu ekki stutt þetta þjóðþrifamál á þeim forsendum að það gengi gegn hagsmunum Breta, sem var ein öflugasta aðildarþjóðin að Atlantshafsbandalaginu. Þrátt fyrir yfirgnæfandi stuðn- ing íslensku þjóðarinnar að þessari útfærslu, fordæmi annarra landa fyrir 12 mílna útfærslu, hroka Breta í okkar garð, sem og stjórnar- sáttmála er Alþýðuflokkurinn var bundinn að, fannst þessum tveimur flokkum mikilvægara að njóta virðingar hjá Atlantshafsbandalag- inu. Á þeim forsendum voru þessir flokkar tilbúnir að gera málamiðl- anir sem höfðu stórlega tafið sjálf- stæðisbaráttu Íslendinga og skaðað þar af leiðandi langtímahagsmuni okkar. Um þetta mál sagði Lúðvík „[u]m það er ekki að villast að það sem stóð í vegi fyrir eðlilegum vinnubrögðum íslenskra manna og íslenskra stjórnmálaflokka var bandalagið við þjóðir Vestur- Evrópu og Bandaríkin. Sífellt var látið í það skína að Íslendingar væru að „rjúfa samstöðu vest- rænna þjóða,“ veikja Atlantshafs- bandalagið ef þeir aðhefðust það í landhelgismálinu sem Bretar gætu ekki unað við.“ (Landhelgismálið : 68) Írak Þegar kemur að stuðningi stjórn- málaflokka við stríð hefur sömu taktík verið beitt. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur örugglega stutt flest þau stríð sem ríkisstjórn Banda- ríkjanna hefur háð frá seinni heims- styrjöld. Sú afstaða hefur stundum komið flokknum í bobba og þá er því iðulega borið við að ástæða stuðningsins hvíli á sérstöku sambandi við þá ríkisstjórn. Þó að stríð megi alltaf teljast subbuleg eru kannski minnugustu dæmin Víetnam og Írak. Bæði stríðin voru gríðarlega óvinsæl og kostuðu mörg óþarfa mannslíf - flestir viðurkenna nú að þau hafi verið óverjandi. Nóg var samt um að hægri-armurinn á Íslandi verði þau. Sama dag og Bandaríkin réðust ólöglega á Írak, þann 20. mars 2003, ritaði leiðarahöfundur Morgun- blaðsins „[n]ú er ljóst að margir Íslendingar eiga erfitt með að skilja hvers vegna Ísland lýsir yfir stuðn- ingi við hernaðaraðgerðir í fjarlægu landi og hafa miklar efasemdir um þá afstöðu. Þessar ákvarðanir má rökstyðja með eftirfarandi hætti: Bandaríkjamenn hafa verið nánir bandamenn okkar í sex áratugi. Þeir hafa veitt okkur öflugan stuðn- ing, þegar við höfum þurft á að halda. Við höfum veitt þeim, þegar þeir hafa þurft á að halda“. Morgunblaðið lýsti þarna afstöðu ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks til þeirrar einhliða ákvörðunar forystumanna að styðja innrásina á forsendum bandamanna- raka. Miðnesheiði Vera erlends hers á Miðnesheiði orsakaði taugaveiklun meðal hernaðarsinna á Íslandi. Vegna hans þorðu margir íslenskir stjórn- málamenn ekki að taka sjálfstæðar ákvarðanir heldur höfðu einatt í huga þrönga hagsmuni ríkisstjórna annarra ríkja. Slíkur undirlægju- háttur var síðan alltaf skrautfjaðr- aður með því að halda fram að á milli forystumanna Sjálfstæðis- flokksins og Bandaríkjastjórnar ríkti sérstakt trúnaðarsamband. Auk þessa átti utanríkispólitík flokksins að teljast ábyrg en stjórn- mál friðarsinna óábyrg. Þessa aðgreiningu hefur Fram- sóknarflokkurinn, þá sérstaklega í seinni tíð, gert að sinni. Alþýðu- flokkurinn gerði það alltaf og arftaki hans, Samfylkingin, hefur fylgt honum í því. Það er til að mynda athyglisvert að Samfylking- in studdi innrás Nató í Júgóslavíu 1999 og árás Bandaríkjamanna á Afghanistan í árslok 2001. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur því sögu- lega markað línurnar í utanríkis- málum og náð að tukta hina flokkana til. Í þessu ljósi er brotthvarf Banda- ríkjahers stórkostleg tíðindi í íslenskum stjórnmálum. Þrátt fyrir þá margtuggðu klisju hernaðarafla á Íslandi, að trúnaðarsamband ríkti milli Sjálfstæðisflokks og Banda- ríkjastjórnar um þessi mál, var það samband haft að engu þegar til- kynningin um brotthvarfið kom. Varaskeifa í bandaríska utanríkis- ráðuneytinu hafði ekki einu sinni fyrir því að koma á fund til Íslands og tilkynna fréttirnar heldur rétt hafði fyrir því að taka upp símtólið til að breiða út boðskapinn. Eftir standa þessi atriði: 1. Friðarsinnar höfðu rétt fyrir sér um að Bandaríkjamenn væru hér á eigin forsendum en ekki til að þjón- usta Íslendinga. 2. Sjálfstæðisflokkurinn stóð ekki í neinu sérstöku trúnaðarsambandi við yfirvöld í Washington. Hann var þægileg hækja og notaður eftir því. Aðrir stjórnmálaflokkar létu að óþörfu nota sig líka. 3. Það borgaði sig aldrei að taka rangar pólitískar ákvarðanir til að halda stjórnvöldum vestra góðum. 4. Miklu fyrr hefði átt að undirbúa að herinn væri á förum - það lá allt- af ljóst fyrir. Með brottför hersins hefur grundvöllur undir lífseigum mýtum hægrisinnaðra stjórnmálamanna brostið. Ekki verður hægt fyrir þau að öfl að fylkja sér á bak við stríðs- aðgerðir Atlantshafsbandalagsins og Bandaríkjanna með vísun í „bandamannarök“. Þau hafa ein- faldlega verið leyst upp. Höfundur er heimspekingur. Upplausn banda- mannaraka UMRÆÐAN BROTTFÖR VARN- ARLIÐSINS HUGINN FREYR ÞOR- STEINSSON Í þessu ljósi er brotthvarf Bandaríkjahers stórkostleg tíðindi í íslenskum stjórnmál- um. Þrátt fyrir þá margtuggðu klisju hernaðarafla á Íslandi, að trúnaðarsamband ríkti milli Sjálfstæðisflokks og Bandaríkjastjórnar um þessi mál, var það samband haft að engu þegar tilkynningin um brotthvarfið kom. Frítt í stætó - frítt í hverfisvagninn Eitt mikilvægasta verkefni nýrrar borgarstjórnar eftir kosningarnar í vor verður að koma almennings- samgöngum í lag. Núverandi borgarstjórn, R-lista flokkunum, hefur algjörlega mistekist að þróa strætókerfið í takt við breytta tíma. Frambjóðendur F-listans hafa á undanförnum árum bent á mikil- vægi hringaksturs um hverfi borgarinnar (hverfisvagna) en fengið lítinn hljómgrunn. Tillaga Ólafs F. Magnússonar í borgar- stjórn um að börn, ungmenni, öryrkjar og eldri borgarar fengju frítt í strætó var felld þrisvar sinnum af R-lista flokkunum. F- listinn undir forystu Ólafs ætlar samt sem áður að hrinda þessari tillögu í framkvæmd fái hann umboð til þess eftir sveitarstjórnar- kosningarnar í vor. Við í F-listanum viljum umbylta leiðakerfi strætisvagnanna með það að markmiði að það þjóni þeim sem þurfa fyrst og fremst á því að halda, þ.e.a.s. börnum, ungmenn- um, öryrkjum og eldra fólki. Við viljum að í hverju hverfi verði hverfisvagn sem fari ekki út úr hverfinu. Hraðvagnar aki á milli hverfa og eftir aðalleiðum en fari ekki um íbúðahverfin. Markmiðið með því að hafa hverfisvagn í hverju hverfi er að íbúarnir komist leiðar sinnar innan hvefis- ins. Þannig er það ekki í dag, því strætisvagnarnir fara ekki inn í alla afkima hvers hverfis, aka ekki framhjá öllum þjónustustöðvum og stoppa með alltof löngu milli- bili. Fyrsta atriðið sem almennings- samgöngur þurfa að uppfylla er að flytja fólk þangað sem það getur sinnt erindum sínum. Þess vegna þarf hverfisvagn að leggja leiðir sínar í alla hluta hvers hverf- is. Það er mikilvægt fyrir íbúana að þessar breytingar nái fram að ganga, því eins og ástandið er núna er undir hælinn lagt fyrir þessa þjófélagshópa að nýta þá þjónustu sem er í heimahverfinu. Með því að hafa hverfisvagn gætu íbúarnir t.d. komist á milli allra grunnskóla í hverfinu, þeir kæmust í verslan- ir hverfisins, íþróttahúsin, sund- laugina, kirkjuna, tónlistarskólana, heilsugæsluna o.s.frv. Einhverjir kunna að segja að sá böggull fylgi skammrifi að þetta ferðalag taki svo mikið lengri tíma en að ferðast í einkabíl á milli staða að það sé ekki forsvaranlegt. Við í F-listanum svörum því þannig að sá sem ekki hefur tíma til að ferðast með hverfisvagni þurfi þá hugsanlega að ferðast með einka- bíl eða leigubíl, því hverfisvagn getur ekki keppt við einkabílinn í tímasparnaði. En flestir þeir sem myndu nota hverfisvagn eru ekki í kapphlaupi við tímann á sama hátt og þeir sem eru á „besta aldri“ og aka um á einkabílum. Samt getur hverfisvagn sparað fólki tíma þegar á heildina er litið og þar liggja hagsmunirnir, því hverfis- vagn getur sparað fjölskyldum bæði tíma, orku og fjármuni sem nú fara í að aka börnum og ung- mennum þvers og kruss um hverfin og alla borg til að nýta þá þjónustu sem annars mætti sækja með strætó ef þjónusta strætó væri aðgengilegri. Öryrkjar og eldri borgarar þurfa einnig fyrst og fremst á því að halda að komast leiðar sinnar og alls ekki í kapp við tímann. Strætisvögnunum tókst aldrei að koma upp mynttækjum svo strætisvagnstjórar gætu gefið til baka þegar greitt var í strætó og þeim hefur ekki tekist að koma á koppinn frelsiskortunum sem um var rætt, - og hvaða fjölskylda kannast ekki við það eilífðar vandamál þegar börnin og ung- mennin ætla í strætó að þá finnast ekki strætómiðarnir eða að ekki er til nein smámynt til að greiða í strætó? Með því að hafa frítt í strætó fyrir börn og ungmenni losnum við við þetta vandamál og þá verður auðveldara og þægi- legra að nota strætó því þá er bara hægt að „hoppa upp í“ þegar maður vill og án fyrirvara. Þannig fjölg- um við þeim sem taka strætó og getum vænst þess í framtíðinni að borgarbúar noti strætó í ríkari mæli og einkabílinn minna. R-lista flokkarnir sem hafa farið með völdin í borginni hafa ekki haft getu til að þróa strætó- kerfið með tilliti til breyttra tíma, -ef þeir gætu það þá væru þeir væntanlega búnir að því. Er ekki kominn tími á breytingar í borgar- stjórn Reykjavíkur? Höfundur er í 6. sæti á lista F- listans fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar í vor.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.