Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 43
15
TILKYNNINGAR
FÖSTUDAGUR 21. apríl 2006
Samkvæmt 1.mgr 21.gr. skipulags-og byggingarlaga
nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum
við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar:
1 Hálendi Hrunamannahrepps, fjallvegur og frístundabyggð.
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2003-2015, hálend-
ishluta. Breytingarnar eru eftirfarandi:
• Vegslóði norðan Kerlingarfjalla frá Ásgarði/Árskarði austur að Þjórsá verður
skilgreindur sem fjallvegur.
• Nýtt svæði fyrir frístundabyggð við Heiðarvatn (merkt G9). Á svæðinu er gert
ráð fyrir um 3 ha lóð fyrir veiðihús og gistiskála en fyrir er einn gistiskáli. Að
koma að svæðinu er um Tungufellsveg nr. 349 og Línuveg.
2 Láglendi Hrunamannhrepps, vatnsból og frístundabyggð.
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2003-2015, láglend-
ishluta. Breytingarnar eru eftirfarandi:
• Tvö ný vatnsból í Fagradal í landi Berghyls (merkt B8 og B9) auk aðveituæða
að Flúðum. Vatnsverndarsvæði hefur ekki verið skilgreint.
• Leiðrétting á staðsetningu, heiti og stærð frístundasvæðis F6 Reykjadalur,
Dalabyggð. Svæðið kallast nú Reykjaból, Hólaþýfi og færist vestur fyrir veg.
Stærð svæðissins verður 11 ha í stað 15 ha og fjöldi lóða 14 í stað 20.
• Svæði fyrir frístundabyggð, F14 Grafarbakki II, stækkar úr 17 ha í 25 ha og gert
ráð fyrir um 30 lóðum.
• Nýtt 6 ha svæði fyrir frístundabyggð, F23 Hveramýri, fyrir um 8 lóðir.
• Nýtt 25 ha svæði fyrir frístundabyggð, F24 Syðra-Langholt, fyrir um 10 lóðir.
• Viðbætur við texta í 6. mgr. kafla 4.2.2 í greinargerð aðalskiplagsins sem fel-
ur í sér að unnt er að auka þéttleika frístundasvæða umfram 0,5 – 2,0 ha þar
sem um verðmætt land er að ræða og þar sem aðstæður leyfa.
Samkvæmt 1.mgr. 25.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með
auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur:
3 Kjarnholt III í Biskupstungum, Bláskógabyggð. Hólatún, frístundabyggð.
Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar, Hólatún, í landi Kjarnaholta III.
Skipulagssvæðið er um 22 ha að stærð og er aðkoma að svæðinu frá Kjarn-
holtum. Gert er ráð fyrir 32 lóðum á bilinu 5.300 m2 til 8.400 m2 og verður
heimilt að byggja á þeim allt að 200 m2 frístundahús og allt 25 m2 aukahús.
4 Torfastaðir í Biskupstungum, Bláskógabyggð. 2. áfangi frístundabyggðar.
Tillaga að deiliskipulagi 2. áfanga frístundabyggðar í landi Torfastaða.
Frístundabyggðin er staðsett á Torfastaðaheiði rétt norðan við Torfastaði.
Svæðið er um 24 ha og er aðkoma að svæðinu frá Reykjavegi (nr. 355). Gert
ráð fyrir 40 lóðum á bilinu 4.500 m2 – 7.100 m2 þar sem heimilt verður að
reisa 50-120 m2 sumarhús auk geymslu/gestahús allt að 15 m2. Nýtingarhlut
fall lóðar skal þó ekki fara yfir 2%. Gert er ráð fyrir að rotþró verði á hverri frí
stundahúsalóð sem tengist sameiginlegu frárennsliskerfi og er tekið frá svæði
fyrir siturlögn.
5 Efri-Brú í Grímsnesi, Grímsnes- og Grafningshreppir. 2. áfangi frístunda
byggðar.
Tillaga að deiliskipulagi 2. áfanga frístundabyggðar í landi Efri-Brúar í Gríms-
nesi. Tillagan nær til 15 ha svæðis sem afmarkast af Þingvallavegi (þjóðveg
ur 36) í vestri, 1. áfanga frístundabyggðar í norðri og opnu svæði í austri. Gert
er ráð fyrir 10 frístundalóðum á bilinu 8.000 m2-10.000 m2 að stærð.
6 Vaðnes í Grímsnesi, Grímsnes- og Grafningshreppi. 3. áfangi frístunda
byggðar
Tillaga að deiliskipulagi 3. áfanga frístundabyggðar í landi Vaðness. Tillagan
gerir ráð fyrir 62 frístundalóðum sem eru á bilinu 5.500 m2 – 10.682 m2 að
stærð þar sem heimilt verður að byggja allt að 150 m2 frístundahús auk allt
að 25 m2 aukahúsi. Svæðið liggur rétt norðvestan við bæinn Vaðnes og er
aðkoma að svæðinu frá vegi sem liggur að bænum.
7 Vorsabær á Skeiðum, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Frístundalóði
Tillaga að deilskipulagi tveggja frístundalóða í landi Vorsabæjar. Báðar lóðirn-
ar eru um 1,0 ha að stærð og verður leyfilegt að byggja allt að 150 m2 frí
stundahús auk allt að 25 m2 gestahús/geymslu. Lóðirnar tengjast inn á þjóð-
veg nr. 324.
Samkvæmt 1.mgr. 26.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með
auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar:
8 Úthlíð II í Biskupstungum, Bláskógabyggð. Íbúðarlóðir við Kóngsveg.
Tillaga að breytingu á heildardeiliskipulagi Úthlíðar. Tillagan gerir ráð fyrir
tveimur nýjum lóðum, Kóngsveg nr. 26 (1.303 m2) og nr. 28 (1.233 m2), þar
sem heimilt verður að reisa 90–300 m2 íbúðarhús. Tillagan er í samræmi við
samþykkta tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-
2012.
9 Úthlíð II í Biskupstungum, Bláskógabyggð. Mosar, frístundabyggð.
Tillaga að breytingu á heildardeiliskipulagi Úthlíðar. Tillagan gerir ráð fyrir 39
frístundalóðum á svæði sem er 40 ha að stærð og liggur austan Skarðavegar
og norðvestan við núverandi frístundabyggð við Guðjónshvamm.
10 Ormsstaðir í Grímsnesi, Grímsnes- og Grafningshreppi. Skilmálabreytingar.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi sumarhúsalóða í landi Ormsstaða. Um er
að ræða breytingar á skilmálum og er gert ráð fyrir að hámarksstærð húsa
verði 150 m2 í stað 100 m2 og að heimilt verði að byggja aukahús allt að 25
m2 í stað 10-15 m2.
11 Flúðir, Hrunamannahreppi. Parhúsalóðir við Austurhof.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og þjónustusvæðis, Sneið, frá 8.
desember 1997. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir tveimur lóðum fyrir einna
hæða parhús við nýja götu sem kallast Austurhof. Á svæðinu var áður gert ráð
fyrir stofnana-/þjónustulóð. Gatan tengist inn á Högnastíg sem liggur frá
Hrunamannavegi. Tillagan er í samræmi við Aðalskipulag Hrunamannahrepps
2003-2015.
Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrifstofu viðkomandi sveitarfélags og hjá
embætti skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á
skrifstofutíma frá 21. apríl til 19. maí 2006. Athugasemdum við skipulagstillög-
una skulu berast til skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu í síðasta lagi 2. júní
2006 og skulu þær vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við til-
löguna innan tilskilins frests, telst vera samþykkur henni.
Pétur Ingi Haraldsson
Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu
AUGLÝSING
UM SKIPULAGSMÁL Í UPPSVEITUM ÁRNESSÝSLU
Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunnamannahreppi og Skeiða-og Gnúpverjahreppi.
Aðalfundur Félags iðn- og tæknigreina
verður haldinn laugardaginn 22. apríl
kl. 10 í Akogessalnum Sóltúni 3.
Dagskrá:
• Venjuleg aðalfundarstörf
• Lagabreytingar
• Önnur mál
Stjórnin
Aðalfundur
Bakarasveinafélags Íslands
verður haldinn á Stórhöfða 31, á fyrstu
hæð, laugardaginn 22. apríl n.k. kl.
15.00. Gengið inn að neðanverðu.
Dagskrá:
Lagabreytingar
Venjuleg aðalfundarstörf.
AÐALFUNDUR
FERÐAKLÚBBSINS 4X4
Aðalfundur Ferðaklúbbsins 4x4 verður
haldinn laugardaginn 13. maí. kl. 13.00
í sal Ferðafélags Íslands að Mörkinni 6
Reykjavík. Dagskrá: Venjuleg
aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.
Stjórnin
35-43 (07-15) Smáar 20.4.2006 16:32 Page 11