Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 56
 21. apríl 2006 FÖSTUDAGUR40 tonlist@frettabladid.is Færeyski söngvarinn Högni Lisberg er einn þeirra tónlistar- manna sem koma fram á færeysku tónlistarhátíðinni Atlantic Music Event, AME, sem verður haldin á Nasa annað kvöld. Högni gaf nýverið út sína aðra plötu sem ber heitið Morning Dew. Platan var gefin út í Færeyjum í fyrra og var kosin plata ársins á Planet Awards þar í landi auk þess sem hún hefur fengið mjög góða dóma í Danmörku, Belgíu, Sviss og víðar. Fyrsta plata Högna, Most Beautiful Things, kom út árið 2003 og var einnig valin plata ársins. Hún var lágstemmd, en nýja platan er aftur á móti fjörlegri og fjölbreyttari, þótt ekki sé um mikla stefnubreytingu að ræða. Vel þekktur í heimalandinu Högni var einn af stofnendum trip-hop hljómsveitarinnar Click- haze sem Eivör Pálsdóttir var meðlimur í þangað til hún ákvað að einbeita sér að sólóferli sínum. Hann er vel þekktur í heima- landi sínu en einnig er hann orðinn nokkuð stórt nafn í Sviss. Þangað fór hann í tónleikaferð árið 2004 við góðar undirtektir. Einnig hefur hann meðal annars spilað á Nibe- hátíðinni í Danmörku og á G!- hátíðinni í Færeyjum. Nýlega skrifaði Högni undir dreifingarsamning við hið forn- fræga útgáfufyrirtæki Rough Trade og því er ljóst að framtíðin er björt hjá þessum efnilega Færeyingi. Í yfirgefnu kvikmyndahúsi „Ég hlakka mikið til að koma. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig allt gengur og hvernig það verður að spila á Nasa. Það verður gaman að sjá hvort fólk láti ekki sjá sig á tónleikunum,“ segir Högni um förina til Íslands, sem er ekki sú fyrsta í röðinni. Síðast spilaði hann hér á landi sem trommari Clickhaze með Eivöru Páls fyrir nokkrum árum en þetta verður í fyrsta sinn sem hann sjálfur verður í forgrunninum. Hann segir að nokkur munur sé á fyrstu plötunni og þeirri nýjustu. „Fyrsta plata var ódýr í fram- leiðslu og tekin upp í yfirgefnu kvikmyndahúsi í Færeyjum. Við eyddum meiri peningi í aðra plöt- una, sem var tekin upp í hljóðveri í Danmörku. Á henni er ég meira með hljómsveitina á bak við mig heldur en á þeirri fyrstu,“ segir Högni, sem er búsettur í Danmörku. Færeysk hlýja Eitt lag á hinni prýðilegu Morning Dew er gamla Bob Dylan-lagið All Along the Watchtower sem bæði Jimi Hendrix og U2 hafa tekið í eftirminnilegum útsetningum. Högni segir ákvörðunina um að hafa lagið á plötunni segja mikið um sig sem listamann því hann hafi alist upp við að hlusta á Jimi Hendrix og Black Sabbath. Hann segir að þrátt fyrir tökulagið megi engu að síður greina sérstæða færeyska hlýju á plötunni. „Í Clickhaze blönduðum við saman færeyskri þjóðlagatónlist, poppi og rokki og hún hafði yfir sér einhverja hlýju. Á sama hátt heyrir maður alltaf þegar maður hlustar á sænska tónlist hvaðan hún er. Þó svo að það sé minna af færeyskri þjóðlagatónlist á nýju plötunni en í Clickhaze er hún samt til staðar og það má alveg greina þessa hlýju ennþá, ég veit ekki út af hverju.“ Auk Högna koma fram á Nasa annað kvöld hljómsveitirnar Gestir, Déjà Vu, Makrel og Marius auk tónlistarkonunnar Lenu sem ólst upp í Kanada en hóf söngferil sinn í Færeyjum sautján ára gömul. Allir flytjendurnir sem koma fram á Nasa eru í fremstu röð færeyskra tónlistarmanna í dag. Sérstakur gestur AME hátíðar- innar í ár er svo íslenska hljóm- sveitin Dikta sem stefnir á að halda tónleika í Færeyjum síðar á árinu. freyr@frettabladid.is Færeysk innrás á Íslandi HÖGNI LISBERG Tónlistarmaðurin Högni Lisberg gaf nýverið út sína fyrstu plötu sem ber heitið Morning Dew. > Plata vikunnar Tapes N´Tapes: The Loon „Loksins skilar árið af sér plötu sem maður heldur varla vatni yfir. Frum- raun Tapes N´Tapes er afbragð, tært og fullkomið indírokk!“ BÖS The Flaming Lips: At War With the Mystics „Enn önnur frábær plata frá The Flaming Lips. Þó þessir menn þrammi sinn stíg ekki varlega virðast þeir ekki geta misstigið sig. Álíka súr og síðasta plata með nokkrum popplögum á milli.“ BÖS Graham Coxon: Love Travels at Illegal Speeds „Sjötta breiðskífa Coxon er hrá pönkuð og keyrð áfram með sóðalegum gítarstefjum. Hljómar eins og tilraun til að komast aftur inn í bílskúrinn.“ BÖS Ghostigital: In Cod We Trust „Platan sannar sérvisku og snilligáfu Ghostigital með dansvænum og taktföstum hip-hop tökt- um sem blandast við (ó)hljóð í skreytistíl.“ SHA Yeah Yeah Yeahs: Show Your Bones „Önnur breiðskífa Yeah Yeah Yeahs gerir allt sem hún á að gera. Stenst allar væntingar og á bara eftir að auka hróður sveitarinnar.“ BÖS Isobel Campbell & Mark Laneg- an: Ballad of the Broken Seas „Isobel Campbell og Mark Lanegan ná að fanga sömu töfra og Nick Cave og Tom Waits eru þekktir fyrir. Bæta svo sínu eigin bragði við og framkalla afbragðsplötu.“ BÖS SMS UM NÝJUSTU PLÖTURNAR Þungarokksveitin Sólstafir gaf nýverið út sína þriðju plötu, Masterpiece of Bitterness, hjá finnsku útgáf- unni Spikefarm. Platan hefur fengið mjög góða dóma víða um heim og er hún loksins fáanleg heima á Íslandi á vegum 12 Tóna. Aðalbjörn Tryggvason, gítarleikari og söngvari Sólstafa, segist ánægður með þessa góðu plötu- dóma þó svo að einhverjir hafi ekki verið svo góðir. „Það finnst mér mjög skiljanlegt því flestir hafa sagt að hún væri svo erfið. Það er ekki auðvelt að hlusta á tuttugu mínútna lag, eins og fyrsta lagið á plötunni er þar sem sami kaflinn er í korter. En það eru engar reglur í þessari tónlist. Doors var að gera ellefu mínútna lag 1970 og eitthvað og af hverju getum við ekki gert 20 mínútna lag í dag,“ segir Aðalbjörn. Aðalbjörn segir að nafn hljómsveitarinnar hafi verið að krauma lengi í neðanjarðarheiminum erlendis með tilheyrandi póstsendingum enda varð sveitin til árið 1995, áður en netið hóf innreið sína. „Í dag er þetta allt annað. „Undergroundið“ er samt ekkert dautt. Internetið skemmdi „undergroundið“ en það er ennþá á lífi. Það eru bara færri sem safna frímerkjum núna.“ Útgáfutónleikar Sólstafa vegna nýju plötunnar verða haldnir eftir um það bil tvær vikur. Internetið skemmdi „undergroundið“ Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI Jet Black Joe: Full Circle, Mammút: Mammút, Högni Lisberg: Morning Dew, Deja Vu: A Place to Stand On, CocoRosie: Noah´s Arc og The Flaming Lips: At War With The Mystics. 1. DR. MISTER & MR. HANDSOMEBOOGIE WOOGIE SENSATION 2. RED HOT CHILI PEPPERSDANI CALIFORNIA 3. PEARL JAM WORLD WIDE SUICIDE 4. WULFGANGMACHINERY 5. THE RACONTEURSSTEADY AS SHE GOES 6. 10 YEARS WASTELAND 7. TONY THE PONYARMY OF THE SUN 8. BULLET FOR MY VALENTINEALL THESE THINGS I HATE 9. MAMMÚTÞORKELL 10. THE STROKESHEART IN A CAGE X-DÓMÍNÓSLISTINN TOPP TÍU LISTI X-INS 977 Laginu sem Jack White, forsprakki rokkdúettsins The White Stripes samdi fyrir gosdrykkjaframleið- andann Coca Cola, hefur verið lekið á netið, aðdáendum sveitar- innar til mikillar hamingju. Í texta lagsins, sem er á ástkæru nótunum, segir meðal annars: „It´s the right thing to do, and you know it, It´s inside of you, just show it, love is the truth.“ Auglýsingunni þykir nokkuð svipa til myndbands The White Stripes við lagið The Hardest Button to Button frá árinu 2003 þar sem meðlimir sveitarinnar eru margfaldaðir. Jack White sagðist í viðtali fyrir nokkru síðan vera spenntur fyrir því að semja lag fyrir aug- lýsinguna. Hafði hann lítinn áhuga á að nota lag sem hann hafði þegar gefið út. „Að vera beðinn um að semja lag sem á að ná til heimsbyggðarinnar þar sem ástin er aðalþemað þótti mér heillandi verkefni,“ sagði White. Kóklag á netinu JACK WHITE Jack White úr The White Stripes hefur samið lag fyrir Coca Cola. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Worm is Green: Push Play „Frumleikinn er horfinn á nýju plötunni sem hefur engu að síður að geyma mörg áhuga- verð en frekar þunglyndisleg popplög.“ FB Blindfold: Blindfold „Fyrsta plata Birgis Hilmarssonar úr Ampop stendur vel fyrir sínu þar sem draumkennd fegurðin skín í gegn víðast hvar.“ FB Úlpa: Attempted Flight by Winged Men „Þetta er ágæt plata sem þó nær ekki að halda athyglinni allan tímann. Gítarinn á góða spretti á köflum en því miður dugar það ekki til.“ FB 550 5000 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 106. tölublað (21.04.2006)
https://timarit.is/issue/271660

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

106. tölublað (21.04.2006)

Aðgerðir: