Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 20
21. apríl 2006 FÖSTUDAGUR20
fólkið í landinu
STAÐURINN
TÖLUR OG STAÐREYNDIR
LÉTT PEPPERONI
55% MINNI FITA
Íbúafjöldi: Um það bil 90.
Sveitarfélag: Borgarbyggð
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson.
Skólar: Grunnskóli Borgarness, börnin
fara með skólabíl.
Börn sækja einnig leikskóla í Borgar-
nesi.
Helsti atvinnurekstur: Kúabúskapur á
Lambastöðum, Hundastapa, Laxárholti
og fleiri bæjum.
Grásleppuútgerð frá Hvalseyjum.
Hestaferðir fyrir ferðamenn frá Kálf-
alæk.
Athyglisverðir staðir: Borg á Mýrum,
þar bjó Egill Skallagrímsson,
Knarrarnes, eyja með fjölskrúðugu
fuglalífi, kirkjujörðin á Ökrum,
Vegalengd frá Reykjavík: 193 kíló-
metrar, miðað við Arnarstapa.
Mýrar
Í febrúar í fyrra var nýtt fjós reist við
Hundastapa en þar eru nú um 50 kýr. Ólafur
Egilsson og Ólöf Guðmundsdóttir hafa verið
bústólpar þar en nú eru þau hægt og smátt
að draga sig í hlé en Agnes dóttir þeirra er
að taka við.
„Við getum mjólkað 10 kýr í einu og það
tekur okkur um klukkustund og svo annað
eins að ganga frá á eftir,“ segir Agnes. Hún
flutti aftur á sínar bernskuslóðir árið 2003
frá Borgarnesi og tekur við búi full eftirvænt-
ingar.
Stór gulur bursti í miðju fjósi vakti athygli
blaðamanns svo Ólafur útskýrði til hverra
hluta hann er notaður. „Þessi bursti er
tengdur við mótor og snýst þegar þær byrja
að nudda sér í hann. Hann er í miklu eftir-
læti hjá þeim og voru þær alveg ómöguleg-
ar þegar það þurfti að taka hann niður fyrir
skemmstu.“ Búkolla bætti svo um betur
og sýndi blaðamanni hvernig tækið
er notað meðan hún fékk nudd og lét
bursta sig með þessu rafknúna apparati.
Því fæst þó ekki svarað hvort ásókn
kúnna í þetta tæki sé frekar tilkomin
af hégómagirnd eða af nautn sem þægi-
legt nudd getur vakið.
Ólafur og Ólöf hafa nú flutt úr
bænum á Hundastapa og eru að koma
sér fyrir í nýju timburhúsi þar skammt
frá. Gamli bærinn blasir þó við þegar
horft er þaðan út um stofugluggann „Þó
við séum ekki langt frá er þetta ósköp
skrítið að koma hérna að gamla bænum
líkt og gestkomandi,“ segir Ólöf. „Það
er mesta furða þó við höfum ekki flutt
nema hundrað metra frá,“ bætir hún
við hugsi. ÓLAFUR EGILSSON Í FJÓSINU
ATVINNUREKANDINN: FJÓSIÐ Á HUNDASTAPA
Kýrnar sífellt að greiða sér og nudda
Um 90 manns búa á Mýrum sem ná frá Hítará í norðri, sem nefnd er eftir tröllkonunni Hít
sem bjó í helli þar skammt frá, og
suður að Langá. Sú skilgreining er
þó ekki alheilög því oftast er talað
um Borg á Mýrum þó hún sé sunn-
an Langár. Fyrir stuttu ógnuðu
sinueldar samfélaginu þarna en
um 70 ferkílómetrar lands brunnu
og voru nokkrir bæir í verulegri
hættu. En Mýramenn hafa frá
fleiru að segja en bruna og gantast
með það að sveitin og íbúarnir hafi
verið til áður en sinueldarnir
geisuðu þó flestir borgarbúar hafi
ekki verið meðvitaðir um það fyrr
en þá.
Heilsan bág en hugur stefnir hátt
„Ef þú ætlar að hitta mig verður
þú að hringja þegar þú ert kominn
því ég er alveg hættur að heyra þó
einhver banki,“ segir Pétur Jóns-
son á Sveinsstöðum þegar blaða-
maður gerir boð á undan sér. Gekk
þetta eftir og var tvímenningum
boðið til stofu á Sveinsstöðum. Í
fyrstu kvartaði bóndi sáran yfir
heilsubresti en þegar hugðarefni
hans voru reifuð var engan bilbug
á honum að finna. „Ég þyrfti endi-
lega að fá mér svifflugvél en það
er ekki hlaupið að því að fá lán hjá
bönkunum ef þeir sjá ekki fram á
það að maður geti greitt það dag-
inn eftir.“ Þetta kemur nokkuð
flatt upp á blaðamann þar sem
Pétur gengur við hækju og virðist
ekki líklegur til þeirra stórræða að
taka á loft. En hugurinn stendur til
enn fleiri verka. „Svo þyrfti ég að
koma gröfunum sem eru úti á hlaði
í gang sem fyrst, í það minnsta
annarri.“ Hljómar þetta álíka und-
arlega enda eru gröfurnar í mjög
hrörlegu ástandi og hafa greini-
lega staðið í allnokkur ár.
Túnfiskveiðar á Mýrum
Steinsnar frá Sveinsstöðum er
Vogalækur en þar býr Jóhannes
Sigurbjörnsson. Hann er vanur að
líta inn í morgunkaffi til Péturs
nágranna síns en þeir hafa unnið
og baslað ýmislegt saman í gegn-
um tíðina. Pétur segir að margir
sveitungar hafi gantast með það
þegar þeir félagar ásamt þriðja
nágrannanum, Jóni Friðjónssyni á
Hofstöðum, tóku allir pungapróf
og fengu sér svo trillu. „Skrifræð-
isþrjótarnir hjá Siglingamála-
stofnun gerðu okkur svo ókleift að
skrásetja bátana og því voru þeir
bara á úti á túni hjá okkur. Höfðu
margir orð á því í gamni að við
gerðum út á túnfisk,“ segir Pétur.
Húsin í hættu
„Þetta er það skelfilegasta sem ég
hef upplifað,“ segir Ólöf Guð-
mundsdóttir á Hundastapa þegar
hún er spurð út í sinueldana sem
geisuðu á Mýrum fyrir skemmstu.
„Já, manni var ansi illa við þetta,“
bætir húsbóndinn, Ólafur Egils-
son, við. „Það var 12 kílómetra eld-
veggur frá þjóðvegi og niður að
sjó sem æddi hér yfir allt því vind-
urinn var svo mikill og enginn réði
neitt við neitt,“ segir hann svo. Þá
tekur húsfreyjan aftur við: „En
flugvélin bjargaði húsinu okkar
því lengi vel varði okkur kletta-
raninn hér fyrir framan en í honum
eru skörð og eldurinn var kominn í
þau. Hefði hann komist alveg yfir
hefði ekki verið spurt að leikslok-
um en flugvélin náði að slökkva
eldinn í skörðunum og varna því
að hann kæmist yfir klettaran-
ann.“
Útlitið var jafnvel enn tvísýnna
við bæinn Hólmakot en ófáar kýr
hefðu brunnið inni hefði ekki tek-
ist að stöðva framrás eldsins þar.
Hefðum þurft áfallahjálp
Unnsteinn S. Jóhannsson frá Lax-
árholti sýndi vaska framgöngu,
líkt og margir sveitungar hans,
þegar sinueldarnir ógnuðu íbúum
á Mýrum. Hann gagnrýndi einnig
margt sem honum þótti miður fara
við slökkviliðsstarfið en vill nú
fátt um það segja. „Við íbúar áttum
mjög góðan fund með slökkviliðs-
mönnum, lögreglumönnum, sýslu-
manni og fulltrúum frá bæjar-
stjórn þar sem farið var yfir þessi
mál,“ segir Unnsteinn. „Þar með
var búið að skapa réttan vettvang
fyrir okkur til að pústa út og þar
voru þessi mál afgreidd svo nú hef
ég ósköp lítið um þetta að segja
annað en það að við hefðum þurft
áfallahjálp. Þeir sem hana veita
létu hins vegar ekki sjá sig sem er
í raun óskiljanlegt því við vorum í
sjokki þó maður hafi kannski ekki
gert sér grein fyrir því strax.“
En allir eru sammála um að
sveitungar hafi staðið vel saman
þegar þennan vágest bar að. „Það
voru allir boðnir og búnir til að
hjálpa,“ segir Unnsteinn. „Það
komu meira að segja bændur á
traktorum sínum frá Dalasýslu til
að leggja sitt af mörkum. Oft hefur
það verið sagt um bændur að þegar
kemur að pólitík sé hver höndin
uppi á móti annarri en því er þver-
öfugt farið þegar hætta steðjar
að.“ ■
Sátt í sviðinni sveit
PÉTUR JÓNSSON Á SVEINSSTÖÐUM
Bóndinn á Sveinsstöðum kvartar nokk-
uð yfir heilsubresti en kemst allur á flug
þegar hugðarefnin eru reifuð.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KIRKJUSTAÐURINN Á ÖKRUM Á góðum degi verða menn ekki sviknir um fegurðina á
Mýrum. Árni Böðvarsson, sem talinn er eitt af helstu rímnaskáldum Íslands á 18. öld,
var bóndi á Ökrum og hefur sjálfsagt fengið næga andagift frá þessu fallega umhverfi.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SVIÐIN JÖRÐ Á MÝRUM Ummerki sinubrunans minna sveitunga á óskemmtilega
lífsreynslu en eldurinn fór yfir 70 til 80 ferkílómetra og verður þess víða lengi að bíða
að gróðurinn nái sér aftur á strik. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Snæfellsjökull trónir tignarlegur yfir Mýrum svo Gunnar
V. Andrésson ljósmyndari verður að hafa sig allan við að
láta þetta augnakonfekt ekki fipa sig við aksturinn. Jón
Sigurður Eyjólfsson blaðamaður gónir hins vegar á sviðna
jörð þegar þeir tvímenningar beygja af þjóðveginum til að
taka hús á Mýramönnum.
ÞURÍÐUR GÍSLADÓTTIR,
DILJÁ SIF ERLENDSDÓTT-
IR OG UNNSTEINN S.
JÓHANNSSON Afa- og
ömmubarnið var komið í
sveitina til að gleðja alla
í Laxárholti með verkum
sínum og nærveru. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/GVA