Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 21. apríl 2006 5
Hreinsaðu loftið á heimilinu
í bókstaflegri merkingu. Nú
fást lofthreinsitæki á sérstöku
kynningarverði í ECC við
Skúlagötu.
Með lofthreinsitæki er loftið innan
veggja heimilisins hreinsað ásamt
því að slíkt tæki drepur bakteríur
og eyðir lykt. Tækið er um 80
sentimetrar á hæð, 22 sentimetrar
á dýpt og 12 sentimetrar á breidd.
Eitt lofthreinsitæki hentar vel
fyrir rými sem er allt að 100 fer-
metrar.
Lofthreinsitækið gefur frá sér
jónastreymi sem eyðir mengun,
veirum og frjódufti og heldur
þannig herbergisloftinu hreinu og
bætir heilsu. Útfjólublátt ljós í
tækinu drepur sýkla og bakteríur
og tækið eyðir einnig matar-, reyk-
inga- og fúkkalykt. Einnig safnar
lofthreinsitækið í sig ryki og
öðrum óhreinindum.
Síuna í tækinu þarf að þrífa
reglulega en aldrei þarf að skipta
um síu.
Þessi sniðugu tæki fást meðal
annars í ECC við Skúlagötu og eru
á sérstöku kynningarverði þessa
dagana. Tækið kostar á kynning-
arverði 29.900 krónur en lista-
verðið er 39.900 krónur. Nánari
upplýsingar má finna á www.ecc.
is.
Hreinna loft á
kynningartilboði
Lofthreinsitæki eru á tilboði hjá ECC.
Golfverslunin Hole in One veit-
ir afslátt af barnagolfsettum.
Margar verslanir bjóða nú ýmis
tilboð í tilefni af komu sumarsins.
Golfverslunin Hole in One í Bæj-
arlind lætur ekki sitt eftir liggja
og býður tuttugu prósenta afslátt
af barnagolfsettum.
Fyrir börn á aldrinum fjögurra
til sjö ára kostar settið 5.520 á til-
boðsverði. Fyrir sjö til tíu ára
gömul börn kostar settið 7.120
krónur og barnagolfsett fyrir tíu
til tólf ára kostar 10.320 krónur.
Nú er um að gera að slá holu í
höggi í hjarta barnsins og gefa
góða golfgjöf.
Golfsett fyrir
barnið
Börnin fá nú tækifæri til að eignast golfsett
á góðu verði. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL
TILBOÐSDAGAR STANDA NÚ YFIR
Á SLÁTTUVÉLAMARKAÐINUM.
Sláttuvélamarkaðurinn hefur
opnað nýja verslun að Vagnhöfða
8. Nú standa yfir tilboðsdagar í
versluninni á vélum sem notaðar
eru til að snyrta og slá gras.
Ein af nýju vörunum hjá Sláttuvéla-
markaðnum er Briggs og Bratton
orfið, sem er á tíu þúsund króna
afslætti þessa dagana. Orfið kostar
þá tæpar 27 þúsund krónur. Einnig
er veittur 25 prósenta afsláttur af
Flymo-lofttpúðavélum. Sláttuvél-
arnar eru einnig á góðu tilboði.
Hægt er að fá mismunandi sláttu-
vélar í ýmsum verðflokkum. Sem
dæmi kostar fjögurra hestafla vél
með drifi tæpar 30 þúsund krónur.
Í versluninni fást einnig rafmagns-
og bensínvélsagir og fyrir þá sem
vilja virki-
lega njóta
sín við
slátturinn
má fá
átján hest-
afla sláttuvél
með sæti
og stýri svo
hægt sé að
slá garðinn í
makindum.
Sláttuvéladagar
Sláttuvélar eru
á tilboði hjá
Sláttuvélamark-
aðinum.
Láttu flér lí›a vel í bústa›num
Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is
Opi› virka daga frá kl. 10-18 • Laugardaga frá kl. 11-16
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
@
2
00
6
Í tilefni sumarhúsas‡ningarinnar b‡›ur Betra Bak ótrúleg tilbo›
á heilsud‡num, rúmum, svefnsófum og svefnkollum.
Spring Air, Tempur e›a Chiro
heilsud‡nur me› le›urklæddum botni
í brúnu e›a hvítu.
Til í öllum stær›um.
Recor svefnsófar me› heilsud‡nu.
Til í mörgum stær›um og litum.
Hollandia svefnkollar me› heilsud‡nu
í 80x80x190 og 120x80x190 í
mörgum litum.
Legg›u grunn a› gó›um degi
Hringdu í 550 5000 ef blaðið berst ekki
- mest lesið