Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 34
[ ] Skeljar, steinar, kjarnar og kókoshnetur eru meðal efna í skartgripunum sem fást í Coco Loco í Hafnarfirði. Náttúruleg efni einkenna skart og aðra fylgihluti sem fást í versluninni Coco Loco. Fyrir utan það sem að ofan er talið má nefna baunir og bambus, sem eru vinsæl efni í hálsmen, armbönd og eyrnalokka. Coco Loco er staðsett í nokkurskonar glerbúri á miðjum gangi verslunarmið- stöðvarinnar Firðinum. Töskur, hárskraut, belti, skart og annað sem þar fæst kemur frá fram- andi slóðum og er eigandinn, Guðrún Sigríður Jónsdóttir einkar fróð um efni og uppruna- land varningsins, sem gefur honum ótvírætt gildi. Sem dæmi um verð skartgripanna má nefna bambusarmband á 890 krónur, hálsfestar á 1.500 og belti úr kókoshnetum á 1.800. Suðrænt og náttúrulegt Ýmiss konar stjörnumynstur verða áberandi á næstu miss- erum. Oft og mörgum sinnum hefur verið tíundað að alls kyns mynst- ur eigi eftir að vera áberandi næsta sumar og vetur. Reyndar hafa öll þessi mynstur verið vin- sæl í lengri tíma og þarf ekki annað en að nefna doppur og rend- ur því til staðfestingar. Einmitt þessi reglulegu mynstur hafa notið mestu vinsældanna enda hægt að útfæra þau á ýmsa vegu þannig að allir geti fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Nýjasta vinsæla mynstrið er stjörnur ef marka má heimasíð- una style.com. Þar segir að ýmsar tískuvöruverslanir hafi einfald- lega selt upp mikið af vörum sínum með stjörnumynstrum, allt frá stuttbuxum til skyrtna. Telja margir að þessar vinsældir stjarn- anna megi fyrst og fremst rekja til hönnunarlínu Kim Jones fyrir Umbro. Síðan lína Jones kom á markað hafa margir aðrir fram- leiðendur fylgt í kjölfarið og má þar til dæmis nefna Prada, Agnès B og Gareth Pugh. Stjörnur blika Bolur með blikandi stjörnumynstur í Kim Jones línunni frá Umbro. Hálsmen frá Kúbu úr ávaxtakjörnum og skeljum. Bambus-arm- bönd frá Brasilíu. Hálsmen úr bambus og ávaxtakjörnum, ættað frá El Salvador. Eyrnalokkar úr kókoshnetu, ætt- aðir frá Brasilíu. Brasilískt belti úr kókos- hnetum. Skeljahálsmen frá El Salvador. Armband úr kókos- hnetu og fræjum, komið frá Brasilíu. Hálsmen fást í stíl. Hálsmen úr kókos- hnetum frá Brasilíu. Hálsmen úr buffalóbeinum, og fleiru, ættað frá Perú. McCartney í brekkurnar STELLA MCCARTNEY HEFUR SENT FRÁ SÉR NÝJA TÍSKULÍNU FYRIR SKÍÐA- OG BRETTAFÓLK. Línan er unnin í samvinnu við Adidas, sem leggur til ára- langa reynslu í framleiðslu íþróttafatnaðar. Athygli vekur að fatnaðurinn tekur allur mið af þörfum kon- unnar. Að sögn Stellu var hún orðin leið á því að líta út eins og karlmaður er hún skíðaði. Í línunni er að finna skíðagalla, úlpur og jakka, vesti og hin klassísku moon-boots. Flíkurnar innihalda allar vasa og hólf fyrir skíðapassa, veski, síma, mp3-spilara og varalit. McCartney hefur nú bætt við skíðaflíkum í Adidaslínu sína. Skotar hafa hingað til ver- ið þekktir fyrir karlmenn í pilsum, gagnslausa mótspyrnu gegn Englendingum og afskap- lega slæman fatasmekk. Þetta er að breytast. Skoskir hönnuðir hafa á undan- förnum misserum verið að sækja í sig veðrið. Ungir og upprennandi hönnuðir njóta nú aukins stuðnings yfirvalda, sem sést best á glæsi- legri verðlaunahátíð skoska tísku- iðnaðarins 7. maí næstkomandi. Þar verða veitt verðlaun í níu flokk- um og lítur út fyrir mikið stjörnu- regn á hátíðinni. Að þessu tilefni verða tveir helstu tískufrömuðir Skotlands fyrr og síðar, þeir Albert Watson og Bill heitinn Gibb, heiðr- aðir sérstaklega fyrir framlag sitt; Watson fyrir ljósmyndir sínar, en hann er einn fremsti tískuljós- myndari heimsins, og Gibb fyrir áhrif sín á bresku tískusenuna á áttunda og níunda áratugnum. Skosk tíska í uppsveiflu Skotar geta hannað fleiri flíkur en skotapils. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Sokkar mega ekki vera hvítir nema inni í íþróttasal. Svartir sokkar eru leiðinlegir en munstraðir sokkar eru málið. KJÓLAR VIÐ BUXUR Mörg mynstur ótrúlegt úrval Stærðir 36 - 48 Verð 3.990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 106. tölublað (21.04.2006)
https://timarit.is/issue/271660

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

106. tölublað (21.04.2006)

Aðgerðir: