Fréttablaðið - 21.04.2006, Side 34

Fréttablaðið - 21.04.2006, Side 34
[ ] Skeljar, steinar, kjarnar og kókoshnetur eru meðal efna í skartgripunum sem fást í Coco Loco í Hafnarfirði. Náttúruleg efni einkenna skart og aðra fylgihluti sem fást í versluninni Coco Loco. Fyrir utan það sem að ofan er talið má nefna baunir og bambus, sem eru vinsæl efni í hálsmen, armbönd og eyrnalokka. Coco Loco er staðsett í nokkurskonar glerbúri á miðjum gangi verslunarmið- stöðvarinnar Firðinum. Töskur, hárskraut, belti, skart og annað sem þar fæst kemur frá fram- andi slóðum og er eigandinn, Guðrún Sigríður Jónsdóttir einkar fróð um efni og uppruna- land varningsins, sem gefur honum ótvírætt gildi. Sem dæmi um verð skartgripanna má nefna bambusarmband á 890 krónur, hálsfestar á 1.500 og belti úr kókoshnetum á 1.800. Suðrænt og náttúrulegt Ýmiss konar stjörnumynstur verða áberandi á næstu miss- erum. Oft og mörgum sinnum hefur verið tíundað að alls kyns mynst- ur eigi eftir að vera áberandi næsta sumar og vetur. Reyndar hafa öll þessi mynstur verið vin- sæl í lengri tíma og þarf ekki annað en að nefna doppur og rend- ur því til staðfestingar. Einmitt þessi reglulegu mynstur hafa notið mestu vinsældanna enda hægt að útfæra þau á ýmsa vegu þannig að allir geti fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Nýjasta vinsæla mynstrið er stjörnur ef marka má heimasíð- una style.com. Þar segir að ýmsar tískuvöruverslanir hafi einfald- lega selt upp mikið af vörum sínum með stjörnumynstrum, allt frá stuttbuxum til skyrtna. Telja margir að þessar vinsældir stjarn- anna megi fyrst og fremst rekja til hönnunarlínu Kim Jones fyrir Umbro. Síðan lína Jones kom á markað hafa margir aðrir fram- leiðendur fylgt í kjölfarið og má þar til dæmis nefna Prada, Agnès B og Gareth Pugh. Stjörnur blika Bolur með blikandi stjörnumynstur í Kim Jones línunni frá Umbro. Hálsmen frá Kúbu úr ávaxtakjörnum og skeljum. Bambus-arm- bönd frá Brasilíu. Hálsmen úr bambus og ávaxtakjörnum, ættað frá El Salvador. Eyrnalokkar úr kókoshnetu, ætt- aðir frá Brasilíu. Brasilískt belti úr kókos- hnetum. Skeljahálsmen frá El Salvador. Armband úr kókos- hnetu og fræjum, komið frá Brasilíu. Hálsmen fást í stíl. Hálsmen úr kókos- hnetum frá Brasilíu. Hálsmen úr buffalóbeinum, og fleiru, ættað frá Perú. McCartney í brekkurnar STELLA MCCARTNEY HEFUR SENT FRÁ SÉR NÝJA TÍSKULÍNU FYRIR SKÍÐA- OG BRETTAFÓLK. Línan er unnin í samvinnu við Adidas, sem leggur til ára- langa reynslu í framleiðslu íþróttafatnaðar. Athygli vekur að fatnaðurinn tekur allur mið af þörfum kon- unnar. Að sögn Stellu var hún orðin leið á því að líta út eins og karlmaður er hún skíðaði. Í línunni er að finna skíðagalla, úlpur og jakka, vesti og hin klassísku moon-boots. Flíkurnar innihalda allar vasa og hólf fyrir skíðapassa, veski, síma, mp3-spilara og varalit. McCartney hefur nú bætt við skíðaflíkum í Adidaslínu sína. Skotar hafa hingað til ver- ið þekktir fyrir karlmenn í pilsum, gagnslausa mótspyrnu gegn Englendingum og afskap- lega slæman fatasmekk. Þetta er að breytast. Skoskir hönnuðir hafa á undan- förnum misserum verið að sækja í sig veðrið. Ungir og upprennandi hönnuðir njóta nú aukins stuðnings yfirvalda, sem sést best á glæsi- legri verðlaunahátíð skoska tísku- iðnaðarins 7. maí næstkomandi. Þar verða veitt verðlaun í níu flokk- um og lítur út fyrir mikið stjörnu- regn á hátíðinni. Að þessu tilefni verða tveir helstu tískufrömuðir Skotlands fyrr og síðar, þeir Albert Watson og Bill heitinn Gibb, heiðr- aðir sérstaklega fyrir framlag sitt; Watson fyrir ljósmyndir sínar, en hann er einn fremsti tískuljós- myndari heimsins, og Gibb fyrir áhrif sín á bresku tískusenuna á áttunda og níunda áratugnum. Skosk tíska í uppsveiflu Skotar geta hannað fleiri flíkur en skotapils. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Sokkar mega ekki vera hvítir nema inni í íþróttasal. Svartir sokkar eru leiðinlegir en munstraðir sokkar eru málið. KJÓLAR VIÐ BUXUR Mörg mynstur ótrúlegt úrval Stærðir 36 - 48 Verð 3.990

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.