Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 70
21. apríl 2006 FÖSTUDAGUR54
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
HRÓSIÐ
... fær Sigurjón Sighvatsson fyrir
að sjá möguleikana í Öxinni og
jörðinni og tryggja sér kvik-
myndaréttinn á þessari sögulegu
skáldsögu Ólafs Gunnarssonar.
Lík fannst í íbúð Jóhanns Þórs
Baldurssonar á Hrefnugötu í
Reykjavík um páskana. Ekki var
þó um alvörulík að ræða heldur
einungis atriði úr kvikmyndinni
Mýrinni sem Baltasar Kormákur,
leikstjóri, er að taka upp um þess-
ar mundir. Myndin er byggð á
samnefndri bók metsöluhöfundar-
ins Arnalds Indriðasonar og óhætt
er að fullyrða að aðalpersónan,
rannsóknarlögreglumaðurinn
Erlendur, sé orðin góðkunningi
íslensku þjóðarinnar.
Jóhann segist hafa verið að
vinna í íbúðinni þegar framleið-
endur Mýrarinnar höfðu samband
við hann og óskuðu eftir afnotum
af henni. Íbúi á efri hæðinni hafði
bent á íbúðina sem heppilegan
tökustað fyrir myndina og varð
hún á endanum fyrir valinu eftir
nokkra leit.
„Það vildi svo vel til að hún
var ekki alveg tilbúin þannig
að þeir gátu vaðið inn og stút-
að henni eins og þeir vildu,“
segir Jóhann Þór, sem býr í
Ólafsvík. Sonur hans býr í
íbúðinni og fékk meira að
segja að leika í einu bílaatriði
myndarinnar, í virðingar-
skyni fyrir að hafa látið
svefnpláss sitt svo
góðfúslega af hendi
meðan á tökunum
stóð.
Jóhann seg-
ist vera spennt-
ur að sjá
hvernig íbúð-
in, sem er 79
fermetrar,
komi út á hvíta
tjaldinu. „Þeir
tóku gröf í
stofunni og
grófu þar upp
líkið. Ég er nú
búinn að sansa hana
alla til aftur. Þeir sem
voru að vinna að mynd-
inni fengu allir sjokk
þegar þeir komu aftur til
mín til að afhenda hús-
gögnin sem þeir settu í
geymslu,“ segir hann og
er ekkert smeykur yfir
því að eiga nú íbúð þar
sem „morð“ var framið
með tilheyrandi blóðs-
lettum upp um alla
veggi.
Aðspurður
segist Jóhann
ekki vera
mikill lest-
arhestur
og hafi
lítið sem
ekkert
lesið eftir
Arnald Ind-
riðason.
„Konan er
aðdáandi,
hún les rosa-
lega mikið eftir hann. Hún las
Mýrina og sagði mér frá henni.“
Þess í stað segist Jóhann lesa
mikið um tónlist enda er hann
skólastjóri Tónlistarskóla Snæ-
fellsbæjar. Auk þess spilar hann á
gítar og hljómborð og hefur gert
nokkuð af því að troða upp sem
trúbador eða spila á hljómborðið
sitt með hljómsveit.
Auk atriðanna í íbúð Jóhanns á
Hrefnugötu hafa tökur farið fram
að undanförnu í Landspítalanum,
Íslenskri erfðagreiningu, Lög-
reglustöðinni í Reykjavík og á Suð-
urnesjum. Myndin er síðan vænt-
anleg á hvíta tjaldið í haust.
Ingvar E. Sigurðsson leikur
lögreglumanninn Erlend en auk
hans eru Björn Hlynur Haralds-
son, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og
Ágústa Eva Erlendsdóttir í veiga-
miklum hlutverkum.
freyr@frettabladid.is
TÖKUR Á MÝRINNI Í FULLUM GANGI: „LÍK“ Í ÍBÚÐ JÓHANNS ÞÓRS
Blóðslettur upp um alla veggi
INGVAR E. SIGURÐSSON Leikur lögreglumanninn Erlend sem hefur
í mörgu að snúast í Mýrinni eftir að lík finnst undir stofugólfi kjall-
araíbúðar í Norðurmýri.
GLAÐAR VIÐ GRÖFINA Birta, dóttir Jóhanns, og eiginkonan Ásta standa við gröfina á
Hrefnugötu í Reykjavík. Virðast þær síður en svo vera skelfingu lostnar.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Einar K. Guðfinnsson,
sjávarútvegsráð-
herra, skemmti
sér konunglega á
tónlistarhátíðinni Aldrei
fór ég suður á Ísafirði
um páskana. Ráðherrann
segir tónleikana vera
„gríðarlega gott framtak heimamanna“
með hinn „þekkta Mugison“ í broddi
fylkingar. „Yfir tónleikunum er dálítið
hrár bragur, en skipulagning algjörlega
framúrskarandi,“ segir ráðherrann á
heimasíðu sinni en hann skemmti
sér best yfir „atriði snillinganna úr
Vestfirsku harmóníkkuhljómsveitinni
og hinnar frábæru hljómsveitar Hússins
á sléttunni.“ Einar bætir því við að fyrir
„oss miðaldra hljómaði annars tónlistin
misvel í eyrum“ en heldur því til haga
að sér hafi þó aldrei leiðst. Ráðherrann
lýkur síðan frásögn sinni af tónleikaveisl-
unni með því að upplýsa
að það gleðji hans stolta
„Vestfjarðahjarta að sjá
og heyra vinsæla hljóm-
sveitameðlimi tala af svo
mikilli virðingu um
það að fá að
spila á þessum
tónleikum.“
DV ritstjórinn fyrrverandi, Jónas Kristjánsson, sendir framsóknar-
mönnum kaldar kveðjur á heimasíðu
sinni jonas.is þar sem hann segir
kosningaauglýsingar Framsóknarflokks-
ins sýna fram á að markaðsfræðingar
telji „að fólk sé mjög vitlaust og hafi
þriggja vikna minni í pólitík“. Jónas segir
framsóknarmenn „treysta á heimskuna“
þegar þeir slái upp „kosningaloforðum
og sjónvarpsauglýsingum, sem gera ráð
fyrir, að kjósendur viti ekki, að Framsókn
hefur lengi verið í ríkisstjórn og stjórnar-
meirihluta í Reykjavík og ber
því fulla ábyrgð á verk-
um og verkleysum á
hvorum stað“. Jónas
segir loforðin og
auglýsingarnar „gefa
í skyn, að Framsókn
komi af fjöllum og hafi
verið alveg ókunnugt
um landstjórn og
borgarstjórn
í nokkur
kjörtíma-
bil“.
LÁRÉTT
2 andlegt áfall 6 tveir eins 8 pota 9
undir þaki 11 gat 12 lauftré 14 galsi
16 tveir eins 17 lágvær niður 18 arinn
20 tveir eins 21 hnappur.
LÓÐRÉTT
1 dreifa 3 tveir eins 4 fugl 5 ósigur 7
ágiskun 10 hæða 13 suss 15 sjá eftir
16 kærleikur 19 belti.
Ég velti því oft fyrir mér á hvaða leið þessi heimur
er. Í þetta sinnið er ég að spá í það hvers vegna
fólk parar sig saman í dag. Það virðist sem svo
að það skipti engu máli hvort fólk sé í sambandi,
gift eða algerlega óskuldbundið þegar kemur að
framhjáhaldi. Allt gengur og ofsalega mörgum
virðist vera hreint alveg sama. Það er ekki fyrr en
fólk er gripið glóðvolgt að glæpamennirnir láta það
sig varða hvort þeim sé í raun og veru ofaukið í
bólinu. Þetta ástand hefur svolítið þannig yfirbragð
að það er eins og fólk pari sig saman eftir einhverri
slembilukku eða bara eftir því sem hendi er næst
og auðveldast. Margir stökkva beint í tryllings-
leg ástarævintýri og opinbera svo ást sína fyrir
umheiminum nokkrum vikum eða mánuðum eftir
fyrsta stefnumót. Ég á bara erfitt með að skilja hvar
fólk fær alla þessa peninga til að spreða í snittur og
ísskúlptúra. En það verður víst líka að búa til vinnu
fyrir lögfræðingana svo þeir þurfi ekki allir að vera í
því að bera út stefnur.
Ég lenti í því um daginn að giftur maður reyndi
ítrekað að fá mig til að koma að hitta sig. Ég var að
sjálfsögðu hissa og spurði hann hreint út og í ein-
lægni hvers vegna hann væri eiginlega giftur. Það
er svo undarlegt þegar fólk situr óhamingjusamt
og óánægt í mörg ár eins og það sé að bíða eftir
að kraftaverkið hellist yfir stofuna hjá því og heldur
svo framhjá af krafti á meðan á biðinni stendur.
Er þetta spurning um leti, að hlífa börnunum,
spennufíkn eða bara hreina íslenska græðgi? Það
er samt nokkuð fyndið að það virðist ekki vera
minna um framhjáhald meðal þeirra sem hafa
ekki sett upp hringana. Þá finnst manni jafnvel
enn skrítnara að fólk skuli ekki geta haldið beltinu
hertu. Það er nefnilega svo algengur misskilningur
að grasið sé grænna hinum megin við girðinguna.
Að kona vinarins sé betri eða að félaginn í jakka-
fötunum sé örugglega fjörugri í rúminu. Mér finnst
bara svo erfitt að skilja hvers vegna fólk er yfir
höfuð saman ef það langar í eitthvað annað.
Það sorglega við þetta allt saman, fyrir utan alla
lítilsvirðinguna sem þessu fylgir, er að einhvern
veginn virðist glæpurinn framhjáhald vera minni
glæpur í dag en áður. Eins og það sé bara þekkt
stærð að fólk haldi framhjá annað slagið og afsaki
það fyrir sjálfu sér og öðrum með því að eitthvað
sé að í sambandinu hjá sér. Það er nefnilega engin
afsökun! Þá á fólk einmitt að gera eitthvað í sínum
málum og reyna svo fyrir sér á markaðnum á ný.
Að sjálfsögðu er ég ekki að stimpla alla sem ástar-
glæpamenn en það er skelfilegt ef þetta verður að
smávægilegum og hversdagslegum hlut. Ég vona
svo sannarlega að við förum að skoða betur það
sem situr í stofunni hjá okkur og lærum að vanda
frekar valið á stofustássinu en að vera alltaf að fá
lánuð húsgögn nágrannans.
REYKJAVÍKURNÆTUR: GLÆPATÍÐNIN HÆKKAR!
Harpa Pétursdóttir setur sig í spor ástarlöggunnar
Í vikunni kenndi Jóhann Örn
Ólafsson danskennari sinn þrjú-
hundraðasta línudans í Dans-
miðjunni og geri aðrir betur.
Jóhann Örn hefur verið ötull boð-
beri línudansins en hann hefur
kennt Íslendingum línudans
síðan 1995. „Starfsfélagar mínir
höfðu ekki mikla trú á línudans-
inum og héldu margir að þetta
yrði bara tískubóla,“ segir
Jóhann Örn en annað hefur komið
á daginn því línudansarar eru
það margir hér á landi að þeir
halda eigið landsmót einu sinni á
ári. Jóhann Örn fagnaði tímamót-
unum í dansskólanum með kaffi
og tertu en þrjúhundruðasti
dansinn sem Jóhann kenndi nem-
endum sínum var saminn af
honum sjálfum. „Nei ég man ekki
alla þessa dansa en ég á þá niður-
skrifaða. Ég hef sjálfur samið
svona 10% af þeim,“ segir Jóhann
Örn. Að hans sögn er endalaust
hægt að semja nýja línudansa.
Grunnsporin séu um 10-20 og
þeim sé yfirleitt raðað upp á mis-
munandi hátt. -snæ
Búinn að kenna 300 línudansa
LÍFLEGUR LÍNUDANSARI Jóhann Örn er ekki orðinn þreyttur á línudansinumn þó hann sé
búinn að kenna Íslendingum 300 línudansa. Hér er hann ásamt fjölskyldu sinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
1. Lið-aktín
2. Hu Jintao
3. Hermann Hreiðarsson
[ VEISTU SVARIÐ ]
Svör við spurningum á síðu 8
LAUSN
LÁRÉTT: 2 lost, 6 tt, 8 ota, 9 ris, 11 op,
12 álmur, 14 gáski, 16 áá, 17 suð, 18
stó, 20 rr, 21 tala.
LÓÐRÉTT: 1 strá, 3 oo, 4 storkur, 5 tap,
7 tilgáta, 10 smá, 13 uss, 15 iðra, 16
ást, 19 ól.
���������������������
������������������������������������