Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 60
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
ICE AGE 2 kl. 4, 8 og 10 M/ENSKU TALI
ÍSÖLD 2 kl. 6 M/ÍSL. TALI
WHEN A STRANGER CALLS kl. 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA
WHEN A STRANGER CALLS kl. 3, 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA
ICE AGE 2 kl. 3, 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI
LUCKY NUMBER SLEVIN kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA
WALK THE LINE kl. 2.40, 5.15, 8 og 10.45
WHEN A STRANGER CALLS kl. 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA
SÝND Í LÚXUS kl. 2, 4, 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA
ICE AGE 2 M/ENSKU TALI kl. 2, 4, 6, 8 og 10
ÍSÖLD 2 M/ÍSLENSKU TALI kl. 2, 4 og 6
DATE MOVIE kl. 6, 8 og 10 B.I. 14 ÁRA
BIG MOMMA’S HOUSE 2 kl. 1.30, 3.50, 8 og 10.15
PINK PANTHER kl. 1.30 og 3.50 400 kr. í bíó!Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
PÁSKAMYNDIN 2006
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
STÆRSTA MYND ÁRSINS
- VJV, Topp5.is
- HJ MBL
RANGUR TÍMI, RANGUR
STAÐUR, RANGUR MAÐUR
- LIB, Topp5.is
WWW.XY.IS
200 kr.
afsláttur
STEVE MARTIN KEVIN KLINE
AÐSÓKNARMESTA MYND ÁRSINS!
YFIR 22.000 MANNS !
34.000 MANNS
Á AÐEINS 12 DÖG
UM!
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG!
- JÞP Blaðið
ÓHUGNANLEGASTA
MYND ÁRSINS!
FÓR BEINT Á
TOPPINN Í USA
HVAÐ SEM ÞÚ GERIR,
EKKI SVARA Í SÍMANN!
ALLRA SÍÐUSTU S
ÝNINGAR!
ALLRA SÍÐUSTU S
ÝNINGAR!
- Dóri DNA, DV
- DÖJ, Kvikmyndir.com
Zora Young, einn af gestum vel
heppnaðrar Blúshátíðar í Reykja-
vík nú fyrir páska, hefur boðið
gítarleikaranum Halldóri Braga-
syni að leika með sér á tónleikum
hennar á aðalsviði Blúshátíðar-
innar í Chicago þann 10. júní.
Zora Young hefur um árabil
verið í metum sem ein besta
blússöngkona Bandaríkjanna.
Hún hefur haldið tónleika með
hljómsveit sinni um allan heim og
hefur komið fram með öllum
helstu blústónlistarmönnum
Bandaríkjanna.
Blúshátíðin í Chicago er árleg-
ur listviðburður þar sem fram
koma allir helstu blústónlistar-
menn heims. Sækja hana árlega
um 800 þúsund manns.
Það er mikill heiður fyrir Hall-
dór að fá tækifæri til að leika á
Blúshátíðinni í Chicago. Halldór
er þó ekki ókunnugur hátíðinni,
því árið 1993 lék hann þar með
Vinum Dóra og goðsögninni Pine-
top Perkins. ■
Halldór til Chicago
[UMFJÖLLUN]
DVD
Þessi DVD-tónleikadiskur var tek-
inn upp á tónleikum teiknimynda-
hljómsveitarinnar Gorillaz í
óperuhúsinu í Manchester í nóv-
ember í fyrra þar sem önnur plata
hennar, Demon Days, var spiluð í
heild sinni í fyrsta sinn.
Flestir þeir sem komu að gerð
plötunnar mættu til leiks, þar á
meðal gestasöngvararnir Shaun
Ryder og Neneh Cherry auk þess
sem Ike Turner tók stuttan sprett
á píanóinu í laginu Every Planet
We Reach is Dead. Tveir meðlimir
Gorillaz voru jafnframt uppi í
stúku í brúðugervi og skemmtu
sér konunglega.
Það er skemmst frá því að segja
að diskurinn er mikil veisla bæða
fyrir augu og eyru. Teiknimynd-
um af meðlimum Gorillaz og sjón-
varpsmyndum af ýmsum toga, þar
sem meðal annars er deilt hart á
stríðsrekstur, er varpað á breið-
tjald á áhrifamikinn hátt. Á teikn-
arinn og annar meðlima Gorillaz,
Jamie Hewlett, hrós skilið fyrir þá
hlið mála.
Á meðan hljóðfæraleikararnir,
með Damon Albarn í broddi fylk-
ingar, láta lítið fyrir sér fara í
skugganum stíga gestasöngvar-
arnir í sviðsljósið og fá loksins
uppreisn æru. Minnisstæð er
frammistaða fyllibyttunnar Shaun
Ryder sem ótrúlegt en satt smell-
passar inn í umhverfið. Undir lok
tónleikanna stígur Albarn síðan
loksins upp af píanóstólnum og
syngur í forgrunninum við mikið
lófaklapp viðstaddra.
Þessi diskur er góð viðbót við
plötuna Demon Days fyrir þá sem
höfðu gaman af henni og fangar
vel þá fínu stemningu sem skapað-
ist á tónleikunum. Útlitið er allt
saman mjög flott þar sem vel tekst
að tvinna lifandi tónlistinni saman
við myndirnar á breiðtjaldinu, að
ógleymdri tónlistinni sem er í
hæsta gæðaflokki. Freyr Bjarnason
Flott sjónarspil
Rapparinn Eminem mætti nýlega í minningarathöfn
um vin sinn og rapparann Proof, öðru nafni
Deshaun Horton. Í minningarathöfninni sem hald-
in var í pakkaðri kirkju í Detroit sagði Eminem að
Proof hefði verið honum sem bróður en Proof var
meðlimur í rappgrúppu Eminem D12.
Proof, sem var skotinn til bana á næturklúbbi
fyrr í mánuðinum, var einn besti vinur Eminem
og var hann t.d. svaramaður í brúð-
kaupi hans. Eminem sagði í
minningarathöfninni að án
Proof hefði hann aldrei orðið
að Eminem, Slim Shady hefði
ekki orðið til né heldur D12.
Eminem sagði frá því
hvernig þeir vinirnir hefðu
kynnst á unglingsaldri í hip-
hop verslun og í ræðu sinni
blótaði rapparinn en baðst
síðan afsökunar á orðbragði
sínu.
Eminem syrgir vin
GORILLAZ: LIVE AT THE MANCHESTER
OPERA HOUSE
NIÐURSTAÐA:
Vandaður tónleikadiskur sem er konfekt fyrir
augu og eyru. Góð viðbót við fyrirtaks plötu.
HALLDÓR BRAGASON OG ZORA YOUNG Zora hefur boðið Halldóri að spila á blúshátíðinni
í Chicago í sumar.
Café París við Austurvöll opnaði
dyrnar á ný síðasta vetrardag eftir
allsherjar andlitslyftingu. Nýjir
eigendur hafa tekið við staðnum
sem hefur stækkað um 80 fm og er
orðinn miklu nýtískulegri en áður.
„Gamla Parísarstemningin er þó
enn í húsinu, hér verður þröngt
setið eins og áður, mikið af sama
starfsfólki er hér áfram og við höld-
um klassískum réttum á borð við
crépes, croissaint og tertunum á
matseðlinum,“ segir Haukur Víðis-
son sem ræður nú ríkjum á staðn-
um ásamt Grétari Berndsen. Auk
breytinganna innandyra, sem KJ
hönnun sá um, hafa orðið ýmsar
áherslubreytingar á þjónustunni.
„Matseðilinn er orðinn miklu stærri
og meiri áhersla lögð á alvöru mat
en áður. Einnig bjóðum við nú upp á
brönsj-bakka á morgnana en slíkur
morgunverður hefur verið vinsæll
á kaffihúsum í erlendum stórborg-
um. Að auki höfum við lengt opnun-
artímann og munum bjóða upp á
kokteilbarsstemningu á kvöld-
in,“ segir Haukur.
Café París opnaði árið 1992 í
Austurstræti og hefur allar götur
síðan átt ríkan sess í miðbæjar-
stemningu borgarinnar, sérstak-
lega á sumrin en þá gefst gestum
kostur á að sitja utandyra. Að sögn
Hauks hafa fastakúnnar staðarins
fylgst náið með breytingunum og
margir komið og tekið frá sæti áður
en staðurinn opnaði. Rúsínan í
pylsuenda staðarins er í formi ljós-
mynda upp um alla veggi sem sýna
götuhorn og hús í nágrenni Café
París. Þannig geta gestir kíkt á
myndirnar á veggjunum og þessu
næst litið út um gluggann og séð
hvaða breytingarnar hafa orðið á
götumyndinni í tímans rás. -snæ
Nýtískulegra Café París
ANDLITSLYFTING Leðursæti, dökkar flísar, nýtískuleg lýsing og betri loftræsting er meðal
þess sem bíður kaffihúsagestum á Café París. Sætum utandyra hefur verið fjölgað í 150,
matseðilinn stækkaður og opnunartíminn lengdur. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Föstudagana 21. og 28. apríl og 5.
og 12. maí stendur Jazzakademí-
an, djassklúbbur Háskóla Íslands,
fyrir „föstudagsdjammi“ í Stúd-
entakjallaranum.
Fyrstir á dagskrá Jazzakademí-
unnar í kvöld verða framverðir
yngstu kynslóðarinnar í íslensk-
um djassi, þeir Davíð Þór Jónsson
píanóleikari og Valdimar Kolbeinn
Sigurjónsson kontrabassaleikari
en þeir skipa 2/3 hluta tríósins
Flís. Munu þeir spinna spennandi
tónlist sem allir ættu að hafa
gaman af.
Tónleikarnir fara fram klukkan
16 til 18. Eru þeir í boði Háskóla
Íslands og Stúdentakjallarans og
er aðgangur ókeypis.
Háskóla-
djass í kvöld
FLÍS Tveir þriðju hlutar af djasstríóinu Flís
spila í Stúdentakjallaranum á föstudags-
kvöld.