Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 46
 21. apríl 2006 FÖSTUDAGUR30 Dalbraut 3, 105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar MARKISUR www.markisur.com VILTU SKJÓL Á VERÖNDINA? Fyrir löngu fjallaði þekkt skáld um hernaðinn gegn landinu og gagn- rýndi þar með eitt og annað sem menn kalla nú umhverfisskaða. Af ýmsu er að taka: Svæðisbundin ofbeit, óþörf lagning vega og slóða, of mikil framræsla mýra, ofveiði á völdum dýrastofnum, ofsóknir gegn ránfuglum og urðun hættu- legra efna. Margt var til komið af þekkingarskorti, sem má minna á en ekki álasa mönnum fyrir, en annað sprottið af rangri hugmynda- fræði. Landgæði okkar eru ekki eins og best væri á kosið. Með rækt- un, mannvirkjagerð og reitun lands er ásýnd stórra svæða óþarflega mörkuð manninum. Annars staðar ríkir óþarfa land- eyðing sem erfitt er að hamla. Við þessar aðstæður er ekki farsælt að hafa sem leiðarstef að leyfa náttúr- unni skilyrðislaust að hafa sinn gang. Hún þarf stundum aðstoð. Til dæmis hefur reynst vel að moka ofan í óþarfa framræsluskurði, loka óæskilegum ökuslóðum, hefta sandfok, friða birkiskóga og gæta arnarhreiðra. Útlönd, innlönd. Þegar skógrækt er annars vegar hafa sum okkar tilhneigingu til að finna að mörgu: Útlendar trjáteg- undir, takmarkað útsýni, ónýtt mófuglavarp og fleira. Oftast sjá menn þá ekki skóginn fyrir trján- um, jafn agnarlítill og hann er. Trjá- tegundir nágrannalandanna eru ekki fjær en svo að fyrr en síðar skytu þær hér rótum vegna nútíma- samgangna, fugla, eða veðra og vinda. Engum dytti í hug að upp- ræta neitt sem er aðkomið á þann máta. Hið sama ætti að gilda ef tré eru flutt inn og látin mynda gróður- svæði, þó ekki væri nema vegna þess að fjölbreytnin og eftirsótt umhverfið bætir landgæði í smáum stíl en ógnar ekki meginásýndum landsins. Hér óx elri (ölur) fyrir um 200 þúsund árum. Er sú trjáteg- und útlend bannvara? Ekki má heldur gleyma gagnsemi trjáa við að binda kolefni úr lofti. Tvö eða fjögur þúsund ferkílómetrar? Um þriðjungur lands utan jökla er auðn og af þeim verða 70-80% það áfram þó hér hlýni verulega. Á lítt grónum svæðum, yfir 300-400 metr- um, þrífst aðeins birki en á völdu láglendi geta erlendar trjátegundir þrifist. Þeir staðir eru og verða langt innan við 10% landsins. Skort- ur á víðernum er í órafjarlægð tím- ans. Og hvað útsýni varðar gildir einu hvort skógur er hávaxið birki eða lerki. Þar sem hann er, myndar hann eigið, innra útsýni og er það einmitt einn tilgangurinn með vexti hans og nýtingu. Innivera í birtu- brigðulum og grónum skógi er jafn- gild upplifun á við að njóta útsýnis yfir heiðar, sanda, vötn eða fjöll. Tvöföldun skóg- og kjarrlendis merkir að skóglendi stækkar úr 2% landrýmis í 4% en það er svæði sem er rúmir 60 km á hverja hlið, dreift á tugi staða í landinu. Íslensk- ir mófuglastofnar eru ekki það stórir eða aðþrengdir að þeir skað- ist þá, auk þess sem nýtt mólendi verður þá víða til. Skógurinn sjálf- ur styrkir nokkra fuglastofna. Hvernig ætli mófuglum hafi reitt af fyrir þúsund árum, þegar kjarr- og birkiskógar voru stærri en nú, hvað sem öllum mannabúsvæðum líður? Sennilega vel og það í sam- býli við sjálfan refinn. Er það misskilningur? Ég hef oft velt því fyrir mér hvað mörg refapör hafi gist Ísland í árdaga og af hverju fuglar þrifust í góðu meðallagi innan um refi (og tré). Af hverju ætli ekki hafi verið hér landauðn af völdum refa? Gæti það verið af því að refurinn er óðalsdýr og ekki sé rými fyrir nema tiltekinn parafjölda í landinu? Er það skýringin á því af hverju örfá refagreni hafa alla tíð verið í Þjórs- árverum (600 ferkm) þar sem gæsin er í þúsundatali? Það er ekki refurinn sem hefur afgerandi áhrif á fuglalíf í friðlöndum, sveitum eða sumarbústaðabyggðum. Miklu fremur eru það stofnsveiflur, rysj- óttara veðurfar, aukin en svæðis- bundin búseta, nýir ránfuglar og landdýr (minkur) og mannlegt föndur, allt í flóknu samspili, án þess að eitt verki sem náttúruham- farir. Mig grunar að væri refurinn lát- inn í friði, næði stofninn ákveðnu jafnvægi sem við sættum okkur við. Takmarkað tjón af hans völd- um getur samfélagið bætt eða komið í veg fyrir enda hafa refa- veiðar aldrei stöðvað miska í sauð- fjárbúskap eða æðarrækt. Er ekki hugmyndin um offjölgun í gömlum rándýrastofnum byggð á nýlegum misskilningi? Ég er viss um að hrafnar voru ekki drepnir til að koma í veg fyrir áætlað tjón af þeirra völdum fyrr en á 19. og 20. öld. Einhvern tíma skildist fólki að fuglaflóra flestra landa er fjöl- breytt og fugla- eða spendýrateg- und tekur ekki upp á að fjölga sér stjórnlaust, nema í sárasjaldgæf- um tilvikum. Nýir fuglastofnar Merkilegt er að heyra fólk amast við starra og sílmaávi sem aðkomn- um vargi. Íslensk fuglafána tekur breyt- ingum vegna náttúrulegra skilyrða. Sjaldgæft er að tegundir hverfi (nema fyrir ofveiði eða snögg- breyttra skilyrða) en algengast að nýjar birtist. Starrinn kom sjálf- viljugur og það hafa aðrir smáfugl- ar og sílamávur gert nýlega. Frá- leitt er að leggja í herferðir gegn skepnunum eða í stórfelldar aðgerð- ir til að halda slíkum stofnun niðri. Fyrirferðarmiklir fuglar eins og krían eða ránfuglar eins og fálki eiga þegnrétt, ný aðkomnir eða seinkomnir, og hvorug þessra teg- unda hefur fjölgað sér úr hófi. Gild- ir einu hvort fuglinn sest hér að 8000 f. Kr.(?) eins og krían, á miðri 20. öld eins og hettumávur eða fyrir stuttu síðan eins og starri. Lífríkið leitar jafnvægis og við verðum að sætta okkur við það. Aðstoð við náttúruna er ekki stjórnun sem miðar að því að strádrepa eða útrýma svæðisbundið nema þegar neyð eða lífshætta manna kallar á slíkt. Veiðum 15 þúsund hvali á ári! Af sama misskilningi á vexti og við- komu stofna eru upphrópanir um að nú þurfi að ganga að hvalastofn- unum því dýrin fjölgi sér stjórn- laust. Engar hvalveiðar voru stund- aðar árþúsundum saman. Þá ætti að hafa verið ördeyða fiskjar í höfn- unum. Sjálfbærar hrefnuveiðar á 20. öldinni skiluðu örfáum hundr- uðum dýra á ári. Þær höfðu ekki teljandi áhrif á stofnstærðina. Ekki fremur en veiðar síðustu áratuga hvalveiðanna höfðu á sandreyði og langreyði. Þegar veiðum var hætt gátu stofnar stækkað lítillega vegna óveiddu dýranna. Miklar veiðar geta haft áhrif á stofnstærð og auðvitað væri hægt að veiða hvali svo miklu minna færi af líf- verum í skepnurnar en þá þarf að veiða 10-30% helstu stofna ár hvert. Þegar þess er gætt að hrefnustofn- inn er um 50 þúsund dýr og helstu veiðanleg stórhveli eru mörg þús- undum saman við landið, geta menn gert sér í hugarlund hverju farga þyrfti af hvölum. Meiri nærvera dýranna skýrist ekki endilega af lítillegri fjölgun þeirra, heldur af hlýnun sjávar og minna áreiti. Hitt er svo annað mál að sjálfbærar hvalveiðar og afurða- sala eru ásættanlegar og hvala- skoðun og sjálfbærar veiðar ættu að fara saman. Af tveimur helstu selastofnunum eru tugþúsundir dýra við landið. Er þá tilefni til að drepa hið minnsta um 20 þúsund skepnur á ári en ekki fáein hundruð eða þúsund? Hugmyndir manna um refadráp, stórfelldar selveiðar, mávadráp eða óþarfar hvalveiðar kalla á fræðslu. Hugmyndir fólks um að ýmis tré stofni náttúru lands- ins í hættu kalla á fræðslu og rök- ræður. Fræðslu um sambýli rán- dýra og manna er þörf. Og hvernig væri að endurskilgreina hugtakið vargur? Hér með er beðið um vist- fræði handa almenningi. ■ Hvalir, skógur og refir: Vistfræði óskast UMRÆÐAN VISTFRÆÐI ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON JARÐEÐLISFRÆÐINGUR Hugmyndir manna um refa- dráp, stórfelldar selveiðar, mávadráp eða óþarfar hval- veiðar kalla á fræðslu. Hug- myndir fólks um að ýmis tré stofni náttúru landsins í hættu kalla á fræðslu og rökræður. Fræðslu um sambýli rándýra og manna er þörf. REFUR Greinarhöfundur telur að væri refurinn látinn í friði næði stofninn ákveðnu jafnvægi sem hægt væri að sætta sig við. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 106. tölublað (21.04.2006)
https://timarit.is/issue/271660

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

106. tölublað (21.04.2006)

Aðgerðir: