Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 26
21. apríl 2006 FÖSTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason. RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000
SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja
ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum
á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Notaðu þína ávísun!
VIKA BÓKARINNAR
Hvaða bækur vilt þú?
Notaðu þína ávísun til bókakaupa,
því lestur er líkamsrækt hugans!
Hafrannsóknastofnunin er stærsta og öflugasta vísinda-stofnun sem rekin er á vegum íslenska ríkisins. Á þeim vettvangi hefur í gegnum tíðina starfað fjöldi afbragðs
vísindamanna. Margir þeirra hafa á heimsvísu verið í fremstu
röð á sínu sviði.
Sú var tíð að allar rannsóknir í þágu atvinnuveganna tengdust
Háskólanum. Á sjöunda áratugnum þótti rétt að gera skipulags-
breytingar þar á. Stofnanirnar voru þá færðar undir atvinnumála-
ráðuneytið og síðar einstök atvinnuvegaráðuneyti þegar þau urðu
formlega til.
Að baki þessum breytingum hvíldi sú eðlilega hugsun að tengja
rannsóknir betur atvinnulífinu. Háskólinn var þá mikil embættis-
mannastofnun og í meiri fjarlægð frá atvinnulífinu en nú er. Eng-
inn vafi er á að þessi háttur hefur styrkt þetta rannsóknastarf. Það
á ekki síst við um hafrannsóknirnar.
Glögg dæmi eru um þetta. Hér á landi hafa störf vísindamanna
á þessu sviði almennt notið trausts bæði útgerðarmanna og sjó-
manna. Þessu er öfugt farið í öllum öðrum löndum. Öflug, hyggin
og framsýn forysta í hagsmunasamtökum hefur ráðið miklu þar
um.
Annað dæmi af fjárhagslegum toga er bygging nýja hafrann-
sóknaskipsins Árna Friðrikssonar á síðasta áratug. Útgerðarmenn
voru einhuga um að kosta það verk. Þessi tengsl hafa því verið
mikilvæg.
En tímarnir breytast. Í fyrsta lagi er fyrirsjáanlegt að aðskilin
atvinnuvegaráðuneyti munu brátt heyra sögunni til. Í öðru lagi
hefur Háskóli Íslands breyst í grundvallaratriðum. Hann er ekki
lengur fílabeinsturn embættismanna, heldur vísindastofnun í lif-
andi tengslum við atvinnulífið.
Í þriðja lagi hefur Háskólinn nýverið kynnt áform um að kom-
ast í fremstu röð slíkra vísindastofnana. Það er metnaðarfullt
stefnumið. Ljóst er að Háskólinn þarf á öllu því afli að halda sem
til er ef það markmið á að verða að veruleika. Ef hagsmunir ann-
arra vísindastofnana geta tengst því markmiði er allsendis óvit-
laust að skoða það.
Hafrannsóknastofnunin er vísindastofnun sem nýtur alþjóð-
legrar virðingar. Á síðasta áratug var byrjað að tengja stofnunina
Háskólanum á ný, með því meðal annars að tengja prófessorsemb-
ætti í líffræði við starf á stofnuninni. Það var skref fram á við.
Í nýju umhverfi þarf Hafrannsóknastofnunin að njóta óskoraðs
og víðtæks trausts. Hún hefur vissulega notið vísindalegs sjálf-
stæðis en það yrði um margt trúverðugra og öruggara í vísinda-
umhverfi Háskólans. Breytt háskólaumhverfi þarf ekki á nokkurn
hátt að rjúfa eðlileg og sjálfsögð tengsl við atvinnugreinina. Í þeim
efnum blása nýir vindar í háskólasamfélaginu.
Hafrannsóknastofnunin gæti lagt grundvöll að doktorsnámi
vísindamanna á þessu sviði, jafnt innlendra sem erlendra. Samein-
ing við Háskólann gæti þannig orðið upphaf að nýjum tíma fyrir
báðar stofnanirnar og leyst úr læðingi endurnýjaðan kraft í þessu
mikilvæga vísindastarfi.
Að ýmsu er að hyggja í þessu sambandi, bæði tæknilegum
úrlausnarefnum og vísindalegum markmiðum. Sjávarútvegsráð-
herra hefur á stuttum ferli sýnt að hann er maður nýrra viðhorfa.
Það væri ómaksins vert fyrir ráðherra af þeim toga að láta skoða
þetta álitaefni og hugsanlega koma því á framkvæmdastig ef
honum og menntamálaráðherranum sýndist svo. ■
SJÓNARMIÐ
ÞORSTEINN PÁLSSON
Er kominn tími endurskipulagningar?
Hafrannsóknir og
Háskólinn
Málefni innflytjenda voru áber-
andi í Kastljósi Sjónvarpsins síð-
ustu tvo daga þessa vetrar, þótt
með gjörólíkum hætti væri. Á
þriðjudag var athyglisverð
umfjöllun um sýninguna um
Útlendinga í Eyjafirði sem fjöl-
miðlafræðinemar við Háskólann á
Akureyri stóðu fyrir á dögunum. Í
fyrrakvöld, síðasta vetrardag, sat
Ásgeir Hannes Eiríksson fyrrum
þingmaður fyrir svörum vegna
Gallupkönnunar sem hann lét gera
um hugsanlegt fylgi stórnmála-
flokks sem beitti sér gegn frekari
fjölgun innflytjenda. Niðurstöð-
urnar voru vissulega sláandi, en
næstum þriðji hver Íslendingur
taldi líklegt að hann gæti stutt
slíkan flokk.
Segja má að nálgun náms-
mannanna á Akureyri hafi verið í
samræmi við viðtekinn pólitískan
rétttrúnað, sem leggur áherslu á þá
jákvæðu viðbót sem innflytjendur
færa Íslendingum og íslensku
mannlífi og viðurkennir að fjöl-
menning sé lífsmynstur framtíðar-
innar í siðuðum samfélögum.
Sjónarmiðin sem Ásgeir Hann-
es dró fram eru hins vegar mun
óvenjulegri og segir Ásgeir þau
sprottin upp í umræðum fasta-
gesta á veitingahúsi hans, Blá-
steini í Reykjavík. Ásgeir er
þekktur fyrir uppreisnir sínar
gegn valdakerfum og rétttrúnaði í
stjórnmálum og birtist nú eftir
nokkuð margra ára hlé í opinberri
umræðu og er enn að storka. Hann
segist vera að draga fram mál sem
bannað hefur verið að tala um
opinberlega - það sem hann kallar
„flóð innflytjenda“. Í framhaldinu
nefnir hann nauðsynina á að
spyrna við fótum og takmarka
þennan straum, ekki síst í ljósi
þess að nú um mánaðamótin muni
opnast fyrir frjálsan flutning fólks
frá nýju ESB-löndunum. Lausnina
sér Ásgeir Hannes og aðrir Blá-
steinungar í nýjum stjórnmála-
flokki sem væntanlega yrði í stíl
Danska þjóðarflokksins undir leið-
sögn Piu Kjærsgaard og annarra
flokka af því sauðahúsi. Nú er
þetta ekki í fyrsta sinn sem Ásgeir
Hannes er þátttakandi í uppbroti á
flokkakerfinu á Íslandi. Stundum
hafa þessar tilraunir borið árang-
ur eins og t.d. í Nýjum vettvangi
og Borgaraflokknum á sínum tíma
og stundum hafa þær verið lítið
annnað en vangaveltur eins og
sérstakt Breiðholts- eða úthverfa-
framboð sem einhverju sinni var
fréttamál í nokkra daga. Líklegast
er - og vonandi - að þetta þjóðern-
isflokkstal sem nú er komið fram
sé í seinni hópnum.
Þó oft hafi í gegnum árin verið
gaman að fylgjast með því hvern-
ig Ásgeir Hannes ögrar pólitísk-
um réttrúnaði og viðurkenndum
pólitískum gildum er hætt við að
honum hafi að þessu sinn fatast
illa flugið. Ásgeir dregur að því
leyti rétta ályktun af skoðana-
könnuninni að hann bendir á að
fólk sé hrætt. Augljóslega er
margt fólk óttaslegið, og sam-
kvæmt könnuninni ekki síst það
sem er ungt og lítið menntað. En
það er ljótur leikur að ala á ótta
fólks við hið óþekkta og framandi
eins og Ásgeir gerir og það er
jafnvel enn ljótari leikur að ala á
þessum ótta og þessari neikvæðni
án þess að neitt sérstakt tilefni sé
til og án þess að bjóða upp á nokkra
einustu raunverulega leið til að
draga úr þessum ótta. Það eru ein-
faldlega engin stórfelld innflytj-
endavandamál komin upp á Íslandi
og hugsanleg vandkvæði vegna
frjálsra fólksflutninga innan EES-
svæðisins alls eftir 1. maí eru á
engan hátt leyst með því að gera
innflytjendur sem slíka að ein-
hverju vandamáli. Ásgeir hefur
því gengið í björg í þessu máli,
eins konar Blásteinsbjörg!
Skoðanakönnun Gallup og útspil
Ásgeirs Hannesar eru þó - þrátt
fyrir allt - ekki veitingahúsarabb
sem ekki á erindi í almenna
umræðu. Þvert á móti er bæði
nauðsynlegt og gagnlegt að fá
þetta fram í dagsljósið því augljós-
lega er mikilvægt að vita af duld-
um ótta þriðja hvers landsmanns
við nýja innflytjendur. Það er aug-
ljóslega verk að vinna á þessum
vettvangi, verk sem stjórnvöld
þurfa að hafa forustu um.
Öfugt við yfirlýsingar Ásgeirs
hefur verið talsvert talað um inn-
flytjendamál að undanförnu og nú
síðast kvaddi Einar Skúlason for-
stöðumaður Alþjóðastofu sér
hljóðs og kallaði eftir endurskoð-
un á stefnu varðandi íslensku-
kenslu. Alþýðusambandið hefur
haldið uppi málefnalegri gagnrýni
vegna EES-málsins. Stjórnvöld
hafa heldur ekki setið aðgerðar-
laus og af þeirra hálfu hefur ýmis-
legt verið vel gert. Þannig hefur
innflytjendaráð tekið til starfa þar
sem verið er að samræma aðgerð-
ir til að auðvelda aðlögun innflytj-
enda og stefnumótunarvinna er í
fullum gangi. Framlag Ásgeirs og
Blásteinunga felst fyrst og fremst
í því að sýna að miklu, miklu meira
þarf að koma til ef sefa á ótta og
fyrirbyggja fordóma og fortíðar-
hyggju. Sýningin Útlendingar í
Eyjafirði dró einmitt fram það
sem er mikilvægast af öllu: við
erum hér að tala um samskipti
fólks, einstaklinga af holdi og
blóði sem auðga líf hvers annars. Í
því felst einfaldlega eftirsóknar-
verður rétttrúnaður. ■
Gengið í Blásteinsbjörg
Í DAG
ÓTTI VIÐ INN-
FLYTJENDUR
BIRGIR
GUÐMUNDSSON
En það er ljótur leikur að ala
á ótta fólks við hið óþekkta og
framandi eins og Ásgeir gerir
og það er jafnvel enn ljótari
leikur að ala á þessum ótta og
þessari neikvæðni án þess að
neitt sérstakt tilefni sé til...
Mest lesna viðskiptablaðið
AUGLÝSINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA
Sa
m
kv
æ
m
t
fj
ö
lm
ið
la
kö
n
n
u
n
G
al
lu
p
o
kt
ó
b
er
2
00
5.
Dagur og Steinar
Samfylkingin í Reykjavík kynnti á mið-
vikudag stefnuskrá sína fyrir kosning-
arnar í vor. Auglýsing Samfylkingarinnar
í Fréttablaðinu þann sama dag vakti
mikla athygli en í henni er mynd af
borgarstjóraefni flokksins Degi B. Egg-
ertssyni brosmildum og keikum með
sjö mánaða son sinn Steinar Gauta
í fanginu. Bæði þótti athyglisvert að
Dagur væri einn frambjóðenda á mynd-
inni en ekki síður að
sonurinn væri með.
Fram til þessa hafa
stjórnmálamenn
að mestu haldið
börnum sínum utan
við hinn pólitíska
vettvang en
nú kann að
verða breyting
þar á og ekki
óhugsandi að börn frambjóðenda fari
að spila rullu í kosningabaráttu.
Slysin burt
Meðal stefnumála Samfylkingarinnar er
að gera Reykjavík að þeirri höfuðborg í
Evrópu þar sem fæst slys verða. Á það
að gerast árið 2012 og eru því sex ár
til stefnu. Vitaskuld lítur þetta vel út á
pappír en eins og Guðjón Þórðarson
orðar það gjarnan er auðveldara um
að tala en í að komast. Rifjast upp
svipuð markmið sem sett hafa verið
fram, til dæmis að gera Ísland að
eiturlyfjalausu landi árið 2002.
Er skemmst frá því að segja að
það gekk ekki eftir.
Fábrotin sjónvarpssaga
Í nýjasta Mannlífi er flett ofan
af hneykslismáli af stærri
gerðinni. Í opinskáu viðtali
greinir Steingrímur batsjelor frá því að
hann hafi ekki verið einráður um hvaða
stúlkum var vísað úr leik í íslenska
Bachelornum á Skjá einum í vetur.
Segir hann aðstandendur þáttarins hafa
haft hönd í bagga. Þó málið sé graf-
alvarlegt er ólíklegt að eftirmál verði þó
einhverjar stúlknanna og dyggir áhorf-
endur kunni að telja sig svikin. Það er
annars til marks um álit blaða-
manns Mannlífs á þáttaröðinni
að hann segir eina uppákomuna
í þáttunum „eitt eftirminnilegasta
atvik í íslensku sjónvarpi“.
Hlýtur þar gjörvöll fjörutíu
ára saga íslensks sjónvarps
að liggja til grundvallar og
má hún teljast heldur
fábrotin ef atvik úr
batsjelornum er meðal
þeirra eftirminnilegustu.
bjorn@frettabladid.is