Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 6
6 21. apríl 2006 FÖSTUDAGUR KJÖRKASSINN Ætlarðu að nota bílinn minna vegna hækkandi bensínverðs? Já 74,3% Nei 25,7% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætlarðu að eyða sumarleyfinu í útlöndum? Segðu þína skoðun á Vísir.is STÉTTARFÉLÖG Aðalfundur Blaða- mannafélags Íslands í gærkvöldi mótmælti harðlega fyrirætlunum um að þrengja starfsskilyrði blaðamanna, sem fram koma í frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um dómstóla. Í ályktun fundarins er varað við þróun í þá átt að takmarka upplýs- ingar til almennings um opinber mál. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að myndatökur verði bann- aðar í dómhúsum. Einnig að dómar Hæstaréttar verði framvegis birtir sólarhring eftir uppkvaðn- ingu, en ekki samdægurs eins og verið hefur. - shá Blaðamannafélag Íslands: Frumvarpi ákaft mótmælt VIÐSKIPTI Danska dagblaðið Berl- ingske tidende fjallar um meint peningaþvætti á Íslandi í gær. Segir í frétt blaðsins að á sama tíma og íslenskir bankar og hag- fræðingar eigi erfitt með að útskýra hvaðan fjármagnið til fjárfestinga erlendis komi hafi komið í ljós að peningaþvætti sé vaxandi vandamál á Íslandi. Er vitnað í frétt Ríkisútvarpsins um málið og sagt að von sé á sendi- nefnd frá OECD vegna þess. Í lok fréttarinnar er sagt frá því að á meðan Íslendingar hafi fjárfest í breskum og skandinavískum fyrirtækjum hafi margir spurt sig hvaðan peningarnir séu. Síðan er talinn upp hluti þeirra fyrir- tækja í Dan- mörku sem eru í eigu Íslendinga. „Það er rétt að hingað er að koma sendinefnd til að gera úttekt á peningaþvætti hér á landi en það er hefðbund- in rútína og sams konar nefnd hefur nýlega gert slíka úttekt í Danmörku,“ segir Björn Frið- finnsson sem er formaður sam- ráðsnefndar á Íslandi um aðgerðir gegn peningaþvætti. Árið 1989 voru stofnuð alþjóðleg samtök, FATF sem flest OECD ríkin eiga aðild að, með það fyrir augum að koma í veg fyrir peningaþvætti. Björn segir að í hverju aðildarríki sé gerð úttekt á þessum málum og nú sé röðin komin að Íslandi. Hann segir að í erlendum dag- blöðum og vefsíðum hafi það verið haft ranglega eftir sér að mikið af nýfengnum auði á Íslandi sé feng- inn með peningaþvætti á fjármun- um frá Rússlandi. Sendi hann nokkrum þeirra kvörtun og hefur þegið afsökunarbeiðni frá vef- fréttamiðlinum Wealthbriefing. - ks/jse Björn Friðfinnsson segir úttekt OECD á peningaþvætti hér hefðbundna rútínu: Röðin komin að Íslandi BJÖRN FRIÐFINNSSON BÚLGARÍA, AP Vatnsyfirborð í Dóná hefur ekki verið hærra í rúma öld. Bráðnun snjós og linnulausar rigningar undanfarið hafa valdið miklum flóðum í ánni og hafa þúsundir manna þurft að yfirgefa heimili sín í kjölfarið. Dóná er aðal siglingaleiðin milli Vestur-Evrópu og svæðisins við Svartahaf og markar 450 kíló- metra löng landamæri Búlgaríu og Rúmeníu. Miklar rigningar og haglél riðu yfir norðvesturhluta Búlgaríu í gær sem hefur farið illa út úr flóðunum. Margir vegir og brýr hafa skemmst og nokkur þorp á svæðinu kaffærðust að sögn yfir- valda þar en engin meiðsl hafa verið tilkynnt. Uppskera á stórum hluta ræktarlands er ónýt vegna flóða annað árið í röð en mikil flóð áttu sér einnig stað þar í fyrra. Í Rúmeníu halda yfirvöld áfram að flytja hundruð íbúa frá heimilum sínum á flóðasvæðunum. Tólf sýslur í landinu hafa orðið fyrir skaða vegna flóðanna. Forsætis- ráðherra landsins kallaði saman lykilráðherra í gær þar sem farið var yfir leiðir til að takast á við vandann. Vatnsyfirborð Dónár hefur lækkað lítillega í Serbíu en þús- undir hektara eru enn undir vatni. Stjórnvöld eru nú að reyna að meta skaðann sem hefur orðið og gera þau ráð fyrir að hann hlaupi á milljónum evra. Auk þeirra umtals- verðu skemmda sem hafa orðið á heimilum þá óttast stjórnvöld að landbúnaðarframleiðsla geti dreg- ist saman um allt að 30 prósentum í norðurhluta Serbíu sem hefur orðið hvað verst úti. - sdg Flóð í Dóná valda miklum skaða og virðast ekki í rénun: Dóná ekki vatnsmeiri í öld SAMFÉLAGSMÁL Þriðji hver kjós- andi gæti hugsað sér að kjósa stjórnmálaflokk sem hefði það á stefnuskrá sinni að draga úr komu innflytjenda til landsins sam- kvæmt skoðanakönnun Gallup sem Ásgeir Hannes Eiríksson, fyrrverandi þingmaður, lét gera. „Ef einhverjir tækju sig til og stofnuðu flokk sem hefði það að baráttumáli að hefta komu inn- flytjenda væri ég fyrsti maðurinn til að koma þeim til hjálpar,“ segir Ásgeir Hannes. „Þessi könnun sýnir það að þriðji hver kjósandi er munaðarlaus þar sem ekki er til flokkur sem samsvarar þeirra skoðunum og það er tímabært að bæta úr því,“ bætir hann við. „Ég efast um að þeir sem svara á þessa lund hafi hugsað út í heildarmyndina,“ segir Einar Skúlason framkvæmdastjóri Alþjóðahúss. „Sá flokkur sem hefði þetta að stefnu sinni þyrfti einnig að berjast fyrir því að Ísland rifti EES samningnum og segði sig úr Schengen þar sem kveðið er á um frjálst flæði fólks á svæðinu. Einnig myndu þeir sennilega vilja að þeir 30 þúsund Íslendingar sem eru búsettir erlendis kæmu til baka eða gerð- ust ríkisborgarar í því landi sem þeir eru búsettir. Einnig kom fram í könnuninni að eldra og menntaðra fólk væri síður lík- legra til að styðja slíkan flokk og það sýnir okkur það að eftir því sem fólk er fróðara og lífsreynd- ara þeim mun síður hugnast þeim svona einangrunarstefna.“ - jse Skoðanakönnun um stuðning við þjóðernisflokk: Telur þjóðernisflokk tímabæran ÁSGEIR HANNES EIRÍKSSON Ásgeir segir að tímabært sé að stofna þjóðernisflokk svo þriðji hver kjósandi þurfi ekki að vera munaðarlaus í stjórnmálum. Hann yrði fyrstur til að koma til hjálpar ef menn hyggðust stofna slíkan flokk. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FLÓÐ Í BÚLGARÍU Búlgarskur heimavarðliðsmaður fer á báti til að kanna götur og hús í bænum Nikopol. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMHVERFISMÁL Veggjakroti var sagt stríð á hendur við Hjarðar- haga í gær. Átakið er til að fagna 50 ára afmæli húsanna við götuna og var byrjað að mála yfir veggja- krot. Nemendur í Vesturbæ, lög- regla, Reykjavíkurborg, 10-11 og Málning hf. standa að átakinu. -sh Vesturbæingar fagna sumri: Átak gegn veggjakroti Bannað að vera í Playboy Bapt- ista-háskóli hótar að reka nemendur fyrir að sitja fyrir hjá klámtímaritinu Playboy. Skólinn hefur áður rekið fólk fyrir að sitja fyrir hjá klámtímaritum. Reknir fyrir að sýna klám Þrír nemendur voru reknir úr grunnskóla fyrir að hafa sýnt klámmynd í kennslu- stund. Kennslumyndband hafði verið í gangi en nemendurnir skiptu um mynd þegar kennarinn sneri baki við skjánum. BANDARÍKIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 106. tölublað (21.04.2006)
https://timarit.is/issue/271660

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

106. tölublað (21.04.2006)

Aðgerðir: