Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 52
52 21. apríl 2006 FÖSTUDAGUR
menning@frettabladid.is
! Kl. 21.15
Gítarleikararnir Björn Thoroddsen
og Jón Rafnsson leika á Jazzhátíð í
Garðabæ ásamt klarinettusnillingn-
um Jörgen Svare. Tónleikarnir verða
haldnir í sal Tónlistarskóla Garða-
bæjar í Kirkjulundi 11.
> Ekki missa af...
hláturtíð í Borgarleikhúsinu í
næstu viku og síðustu sýningum
DANSleikhússins á verkunum
I‘m FINE og Fallinn engill á
sunnudaginn.
kór Langholtskirkju flytja Petite
Messe solenelle eftir Rossini í
Langholtskirkju á sunnudaginn
kl. 16.00.
sýningunni AFsprengi HUGs-
unar Guðjóns Bjarnasonar í
Hafnarhúsinu. Sýningum lýkur
um helgina.
Myndlistarmaðurinn Finnur Arnar Arn-
arsson opnar sýningu í galleríi Populus
tremula í Listagilinu á Akureyri á morgun.
Finnur Arnar nam við skúlptúrdeild og
fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla
Íslands og útskrifaðist þaðan árið 1991 en
hefur starfað sem leikmyndahönnuður
samhliða myndlistinni og meðal annars
séð um leikmyndir fyrir Hafnarfjarðar-
leikhúsið, Íslensku óperuna og Berogar-
leikhúsið. Sýningin í Populus tremula ber
heitið „Djöfuls...“ en fyrir opnunina mun
Finnur Arnar halda fyrirlestur í Deiglunni
um samvirkni myndlistar og leikhúss og
hefst hann kl. 14.00.
Á ferli sínum hefur Finnur Arnar haldið
fjölda listsýninga og hannað sýningar
og auglýsingar fyrir fjölmörg fyrirtæki,
stofnanir og bæjarfélög. Hann hefur auk
þess kennt myndlist og haldið fjölda
listnámskeiða. FINNUR ARNAR ARNARSSON Ný sýning á Akureyri
Djöfuls... listsýning
Útlendingahersveitin, sem er skip-
uð fimm gamalkunnum djasstónlist-
armönnum, er á leið í sína fyrstu
tónleikaferð um landið í sex ár.
Í þetta sinn verða haldnir sex
tónleikar og um leið verður ný tón-
leikaplata tekin upp þar sem stærri
hlutinn verður frumsamið efni.
Hefst tónleikaferðin á Höfn í Horna-
firði á sunnudaginn og lýkur í
Reykjavík í sal FÍH viku síðar.
„Það er mjög skrítið að hittast
aftur,“ segir Árni Scheving, meðlim-
ur hersveitarinnar. „Ekki það að við
þekkjum ekki hvern annan orðið
vel. Við þekktumst allir vel í gamla
daga en menn hafa búið úti um allt
undanfarin ár,“ segir hann. Árni
Egilsson hefur búið í Los Angeles,
Þórarinn Ólafsson á Spáni og Pétur
Östlund í Stokkhólmi í Svíþjóð. Ein-
ungis Árni Scheving og Jón Páll
Bjarnason eru búsettir á Íslandi.
Útlendingahersveitin var stofn-
uð árið 1992 í tilefni djasshátíðar-
innar Rúrek en hittist ekki aftur
fyrr en 2000, þá í tilefni Djasshá-
tíðar Reykjavíkur. Þá tók hún ein-
mitt líka upp plötu en sú var unnin
í hljóðveri. Sveitin mun spila á
Djasshátíð Reykjavíkur sem verð-
ur haldin 27. september til 1. okt-
óber.
Hersveitin á leið í tónleikaferð
ÚTLENDINGAHERSVEITIN Hersveitin á æfingu í húsi FÍH á dögunum. Þeir félagar eru á leið í tónleikaferð um landið. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
TÓNLEIKAFERÐIN UM LANDIÐ
23. apríl: Höfn í Hornafirði
26. apríl: Bifröst - á vegum Tónlist-
arfélags Borgarfjarðar
27. apríl: Akureyri
28. apríl: Hvammstangi
29. apríl: Vestmannaeyjar
30. apríl: Reykjavík - salur FÍH
Í smá-
sagnasafn-
inu Það
sem þú vilt
eftir Pál
Kristin
Pálsson
eru sex
sögur þar
sem velt er
upp áleitn-
um spurn-
ingum um
mannfólk-
ið og gjörð-
ir þess.
Þetta er
níunda bók
höfundar. Páll Kristinn hefur
jafnframt skrifað handrit að
kvikmyndum og sjónvarpsmynd-
um, unnið við dagskrárgerð og
ritað greinar og skrifað viðtöl
fyrir blöð og tímarit.
Í ritgerða-
safni tékk-
neska rit-
höfundarins
Milans
Kundera,
Tjöldun-
um, er
fjallað um
evrópsku
skáldsög-
una, allt
frá Íslend-
ingasögun-
um til sam-
tímahöfunda
og tengsl
hennar við
skáldsagnahefð í öðrum heims-
hlutum.
Kundera leggur áherslu á að
skáldsagan sé sérstök listgrein,
form þekkingarleitar með merka
sögu en búi jafnframt yfir
ákveðnum séreinkennum eins og
til dæmis húmor og kímni.
Þetta er tíunda bók Kundera
sem kemur út hérlendis en skáld-
sögur hans hafa notið mikilla
vinsælda.
Metsölu-
sagan Við
enda
hringsins
er komin út
í kilju.
Þessi
spennu-
saga Toms
Egeland
hefur hlot-
ið góðar
viðtökur og
dóma hjá
lesendum
sem líkja
henni við
Da Vinci-
lykilinn
eftir Dan Brown en sagan sú
kom út tveimur árum á eftir Við
enda hringsins.
Höfundurinn fléttar saman
ævafornar gátur menningarsög-
unnar en í spennusögunni grein-
ir frá leyndardómum gullskríns
sem fannst við uppgröft í mið-
aldaklaustri í Noregi.
Kristín R. Thorlacius og
Áslaug Th. Rögnvaldsdóttir
þýddu. ■
Nýjar bækur
SMÁSAGNASAFN PÁLS
KRISTINS PÁLSSONAR
EVRÓPSKA SKÁLDSAGAN
KRUFIN
LAUNHELGAR VEST-
RÆNNAR MENNINGAR