Fréttablaðið - 21.04.2006, Side 24

Fréttablaðið - 21.04.2006, Side 24
 21. apríl 2006 FÖSTUDAGUR24 Sumarið gekk hljóðlega í garð í höfuðborginni í gær eins og annars staðar á landinu. Borgarbúar fögn- uðu sumarkomunni með útiveru af ýmsum toga en víða um borgina voru hátíðahöld í tilefni dagsins. Skrúðgöngur marseruðu um hverfin, hljómsveitir stigu á svið og skátar reistu sér búðir. Víða var boðið upp á kaffi og kleinur, fánar voru dregnir að húni, blásið var í blöðrur, krakkar klæddir í spariföt og einhverjir fengu sum- argjafir í tilefni dagsins. Enn aðrir nýttu daginn í tiltekt í garðinum og drógu reiðhjólin úr geymslunni og pumpuðu í dekkin. Í miðbæn- um heilsuðust menn með orðunum „gleðilegt sumar“ á meðan sólin reyndi að brjótast í gegnum skýin og hafði hún nokkrum sinnum erindi sem erfiði og tóku höfuð- borgarbúar hinum daufu sólar- geislum fagnandi. -snæ FJÖR Í HÚSDÝRAGARÐINUM Hér áður fyrr voru krakkar sendir í sveit á vorin en nú fara borgarbörn bara í Húsdýragarðinn til þess að njóta samveru við ferfætlingana. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA SUMARIÐ HLAUPIÐ INN Íþróttafélag Reykjavíkur hélt sitt árlega vorhlaup á sumardaginn fyrsta þar sem lagt var upp frá Ráðhúsi Reykjavíkur. ÚTIVERA Það er gaman að leika sér utandyra jafnt um sumar sem vetur. Þessir hressu krakkar voru að leik í Húsdýragarð- inum en vorhátíð Tónabæjar var haldin í garðinum fyrsta dags sumars. SKÁTAR Í SKRÚÐGÖNGU Í vesturbænum mátti sjá skátafélagið Ægisbúa arka frá Melaskóla við undirleik lúðrasveitarinnar Svans. SUMARGLEÐI Í HÖFUÐBORGINNI Sumarið er tíminn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.