Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 64
21. apríl 2006 FÖSTUDAGUR48
HNEFALEIKAR Matthías Matthíasson
er meðal goðsagna Íslands í box-
heiminum. Matthías byrjaði ungur
að árum að stunda box og æfir enn
þann dag í dag þrisvar i viku þrátt
fyrir að vera kominn á níræðisald-
urinn. Hann kom dóttursyni
sínum, Sigurjóni Arnórssyni, upp
á lagið með að boxa en Sigurjón er
átján ára gamall. Hann er í Hnefa-
leikafélagi Reykjavíkur og mun
keppa í þungavigtarflokki um
helgina í Íslandsmótinu í hnefa-
leikum sem fer fram í Kapla-
krika.
„Ég vildi verða meistari í ein-
hverju,“ sagði Matthías, aðspurð-
ur um ástæðuna fyrir því að velja
hnefaleika. „Ég byrjaði að æfa
rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina
í leikfimissal Menntaskólans í
Reykjavík með Ármanni þar sem
Guðmundur Arason tók mig upp á
arma sína. Guðmundur ber höfuð
og herðar yfir allt sem kallast
hnefaleikar á Íslandi og næstur
honum er Þorsteinn Gíslason sem
rak fyrsta hnefaleikaskólann,”
sagði Matthías.
„Ég er þakklátur guði fyrir að
hafa komist í hnefaleikana. Þetta
styrkti mig gríðarlega mikið enda
ein erfiðasta íþrótt sem hægt er að
stunda. Hnefaleikadansinn er ekki
fyrir hvern sem er, ég vona að
aðeins reglumenn stundi hnefa-
leika. Ég hef aldrei drukkið
brennivín og ekki reykt heldur,
það má ekki skyggja á andann og
íþróttahugsjón hnefaleikanna með
því. Ég get því farið í hringinn
ennþá þrátt fyrir háan aldur. Á
meðan heilsan og Guð lofar þá æfi
ég box,“ sagði Matthías sem æfir
þrisvar sinnum í viku og aðstoðar
við kennsluna eftir bestu getu
enda margreyndur í íþróttinni.
„Ég geri mitt besta til að hafa
góð áhrif. Þessi íþrótt er frábær
fyrir ungt fólk að byrja á og ég
skora á menn að vakna betur og
styðja við þessa íþrótt eins og
mögulegt er,“ sagði Matthías sem
kenndi Sigurjóni dóttursyni sínum
box fyrir fimm árumn og þá var
ekki aftur snúið fyrir þennan
snjalla boxara. „Ég byrjaði að
kenna honum heima í garði fyrir
nokkrum árum. Lögreglan kom
eitt sinn heim og ætlaði að gera
boxútbúnaðinn minn upptækan,
þar á meðal spíttbolta og fleira, þá
sagði ég þeim að þetta væri karate-
bolti. Þeir urðu að taka það gott og
gilt og ég komst því upp með
þetta,“ sagði Matthías.
„Sigurjón er samviskusamur
og ég er mjög hreykinn af þeim
árangri sem hann hefur náð. Hann
nýtir tímann sinn mjög vel auk
þess sem hann veit nánast allt um
heimshnefaleikana í dag,“ sagði
Matthías en Sigurjón segist eiga í
mikilli þakkarskuld við afa sinn.
„Ég var eitthvað að leika mér
með dótið hans afa úti í skúr áður
en hann sýndi mér hvernig átti að
gera þetta. Síðan byrjaði ég að
mæta á hverjum degi til að æfa
hjá honum þar sem hann sýndi
mér taktana. Ég æfði vel hjá afa
en einnig hjá Guðmundi Arasyni
og því hafði ég góða lærimeistara.
Afi hefur alltaf verið við hliðina á
mér og öll fjölskyldan styður vel
við bakið á mér og okkur,“ sagði
Sigurjón sem æfir box á hverjum
degi.
„Box er langskemmtilegasta
íþrótt sem ég hef stundað. Þetta er
frábær íþrótt og þegar maður
hefur æft svona lengi og fylgst
jafn vel með og ég hef gert þá er
ekki hægt að hætta í þessu,“ sagði
Sigurjón sem hefur einnig æft fót-
bolta, körfubolta og frjálsar íþrótt-
ir en hann dreymir um að keppa á
ólympíuleikum í framtíðinni.
„Það væri draumur að komast
á stórmót á borð við ólympíuleika
en það er alls ekki hlaupið að því.
Það er gríðarlega erfitt en maður
veit aldrei hvað gerist,“ sagði Sig-
urjón sem segir að til að keppa í
boxi þurfi menn að vera í mjög
góðu líkamlegu ástandi. „Þetta er
mjög krefjandi og líkamlega erf-
itt. Þú þarft að vera í góðu formi
og þetta er erfiðasta íþrótt sem ég
hef stundað, en þetta er alltaf jafn
gaman.” hjalti@frettabladid.is
Þakklátur guði fyrir hnefaleikana
Íslandsmótið í hnefaleikum fer fram um helgina. Meðal keppenda er hinn 18 ára gamli Sigurjón Arnórsson
sem lærði box af afa sínum, Matthíasi Matthíassyni, sem 81 árs að aldri er enn að æfa hnefaleika.
ENN Í FULLU FJÖRI Matthías stundar ennþá box þótt hann sé 81 árs gamall. Hann æfir
þrisvar sinnum í viku en Sigurjón alla daga vikunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
GÓÐIR SAMAN Matthías og Sigurjón eru flottir saman í fullum skrúða. Matthías ber hanska, ekki ósvipaða þeim sem hann notaði á sínum
fyrstu árum í boxíþróttinni. Sigurjón er með öllu nýtískulegri útbúnað. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
FORMÚLA-1 Spænski heimsmeistar-
inn Fernando Alonso telur að Ferr-
ari og McLaren verði helstu keppi-
nautar Renault um meistaratitilinn
í formúlunni í ár. Um helgina verð-
ur keppt á Imola brautinni í San
Marino en Alonso er efstur í stiga-
keppni ókuþóra með 28 stig en
félagi hans hjá Renault, Giancarlo
Fisichellq hefur fjórtán stig líkt
og Kimi Raikkonen á McLaren.
„Báðir McLaren-ökumennirnir
verða keppinautar okkar, af því
þeir eru á Michelin. Bíll McLaren
er í stöðugri framför en ef
Bridgestone nær að búa til góð
dekk fyrir Ferrari þá verða þeir
líka inn í myndinni, en ég tel að
gengi þeirra verði sveiflukennt á
þessu ári,“ sagði Alonso.
„Ég yrði hissa ef Honda næði
að landa sigri á þessu ári. Liðið
verður með í slag um verðlauna-
sæti, en það kæmi mér á óvart ef
Button næði að vinna mót. Honda
skortir 0.2 sekúndur til að vera í
toppslagnum. Mín skoðun er sú að
liðið þurfi fyrst að vera í topp-
slagnum í 2-3 ár áður en það verð-
ur í titilbaráttunni,“ sagði Alonso
á blaðamannafundi í gær. - hþh
Fernando Alonso:
Sigtar út aðal
keppinautana
HEIMSMEISTARINN Hefur enga trú á Honda
en telur að Ferrari og McLaren verði í
baráttunni við Renault.
NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES