Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 53
FÖSTUDAGUR 21. apríl 2006 37 Fermingargjafir fyrir poppara, rappara og rokkara... Rafmagnsgítarar frá 15.900 kr. Trommusett frá 36.500 kr. Kassagítarar frá 10.900 kr. Gítarmagnarar frá 9.900 kr. Mbox með Pro Tools frá 41.500 kr. Hljómborð frá 23.900 kr. Hljóðfærahúsið Laugavegi 176 105 Reykjavík www.hljodfaerahusid.is info@hljodfaerahusid.is Sími 591 5340 Myndlistarmaðurinn Kjartjan Guð- jónsson opnar sýningu í Listasetr- inu Kirkjuhvoli á Akranesi um helgina og sýnir 25 ný olíuverk. Rúm 60 ár eru liðin síðan Kjartan sýndi fyrstu verk sín hérlendis, þá nýkominn úr listnámi í Bandaríkj- unum og því er um eins konar afmælissýningu að ræða. Kjartan nam myndlist í Chicago í tvö ár en sneri aftur heim og hóf að kenna við Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands. Þar kynntist hann öðrum listamönnum sem höfðu numið erlendis og kynnst stefnum á borð við abstraktið. Þar á meðal voru Nína Tryggvadóttir, Þorvald- ur Skúlason, Snorri Arinbjarnar og fleiri, sem síðar mynduðu kjarn- ann í Septemhópnum svokallaða en hópurinn hélt umdeilda sýningu í Listamannaskálanum í Reykjavík haustið 1945. Sýningunni lýkur 7. maí en Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá 15-18. ■ Afmælissýning á Akranesi Hin ógleymanlega frásögn um Uppreisn- ina á barnaheimilinu er komin út á hljóð- bók. Þýðandi og þulur er Olga Guðrún Árnadóttir sem varð þjóðkunn af flutn- ingi sögunnar fyrir rúmum þremur ára- tugum þegar hún var fyrst flutt í Ríkisút- varpinu. Bókin sjálf, sem Svíinn Gunnar Ohrlander skrifaði undir dulnefninu Dr. Gormander, er löngu uppseld og vand- fundið óskemmt eintak af henni. Í sögunni segir frá barnaheimilinu Kanónunni þar sem börnin fá aldrei að gera það sem þau vilja. Þess vegna gera þau uppreisn og taka völdin eftir grimm- i legt grautar- og súrmjólkurstríð sem enn er mörgum lesendum í fersku minni. Sagan rúmast á tveimur geisladisk- um en kápumyndina hannaði Áslaug Jónsdóttir. -khh Grimmt gúrkustríð KJARTAN GUÐJÓNSSON LISTMÁLARI Sextíu ára sýningaferill. ÓGLEYMANLEG UPPREISN Tilbúin í spilarann. Í dag hefst útskriftartónleikaröð tónlistardeildar Listaháskóla Íslands þar sem ungir einleikarar, söngvarar og tónskáld munu koma fram. Alls verða haldnir þrettán tónleikar, þeir fyrstu í kvöld en þá mun Birna Hallgrímsdóttir halda píanótónleika í Salnum í Kópa- vogi. Á efnisskránni eru verk eftir Haydn, Liszt, Janacék og Debussy og hefjast tónleikarnir kl. 20. Tón- leikarnir verða haldnir víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal í Iðnó og Gamla bíói en tón- leikaröðinni lýkur 6. maí. Þetta er þriðji árgangurinn sem útskrifast frá tónlistardeild LHÍ sem nú hefur starfað í fimm ár. Í útskriftarhópnum eru einleikarar á píanó, flautu, selló og fiðlu, tveir einsöngvarar og ljúka tveir nem- endur almennu tónlistarnámi til BA-gráðu í tónlistarfræði og tón- listarkennslu. -khh Útskriftar- tónleikaröð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 106. tölublað (21.04.2006)
https://timarit.is/issue/271660

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

106. tölublað (21.04.2006)

Aðgerðir: