Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 55
FÖSTUDAGUR 21. apríl 2006 39 [UMFJÖLLUN] TÓNLIST Hvað gerðist? Hvernig er það mögulegt að sami maður og hefur þegar fært okkur tvær skotheldar plötur geti mögulega sætt sig við að gefa út heila breiðskífu af upp- fyllingarefni? Þessi plata er eins og ávaxtasafi þar sem búið er að skipta út öllum safa úr ávöxtum fyrir rotvarnar- efni og sykur. Það er mjög undarleg upplifun að renna þessari nýju afurð Mike Skinners í gegn. Þetta hljómar eins og The Streets, meira að segja kannski einum um of. Það er eins og Mike nenni ekki að gefa sér tíma til þess að þefa upp ný sömpl eða nenni ekki að gefa sér tíma til þess að finna sér ný tæki til að vinna á. Kannski róast einhverjir aðdáendur við það að heimsækja þennan kunnuglega hljóðheim í þriðja skiptið. Nema hvað í þetta skiptið sárvantar lög sem hreyfa við manni og textarnir eru orðnir merkilega linir. Skinner virðist geta fundið fátt annað að semja um en kókaín, kellingar og hversu erfitt það sé að vera frægur. Það er ekkert svalt við þessa plötu, sem kemur alveg ótrúlega á óvart miðað við fyrri sigra. Flestir textarnir hljóma bara eins og bitrar vangaveltur frá manni sem er gjörsamlega búinn að missa allt jafnvægi úr eigin lífi. Það lítur út fyrir að Skinner hafi frekar viljað gefa út plötu strax, til þess að minna á sig og viðhalda glansímynd sinni í stað þess að bíða eftir því að verða fyrir innblæstri. Eina lagið sem ég hef einhverjar taugar til á þessari plötu er Never Went to Church, sem er óður Skinners til látins föður síns. Undirspilið þar minnir nokkuð á Bítlalagið Let it Be, án efa viljandi gert af virð- ingu við minningu pabba. Þar virðist sem hann hafi loksins náð einhverri tengingu við sitt innra sjálf og hann nær að hljóma heiðarlegur. Svo eru ágætir punktar í Two Nation sem fjallar um muninn á Bretum og Könum. Restin er bara rusl. Ef það er eitthvað að marka textana á þessari nýju plötu, þá er augljóst hvað hefur orðið um hæfileika hans. Þeim hefur verið ýtt út af borðinu til þess að skapa meira rými fyrir kókaínrendurnar. Herra Skinner, persónulega vildi ég óska þess að þú slappaðir aðeins af og gæfir þér tíma til þess að finna sjálfan þig á ný. Að minnsta kosti væri fínt ef þú hættir að röfla um hversu erfitt lífið sé í stöðugu kókaínpartíi og drullaðir þér í meðferð. Þú átt að geta svo miklu, miklu betur en þetta. Ef ég fengi að gefa stjörnur, myndi ég gefa þér hálfa... bara fyrir þetta eina lag. Birgir Örn Steinarsson Skinner missir kúlið THE STREETS: THE HARDEST WAY TO MAKE AN EASY LIVING NIÐURSTAÐA: Þriðja breiðskífa The Streets er hrein og klár vonbrigði. Fljótfærnisleg útgáfa frá listamanni sem hefði frekar átt að bíða þangað til hann hefði upp á eitthvað áþreifanlegt að bjóða, eins og góð lög og texta. Það verður efnt til tónlistarspuna í Tjarnarsal Ráðhússins síðdegis í dag þar sem fjórar spunasveitir munu koma fram og spila óvæntar blöndur af alls konar músík. „Þetta er svolítil breyting úr opnum spuna- kvöldum sem við höfum áður haldið, því nú inniheldur dagskráin fyrir- fram ákveðin atriði og þetta eru því meiri tónleikar,“ segir Gunnar Grímsson sem hefur starfað með Magnúsi Jenssyni í Spuna síðan 1993. Þeir félagar hafa staðið fyrir um eitt hundrað spunauppákomum en spuni er ört vaxandi grein í tónlistarsenu Reykjavíkur. „Þetta er allt fólk sem hefur verið virkt í spunaspilamennsku síðustu árin en hópurinn er mjög fjölbreyttur - allt frá atvinnu- tónlistarmönnum til fólks sem er meira og minna þekkt fyrir eitthvað allt annað.“ Tónlistarfólkið er á öllum aldri, hátt í tuttugu manns munu taka þátt í dagskránni en spunasveitirnar Strengir Mithra, úþð, Kyrtlarnir frá Kaíró og Svimi munu skipta henni á milli sín en áherslan verður á fjölbreytni og til- urð góðrar tónlistar. „Það verður spilað á allan skalann og alls konar hljóðfæri, á hefðbundin blásturshljóðfæri, gítar, bassa og trommur og líka furðuleg elektrónísk hljóðfæri sem jafnvel spila sjálf,“ útskýrir Gunnar. Spunakvöldið er í tengslum við sýningu Arkitektafélags Íslands á útskriftarverkefnum arkitekta sem nú stendur yfir í Tjarnarsal Ráð- hússins en tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 17. -khh Svimi í Tjarnarsal UNDRASAMSETNINGAR OG ÓVÆNTIR TÓNAR Spunadagskrá síðdegis í dag HVAÐ? HVENÆR? HVAR? APRÍL 18 19 20 21 22 23 24 Föstudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  16.00 Fyrsti bræðingur Jazzakademíunnar í Stúdentakjallaranum. Framverðir yngstu kynslóðarinnar í íslenskum djassi, þeir Davíð Þór Jónsson píanóleikari og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson kontrabassaleikari úr Flís, gíra upp mannskapinn. Aðgangur er ókeypis.  20.00 Birna Hallgrímsdóttir heldur útskriftartónleika í Salnum í Kópavogi og leikur verk eftir Haydn, Liszt, Janacék og Debussy á píanó.  21.15 Björn Thoroddsen og Jón Rafnsson leika á Jazzhátíð í Garðabæ ásamt klarinettusnill- ingnum Jörgen Svare. Tónleikarnir verða haldnir í sal Tónlistarskóla Garðabæjar í Kirkjulundi 11.  Jazzorgeltríóið B-3 leikur á Hammond-hátíð á Djúpavogi. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Hugleikur sýnir leik- ritið Systur eftir Þórunni Guðmundsdóttur í Möguleikhúsinu við Hlemm. Systur njóta sérkjara á sýningarnar, aðeins er greitt fyrir eina á hverja sýningu. Bræður eiga ekki kost á slíku nema þeir kjósi að villa á sér heimildir.  20.00 Leikfélag MH sýnir Íslenska fjölskyldusirkusinn í Verinu í Loftkastalanum við Seljaveg. Leikstjóri er Sigrún Sól Ólafsdóttir. ■ ■ SKEMMTANIR  23.00 Halli og Kalli spila í Klúbbnum við Gullinbrú.  Lúdó og Stefán spila á Kringlukránni. ■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ  12.00 Málverkasýning Helgu Egilsdóttur í galleríi Animu í Ingólfsstræti 8. Síðasta sýningar- helgi á sýningunni huginn.  13.00 Síðasta sýningarhelgi í Gerðasafni. Á sýningunni Tærleikar eru verk finnsku lista- konunnar Elinar Brotherus, Þórs Vigfússonar og Rúríar. ■ ■ MÁLÞING  10.15 Ráðstefna Norræna fyrirbærafræðifélagsins (Nordic Society for Phenomenology) hefst í Háskóla Íslands. Um helgina verða flutt fjögur aðalerindi og rúmlega 40 málstofuerindi en ráðstefnan fer fram í Lögbergi og Öskju. Ráðstefnan er öllum opin. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 106. tölublað (21.04.2006)
https://timarit.is/issue/271660

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

106. tölublað (21.04.2006)

Aðgerðir: