Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 21. apríl 2006
Prius – Framtíðin hefst í dag
Prius sameinast frábæra aksturseiginleika og umhverfisvernd. Samspil
rafmagns- og bensínvélar gerir að verkum að útblástur sem bifreiðin
gefur frá sér er í lágmarki án þess að nokkuð sé slegið af kröfum um
gæði og aksturshæfni. Þetta setur Prius í fyrsta sæti á meðal allra sem
hafa sterka meðvitund um umhverfisvernd. Í þeim flokki eru margar
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
32
29
5
04
/2
00
6
Toyota
Nýbýlavegi 4
Kópavogur
Sími: 570 5070
Toyota Akureyri
Baldursnesi 1
Akureyri
Sími: 460 4300
Toyota Reykjanesbæ
Njarðarbraut 19
Reykjanesbær
Sími: 421 4888
Toyota Selfossi
Fossnesi 14
Selfoss
Sími: 480 8000
af frægustu stjörnum Hollywood, Cameron Diaz, Leonardo Di Caprio,
John Travolta og fleiri. Við bjóðum hann hins vegar á þannig verði að
þú þarft ekki að vera nein stjarna til að eignast, aka og njóta Prius.
Bensíneyðsla aðeins 4,3 l/100 km í blönduðum akstri.
Verð 2.560.000 kr.
Umhverfisvænn lúxus
á vingjarnlegu verði
www.toyota.is
STYRKUR Rauða fjöður Lionshreyf-
ingarinnar veitti nýlega viðtöku
tveimur sérútbúnum Renault Traf-
ic bifreiðum. Hreyfingin mun fá
vistheimilunum Rjóðrinu í Kópa-
vogi og Skammtímavistun Akur-
eyri bílana til afnota, en sú ákvörð-
un var tekin í samráði við
regnhlífarsamtök langveikra
barna.
Fjöldi fyrirtækja lagði Rauðu
fjöðrinni lið vegna bílanna tveggja
eða B&L, SP fjármögnun, TM
tryggingar, Orkan, Frank og Jói
merkingar og J. Eiríksson ehf.
Að sögn formanns nefndar
Rauðu fjaðrarinnar munu bílarnir
koma starfsfólki vistheimilanna
sem og fjölskyldum barnanna að
mjög góðum notum. -sh
Söfnun Rauðu fjaðrarinnar:
Bifreiðar fyrir
langveik börn
Óhapp í Nauthólsvík Umferðar-
óhapp varð við Nauthólsvík í fyrrinótt
þegar ökumaður ók bifreið sinni á bjarg.
Ökumaðurinn slasaðist ekki en bíllinn er
mikið skemmdur og jafnvel ónýtur.
LÖGREGLUFRÉTT
DANMÖRK Íbúar Fredensborgar á
Sjálandi buðu Margréti drottningu
og Hinrik prins velkomin til sum-
ardvalar sinnar í höllinni við
bæinn í fyrrakvöld. Er koma
þeirra til Fredensborgar einn af
vorboðunum í Danmörku. Við
þetta tilefni hélt drottningin smá
tölu og þakkaði íbúunum fyrir að
hafa virt einkalíf Friðriks prins og
fjölskyldu hans en þau búa í
nálægð við bæinn. Sagði hún það
mikilvægt að unga barnafjölskyld-
ur eins og þau fengju frið til að
vera saman. - ks
Margrét Danadrottning:
Flutt í sumar-
bústaðinn
MARGRÉT II DANADROTTNING Flutt í sum-
arbústað konungsfjölskyldunnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
STYRKURINN AFHENTUR Ólafur Vilhjálms-
son, formaður Rauðu fjarðrarnefndarinnar
og Erna Gísladóttir, forstjóri B&L.
KJARAMÁL Efling-stéttarfélag hélt
félagsfund í fyrrakvöld þar sem
staðan í kjaramálum á hjúkrunar-
heimilum var til umræðu.
Samþykkt var einróma ályktun
um að kjör verði leiðrétt til jafns
við kjarasamning Reykjavíkur-
borgar frá síðastliðnu hausti.
Fundurinn beindi því til samn-
inganefndar hjúkrunarheimilanna
og heilbrigðis- og fjármálaráðu-
neytis að ganga þegar í stað að
kröfum launafólks á vinnustöðun-
um til að koma í veg fyrir fjölda-
uppsagnir starfsmanna sem eru
yfirvofandi ef kjörin verða ekki
leiðrétt hið fyrsta. - shá
Einróma ályktun samþykkt á félagsfundi Eflingar:
Krefjast leiðrétting-
ar á kjörum strax
FRÁ FUNDINUM Krafa um lausn deilunnar
var samþykkt einróma á fundi Eflingar í
fyrrakvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT