Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 18
 21. apríl 2006 FÖSTUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Ætla má að sjaldan eða aldrei hafi verið meiri gróðavon í olíuvinnslu og um þessar mundir þegar hver tunna af þessu svarta- gulli selst á yfir 70 dollara og sérfræðingar spá frekari hækkunum. Með tilliti til þess að miklar olíulindir við strendur Noregs hafa gert Norðmenn að einni ríkustu þjóð veraldar er alls ekki fjarlægt að ætla að olíu megi einnig finna innan lögsögu Íslands. Hvað þarf til að leit hefjist? Stjórnvöld þurfa að setja skýrar reglur bæði almenns eðlis og ekki síður reglur um veit- ingu leyfa. Sú vinna hófst fyrir allnokkru og er langt komin. Standa vonir til að Orkustofnun ljúki vinnu við það um mitt næsta ár og eftir það ákveða stjórnvöld hvort gefa á út leyfi eður ei. Ekki er gefið að olíufyrirtæki sýni áhuga jafnvel þó leyfi séu auðsótt en það er líklegra eftir því sem verð á olíu hækkar og hækkar. Hvaða svæði koma til greina? Löngum hefur verið horft til Jan Mayen en Íslendingar skipta lögsögu á svæðinu með Norðmönnum. Frumathuganir hafa bent til að þar sé að finna kolvetni í vinnan- legu magni en frekari rannsókna er þörf til að staðfesta það. Finnist olía fá Norðmenn fjórðung alls ágóða vegna þess og sama gildir um Ísland finnist olía í lögsögu Norð- manna. Tvö önnur svæði koma til greina en litlar rannsóknir hafa farið þar fram enn sem komið er. Hvenær gæti vinnsla hafist? Í besta falli eftir eftir nokkur ár. Gangi vinna Orkustofnunar vel gætu stjórnvöld sett form- legar reglur í lok næsta árs og áhugasamir óskað leyfa eftir það. Það færi síðan eftir fjármagni og áhuga viðkomandi fyrirtækja hvenær boranir myndu hefjast. Sú vinna tæki góðan tíma og vinnsla hæfist ekki fyrir alvöru nema fullvissa væri um að nægjanlegt magn olíu væri til staðar. 27 6 30 2 1975 Fj öl di Talið er að linsuvökvi frá fyrirtækinu Bausch and Lomb geti valdið sveppasýkingu í hornhimnu augna. Tilvik hafa komið upp erlendis og hefur sölu linsuvökvans verið hætt í Bandaríkjunum og Asíu. Landlæknisembættið fylgist grannt með gangi mála að sögn Önnu Bjargar Aradóttur yfirhjúkrunarfræðings. Hvernig er eftirliti með svona tilvikum háttað hjá embættinu? Við erum hluti af eftirlitskerfi á Evrópska efnahagssvæðinu og erum í samstarfi við eftirlitsyfirvöld þar. Ekki hafa nein tilfelli komið upp hérlendis. Hafa tilvik komið upp í Evrópu? Það er verið að svara fyrirspurnum miðlægt í þessu samstarfi sem verður svo miðlað til allra eftirlitsaðila. Við búumst við upplýsingum mjög fljótlega. Hverjar eru afleiðingar sveppasýk- ingar í hornhimnu augna? Í mjög slæmum tilfellum getur þessi tegund sveppasýkingar leitt til blindu. Í verstu tilfellunum gæti þurft að skipta um hornhimnu. Við bíðum upplýsinga ANNA BJÖRG ARADÓTTIR Yfirhjúkrunarfræð- ingur hjá Land- læknisembættinu FBL-GREINING: OLÍUVINNSLA ÍSLENDINGA Ekki jafn fjarlægt og ætla mætti Vinna við breytingar á Íbúðalánasjóði er langt á veg komin. Gert er ráð fyrir því að Íbúðalánasjóð- ur verði bakhjarl íslenskra banka og sparisjóða á húsnæðislánamarkaði, sam- kvæmt tillögum stýrihóps félagsmálaráðherra. Þriggja manna stýrihópur sem félagsmálaráðherra skipaði til þess að efna til víðtæks samráðs um hlutverk og aðkomu stjórn- valda að íbúðalánamarkaðnum, gagnrýnir í áfangaskýrslu sinni að orðið heildsölubanki skuli vera notað um breytingu á Íbúðalána- sjóði, sem miðar að því að draga sjóðinn út af smásölumarkaði. Í stýrihópnum eru Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður fjár- málaráðherra, Jóhann G. Jóhanns- son, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, og Sigurjón Þórsson sem er formaður hópsins. Í áfangaskýrslunni segir að orðið heildsölubanki feli í sér væntingu um að slíkur banki „hefði með höndum víðtæka lánsfjáröflun fyrir smásala, sem ekki væri raunin í sambærilegum kerfum í vestrænum ríkjum.“ Íbúðalánasjóður bakhjarl lán- veitinga Líklegar breytingar á Íbúðalána- sjóði felast í því að hann verði bak- hjarl lánveitinga vegna húsnæðis- kaupa. Hlutverk hans yrði að fjármagna íbúðalán banka og sparisjóða á markaði. Sigurjón Þórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður félagsmálaráð- herra, segir mikilvægt að breyt- ingarnar á Íbúðalánasjóði feli ekki í sér skerðingu á félagslegu hlut- verki Íbúðalánasjóðs. „Félags- málaráðherra, þá Árni Magnús- son, lagði til að ekki yrði farið í hugsanlegar breytingar á Íbúða- lánasjóði nema að vel athuguðu máli. Félagslegt hlutverk sjóðsins, sem er að tryggja Íslendingum jafnan aðgang að húsnæðislánum, á að haldast óskert ef af breyting- um á sjóðnum verður. Það er vilji félagsmálaráðherra, og hugmyndir stýrihópsins um hugsanlegar breytingar á sjóðnum voru skoð- aðar með það að leiðarljósi.“ Horft út fyrir landsteinana Við undirbúningsvinnu að breyt- ingum á Íbúðalánsjóði hefur verið horft til íbúðalánakerfa í Skandinavíu og Bandaríkjunum. Aðstæður sem skapast hafa hér á landi eftir bankar hófu að veita íbúðalán hafa kallað á endurskoðun á því hvernig íbúðlánakerfið er uppbyggt. Sigurjón segir viðskipta- legt umhverfi hér á landi að mörgu leyti svipað því sem þekkist í Banda- ríkjunum. Þar þykir bakhjarls- hugmyndin hafa heppnast vel. „Við telj- um að hug- myndafræðin sem að baki bandaríska kerfinu liggur sé heppileg fyrir fyrirhugaðar breytingar á Íbúðalánasjóði, þar sem hún er byggð á mikilvægi félagslegs hlutverks sjóðsins. Það eru sambærilegar áherslur og við leggjum upp með hér á landi í okkar vinnu.“ Ríkið hverfi af markaðnum? Sérfræðingar úr íslensku fjármála- lífi hafa margir hverjir haldið því fram að ríkið hafi ekki lengur hlut- verki að gegna í smásölu á fjármálamarkaði, í harðri sam- keppni við einkarekna banka. Þeir hafa sagt, að ef Íbúðalánasjóði yrði breytt þá yrði að gæta þess að sérréttindi slíks bakhjarls verði ekki til að trufla eðlileg markaðs- viðskipti í fjármálaþjónustu og trufli ekki samkeppnisstöðu á markaðnum. Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir að nauðsynlegt sé að breyta Íbúðalánasjóði til þess að aðlaga hann að breyttu landslagi í íslensku efnahagslífi. Hann telur að félagslegt hlutverk sjóðsins þurfi ekki að skerðast við breyt- ingu. „Það er hægt að ná félags- legum markmiðum með einfaldari og skilvirkari hætti heldur en að reka sérstakan ríkisbanka sem veitir íbúðalán. Framganga Íbúða- lánasjóðs hefur verið með þeim hætti að hún hefur oft verið á skjön við efnahagsstjórn ríkis- stjórnarinnar. Það er ekki ríkisins að hafa eitthvað tæki, í þessu tilfelli Íbúðalánasjóð, sem ýtir undir verðbólgu í landinu. Ég var mjög ósáttur við ákvörðun félags- málaráðherra fyrir skömmu, að hækka hámarkslánin.“ Bakhjarlshugmyndin löguð að íslenskum aðstæðum Stýrihópur félagsmálaráðherra komst að þeirri niðurstöðu að rétt sé að þróa hlutverk Íbúðalána- sjóðs í þá átt að hann verði bak- hjarl fyrir lánveitingar íslenskra banka og sparisjóða til almenn- ings og fyrirtækja. Markmið breytingarinnar yrði að auka á fjármálalegan stöðugleika, styðja við samkeppni á íbúðalánamark- aði, tryggja jafnræði í aðgangi landsmanna að húsnæðislánum og draga úr notkun ríkisábyrgða í húsnæðislánakerfinu. Til þess að markmiðin með breytingunum náist þarf víðtæk sátt að nást um breytingar á Íbúðalánasjóði. Þverfagleg nálg- un ýmissa stofnana og fjármála- fyrirtækja, eins og stýrihópur félagsmálaráðherra hefur lagt til, er líkleg til þess að leggja grunn- inn að nútímavæðingu Íbúðalána- sjóðs. Tillögur stýrihópsins um hlut- verk og skipulag Íbúðalánasjóðs verða tilbúnar eigi síðar en í lok næsta mánaðar. Verði bakhjarl á lánamarkaði GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON Segir mistök að hækka hámarkslán Íbúða- lánasjóðs á þeim þenslutímum sem nú eru. ÍBÚAHVERFI Í REYKJAVÍK Breytingar á Íbúðalánasjóði skipta miklu máli fyrir Íslendinga. Sérstaklega skiptir framtíð íbúðalánakerfisins miklu máli fyrir ungt fólk sem er að koma yfir sig þak. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GRUNNHUGSUNIN AÐ FRAMTÍÐ- ARHLUTVERKI ÍBÚÐALÁNASJÓÐS • Íbúðalánasjóður bjóði bönkum og spari- sjóðum að veita lán samkvæmt skilmálum hans. • Bankar og sparisjóðir sjái um afgreiðslu lán- anna. • Lánaskilmálar tryggi að lántakar geti fengið lán á sömu kjörum óháð búsetu og félags- legri stöðu. • Lántakar njóti sömu réttinda til úrræða við greiðsluerfiðleika og nú eru tryggð við lána- tökur hjá Íbúðalánasjóði. • Íbúðalánasjóður njóti ekki almennrar ábyrgðar ríkisins á skuldbindingum sínum. Sú fyrirgreiðsla sem hann myndi að öðru leyti njóta af hálfu ríkisins væri í beinu sam- hengi við þær skyldur sem honum væri falið að uppfylla. Vel útfærð fjármögnunarleið sjóðsins ætti að geta skilað sambærilegum eða betri útlánakjörum en boðið er upp á í dag. 1985 1995 2005 41 0 41 0 55 3 52 1 59 5 59 2 SVONA ERUM VIÐ > Krabbamein, ný tilfelli á ári Konur Karlar Heimild: Hagstofa Íslands FRÉTTASKÝRING MAGNÚS HALLDÓRSSON ritstjorn@frettabladid.is SJÓNARHÓLL LINSUVÖKVI �������������������� ��������� ����������������� �������������� ���������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 106. tölublað (21.04.2006)
https://timarit.is/issue/271660

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

106. tölublað (21.04.2006)

Aðgerðir: