Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 12
12 21. apríl 2006 FÖSTUDAGUR BRETLAND, AP Elísabet Englands- drottning fagnar áttræðisafmæli sínu í dag og efnir af því tilefni til gestamóttöku í Windsorkastala. Bretar gera sér ýmislegt til hátíð- arbrigða og hafa verið duglegir við að rifja upp ævi drottningar- innar. Á sunnudaginn mætir Elísabet í sérstaka afmælisguðsþjónustu, sem haldin verður í kapellu í Windsorkastala, en á miðvikudag- inn var gerði hún sér lítið fyrir og bauð 99 manns til veislu, sjötíu konum og 29 körlum sem öll eiga það sameiginlegt að vera fædd sama dag og drottningin, 21. apríl árið 1926. „Þetta hefur alltaf verið brand- ari í fjölskyldunni, að mér hafi aldrei verið boðið í afmælisveislu drottningarinnar, þótt við værum fæddar sama daginn, og aldrei datt mér í hug að það myndi rætast,“ sagði Betty Kay frá bænum Donc- aster í norðanverðu Englandi, einn veislugestanna. Elísabet varð drottning árið 1952 þegar faðir hennar, Georg sjötti, andaðist. Formleg krýning- arathöfn var haldin árið eftir, en það ár var hún 26 ára en Karl sonur hennar aðeins fimm ára. Hann verður 58 ára á þessu ári og hafa margir velt því fyrir sér síðustu ár og jafnvel áratugi hvenær drottn- ingin ætli að víkja fyrir honum, svo hann geti orðið konunungur Bretlands. „Þetta er það sem fólk veltir fyrir sér í kringum þessa stóru viðburði,“ sagði talsmaður kon- ungsfjölskyldunnar í gær, en hann vildi þó ekki segja til nafns. „Það kemur ekki til greina að drottning- in láti af embætti. Hún heldur áfram eins og venja er til.“ Frænka drottningarinnar, Margareth Rhodes, sagði í viðtali við BBC-útvarpið núna í vikunni að hún væri sannfærð um að Elísa- bet muni aldrei stíga af valdastóli sínum. „Þetta er ekki eins og venjulegt starf, þetta er ævistarf,“ sagði hún. Elísabet er meira en bara drottning í Englandi, því hún er enn þjóðhöfðingi í sextán af þeim 53 löndum sem tilheyra Breska samveldinu, arftaka Breska heims- veldisins. Á valdatíma sínum hefur hún haft nóg að gera, og meðal annars farið í meira en 250 opin- berar heimsóknir til 129 landa. Einnig hefur hún jafnan átt viku- lega fundi með forsætisráðherra landsins hverju sinni. Þeir eru orðnir tíu talsins, allt frá Winston Churchill til Tonys Blair. Hún hyggst þó fækka aðeins verkefnum sínum á næstunni og mun Karl prins taka að sér að sinna sumum þeirra. gudsteinn@frettabladid.is DROTTNING Á GÆGJUM Myndin er tekin þegar hún var að skoða Albert Hall að loknum endurbótum árið 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Elísabet drottning áttræð Í Bretlandi fagna menn nú áttræðisafmæli Elísabetar drottningar, sem hefur setið á valdastóli frá því hún var 25 ára. Margir spyrja hvort hún ætli loks að víkja fyrir syni sínum, Karli, en hún er ekkert á förum. Á GÖNGUFÖR MEÐ MÖRGÆSUM Elísabet prinsessa var tólf ára þegar hún fékk ásamt félaga sínum, Shaun Plunket, að fara með mörgæsirnar í dýragarðinum í London í stutta gönguferð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NEYTENDAMÁL Sænska neytenda- stofnunin Konsumerverket hefur kært lánafyrirtæki eitt fyrir okur. Þetta kemur fram á heimasíðu Neytendasamtakanna. Fyrirtækið Short Money Serv- ices Scandinavia, sem beinir aug- lýsingum sínum að ungu fólki, auglýsir vaxtalaus lán gegnum farsíma en himinhár lántökukostn- aðurinn er okur að mati umboðs- manns neytenda í Svíþjóð sem hefur vísað málinu til saksóknara. Auglýsingar um lán, án trygg- ingar fyrir greiðslu, ganga út á það hversu hratt lánsféð er afgreitt til lántakanda og það nýj- asta er að fá lán í gegnum farsíma. Með því að senda sms er hægt að sækja um allt að 30.000 króna lán og fá það afgreitt inn á banka- reikning á fimmtán mínútum. Þess er krafist að lánið sé greitt innan mánaðar og þá með himinháum lántökukostnaði. Lántökukostnað- ur af 30.000 króna láni hjá þessu fyrirtæki, sem auglýsir vaxtalaus lán, er 6.000 krónur eða 20 pró- sent. Fyrir lægri lánsupphæð verður árleg hlutfallstala kostnað- ar enn hærri. Sænska neytendastofnunin hefur áhyggjur af því að markaðs- setningu þessara lána er beint að ungu fólki sem hefur oft veikan efnahag og hætta er á að fjárhags- erfiðleikar aukist við auðvelt aðgengi að lánum. - sdg LÁN Í GEGNUM SMS Nýjung í starfsemi lánafyrirtækja er að bjóða upp á lán í gegn- um smáskilaboð úr farsíma. Sænska neytendastofnunin kærir lánafyrirtæki fyrir okur: Okrað á lánum gegnum sms VERÐLAUN Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, veitti á mið- vikudag fyrirtækinu 3X-Stál ehf. útflutningsverðlaun forsetaemb- ættisins við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Eigendur fyrirtæk- isins, Albert Marzelíus Högnason og Jóhann Jónasson, veittu verð- laununum viðtöku. Valur Valsson, formaður úthlut- unarnefndar, lét þess getið að fyr- irtækið hlyti verðlaunin nú fyrir ágætan árangur á stuttum tíma í sölu og markaðssetningu á sér- hönnuðum tækjum fyrir matvæla- iðnaðinn. Verðlaunin voru veitt í átjánda sinn. - shá Útflutningsverðlaunin: 3X-Stál hlaut verðlaunin í ár VERÐLAUNIN AFHENT Athöfnin fór fram með viðhöfn á Bessastöðum. BANDARÍKIN, AP Bæjarstjórnin í Montgomery í Alabama í Banda- ríkjunum hefur beðist afsökunar á þeirri meðferð sem hörundsdökkt fólk mátti þola þar í bæ, einkum á sjötta áratug síðustu aldar. Meðal íbúa bæjarins var Rosa Parks, kona sem barðist fyrir rétt- indum svartra, meðal annars með því að neita að standa upp fyrir hvítum manni í strætisvagni. Parks lést í október á síðasta ári. Bæjarstjórnin, sem að meiri- hluta er skipuð hvítu fólki, sam- þykkti einróma að biðja Rosu Parks og félaga hennar afsökunar, þótt seint væri. - gb Bæjarstjórnin í Montgomery: Biðst forláts á ranglætinu HVÍTA-RÚSSLAND, AP Leiðtogi stjórn- arandstæðinga í Hvíta-Rússlandi, Alexander Milinkevich, vill stuðn- ing frá norskum stjórnvöldum til að binda enda á einræðið í Hvíta- Rússlandi. Milinkevich segist bjartsýnn á að það geti orðið á næstu fimm árum. Þetta kom fram eftir fund hans með norska forsætisráðherr- anum sem lýsti yfir fullum stuðn- ingi við stjórnarandstöðuna í Hvíta-Rússlandi. - sdg Stjórnmál í Hvíta-Rússlandi: Vill stuðning frá Noregi 21. apríl, 1926: Elísabet Alexandra María prinsessa fædd í London, elsta dóttir hertogans og hertogaynjunnar af York. Desember 1936: Játvarður áttundi segir af sér konungstign, og faðir Elísabetar tekur við og nefnist Georg VI. 20. nóvember, 1947: Elísabet prinsessa giftist Philip Mountbatten liðsforingja í Westminster Abbey. Nóvember 1948: Karl prins fæðist. 6. febrúar, 1952: Georg konungur deyr, Elísabet dóttir hans verður drottning. 2. júní 1953. Krýning Elísabetar í West- minster Abbey. Febrúar 1960: Andrés prins fæðist. Mars 1964: Játvarður prins fæðist. 14. júní, 1981: Sex púðurskotum er skotið að drottningunni á krýningaraf- mæli hennar. Hún heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. 29. júlí, 1981: Karl prins gengur að eiga lafði Díönu Spencer. 9. júlí, 1982: Maður brýst inn í svefnher- bergi drottningarinna 1992: Árið hryllilega, „annus horribilis“, þegar Anna prinsessa skildi við mann sinn og hjónaband bæði Karls og Andr- ésar voru í molum 1993: Elísabet drottning byrjar að eigin frumkvæði að greiða skatta. 1996: Díana og Karl fá skilnað. 31. ágúst, 1997: Díana prinsessa ferst í bílslysi í París. 1989: Elísabet drottning vígir skoska þjóðþingið og velska þjóðþingið 2002: Elísabet fagnar hálfrar aldar drottningarafmæli sínu. Systir hennar Margrét og Elísabet drottningamóðir deyja báðar þetta ár. 2005: Karl prins kvænist Camillu Parker Bowles.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 106. tölublað (21.04.2006)
https://timarit.is/issue/271660

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

106. tölublað (21.04.2006)

Aðgerðir: