Fréttablaðið - 21.04.2006, Síða 44

Fréttablaðið - 21.04.2006, Síða 44
 21. apríl 2006 FÖSTUDAGUR16 Hann var ekki smeykur við fuglaflensuna þessi ágæti smyrill sem gripinn var glóðvolgur að gæða sér á þresti í Reykjavík á dögunum. Fréttablaðið/Vilhelm 1. Annie Hall (1977). Myndin átti upprunalega að fjalla um morðráð- gátu en á klippiborðinu ákvað Allen að láta myndina í staðinn fjalla um rómantík. Þrátt fyrir að um rómant- íska mynd sé að ræða segjast aðal- persónurnar aldrei elska hvor aðra með beinum orðum. Eina myndin sem Allen hefur fengið óskarstilnefn- ingu fyrir leik í og eina skiptið sem Allen hefur fengið sjálf verðlaunin fyrir leikstjórn. 2. Bananas (1971). Myndin átti upp- runalega að heita El Weirdo. Þegar Allen var eitt sinn spurður um nafn- giftina sagði hann að það væri vegna þess að það væru engir bananar í myndinni. Flestöll atriðin í myndinni voru leikin af fingrum fram. 3. Manhattan (1979). Fyrsta mynd Allens sem hann kvikmyndaði í Widescreen. Allen skrifaði handritið ásamt Marshall Brickman en þeir áttu eftir að vinna saman oftar. Sú mynd sem er í minnstu uppáhaldi hjá Allen en samt sem áður ein vinsælasta mynd hans frá upphafi. 4. Hannah and Her Sisters (1986). Allen fékk innblástur fyrir myndina eftir að hafa lesið Önnu Karenínu eftir Tolstoy. Sú kvikmynd Allens sem skilað hefur mestum hagnaði. Eiginkona og fyrrverandi fósturdóttir Allens, Soon-Yi Previn, kemur fram í myndinni. Allen fékk óskarsverðlaun- in fyrir handrit í annað sinn. 5. Manhattan Murder Mystery (1993). Mia Farrow átti upprunalega að leika aðalkvenhlutverkið en eftir skilnað hennar og Allens fékk Diane Keaton hlutverkið. Notaði morðráð- gátuna sem hann hafði klippt úr Annie Hall í þessari mynd. TOPP 5: WOODY ALLEN SJÓNARHORN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.