Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 45
FÖSTUDAGUR 21. apríl 2006 29
BRÉF TIL BLAÐSINS
SENDIÐ OKKUR LÍNU
Við hvetjum lesendur til að senda
okkur línu og leggja orð í belg um
málefni líðandi stundar. Greinar og
bréf skulu vera stutt og gagnorð. Ein-
göngu er tekið á móti efni sem sent
er frá Skoðanasíðunni á visir.is. Þar
eru nánari leiðbeiningar. Ritstjórn
ákveður hvort efni birtist í Fréttablað-
inu eða Vísi eða í báðum miðlunum
að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur
til leiðréttinga og til að stytta efni.
Fylgstu með á næstu dögum!
ÞETTA BLAÐ ER
AÐEINS
FYRIR FÓLK MEÐ
ÚTSTÆÐ EYRU
ÖBÍ kynnir nýja hugmyndafræði um eitt samfélag fyrir alla
Sá sem þetta skrifar er sennilega
Kinks-aðdáandi númer eitt á Íslandi
og þó víðar væri leitað. Ég fór mér
til mikillar ánægju á tónleika Ray
Davies í Háskólabíói á föstudaginn
langa. Lengri föstudegi man ég ekki
eftir enda tilhlökkunin í sögulegu
hámarki.
Enginn sem þarna var varð fyrir
vonbrigðum, þvílíkir tónleikar eru
ekki á hverjum degi. Meistarinn lét
ekki bíða eftir sér og byrjaði á lagi
sem er í miklu uppáhaldi hjá flestum
sem þekkja feril The Kinks. Lagið
heitir I‘m Not Like Everybody Else
og var upphaflega á b-hliðinni á
Sunny Afternoon, en hefur hlotið
ótrúlegar vinsældir síðan, því að
sennilega lýsir enginn texti Ray jafn
vel.
Síðan komu gömlu perlurnar
hver af annarri: Where Have All
the Good Times Gone, Till the End
of the Day og síðan lag af nýju plöt-
unni Other People’s Lives, After
the Fall. Geipilega gott lag eins og
reyndar nýja platan er öll. 20th
Century Man kom síðan og þarnæst
kom lag sem náði engum sérstök-
um vinsældum nema hér á landi;
I‘m on an Island var spilað á þess-
um tónleikum í fyrsta skipti síðan
1968. Ray Davies lét þess einu sinni
getið að lagið hefði verið samið í til-
efni fyrstu Íslandsferðar hljóm-
sveitarinnar, en hefur nær ekkert
talað um það í 30 ár, hvað þá spilað
það.
Eftir þetta rak hver perlan aðra,
nýjar og gamlar í bland: Oklahoma
U.S.A. tileinkað systur hans alkóhól-
istanum Rosie, síðan kom Village
Green, Picture Book, Sunny Aftern-
oon, Dead End Street og nýr kon-
fektmoli, Next Door Neighbour.
Merkilegt nokk var 15 mínútna hlé á
tónleikunum. Eftir hléið byrjaði Ray
á nokkrum nýjum lögum, sem grein-
arhöfundi finnst með því besta sem
hefur heyrst lengi: Stand Up Comic,
og þynnkubragurinn Things Are
Gonna Change (the Day After), og
svo hélt Ray áfram með nýja efnið,
sem er hreint afbragð að mínu mati,
Creatures of Little Faith fjallar um
hvað við eigum erfitt með að treysta
öðrum, þar næst Over My Head og
svo kom að mínu mati eitt albesta
lagið af nýju plötunni The Tourist,
þar trúði hann okkur fyrir því að
hann væri alltaf með lítið segulband
hvert sem hann ferðaðist og tæki
upp svona hljóðmyndir, eins og aðrir
taka ljósmyndir þar sem hann ferð-
ast.
A Long Way From Home af Lola
vs. Powerman kom næst tileinkað
Dave bróður hans og gítarleikara
Kinks frá upphafi til enda. Þá var
kominn aftur tími á gullkornin og þá
streymdu Tired of Waiting for You,
Lola, Set Me Free og All Day and All
of the Night. Uppklöppunarlagið var
You Really Got Me í þvílíkri
snilldarútsetningu að unun var að
heyra. Hljómsveitin var snilldargóð
og ótrúlegt hvað þessir tiltölulega
nýju spilafélagar hans virtust hafa
mikla tilfinningu fyrir gamla efninu.
Það voru ánægðir tónleikagestir sem
þyrptust út úr Háskólabíó eftir tón-
leikana og mátti þar sjá marga eldri
kappa úr íslensku tónlistarlífi sem
voru sýnilega sáttir við frammistöðu
meistarans. Ég vil þakka Einari
Bárðar fyrir að gefa okkur þessa
sumargjöf og mig langar að enda
þetta með tilvitnun í Ray: Þetta hét
ekki þungarokk þegar ég fann það
upp. ■
Tónleikar Ray Davies í Háskólabíó
Virðing fyrir fólki
Að kvöldi páskadags sýndi Stöð 2 við-
tal Jóns Ársæls Þórðarsonar við Óskar
Bergmann Albertsson í þætti um „okkar
minnstu bræður“, eins fram kom í kynn-
ingu. Þó Jóni hafi án efa gengið gott til tel
ég rangt að byggja umfjöllunina á eins
konar „aumingjagæsku“ líkt og orða-
lagið „okkar minnstu bræður“ gerir ráð
fyrir. Í því felst ákveðin vorkunn og það
viðhorf að fólk með þroskahömlun sé
fórnarlömb harmleiks. Það segir sig sjálft
að það er erfitt að virða þá sem við vor-
kennum en slíkur hugsunarháttur kemur
í veg fyrir að fólk með þroskahömlun
njóti sömu virðingar og aðrir.
Sömu sögu er að segja af orðalaginu
„þroskaheftur piltur“, sem einnig var
vísað til í umfjölluninni. Það virðist mjög
algengt að líta á fólk með þroskahömlun
sem eilíf börn, þrátt fyrir að það hafi náð
fullorðinsaldri. „Maður með þroskahöml-
un“ hefði frekar verið við hæfi eða ein-
faldlega „maður“, því það er jú það sem
viðmælandinn er fyrst og síðast, óháð
öllum þeim stimplum sem skellt hefur
verið á hann.
Árni Viðar Þórarinsson þroskaþjálfa-
nemi
Brot úr Sóleyjarkvæði endurflutt
Á Herkveðjuhátíð, sem haldin verður
á veitingahúsinu Ránni í Keflavík laug-
ardaginn 22. apríl, verður sá sögulegi
atburður að nokkur þeirra sem frum-
fluttu Sóleyjarkvæði árið 1965 munu
flytja valda kafla úr því. Sóleyjarkvæði
eftir Jóhannes úr Kötlum var fyrst gefið
út árið 1952. Þar segir í ljóðum í þjóð-
legum stíl frá Sóley sólufegri sem gengur
milli manna og vætta að fá þá til að vekja
riddarann sinn sem var stunginn svefn-
þorni af finngálkni úr vestri. Þannig segir
Jóhannes sögu þjóðar sinnar á umbrota-
tímum í ljóðrænu ævintýri.
Vorið 1965 var Sóleyjarkvæði frumflutt í
tóngerð Péturs Pálssonar og vakti mikla
athygli. Hópurinn hélt nokkra tónleika í
Reykjavík og á Norðurlandi. Hljóðupp-
taka var gerð tveimur árum síðar og gefin
út tvisvar á vínilplötu og síðan á hljómd-
iski 2001 af Samtökum herstöðvaand-
stæðinga. Einnig flutti Stúdentakórinn
verkið 1985. Upprunalegir flytjendur rifja
upp hluta verkisins á Herkveðjuhátíð
laugardaginn 22.4. kl. 13 til 17 á Ránni í
Keflavík. Aðgangur er ókeypis.
Þorvaldur Örn Árnason, formaður VG
á Suðurnesjum
UMRÆÐAN
TÓNLEIKAR
ÞORLEIFUR ÁSGEIRSSON
TÖLVUKENNARI
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI