Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 48
21. apríl 2006 FÖSTUDAGUR32
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis-
atburði, stórafmæli,
andlát og jarðarfarir í
smáletursdálkinn hér að
ofan má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma
550 5000.
AFMÆLI
Auður Eir
Vilhjálmsdóttir
prestur er 69 ára.
Fanný Jón-
mundsdóttir
listakona er 61
árs.
Stefán Friðfinnsson
stjórnarformaður ÍAV
er 58 ára.
Guðrún (Rúna)
Jónsdóttir talskona
Stígamóta er 52 ára.
Jóhann Sigurðarson
leikari er fimmtugur.
Lúðvík Geirsson
bæjarstjóri í Hafnar-
firði er 47 ára.
ANDLÁT
Elín Guðmundsdóttir, áður til
heimilis í Mávahlíð 1, lést á dval-
arheimilinu Grund miðvikudaginn
19. apríl.
Sigríður Arnfinnsdóttir, Hraunbæ
170, Reykjavík, lést á heimili sínu
aðfaranótt 18. apríl.
Þórhalla Gísladóttir frá Skógar-
gerði, til heimilis á Bergþórugötu
27, Reykjavík, lést á Landspítalan-
um þriðjudaginn 18. apríl.
JARÐARFARIR
10.30 Þorsteinn Jón Þorsteins-
son vélstjóri, Nesbala
62, Seltjarnarnesi, verður
jarðsunginn frá Seltjarnar-
neskirkju.
11.00 Gunnhildur Ásta Stein-
grímsdóttir verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju.
11.00 Sigurður Gíslason, Fífumóa
3e, Njarðvík, verður jarð-
sunginn frá Keflavíkurkirkju.
13.00 Björg Ólína Júlíana Egg-
ertsdóttir, Meistaravöllum
29, verður jarðsungin frá
Neskirkju.
13.00 Gísli K. Sigurðsson bifreið-
arstjóri, Mjósundi 15, Hafn-
arfirði, verður jarðsunginn
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði.
13.00 Jónína Guðmundsdóttir,
Hjallahlíð 31, Mosfellsbæ,
áður til heimilis á Miklu-
braut 72, Reykjavík, verður
jarðsungin frá Lágafells-
kirkju.
13.00 Magnea Þorkelsdóttir
verður jarðsungin frá Hall-
grímskirkju.
13.00 Sigurður Demetz Franzson
verður jarðsunginn frá
Kristskirkju í Landakoti.
13.00 Valdimar Þ. Einarsson
skipstjóri og útgerðarmað-
ur verður jarðsunginn frá
Áskirkju.
13.30 Pálmi Pálmason, Þór-
unnarstræti 112, Akureyri,
verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju.
14.00 Þorbjörg Sigfúsdóttir,
Blikabraut 11, Keflavík, verð-
ur jarðsungin frá Keflavíkur-
kirkju.
14.00 Pálmi Reynir Valdimars-
son, Meyjarhóli, Svalbarðs-
strönd, verður jarðsungin
frá Svalbarðskirkju.
15.00 Magnúsína Guðrún
Sveinsdóttir, Gnoðavogi
20, Reykjavík, verður jarð-
sungin frá Langholtskirkju.
15.00 Svava Magnúsdóttir, Þver-
brekku 2, Kópavogi, verður
jarðsungin frá Digranes-
kirkju.
Mikið er um að vera hjá Elínu Ósk
Óskarsdóttur í ár. Hún heldur upp á
tuttugu ára söngafmæli með margvís-
legum hætti en í kvöld og á morgun
syngur hún nokkrar af sínum uppá-
haldsaríum með Sinfóníuhljómsveit
Íslands.
„Ég tel afmælið frá því þegar ég
söng mitt fyrsta óperuhlutverk á sviði.
Það var titilhlutverkið í óperunni
Tosca eftir Puccini í þjóðleikhúsinu,“
segir Elín Ósk dreymin. Þegar blaða-
kona biður hana um að leggja mat á
söngkonuna sem hóf feril sinn segist
hún hafa verið mjög ung og sjaldgæft
að söngkonur syngi Toscu á þeim
árum. „Þá var ég náttúrlega að stíga
mín fyrstu skref og ekki eins þroskuð
og ég er í dag. Söngurinn er mikil ögun
og æfing og maður þarf að vera með-
vitaður um að vera alltaf að gera betur
og betur. Fyrir tuttugu árum var ég að
vonast til þess að röddin mín þroskað-
ist út í það að verða dramatískur sópr-
an og ég held að ég hafi fengið ósk
mína uppfyllta.“
Árin tuttugu í söngnum hafa verið
farsæl ef frá eru talin sjö ár þegar
veikindi settu mark sitt á feril Elínar
Óskar. „Ég datt alveg út í sjö ár sem
ég hefði auðvitað gjarnan vilja nýta
mér öðruvísi. En eftir árin sjö kom ég
tvíefld tilbaka og fannst ekkert annað
vera í boði en að halda áfram.“
Elín Ósk hefur líka haldið áfram með
stæl og gert „margt, mikið og skemmti-
legt“ um starfsævina. „Á þessu ári er
alveg ótrúlega margt að gerast sem
hefur undið skemmtilega upp á sig.
Bæði eru það skemmtileg verkefni sem
áttu að tengjast afmælinu og svo önnur
sem komu óvænt upp á. Ég verð með
afmælistónleika hinn 6. maí sem Kurt
Kopecky ætlar að stjórna fyrir mig.
Með mér koma fram ýmsir karlein-
söngvarar sem ég hef sungið mikið með
og svo Óperukórinn og Karlakórinn
Stefnir. Síðan er bara að taka upp
hljómdisk með eintómum aríum með
Sinfóníuhljómsveit Íslands.“
Fyrsta verkefnið eru þó tónleikarn-
ir með Sinfóníuhljómsveitinni í kvöld
og á morgun þar sem kennir ýmissa
grasa. „Ég datt inn í þessa tónleikaröð
með stuttum fyrirvara. Við Petri Sak-
ari, hljómsveitarstjórinn, settumst
niður og fundum saman efnisskrá.
Bæði spilar hljómsveitin forleiki úr
hinum ýmsu óperum og síðan syng ég
á milli sex stórar dramatískar óperu-
aríur.“ Á efnisskránni eru bæði þekkt-
ari verk og einnig aríur sem sjaldan
heyrast hér á landi. „Þetta verður dálít-
il flugeldasýning, eða ég vona það.“
Aðspurð segist Elín Ósk vonast til
þess að verða enn í fullu fjöri eftir
tuttugu ár. „Ég er samt búin að ákveða
að hætta þegar eitthvað fer að gefa sig
og ætla ekki að verða gömul söngkona.
Það eru svo mörg önnur verkefni í boði
og ef í það fer er ég kjörnámsmaður og
fer bara í þá deildina.“
ELÍN ÓSK ÓSKARSDÓTTIR: 20 ÁRA SÖNGAFMÆLI
Flugeldasýning í kvöld
MERKISATBURÐIR
1912 Hafnaboltaliðin New York
Giants og New York Yank-
ees eigast við í góðgerðar-
leik til styrktar eftirlifandi
fórnarlömbum Titanic-sjó-
slyssins.
1944 Konur í Frakklandi öðlast
kosningarétt.
1960 Höfuðborg Brasilíu, Brasília,
er vígð klukkan 9.30 árdæg-
urs þegar allar þrjár greinar
ríkisvaldsins eru fluttar frá
gömlu höfuðborginni Rio
de Janeiro.
1965 Lög um útgáfu nafnskír-
teina eru staðfest en allir
Íslendingar eldri en tólf ára
áttu að fá slík skírteini.
2002 Í fyrstu umferð frönsku
forsetakosninganna komast
forsetinn Jaques Chirac og
hægriöfgamaðurinn Jean-
Marie Le Pen áfram.
NINA SIMONE (1933-2003)
LÉST ÞENNAN DAG.
„Djass er orð sem hvítir nota
til að skilgreina svart fólk.
Tónlistin mín er sígild svört
tónlist.“
Djasssöngkonan og píanistinn Nina
Simone hafði ákveðnar skoðanir á
orðnotkun í tónlistarheiminum.
Á þessum degi árið 1971
komu Flateyjarbók og
Konungsbók Eddukvæða
til Íslands. Voru það fyrstu
handritin sem Danir
afhentu Íslendingum eftir
samning milli landanna
tveggja um skil handritanna
sem undirritaður var árið
1961.
Mikið var um dýrðir
á hafnarbakkanum í
Reykjavík þegar handrit-
in voru borin úr dönsku
freigátunni Vædderen sem
hafði siglt með þau frá
Danmörku. Talið er að um
fimmtán þúsund manns
hafi fylgst með atburðinum
en skólum, skrifstofum og
ýmsum fyrirtækjum var
lokað í tilefni dagsins. Eftir
að sjóliðar höfðu borið
handritin úr herskipinu var
þeim ekið í Háskólabíó þar
sem eiginleg afhending
fór fram. Þar afhenti Helge
Larsen, menntamálaráð-
herra Danmerkur, Gylfa Þ.
Gíslasyni menntamálaráð-
herra handritin tvö.
Á árunum sem fylgdu
komu fleiri handrit til
Íslands. Afhendingu þeirra
lauk þó ekki fyrr en 19. júní
1997.
ÞETTA GERÐIST: 21. APRÍL 1971
Fyrstu handritin koma heim
DANSKIR SJÓLIÐAR BERA HANDRITIN HEIM
Samkvæmt rómverskri
goðafræði var borgin Róm
stofnuð á þessum degi árið
753 fyrir krist. Það voru tví-
burarnir Rómúlus og Remus
sem stóðu að stofnuninni og
voru þeir afkomendur Ene-
asar frá Tróju. Rómúlus
drap þó Remus í rifridli við
byggingu borgarinnar og
var hún því nefnd eftir
honum. Hann ríkti yfir Róm
í þrjátíu og sjö ár og var
fyrstur í röð sjö rómverskra
konunga.
Samkvæmt goðsögninni
er tuttugasti og fyrsti apríl
er nefndur afmælis- eða
fæðingardagur Rómar í
ítölsku almanaki. Tvíbura-
bræðranna er einnig minnst
í borginni þar sem reist
hefur verið stytta þeim til
heiðurs.
Stofnun Rómar
RÓM Borgin á afmæli í dag.
Boðað er til umræðufundar
um tillögur kvennahreyfing-
arinnar til stjórnarskrár-
nefndar vegna fyrirhugaðra
breytinga á stjórnarskrá
lýðveldisins. Rannsóknar-
stofa í kvenna- og kynja-
fræðum boðar til fundarins
sem haldinn verður í dag
klukkan 12.15 í stofu 132 í
Öskju.
Elsa B. Þorkelsdóttir, lög-
fræðingur og sérfræðingur
Evrópuráðsins, og Drífa
Snædal, fræðslu- og fram-
kvæmdastýra Samtaka um
kvennaathvarf, ætla að fjalla
um tillögurnar, sem eru í
þremur meginliðum. Í fyrsta
lagi að stjórnarskráin kveði
á um að ná skuli sem jöfn-
ustu hlutfalli karla og kvenna
á Alþingi, að stjórnvöld séu
skuldbundin til aðgerða til að
jafna stöðu karla og kvenna
og að allir skuli njóta mann-
helgi og verndar gegn ofbeldi
á opinberum vettvangi sem
og í einkalífi.
Að kynningunum loknum
verða umræður en hægt er
að vera undirbúinn og kynna
sér tillögurnar á veffanginu
www.unifem.is.
Kvennahreyfingin um
stjórnarskrárbreytingar
FYRIRLESTUR Í ÖSKJU Kvennahreyf-
ingin leggur til breytingar.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ELÍN ÓSK ÓSKARSDÓTTIR SÖNGKONA Óperan Tosca var fyrsta hlutverkið sem Elín Ósk söng á sviði og miðar hún söngafmælið sitt við þau tímamót.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
KÁTT Á HJALLA Ungar sýrlenskar
stúlkur dansa hér og skemmta fyrir
framan húsarústir á ræmu Gólan-
hæða sem enn tilheyrir Sýrlandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Þegar andlát ber að
Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar
aðstoðað við undirbúning útfara.
Alhliða útfararþjónusta
Símar: 567 9110,
893 8638 og 897 3020
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson