Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 16
 21. apríl 2006 FÖSTUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Allt mjög gott að frétta,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson sem er staddur á skrifstofu Stúdentaráðs Háskóla Íslands þegar blaðamaður slær á þráðinn. „Það er spennandi að vera stúdent í dag þar sem margt er að eiga sér stað í málefnum háskólans.“ Um þessar mundir er stefnumótunarvinna í gangi í háskólanum þar sem starfsfólk og nemendur vinna að því að bæta skólann með það að markmiði að koma skólanum í hóp 100 bestu háskóla í heimi. Allt starfið er í endurskoðun og virkilegur samhugur í fólki að sögn Sigurðar. Fyrir um mánuði endurvakti Stúdentaráð Háskóla Íslands réttindaskrifstofu stúdenta. „Við tökum að okkur að aðstoða stúdenta og reka mál fyrir þá innan skólans.“ Sigurður segir að 50 mál hafi komið inn á borð réttinda- skrifstofunnar nú þegar þar sem stúdentar telja brotið á rétti sínum. Sem dæmi má nefna réttinn til að skoða gömul próf og að fá útskýringar frá kennurum á einkunum. „Ég legg mikla áherslu á að þó að það sé mikilvægt að Stúdentaráð Háskóla Íslands hugsi um stóru málin þá séu litlu málin sem koma upp einnig mikilvæg, sem lúta að beinni hagsmunagæslu stúdenta.“ Af öðrum málum sem eru í deiglunni hjá formanni stúdentaráðs þessa dagana er samstarf sem hefur verið tekið upp við Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri en skólarnir eiga við sambærileg vandamál að stríða að sögn Sigurðar sem telur að með samvinnu geti þeir áorkað miklu sameiginlega. Um páskana skellti Sigurður sér með tengdafjölskyldunni í sum- arbústað í Borgarfirði og náði að slaka á frá annasamri vinnu við hagsmunagæslu stúdenta. Huti páskafrísins fór einnig í vinnu við stúdentakort sem veita nemendum aðgang að byggingum Háskóla Íslands. „Þau eru algjör bylting í þjónustu við stúdenta en við erum núna að taka í gagnið stærsta aðgangsstýringakerfi landsins.“ Spurður um áhrif vinnunnar á námið segir Sigurður að það sitji óneitanlega á hakanum. „En ég hika ekki við að fresta náminu þar sem þetta er það spennandi starf,“ segir Sigurður áður en hann kveður blaðamann og snýr sér aftur að vinnu. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SIGURÐUR ÖRN HILMARSSON FORMAÐUR STÚDENTARÁÐS HÁSKÓLA ÍSLANDS Bjart yfir stúdentum þessa dagana Sigurður Örn Hilmarsson Halda áfram? „Við viljum halda áfram að efla heimaþjónustu og heimahjúkrun, byggja fleiri hjúkrunarheimili og tryggja örugg úrræði þegar fólk þarf á þeim að halda.“ DAGUR B EGGERTSSON SAM- FYLKINGUNNI UM STEFNUSKRÁ FLOKKSINS. FRÉTTABLAÐIÐ. Hefur þetta heyrst áður? „Ég hvet til samkomulags og samráðs við stjórnar- andstöðuna því að þingið er núna komið í fullkomið uppnám.“ ÖGMUNDUR JÓNASSON VINSTRI GRÆNUM UM ÁSTANDIÐ Á AL- ÞINGI. MORGUNBLAÐIÐ. SVAMLAÐ Í LAUGINNI Ísbjörninn í dýragarðinum í Albuquerque í Nýju-Mexíkó í Bandaríkj- unum kældi sig í vorhitunum í lauginni sinni, gestum garðsins til ánægju. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Draumar Haraldar Þór- arinssonar, bifvélavirkja í Kvistási í Kelduhverfi, benda til að veður fari batn- andi undir næstu helgi. „Einhvern veginn fannst mér að það yrði 27. eða 28. sem veðrið ætti að batna,“ segir Haraldur sem jafnan er kallaður Mannsi. Hann hefur dreymt fyrir veðrinu um áratugaskeið en eins og geng- ur hefur allur gangur verið á hvort draumarnir hafi ræst. Harald dreymdi síðast fyrir veðrinu um síðustu mánaðamót. „Þessi draumur var einhvern veg- inn skýrari en aðrir og þegar ég vaknaði hugsaði ég sem svo að þetta yrði langur og leiðinlegur mánuður.“ Óhætt er að segja að það hafi gengið eftir, tíðin hefur verið í samræmi við drauminn. Og nú er að sjá hvort breyting verði á tíðarfari undir lok næstu viku. „Það á eftir að koma í ljós hvort ég hafi ráðið þetta alveg rétt.“ Har- aldur gerir ráð fyrir að veðrið batni um land allt en sér þó ekki fyrir hreint og klárt blíðviðri. „Nei, nei, það er nú ekki þannig enda hefur mér alltaf fundist snöggur bati heldur vondur.“ Haraldur á erfitt með að útskýra með hvaða hætti veðrátta framtíðirinnar birtist honum í draumum og hefur engar skýring- ar á reiðum höndum. Segir þetta bara koma. „Mig hefur oft dreymt og dreymir mikið en sennilega gleymi ég meirihlutanum og kann svo ekki að ráða í hitt,“ segir hann af hógværð. bjorn@fréttablaðið.is Veðrið batnar eftir eina viku DREYMIR FYRIR VEÐRINU Haraldur Þórarinsson í Kvistási er mikill áhugamaður um veðurfar og dreymir oft fyrir tíðinni. Hann býst við að veðrið batni fyrir næstu helgi en veit ekki hve lengi það verður gott. Hluthafafundur Dagsbrúnar hf. Dagsbrún hf. tilkynnir um frestun áður boðaðs hluthafafundar hinn 24. apríl nk. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 28. apríl 2006 kl. 16:00 á Hótel Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Á dagskrá fundarins verða eftirtalin mál: 1. Tillögur stjórnar um hækkun hlutafjár. 2. Kjör stjórnar. 3. Önnur mál. Stjórn Dagsbrúnar hf. leggur fyrir fundinn eftirfarandi tillögur: 1. Tillaga um breytingu á gr. 2.01.4 í samþykktum félagsins. Hækkun hlutafjár allt að 1.450.000.000 kr. vegna samruna eða yfirtöku á öðrum félögum. Hluthafar falli frá forgangsrétti. Réttur hluthafa til forgangs að þessum hluta hlutafjáraukningarinnar skv. hlutafélagalögum og samþykktum skal ekki eiga við, sbr. heimild í 34. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995. 2. Tillaga um breytingu á gr. 2.01.5 í samþykktum félagsins. Hækkun hlutafjár að fjárhæð 413.333.333 kr. vegna kaupa á hlutum í Kögun hf. Hluthafar falli frá forgangsrétti. Réttur hluthafa til forgangs að þessum hluta hlutafjáraukningarinnar skv. hlutafélagalögum og samþykktum skal ekki eiga við, sbr. heimild í 34. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995. 3. Stjórnarkjör. Dagskrá og fundargögn verða hluthöfum til sýnis á skriftstofu félagsins, Síðumúla 28, Reykjavík, viku fyrir fundinn. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað. Stjórn Dagsbrúnar hf. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI LANDBÚNAÐUR Tveir kiðlingar litu dagsins ljós að Arnarstapa á Mýrum í fyrradag. Ásgerður Páls- dóttir var að huga að þeim þegar blaðamann bar að garði og var huðnan við góða heilsu en þó áhyggjufull þegar bóndinn tók kiðlingana í fangið til að sýna þá litlu sem einnig eru huðnur. Sjö geitur eru á bænum og eiga tvær eftir að bera. Hinsvegar er Ásgerður að undirbúa sig fyrir miklar annir þar sem sauðburður gengur senn í garð en um 150 ær eru á Arnarstapa. Ásgerður segist henda geitakjötinu þegar þær gefa upp öndina en slíkt kjöt er ekki í hávegum þar á bæ. - jse Arnarstapi á Mýrum: Kiðlingar koma í heim ÁSGERÐUR MEÐ KIÐLINGANA Huðnan fylgdist vel með nýbornum afkvæmum sínum í höndum bóndans á Arnarstapa en Ásgerður kann á þeim tökin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 106. tölublað (21.04.2006)
https://timarit.is/issue/271660

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

106. tölublað (21.04.2006)

Aðgerðir: