Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 62
46 21. apríl 2006 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI Stjórn handknattleiks- deildar FH gerði sér lítið fyrir á dögunum og nýtti uppsagnar- ákvæði í samningum leikmanna félagsins. Allir leikmenn félags- ins, bæði í karla og kvennaflokki, eru því án samnings og í raun frjálst að semja við hvaða lið sem er. „Ef við ætluðum að segja upp samningum við leikmenn varð það að gerast fyrir 15. apríl og þetta er varúðarráðstöfun hjá okkur því ef við lendum í neðri hlutanum í karl- aboltanum er ljóst að tekjurnar munu minnka stórlega og ekki víst að við getum í kjölfarið staðið við gerða samninga. Rekstrarum- hverfið í neðri deildinni er þess eðlis að það væri ekki ábyrg fjár- málastjórnun hjá okkur að grípa ekki til þessara aðgerða núna. Ef við hefðum ekki gert þetta þá hefði deildin einfaldlega farið á hausinn næsta vetur að því gefnu að við leikum í neðri hlutanum,“ sagði Örn Magnússon, formaður handknattleiksdeildar FH, við Fréttablaðið í gær en félagið sagði ekki upp samningum við þjálfara liðanna, þá Atla Hilmarsson og Kristján Halldórsson. „Við verðum að gera hlutina öðruvísi ef við lendum í neðri hlut- anum og munum semja á þeim forsendum sem liggja fyrir í lok tímabilsins. Þetta er ekki gert samt bara fyrir okkur heldur erum við einnig að gera þetta fyrir leik- menn því það er ekkert víst að allir leikmenn liðsins vilji spila í neðri hlutanum næsta vetur,“ sagði Örn sem neitar því ekki að skuldastaða félagsins sé mjög slæm og að reksturinn sé þungur. Fréttablaðið hefur heyrt að deild- in skuldi í kringum 40 milljónir króna en Örn vildi ekki staðfesta þá tölu. „Ég held að það sé orðum aukið en skuldastaðan er vissu- lega slæm og í endurskoðun. Ég vil ekki segja hver skuldastaðan er nákvæmlega en hún er erfið.“ Örn segir að það sé enginn dans á rósum að reka handknattleiks- deildina sem sé í samkeppni við Íslandsmeistara Hauka í hand- bolta og Íslandsmeistara FH í fót- bolta um styrktaraðila og annað. Þó staðan sé slæm á Örn samt ekki von á því að stjórnin muni stökkva frá borði fari svo að liðið lendi í neðri hlutanum. „Það er engan bilbug á okkur að finna en þetta er erfitt þar sem allur tíminn fer í að leita að pen- ingum. Við erum að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni núna en við trúum því að við verðum samt í efri hlutanum. Félag eins og FH á ekki að vera í svona basli og von- andi náum við úrvalsdeildarsæti því FH á heima á meðal þeirra bestu,“ sagði Örn. henry@frettabladid.is Handknattleiksdeildin ákvað að segja upp öllum samningum Handknattleiksdeild FH hefur sagt upp samningum allra leikmanna meistaraflokks félagsins, bæði í karla- og kvennaflokki. Formaðurinn segir aðgerðina nauðsynlega enda standi handknattleiksdeildin illa fjár- hagslega. Talað er um að deildin skuldi 40 milljónir króna en formaðurinn segir það orðum aukið. VILJA EKKI HEYRA SLÆMAR FRÉTTIR? Ásdís Sigurðardóttir og stöllur hennar í FH eru allar án samnings rétt eins og leikmenn meistaraflokks karla. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Markvörðurinn Florentina Grecu, sem leikið hefur með ÍBV síðustu tvö ár, segir að það séu 80% líkur á að hún spili með liði Stjörnunnar á næstu leiktíð. Grecu hefur ekki enn skrifað undir samning við félagið, öfugt við það sem forráðamenn ÍBV hafa haldið fram, en viðurkennir að hana langi til að breyta um umhverfi. „Þetta er ekki alveg komið á hreint en það er langlíkegast að ég fari til Stjörn- unnar. Ég er búinn að vera í Eyjum í tvö góð ár og langar til að breyta til og flytja til Reykjavíkur,“ útskýrir Grecu, en samn- ingur hennar við ÍBV rennur út í sumar og er hún því frjáls ferða sinna. Grecu, sem hefur verið í hópi bestu markmanna landsins frá því að hún kom fyrst, hefur fengið fjölmörg tilboð frá félögum í öðrum löndum, m.a. Þýskalandi, Dan- mörku, Spáni, Rúmeníu og fleiri löndum. Hún býst þó ekki við að fara af landi brott. „Mér líður vel á Íslandi og svo er mað- urinn minn í þeirri aðstöðu að það er best fyrir hann að vera á Íslandi,“ sagði Grecu. Sem kunnugt er voru forráðamenn ÍBV ekki sáttir við vinnubrögð Stjörnunnar í þessu máli og sökuðu félagið um að ræða ólöglega við samningsbundinn leikmann. Grecu ítrekar að hún hafi ekki átt samskipti við neinn inn- anbúðar hjá Stjörnunni. „Ég er með góðan umboðsmann sem vinnur í mínum málum og tala aðeins við hann. Það var frá honum sem ég frétti af áhuga Stjörnunnar,“ segir hún en kæra frá ÍBV liggur enn á borði HSÍ og verður tekin fyrir á næstunni. FLORENTINA GRECU: MUN LÍKLEGA STANDA Í MARKI STJÖRNUNNAR Á NÆSTU LEIKTÍÐ: Mig langar að breyta um umhverfi > Heyrst hefur... ... að verulegur skjálfti sé í herbúðum KR-sports enda hefur gengi meist- araflokks KR verið langt fyrir neðan væntingar. Liðið hefur tapað hverjum leiknum á fætur öðrum á undirbúningstíma- bilinu og tap gegn 1. deildarliði Fram í gær var síðan sérlega erfitt að kyngja. Stuðnings- menn KR eru því farnir að búa sig undir komu útlendinga rétt fyrir tímabil og fá sumir stuðningsmannanna hroll niður bakið við tilhugsunina enda gleymast menn á borð við Moussa Dagnogo og Sergio Ommel seint. Wilkins fylgdist með Ray Wilkins, hinn gamalreyndi þjálfari úr enska boltanum og núverandi þjálfari hjá Millwall, var á meðal áhorfenda á leik KR og Fram í deilda- bikarnum í gær. Eins og kunnugt er eiga KR og Millwall í samstarfi en Wilkins var á landinu til að ganga frá lausum endum í tengslum við heim- sókn Milwall til Íslands í sumar. FÓTBOLTI Riðlakeppni í deildabikar karla er lokið en fjögur lið komust upp úr tveimur riðlunm í A-deild. Það voru ÍBV og FH sem komust upp úr riðli eitt og Keflavík og Þór komust upp úr riðli númer tvö. Þórsarar komu mikið á óvart en þrátt fyrir að skora aðeins níu mörk í sjö leikjum leika Þórsarar í undanúrslitum þar sem þeir mæta Íslandsmeisturum FH sem tryggði sér efsta sætið í 1. riðli með 5-2 sigri á Fjölni í gær. Leikur FH og Þórs verður leik- inn á þriðjudaginn í næstu viku en Keflavík og ÍBV mætast í Egils- höllinni á fimmtudaginn. Úrslita- leikurinn sjálfur fer svo fram 1. maí á Stjörnuvelli. - hþh Deildabikar karla: Riðlakeppni A- deildar lokið HART BARIST Það voru engin vettlingatök sýnd í leik ÍA og Keflavíkur í gær. Hér sækir Hólmar Örn Rúnarsson fast að Dean Mart- in. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 106. tölublað (21.04.2006)
https://timarit.is/issue/271660

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

106. tölublað (21.04.2006)

Aðgerðir: