Fréttablaðið - 24.05.2006, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 24.05.2006, Qupperneq 46
■■■■ { íslensk útrás } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■2 Hilmar V. Pétursson, forstjóri CCP, segir enga tilviljun að Kína hafi orðið fyrir valinu „Það er gríðarleg- ur áhugi fyrir tölvuleikjum í Asíu. Sem dæmi má nefna að markaður fyrir fjölþátttökuleiki í Kóreu einni og sér er stærri en í öllum hinum vestræna heimi samanlagt. Þar eru það ekki íþróttastjörnur eða rokk- hetjur sem njóta mestrar kvenhylli, heldur þeir sem er bestir í vinsæl- asta tölvuleiknum.“ Hilmar segist hafa eigin skýringu á vinsældum tölvuleikja í Asíu. „Asíubúar hafa um aldaraðir haft mikinn áhuga á spilum. Tölvuleik- irnir virðast falla inn á þetta áhuga- svið. Þegar mönnum tekst svo að búa til áskriftarmódel kringum leik- ina þá getur þetta undið svakalega upp á sig.“ Brátt hefjast opnar prófanir á EveOnline í Kína þar sem áhuga- sömum verður leyft að spila ókeyp- is í einn mánuð. Áætlað er að um átta hundruð þúsund manns muni þekkjast boðið og að allt að þriðj- ungur þeirra muni að lokum kaupa sér áskrift. CCP-liðar gera þó ráð fyrir að hlutfallið verði aðeins lægra í tilfelli EveOnline „Þeir leikir sem hingað til hafa ratað á Kínamarkað hafa verið tiltölulega einfaldir. Yfirleitt gamlir kóreanskir leikir. Þetta er í fyrsta skipti sem fjölþátttökuleikur á borð við Eve kemur á markaðinn. Við ætlum okkur að reyna að ná til þeirra sem ekki hafa fundið sér tölvuleiki við hæfi hingað til.“ Strandhögg CCP í Kína hefur greinilega vakið athygli því kín- verska menntamálaráðuneytið hafa farið þess á leit að fá heimild til að nota leikinn við kennslu í skól- um landsins. Hilmar segir kínverska menntamálaráðuneytið hafa gert sér grein fyrir að Kínverjar hafa gaman að tölvuleikjum og leiti leiða til að notfæra sér það. Hann er ekki í nokkrum vafa um að EveOnline sé gott kennslutæki. Markaðskerfi leiksins sé byggt á raunverulegum mörkuðum, einkum hinum bandaríska NASDAQ. Þar gildi á margan hátt sömu reglur og lögmál, til að mynda um framboð og eftirspurn. „Tölvuleikir eru alltaf á vissan hátt endursköpun á raun- verulegum aðstæðum. Eve fjallar mikið um að reka fyrirtæki á hag- kvæman hátt, og góður Eve-spilari þarf að hafa sömu eiginleika og góður stjórnandi. Menntamálaráðu- neytið hefur séð að þessa eiginleika þurfi Kínverjar að tileinka sér enn frekar.“ Hilmar segir viðskiptahætti Kín- verja og Íslendinga líkari en margur kann að halda. „Vissulega er margt öðruvísi, en það kemur samt alltaf á óvart hversu margt er eins. Við- skipti ganga jú allstaðar út á fólk.“ Helst er það viðhorf til samn- inga sem er ólíkt eftir menningar- heimum. „Í Kína vegur persónulegt samband mikið. Það sem þú segir er jafnvel meira virði en það sem þú skrifar. Þessu er öðruvísi farið í hinum vestræna heimi, þar er sam- komulag einskis virði nema það sé fest á blað.“ Hilmar telur mikilvægast að koma fram af hógværð. Margir hafi brennt sig á því að fara of geyst og ætla að sigra Asíu í einu vetfangi. „Kínverjar hafa verið siðmenntaðir í fjögur þúsund ár, miklu lengur en við og ættu að vita sínu viti. Þótt þeir beiti öðrum aðferðum þýðir það ekki að þær séu rangar. Ég held að stöðugur hagvöxtur í landinu segi sína sögu. Eitthvað hljóta þeir að gera rétt.“ Koma fram af hógværð Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP opnaði nýlega skrifstofu í Peking, höfuðborg Kína. Stefnan er tekin á að koma Kínverjum upp á lagið með að spila tölvuleikinn EveOnline. Hilmar V. Pétursson forstjóri CCP segir marga hafa brennt sig á því að ætla að sigra Asíu í einu vetfangi. „Kínverjar hafa verið siðmenntaðir í fjögur þúsund ár, miklu lengur en við og ættu að vita sínu viti.“ Íslendingar keyptu erlend fyrirtæki fyrir tæpa 536 milljarða íslenskra króna árin 2004 til 2005. Stærstu ein- stöku viðskiptin voru kaup KB banka á breska fyrirtækjabankanum FIH fyrir áttatíu og fjóra milljarða króna. Næst komu kaup Bakkavarar á breska matvælafyrirtækinu Geest fyrir sjötíu milljarða. Þá keyptu KB bankamenn Singer og Friedlander banka fyrir sextíu og fimm millj- arða króna. Athygli skal þó vakin á því að gangi kaup Actavis á króatíska samheita- lyfjafyrirtækinu Pliva verður metið slegið allhressilega, en hundrað tut- tugu og fimm milljarða verðmiði er settur á Pliva. Íslensku bankarnir hafa verið í fararbroddi íslensku útrásarinnar. KB banki hefur verið þeirra duglegastur að stækka við sig og keypti erlend fyrir- tæki fyrir samtals 149 milljarða króna á umræddu tímabili. Glitnir fjárfesti samtals fyrir tæplega 38,5 milljarða í fjórum norrænum fjármálafyrirtækj- um. Landsbankinn var ekki alveg jafn stórtækur keypti „einungis“ fyrir níu milljarða króna. Landsbankamenn hafa reyndar bætt talsvert við sig síðan listinn kom út; keyptu evrópsku fjármálafyrirtækin Merrion og Kepler á rúma ellefu milljarða króna samtals. Þrjú fjármálafyrirtæki er að finna meðal efstu tíu og þrjú matvælafyrir- tæki. Actavis hefur fest kaup á tveim- ur lyfjafyrirtækjum fyrir samtals 88 milljarða króna. Þá hafa Baugsmenn keypt skartgripasmiðinn Goldsmith og tískuveldi Mosaic Fashions. Greinilegt er að straumurinn liggur til Bretlands, en fimm af tíu stærstu fyrirtækjum sem keypt hafa verið hafa höfuðstöðvar þar. Keyptu fyrir 536 milljarða KB banki og Actavis stórtækustu útrásarfyrirtækin. Höfuðstöðvar KB banka í ReykjavíkKB banki hefur verið í fararbroddi íslensku útrásarinnar og keypti erlend fyrirtæki fyrir 149 milljarða króna árin 2004 til 2005. Actavis sækir þó hart að KB banka og mun hirða toppsætið gangi kaup Actavis á króatíska lyfjafyrirtækinu Pliva eftir. NAFN FYRIRTÆKIS KAUPANDI KAUPVERÐ ÁR FIH (BRE) KB banki 84 2004 Geest (BRE) Bakkavör 70 2005 Singer og Friedlander (BRE) KB banki 65 2005 Alpharma (NOR) Actavis 50 2005 Big Food Group (BRE) Baugur 40 2005 Amide (BNA) Actavis 33 2005 BN Bank (NOR) Glitnir 33 2005 Mosaic (BRE) Baugur 30 2005 Labeyrie (FRA) Alfesca 29 2004 Goldsmiths (BRE) Baugur 14 2004 *HEIMILD: VIÐSKIPTARÁÐ ÍSLANDS, HALLDÓR BENJAMÍN ÞORBERGSSON **ALLAR TÖLUR Í MILLJÖRÐUM KRÓNA Fyrirtækjakaup Íslendinga erlendis frá árinu 2004 Ísland er fjórða samkeppnishæfasta hagkerfi heims samkvæmt alþjóð- legri könnun IMD-viðskiptaháskól- ans í Sviss. Ísland er samkeppnis- hæfasta land Evrópu. Könnun IMD tekur til sextíu landa og kemur út árlega. Bandaríkin eru í fyrsta sæti listans, Hong Kong í öðru sæti og Singapúr í því þriðja. Frænd- ur okkar Danir eru í fimmta sæti, en lentu í sjöunda árið 2004. Ísland vermir jafnframt fjórða sætið þegar litið er til skilvirkni hins opinbera- Samkeppnis- hæfust í Evrópu 2004 2005 Bandaríkin 1. 1. Hong Kong 2. 2. Singapúr 3. 3. Ísland 4. 4. Danmörk 7. 5. Samkeppnishæfustu hagkerfi heims Samkvæmt lista IMD viðskipta- háskólans í Sviss 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.