Fréttablaðið - 24.05.2006, Page 60
MARKAÐURINN
F Ó L K Á F E R L I
24. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR20
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Skúlagata 17 101 Reykjvavík sími : 566 88 00 e-mail : vidskiptahusid@vidskiptahusid.is www.vidskiptahusid.is
Til sölu er ein áhugaverðasta húsgagna- og gjafavöruverslun landsins.
Verslunin er með mikið af góðum umboðum og hefur að skipa glæsilegu
vöruúrvali og faglegu starfsfólki. Fyrirtækið hefur verið vel rekið og með
miklum metnaði en fyrir liggja uppgjör og áætlanir til 20008
Nánari upplýsingar gefur Jóhann Ólafsson í síma 863-6323.
Til sölu rótgróið framleiðslu- og þjónustufyrirtæki í sjávarútvegi.
Félagið hefur ávalt verið rekið með hagnaði enda með góða vöru og hæft
starfsfólk. Fyrir liggur skýrsla um félgið fyrir fjárfesta að skoða.
Nánari upplýsingar gefur Jóhann Ólafsson í síma 863-6323.
Til sölu innflutnings- og sölufyrirtæki á sviði véla og tækja.
Félag með mikið af góðum merkjum og víðu sviði frá iðnaði og allt til
sjávarútvegs. Vaxandi félag með mikla framtíðarmöguleika.
Til sölu Innflutnings- og dreifingarfyritæki í efnageiranum.
Gróið félag með góða afkomu sem auðvelt er að bæta við annað.
Til sölu Fiskeldisstöð tilbún til rekstar.
Erum með kaupendur af félagi:
með innflutning eða framleiðslu á umbúðum.
með innflutning og dreifingu á efnum og olíum.
með innflutning og dreifingu á tölvum og tölvubúnaði.
með innflutning og dreifingu fyrir heilsugeiran.
Jóhann Ólafsson
Löggiltur FFS.
Viðskiptahúsið
Skúlagata 17
s: 566 88 00
gsm: 863-6323
vidskiptahusid@vidskiptahusid.is
Fyrirtæki - Atvinnuhúsnæði - Fasteignir - Skip - Aflaheimildir
Aflaverðmæti íslenskra skipa á
fyrstu tveimur mánuðum árs-
ins nam 10,8 milljörðum króna
og dróst saman um 16 prósent
eða tvo milljarða á milli ára.
Töluverð aukning varð í afla-
verðmæti karfa og flatfisks á
sama tíma, samkvæmt upplýs-
ingum Hagstofunnar.
Aflaverðmæti botnfisks var
svipað og í fyrra eða 7,9 millj-
arðar króna sem er 3 prósentum
minna en fyrir ári. Verðmæti
annarra tegunda hefur einnig
dregist saman. Aflaverðmæti
þorsks dróst saman um 4,8
prósent og nam 4,9 milljörðum
en ýsu 1,4 milljörðum króna
sem er 4,6 prósentum minna en
fyrir ári.
Aflaverðmæti karfa jókst um
10,7 prósent á milli ára og nam
800 milljónum króna á fyrstu
tveimur mánuðum ársins. Þá
jókst aflaverðmæti flatfisks um
39 prósent á milli ára en það
nam jafn miklu og aflaverð-
mæti karfa.
Loðnuvertíðin var afar dræm
og dróst verðmæti uppsjávar-
afla saman um 49 prósent á
milli ára. Þá nam aflaverðmæti
loðnu 1,7 milljörðum króna
á fyrstu tveimur mánuðum
ársins en það er 2,2 milljörð-
um krónum minna en í fyrra.
Þrátt fyrir það jókst verðmæti
loðnuhrogna mikið en það nam
rúmum 300 milljónum króna.
- jab
LOÐNA Loðnuverðtíðin var afar slæm og dróst aflaverðmæti loðnu saman um 2,2 millj-
arða króna á milli ára. MYND/VILHELM GUNNARSSON
Aflaverðmæti minna á milli ára
HELGA ÓLAFS hefur tekið við stöðu
upplýsingafulltrúa Alþjóðahúss. Hún
hefur umsjón með
kynningarmálum
og viðburðum, sem
og upplýsingagjöf,
tengslamyndun og
fræðslu fyrir innflytj-
endur og innfædda
auk samskipta við
fjölmiðla. Helga
starfaði sem ritstjóri og ráðgjafi hjá
AP almannatengslum frá árinu 2003 og
ritstýrði Matartímanum, tímriti um mat
og vín. Áður starfaði hún hjá Frjálsri
fjölmiðlun, sem verkefnisstjóri og rit-
stjóri undirvefja Vísis.is og á ritstjórn og
markaðsdeild DV. Helga hefur lokið BA
prófi í sálarfræði og stundar nú meist-
aranám í blaða- og fréttamennsku við
Háskóla Íslands.
IRMA MATCHAVARIANI starfar í túlka- og
þýðingarþjónustu Alþjóðahúss. Irma
hefur starfað sem
rússneskukenn-
ari við Háskóla
Íslands, hjá Mími-
símenntun og við
Menntaskólann
við Hamrahlíð. Hún
hefur lokið BA-prófi
í íslensku og er
með doktorspróf í
rússneskri málfræði og bókmenntum.
ÍRIS BJÖRG Kristjánsdóttir er ritstjóri
Alþjóðahúss. Hún ritstýrir og hefur
umsjón með tíma-
riti Alþjóðahúss,
Eins og FÓLK er
flest, sem kemur út
ársfjórðungslega,
og jafnframt póst-
lista og vefsíðu
Alþjóðahúss.
Auk þess starfar
hún við íslensku-
kennslu á vegum Alþjóðahúss. Íris
er með BA próf í mannfræði og bók-
menntafræði og hefur undanfarin miss-
eri stundað meistaranám í mannfræði
við Kaupmannahafnarháskóla. Íris var
áður efnisstjóri Strik.is, blaðamaður
Vísis.is og blaðamaður og pistlahöfund-
ur hjá Tölvuheimi.
LUCIANO DUTRA er þjónustufulltrúi
Alþjóðahúss og sér um að veita gest-
um Alþjóðahúss
almennar upplýsingar
um innflytjendamál
á Íslandi. Luciano
stundar samhliða
vinnu nám í íslensku
og þýðingarfræði við
Háskóla Íslands. Hann
er menntaður grafískur hönnuður frá
Brasilíu og starfaði áður hjá Amnesty
International þar í landi. Hann talar
portúgölsku, íslensku og spænsku.
Launavísitala Hagstofu Íslands
mældist 286,4 stig í apríl og
hækkaði um 0,4 prósent frá fyrri
mánuði. Vísitalan hefur hækkað
um 8,4 prósentustig síðastliðna
tólf mánuði. Verðbólga hefur á
sama tíma mælst 6,5 prósent og
kaupmáttur launa því aukist um
tæp tvö prósent.
Fram kemur í Morgunkornum
Glitnis að 8,4 prósent hækkun
launa á tólf mánaða tímabili
teljist afar mikið í alþjóðlegum
samanburði. Hins vegar hafi
framleiðnivöxtur verið hraður og
unnið á móti verðbólguáhrifum
aukins launakostnaðar hjá fyrir-
tækjum. -jsk
Laun hækka hratt
Launavísitalan hækkaði um 0,4% í aprílmánuði.
BYGGINGARVERKAMENN Unnið við
Laugardalsvöllinn.
�����������������
��������� ����������������� ��� ��� ���� �������������� ����
������� ���������� ������ ��������� ��� ����� �� �������
������������������������� ������ ������������������������
���������������������������������������������
������ ��� ������ �� ��� ������ ������� ����� ����
���������� ����������������� ������ �������� ���� ���������
������������������� ���� ������ �� ����������� ������ ���
��������������������������������������������
��������
�����������������������������������
������������
��������������������������
������������������
������������������
AUGL†SINGASÍMI
550 5000