Fréttablaðið - 09.06.2006, Side 2

Fréttablaðið - 09.06.2006, Side 2
2 9. júní 2006 FÖSTUDAGUR ��������������������������������������������������������������������� ������������� ������������ �������������� ������������������������������������������������������������������ ���� ����� ����� � ��� ��� �� �������������� ��� �������������� ����� SPURNING DAGSINS? Daði, var þetta ekki vítavert af þér? „Jú, þetta var vítavert gagnvart Keflvík- ingum og ásetningurinn algjör.“ Daði Lárusson, markvörður FH, var í gær valinn leikmaður fimmtu umferðar Lands- bankadeildarinnar af Fréttablaðinu en hann varði tvær vítaspyrnur gegn Keflvíkingum á mánudag. Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Elliðavatnsvegi á þriðjudagskvöld hét Hallgrímur Páll Guðmundsson og var til heimilis að Hegranesi 25 í Garðabæ. Hallgrímur Páll var 34 ára, fæddur 12. nóvember 1971. Hann var ókvæntur en lætur eftir sig fjög- urra ára son. - sh Hallgrímur Páll Guðmundsson: Lést í bílveltu HALLGRÍMUR PÁLL GUÐ- MUNDSSON ÍSLAND-RÚSSLAND Mikhaíl Y. Frad- kov, forsætisráðherra Rússlands, átti viðræður við íslenskan starfs- bróður sinn í Ráðherrabústaðnum í gær, í kjölfar leiðtogafundar Eystrasaltsráðsins sem báðir sátu. Bar þar meðal annars á góma áhuga Rússa á samstarfi við Íslendinga í virkjun jarðhita. Fradkov tók fram að rússnesk yfirvöld hefðu ekki í hyggju að hindra innflutning á íslenskum laxi til Rússlands en fregnir fyrr í vik- unni hermdu að Rússar hygðust setja upp tollahindranir þar sem Norðmenn hefðu reynt að komast hjá slíkum hömlum sem gilda um norskan lax með því að merkja sinn lax sem íslenskan. - aa Forsætisráðherrafundur: Ræddu jarðhita og viðskipti FUNDUÐU Í RÁÐHERRABÚSTAÐ Forsætis- ráðherrar Rússlands og Íslands, Mikhaíl Y. Fradkov og Halldór Ásgrímsson, í Tjarnar- götunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÍRAK, AP Æðsti maður al-Kaída hryðujuverkanetsins í Írak, Abu Musab al-Zarqawi, lét lífið í loftár- ásum Bandaríkjahers skammt frá Bagdad aðfaranótt fimmtudags, að sögn Nouri al-Maliki, forsætisráð- herra Íraks, í gær. Fregnin var jafnframt staðfest á vefsíðu al- Kaída í Írak. George W. Bush Bandaríkjafor- seti var kampakátur yfir fregnum af láti al-Zarqawis og sagði dauða hans vera mikið áfall fyrir hryðju- verkanetið. Jafnframt væri fráfall uppreisnarforingjans mikil hvatn- ing fyrir lýðræðið í Írak, að sögn Bush. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tók undir með Bush, en báðir bættu við að dauði foringj- ans þýddi ekki endalok stríðsins. Faðir eins meints fórnarlambs al-Zarqawi, Bandaríkjamaðurinn Michael Berg, sagði blaðamönnum í gær að hann óttaðist að dauði hryðjuverkaforingjans myndi ein- göngu leiða til enn frekari hefnd- araðgerða og meira mannfalls. Ný skoðanakönnun sem birt var fyrr í vikunni sýndi að 59 prósent Bandaríkjamanna telja að Banda- ríkin hafi gert mistök með því að ráðast inn í Írak, en ljóst þykir að ráðgjafar Bush vona að þessar nýj- ustu fregnir auki vinsældir forset- ans og stuðning við stríðið. - smk/sjá bls. 6 og 16 Æðsti maður al-Kaída hryðjuverkanetsins í Írak: Al-Zarqawi fórst í loftárás DAUÐA FAGNAÐ Þessir lögreglumenn frá Írak ásamt aldraðri konu fögnuðu í gær fregnum af fráfalli Abu Musab al-Zarqawi, leiðtoga al-Kaída í Írak. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Verkfall leyst á NRK Fréttamenn Ríkisútvarps Noregs aflýstu verkfalli og sneru aftur til starfa í gær eftir sáttatilboð um launahækkun upp á 14.000 krónur norskar á ári, eða 168.000 íslenskar. Þeir höfðu áður hafnað um það bil 72.000 króna launahækkun. NOREGUR Töf á flugi Bilað ratsjárkerfi neyddi flugyfirvöld í Svíþjóð til að stöðva alla flugumferð um aðalflugvelli landsins í gær. Lá allt flug niðri í um tvo tíma frá 25 flugvöllum. Töfin hófst um klukkan 10:30 að staðartíma og tók neyðar- ratsjárkerfi þegar til starfa svo að vélar sem voru í loftinu gátu lent með aðstoð þess. Ekki bárust tilkynningar um nein óhöpp vegna atviksins. SVÍÞJÓÐ STJÓRNMÁL Enn er óvíst hvenær flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið en það er verkefni miðstjórn- arfundar að taka um það ákvörðun. Mið- stjórnin kemur saman í Súlnasal Hótel Sögu klukkan fjögur í dag, líkt og lands- stjórn ákvað fyrir réttri viku. Um 150 manns sitja í miðstjórninni sem fundar að jafnaði tvisvar á ári. Enn hefur ekki tekist að halda fund í framkvæmdastjórn flokks- ins en í henni sitja formaður, varaformaður, ritari og formenn þingflokks, Landssambands framsóknarkvenna og Sambands ungra framsóknarmanna. Reynt verður að koma framkvæmda- stjórninni saman fyrir miðstjórn- arfundinn í dag og ná sátt um til- lögu að tímasetningu flokksþingsins. Sú tillaga verður svo borin undir mið- stjórn. Náist ekki sátt er viðbúið að tvær eða jafnvel fleiri tillögur að tímasetningu verði bornar upp til atkvæðagreiðslu á miðstjórnarfundinum. Halldór Ásgrímsson hefur sagt það vilja sinn að flokksþingið verði haldið snemma í haust en á því mun hann láta af formennsku. Aðrir, meðal annars Guðni Ágústs- son, vilja á hinn bóginn að þingið verði haldið sem fyrst. Á fundinum í dag mun Halldór Ásgrímsson flytja ræðu og í kjöl- farið verða almennar umræður um stöðu Framsóknarflokksins. Er við- búið að margir láti skoðanir sínar í ljós enda málið brennandi. - bþs Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar síðdegis: Staðan rædd í þaula HALLDÓR ÁSGRÍMSSON GUÐNI ÁGÚSTSSON DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær fimm ára fangelsisdóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur yfir Guð- bjarti J. Sigurðssyni fyrir tilraun til manndráps í júlí 2004. Guðbjartur var dæmdur fyrir að hafa lagt til leigubílstjóra með eggvopni með þeim afleiðingum að hann hlaut hættulegan skurð- áverka á hálsi. Einn dómari Hæstaréttar skilaði séráliti og vildi sýkna Guðbjart því ekki hefði verið sannað að félagar hans, sem voru með honum í leigubílnum, hefði ekki getað lagt til bílstjór- ans. Guðbjartur var dæmdur til að greiða tæpar 660.000 krónur í áfrýjunarkostnað. - shá Dæmdur í fimm ára fangelsi: Skar leigubíl- stjóra á háls Fékk þjáningabætur Fangi á Litla-Hrauni fékk í gær staðfestan rétt sinn fyrir Hæstarétti til þjáningabóta vegna meiðsla sem hann varð fyrir á Litla-Hrauni þegar annar fangi réðst á hann og veitti honum áverka í andliti. Fanginn sem varð fyrir árásinni var ósáttur við þjónustuna sem hann fékk hjá fangelsisyfirvöldum og fer fram á þjáningabætur. DÓMSMÁL KJARAMÁL Læknanemar sem hafa átt í kjaradeilu við yfirstjórn Landspítalans undanfarna viku náðu í gær samningum við yfir- stjórn spítalans og samkvæmt Eyjólfi Þorkelssyni, talsmanni þeirra, hugðust þeir mæta til vinnu strax í dag. Læknanemar efndu til mót- mælasetu í anddyri spítalans í hádeginu gær og þangað mættu flestir þeirra 35 nema sem réðu sig til starfa á spítalann. Talsmenn þeirra, Eyjólfur og Gunnar Thor- arensen, áttu í kjölfarið fund með Nils Christian Nilsen, staðgengli lækningaforstjóra, sem kynnti þeim nýtt sáttaboð og var gengið að því boði eftir að talsmennirnir áttu fund með læknanemunum. Læknanemar mættu ekki til vinnu í vikunni eins og til stóð þar sem stjórn Landspítalans hafði ákveðið að greiða þeim ekki það tólf prósenta vaktaálag sem þeir höfðu fengið undanfarin ár. Yfir- stjórn spítalans sagði ástæðuna vera nýlega kjarasamninga ung- lækna sem gerðu það að verkum að ekki væri lengur réttlætanlegt að greiða þeim vaktaálagið, þá væri verið að tvíbæta kjörin. „Hérna áður fyrr voru unglæknar á lélegum kjörum. Læknanemar fá hlutfall af þessum launum unglækna og því fengu þeir mjög lítið í sinn hlut. Nú í síðustu kjara- samningum fengu unglæknar hins vegar mjög miklar kjarabætur umfram aðra lækna. Þess vegna var þetta álag á vaktirnar dregið til baka,“ sagði Nils Christian fyrir fundinn í gær. Þetta sættu læknanemar sig ekki við. „Við teljum að það sé ekki rétt að breikka launamun milli læknanema og unglækna. Á vöktunum göngum við í störf aðstoðarlækna með allri þeirri ábyrgð og álagi sem því fylgir. Við sjáum enga ástæðu fyrir því að við eigum að fara varhluta af eðli- legu launaskriði og verðþróun í landinu,“ sögðu talsmenn þeirra í gær fyrir fundinn. Talsmenn læknanema funduðu svo með Nils, sem kynnti þeim til- boðið. Í kjölfarið kynntu þeir það fyrir læknanemunum, sem féllust á það og sögðust myndu mæta til vinnu í dag. Ekki fékkst uppgefið hvernig samningarnir hljóðuðu eða hvað í þeim fólst en Eyjólfur segir að í tillögunni hafi málið verið „nálgast frá nýjum grund- velli“. stigur@frettabladid.is Nemarnir hugðust mæta til vinnu í dag Kjaradeila 35 læknanema við Landspítalann hefur verið leyst og nemarnir sögð- ust í gær myndu mæta til vinnu í dag. Lausnin fékkst í kjölfar mótmælasetu nemanna í anddyri spítalans. Ekki fékkst uppgefið hvað fólst í samningunum. MÓTMÆLI Læknanemarnir sátu í anddyri Landspítalans í gær í mótmælaskyni en hugðust mæta til vinnu í dag. Gunnar Thorarensen og Eyjólfur Þorkelsson, talsmenn læknanemanna, eru fremstir á myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SLÖKKVILIÐ Bruni varð í gærmorg- un í tómu húsnæði við Súðarvog 36 sem verktakar voru að gera upp. Þrír menn lokuðust inni á annarri hæð hússins vegna reyks og þurfti slökkvilið að reisa stiga til að bjarga mönnunum út. Menn- ina sakaði ekki. Eldurinn virðist hafa átt upptök sín í loftræstistokki hússins og þurfti slökkvilið að rífa hann burtu ásamt hluta af þakinu til að komast að eldinum. Reykræsta þurfti einn- ig nærliggjandi hús. Húsnæðið var áður í eign 66° Norður, en bíður nú þess að nýir eigendur taki við því eftir að viðgerðum lýkur. - sgj Eldsvoði í Súðavogi: Þrír menn lokuðust inni BRUNINN Í SÚÐAVOGI Slökkviliðsmenn við störf í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Dýr vatnsréttindi Lögmaður Landsvirkjunar segir að kröfur eigenda vatnsréttinda vegna Kárahnjúkavirkjunar séu í engu samræmi við fordæmi. Land- eigendur krefjast 96 milljarða króna en Landsvirkjun segir að hæfilegt verð sé á milli 150 og 375 milljóna króna. NÁTTÚRA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.