Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.06.2006, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 09.06.2006, Qupperneq 21
FÖSTUDAGUR 9. júní 2006 21 www.bluelagoon.is Orka edda.is Þessar leiðir eiga eftirfarandi sameiginlegt · Stuttar, viðráðanlegar gönguleiðir · Farið er um fjölbreytilegt land utan alfaraleiða · Gengið er með vistir og búnað og gist í tjaldi · Ferðirnar enda á sama stað og þær hófust – við bílinn Þeir sem unna útivist og láta heillast af einstæðri náttúru landsins eru ávallt á höttunum eftir spennandi gönguleiðum. Í þessari nýstárlegu leiðsögubók vísar höfundurinn, Páll Ásgeir Ásgeirsson einn kunnasti útivistarmaður og leiðsögu- bókahöfundur landsins, á 10 nýjar leiðir um ævintýralandið Ísland. Með nesti og nýja skó ... Ómissandi bók fyrir alla göngugarpa! Verð aðeins 2.490 DÓMSMÁL Héraðsdómur eystra dæmdi nýverið Húsvíking fyrir veiðilagabrot, en hann hafði geymt þrjá fálka, tvær branduglur og tvo smyrla í frystikistu sinni. Lögregl- an fór upphaflega í hús mannsins til að leggja hald á skotvopn og koma eiturefnum í viðeigandi geymslu, en fann þá fuglana sjö og lagði hald á þá. Maðurinn sagðist hafa geymt tvo fálka fyrir föður sinn og að honum hefði verið gefin önnur uglan og annar smyrillinn. Einn fálkann hefði hann fundið dauðan, aðra ugluna hefði hann ekið á, en annan smyrilinn skotið sjálfur. Smyrill er alfriðaður fugl og því refsivert að skjóta hann, en auk þess ber öllum þeim sem finna friðaða fugla dauða eða ósjálf- bjarga að afhenda þá Náttúru- fræðistofnun Íslands. Manninum var gert að greiða tuttugu þúsund krónur í sekt fyrir brot sitt, auk þess sem hann þarf að láta af hendi smyrilinn sem hann skaut sjálfur. Óvíst er hvað verður um hina fuglana. Kristinn Haukur Skarphéðins- son, fuglafræðingur hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands, telur að endurskoða þurfi refsiákvæði við svona brotum, svo ekki sé hægt að hafa friðaða fugla í sinni vörslu nema með leyfi. Löggjöfin sé of flókin sem stendur, of auðvelt sé að fela brot á borð við ólöglegar veiðar og í raun þurfi sjónarvotta til að sakfella þá sem stundi þær. - sgj Húsvíkingur sektaður fyrir að hafa fálka, branduglur og smyrla í frystikistu: Viðurkenndi dráp á smyrli FÁLKI Þrír fálkar fundust í frysti ákærða, en íslenski fálkastofninn telur um eitt til tvö þúsund fugla. HONG KONG, AP Um 1.600 manns láta lífið árlega í Hong Kong úr sjúkdómum sem rekja má til loft- mengunar, samkvæmt niðurstöð- um rannsóknar sem kínverskir háskólar kynntu nýlega. Loftslag í borginni þykir fara sífellt versnandi og mengunarský, sem stafar af gríðarlegri bílaum- ferð, kolaorkuverum og verk- smiðjum, hylur gjarnan himininn. Könnunin tekur til áranna 1995- 2000 og sýnir fram á sífellt fleiri spítalainnlagnir vegna kvilla eins og hjartaáfalla, heilablóðfalla, lungnabólgu og fleiri lungnasjúk- dóma. Í Hong Kong fara um 6,8 milljónir manna til læknis árlega vegna mengunartengdra öndunar- sjúkdóma. - kóþ Heilbrigðisyfirvöld í Kína hafa áhyggjur af mengun: Loftmengun banar 1.600 manns á ári BÍLAUMFERÐ Í KÍNA Loftmengun í stórborgum Kína er mikið áhyggjuefni heilbrigðisyfir- valda. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Fangi á Litla-Hrauni var í gær dæmdur til að greiða máls- varnarlaun verjanda síns en slepp- ur að öðru leyti við dóm vegna hálfs gramms af hassi sem fannst í klefa hans. Fanginn á langan sakaferil að baki. Hann hefur sætt refsingum fyrir umferðarlaga- og fíkniefna- brot, líkamsárásir, skjalafals og þjófnaði. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi og sviptur ökuréttindum ævilangt með dómi Hæstaréttar í október. Dómurinn nær til 35 brota, þar af fyrir að aka tíu sinnum sviptur ökurétti og tvisvar undir áhrifum, sex þjófn- aði, níu skjalafalsbrot, eina grip- deild, fjóra nytjastuldi og tvö fíkniefnalagabrot. - gag Hass fannst í klefa: Fangi dæmdurVerkfall í flugi Öryggisverðir á Kastrup-flugvelli lögðu niður störf í tvo tíma í gærmorgun til að halda verkalýðsfund. Kom þetta stjórn flugvallarins að óvörum og seinkaði morgunflugi frá Kastrup um allt að þrjátíu mínútur. DANMÖRK Keyrði fullur og próflaus Nítján ára karlmaður var dæmdur til að greiða sextíu þúsund króna sekt til ríkissjóðs. Hann missir bílprófið í mánuð og þarf að greiða tæp tvö hundruð þúsund í málsvarnarlaun fyrir að hafa ekið ölvaður og próflaus í Borgarnesi. Hann var ekki orðinn sautján ára þegar hann braut af sér. Dæmt var í Héraðsdómi Vesturlands. DÓMSMÁL Ekið á hjólreiðamann Hjólreiða- maður varð fyrir bíl á Reykjavegi á níunda tímanum í gærmorgun. Hann slapp vel og var fljótt útskrifaður af bráðamóttöku. LÖGREGLUFRÉTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.