Fréttablaðið - 09.06.2006, Side 34

Fréttablaðið - 09.06.2006, Side 34
[ ] Á dögunum var opnaður nýr og spennandi veitingastaður á vegum Nings í Hagkaupum í Kringlunni. Staðurinn heitir Wok Bar Nings. Veitingahúsið Nings hefur notið mikilla vinsælda meðal landans undanfarin ár. Nú hefur verið opnaður nýr staður í Kringlunni sem byggir á nýrri hugmynd. Staðurinn kallast Wok Bar Nings og til stendur að opna tvo slíka staði til viðbótar innan skamms, annan í Smáralindinni og hinn á Akureyri. Hilmar Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri Nings, segir að á Wok Bar Nings sé lögð sérstök áhersla á ferskleika og hollustu. Staðurinn er sérstakur skyndi- bitastaður fyrir þær sakir að við- skiptavinurinn velur sjálfur hvað hann vill setja saman og fylgist síðan með kokkinum útbúa mat- inn. „Þú velur þér hráefni á Wok- pönnuna, fisk, kjöt eða grænmet- isblöndu og velur síðan sósu eftir smekk,“ segir Hilmar og bætir því við að úrvalið sé mikið. „Þessu er raðað saman fyrir viðskipta- vininn, nákvæmlega eins og hann vill hafa það og hann fær að fylgj- ast með öllu ferlinu. Við erum líka með girnilegan salatbar þar sem viðskiptavinurinn velur hrá- efnið sem starfsfólkið raðar síðan saman,“ segir Hilmar. Að sögn Hilmars fer staðurinn vel af stað og viðskiptavinum fell- ur hugmyndin vel í geð „Þetta er ferskt og fljótlegt og þótt réttirnir séu búnir til jafnóðum þá tekur það ekki nema örfáar mínútur.“ Matseðillinn er fjölbreyttur og Hilmar segir að allir eigi að finna eitthvað við sitt hæfi. „Við erum til dæmis með gott úrval af fiskréttum, lax, tígrisrækjur og steinbít og svo eru ýmsar ólíkar grænmetisblöndur í boði,“ segir Hilmar. Möguleikarnir eru ótelj- andi og það er spennandi fyrir viðskiptavinina að prófa sig áfram með mismunandi hráefni. Þeir sem eiga erfitt með að ákveða sig geta líka valið ein- hverjar af þeim samsetningum sem finna má á matseðlinum. Réttir eins og wok-steiktur stein- bítur með maó-grænmetisblöndu og karrý- eða satay-svínakjöt með hnetusósu og búdda-græn- metisblöndu ættu til dæmis að kalla fram vatn í munninn hjá einhverjum. Þá er einnig boðið upp á girnilega sushi-rétti, grill- uð spjót og ýmsa heilsurétti. Nýr og ferskur Nings Viðskiptavinurinn velur hráefnið og fylgist síðan með eldamennskunni. Úrvalið er mikið og sérstök áhersla er lögð á ferskleika og hollustu. Á Wok Bar Nings er það viðskiptavinurinn sem raðar saman matseðlinum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fyrsti Wok Bar Nings-staðurinn var opnaður í Kringlunni á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Verðlaunavara frá Merchant Gourmet. Frábært yfir salat, með kjöti, fiski, grilluðu grænmeti og ómótstæðilegt með jarðaberjum. arka sími 8992363 Ver› fyrir einrétta Ver› fyrir tvírétta Okkar róma›a humarsúpa 990 Steiktur skötuselur 3.390 4.390 me› hvítvínssósu Kjúklingabringa 2.950 3.890 ,,a la Italiana“ Lambafillet 3.390 4.390 me› sherrybættri sveppasósu Nautalundir me› Chateubriandsósu 3.700 4.690 Súkkula›ifrau› 790 Einnig úrval annarra rétta á ,,a la Cartse›li“ ~ ~ ~ ~ ~ Þriggja rétta matseðill Veitingahúsið Madonna / Rauðarárstíg 27-29 Borðapantanir í síma 562 1988 • Madonna síðan 1987 • www.madonna.is Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is Soja er hollt og gott sem tilbrigði við endalausa kjötneyslu. Til er fjöldinn allur af spennandi uppskriftum með soja sem vert er að smakka. ������������������� ����������������� ������������������������������������������ ������������������������������������������������ ����������� �� ��������� ����������������������������� F A B R IK A N Jói Fel Fluttir á Háteigsveg 1 (gamla Austurbæjarapótek) OPNUNARTILBOÐ MIKILL AFSLÁTTUR Verslun víngerðarmannsins www.aman.is • s. 533 1020

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.