Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.06.2006, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 09.06.2006, Qupperneq 35
FÖSTUDAGUR 9. júní 2006 3 Hægt er að slá morgunverði og hádegisverði saman í eitt á sunnudögum í veitingastaðnum Skrúði á Hótel Sögu. „Við kjósum að kalla þessa máltíð bröns en íslenska heitið dögurður hef ég líka heyrt,“ segir Kristján Daníelsson, veitingastjóri í Skrúði, um hina nýju sunnudagsmáltíð sem boðið er upp á frá 11.30 til 14. Hann kveðst bjóða upp á allt sem venjulega er á morgunverðarhlað- borðinu, svo sem ferskan ávaxta- safa, brauð, álegg, beikon og egg, jógúrt, eggjahræru og morgun- korn og svo bætist hádegisverðar- hlutinn við, sem er fiskisúpa, kjúklingur á teini, amerískar pönnukökur með sírópi og aðrir heitir réttir. „Svo erum við með eftirrétti líka,“ segir Kristján og leggur áherslu á að vel sé gert við börnin. „Það er 50% afsláttur fyrir 6-12 ára og frítt fyrir yngri. Svo erum við með horn fyrir börnin við hliðina á veitingasalnum þar sem gæsla er og börnin hafa ýmis- legt að dunda við. Við reynum að hafa þetta fjölskylduvænt.“ Að lokum er Kristján rukkaður um eina uppskrift af nýja bröns-mat- seðlinum og þá kemur til kasta matreiðslumannsins Kristófers Bachman Þórðarsonar. Hann gefur uppskrift að hleyptum eggj- um með ristuðu brauði, beikoni og hollandaise-sósu. Rétturinn heitir: EGG BENIDIKT 1 egg 1l vatn 50 ml edik Edik og vatn sett í pott og látið sjóða (ekki bullsjóða). Eggið sett út í vatnið og hrært í kringum eggið í um fimm mínútur. HOLLANDAISE SÓSA 1 eggjarauða 100 g smjör, brætt 1 tsk. edik salt og pipar Eggjarauðan og edikið sett í skál yfir vatnsbaði, þeytt upp þar til sósan þykknar. Smjöri, salti og pipar bætt út í. Sunnudagsdögurður Skrúðs á Hótel Sögu Á nýjum matseðli Skrúðs er meðal annars boðið upp á Egg Benidikt, sem eru hleypt egg með ristuðu brauði, beikoni og hollandaise-sósu. Boðið er uppá fjölbreytt fæði í hádeginu á sunnudögum í Skrúði bæði fyrir börn og fullorðna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Það er nokkuð útbreiddur mis- skilningur að tófú og sojakjöt sé sama varan. Hólmfríður Þorgeirsdóttir, næringarfræð- ingur hjá Lýðheilsustöð, segir að svo sé þó alls ekki. Þó að báðar vörurnar séu unnar úr sojabaunum þá er vinnslan á þeim gjörólík. „Þetta er nú reyndar ekki sama afurðin. Sojakjöt er í raun þurrkað sojaprótín, það er nánast bara helmingurinn prótín og það er einnnig mjög trefjaríkt,“ útskýrir Hólmfríður. „Síðan þegar við erum að tala um tófú, þá inniheldur það áttatíu og tvö prósent vatn. Þannig að þetta eru gjörólíkar afurðir,“ segir hún. „Tófú er í raun sojabauna- hlaup sem er unnið þannig að soja- baunir eru lagðar í bleyti, þær eru því næst malaðar, þá soðnar og síaðar. Þannig verður til mauk sem hlaupefni er svo bætt út í.“ Báðar afurðirnar eru vinsælar í ýmsa heilsurétti og þá einkum og sér í lagi í austurlenska matar- gerð. Afurðir úr sojabaunum hafa verið unnar í Kína og Japan allt frá á áttundu öld. -vör Tófú er ekki það sama og soja Hólmfríður Þorgeirsdóttir næringarfræð- ingur FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNAR Girnileg ommeletta úr tófú. NORDICPHOTO/GETTY Sítrónu-basil pasta fyrir fjóra 500 g tagliatelle 2-3 msk. olía með sítrónubragði 1 box sveppir, skornir smátt. 1 box kirsuberjatómatar, skornir í tvennt. 2 hvítlauksrif, smátt skorin. 1 búnt ferskt basilikum, skorið smátt. 150 g rifinn parmesanostur (má líka vera Óðalsostur). Maldon-salt og nýmulinn svartur pipar. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeining- um á pakkanum. Setjið helminginn af sítrónuolíunni á pönnu og steikið sveppi og hvítlauk í smá stund, saltið og piprið. Látið renna af pastanu og setjið það á pönnunna. Það er gott að setja smá af soðinu með. Setjið rifna ostinn, tómatana, basilikum og afganginn af sítrónuolíunni saman við og blandið vel saman. Berið fram með salati, t.d. ferskum spínatblöðum með ristuðum möndlu- flögum sem er stráð yfir ásamt smá olíu og balsamik ediki. Sætir chili kjúklinga- vængir fyrir fjóra 500 g - 1 kg kjúklingavængir Rúmlega 2 dl chilisósa frá Heinz 1 dl ólífuolía 1-2 tsk hvítlaukssduft 1 dl hrásykur Maldon-salt og nýmalaður svartur pipar Klippið hvern kjúklingavæng í tvennt og setjið í eldfast mót. Blandið chilisósunni, olí- unni, sykrinum, hvítlauksduftinu og salti og pipar vel saman og hellið yfir. Blandið vel saman við vængina þannig að sósan þekji vel alla bitana. Látið bíða í kæli í nokkra tíma (ekki nauðsynlegt en betra). Bakað í 200 gráðu heitum ofni í u.þ.b 30 mín. Réttur sem gott er að narta í meðan beðið er eftir grillmatnum eða borið fram sem aðalrétt- ur með salati og brauði. Uppskriftir Signýjar} ������������ ����������������� ����� ����������������������� ������� � ������������������������������ ������� � ����������� �� ��������� ������������������������������ Jói Fel F A B R IK A N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.