Fréttablaðið - 09.06.2006, Page 67

Fréttablaðið - 09.06.2006, Page 67
FÖSTUDAGUR 9. júní 2006 51 q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q Opnun í Ljósafossstöð laugardaginn 10. júní kl. 13.00 M IX A • fí t • 6 0 3 1 1 Með aðstoð Alþjóðahússins hefur Landsvirkjun efnt til sýn- ingar sem hlotið hefur nafnið „Perspekti“ þar sem kynnt eru verk nokkurra listamanna sem eru af erlendu bergi brotnir. Þeir eiga það sammerkt að tilheyra nú íslensku samfélagi og telja list sína hafa orðið fyrir áhrifum af dvölinni hér. Þá eru jafnframt á sýningunni tvær myndasýningar ásamt texta sem lýsir samspili ólíkra þjóða. Perspekti Ísland í augum innflytjenda Alice Olivia Clarke • Amy Clifton • Glenn Barkan • Jacqueline Downey • Claudia Mrugowski • Timour Fastovski • Denni Karlsson Markús Meckl og nemendur hans við Háskólann á Akureyri Kórsöngur: klukkan 14.00 munu Lögreglukór Reykjavíkur og kvennakórinn Ljósbrá syngja nokkur lög. Spennandi sumar framundan hjá Landsvirkjun Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000. Sýningin er opin í sumar frá 13–17 virka daga og 13–18 um helgar. Hjá venjulegu fólki flokkast það að fara „út að borða“ undir „að gera sér daga- mun“ og einungis auðkýfingar ellegar þeir sem vegna afburða gáfna og hæfi- leika hefur verið trúað fyrir kreditkortum frá stofnunum eða fyrirtækjum hafa ráð á að láta þjóna sér til borðs að staðaldri. Miðað við aðra afþreyingu er það fremur dýr skemmtun á Íslandi að borða á veitingahúsum. Merkilegt nokk er samt ódýrara að borða en drekka. Og auð- vitað ræður efnahagur og lundarfar því hvað hver og einn telur dýrt eða ódýrt. Allir eru þó sammála um að vilja fá sem mest fyrir peningana sína. Hátíðarkvöld- verður handa tveimur, tvö glös af víni, 16.950 kr. Ódýrt? Nei. Gott? Já. Peninganna virði? Tja, það er matsatriði - en betri mat er varla hægt að fá. Í stað þess að velja sjálf af girnilegum matseðli á Grillinu ákváðum við að gefa matreiðslumeisturum staðarins frjálsar hendur, en þeir bjóða upp á máltíðir sem þeir hafa sjálfir sett saman eftir eigin höfði, óvissuveisla á 6.900 og sjávarfangsveisla á 7.500. Daman valdi sjávarfangið og glas af hvítvíni hússins (Norton, Chardonnay frá Argentínu, ísúrt og ferskt, afar gott vín, sagði hún) en herrann hélt sig við landdýrin og skolaði þeim niður með blávatni. Hófst svo hin besta veisla með örðu af kóngakrabbasalati með mangósósu sem lystauka en það kalla Frakkar víst „amuse-bouche“. Forréttir. Hún: Rauðspretta á rabarbara- mauki í sítrónugrassósu. Hann: Steiktur hörpudiskur með gljáðum humarkrafti. Staðan 1-1. Hún: Kóngakrabbi á saltfiskþynnu (carpaccio), djúpsteikt hrísgrjón vafin með þara (nori) og tómatkrem. Hann: Sandhverfa, kartöflumús, sítrusmauk (confit). 2-2. Aðalréttir. Hún: Risahumarhalar, annar íslenskur og hinn frá Kanada, á kartöflu- beði með tómatmauki og rjómabættri hvítvínssósu (Sauternes). Því miður var kanadíski humarinn jafn bragðgóður og sá íslenski, en aðeins grófari. Hann: Dádýrslund og kartöflu- og svartrótar-terr- ine. („Terrine,“ vel að merkja, er yfirleitt notað um kæfur sem bakaðar eru í leir- ílátum. „Svartrót“ heitir á ensku „salsify“ og er stundum kölluð „geitarskegg“ og hefur aldrei komið nærri söltum sjó - en hefur þó svipað bragð og ostrur). Þetta var æsispennandi. Hver rétturinn öðrum betri og mátti ekki milli sjá hvort láðs- eða lagardýr hefðu yfirhöndina. 4-4. Af tillitssemi við svanga lesendur verður máltíðinni ekki lýst nánar, en þó er rétt að það fylgi sögunni að ávaxtak- rap, eftirréttir og kaffi voru af sama gæðastaðli og það sem á undan var gengið sem og kvöldroðinn, sólarlagið og Snæfellsjökull sem auk matreiðslu- og þjónustufólks á Grillinu áttu sinn þátt í að gera okkur verulegan dagamun. Grillið er staður sem veitingahús á Íslandi geta miðað sig við. MEÐ HNÍF OG GAFFLI ÞRÁINN BERTELSSON SKRIFAR Að gera sér dagamun Kjólar úr kaffipokum, dagblöðum, kartöflupokum, ruslapokum, gard- ínum, dömubindabréfum og Hag- kaups- og Bónusplastpokum: það gætti margra grasa á umhverfis- vænni tískusýningu sem haldin var í Góðtemplarahúsi Hafnar- fjarðar á Björtum dögum. „Fötin eru öll úr endurnýttu efni, úr ein- hverju sem átti að fleygja,“ segir Nikulína Einarsdóttir, sem á heið- urinn að kjólunum á sýningunni. Nikulína, sem er 74 ára, vann á saumastofunni á Hrafnistu í Hafn- arfirði í sextán ár og þar hirti hún ýmsa afganga sem féllu til og not- aði í saumaskap á kjólunum, sem hefur tekið nokkur ár. Nikulína lét gott af sér leiða með sýningunni, en hún ákvað að ágóðinn af sýn- ingunni skyldi renna í Styrktar- sjóð krabbameinssjúkra barna. „Við misstum fjórtán ára gamlan dreng úr krabbameini. Ég hugsaði með mér að ég væri orðin það gömul að nú væri tækifærið til að gera þetta, mig hefur langað til að gera eitthvað svona lengi,“ segir Nikulína hæstánægð með góðar móttökur, en aðgangseyririnn að sýningunni rann óskiptur í styrkt- arsjóð krabbameinssjúkra barna, alls sjötíu þúsund krónur. Kjólar úr ruslapokum BRÚÐKAUPSFATNAÐUR „Ég sá þetta í grímubúningablaði, tók upp sniðið og saumaði eftir því úr afgangsefni,“ segir Nikulína. FRÍÐUR FLOKKUR Nikulína er í fremstu röð með blóm í hendi. Hún fékk systur sína, tengdadóttur, dóttur og vinkonur til að sýna endurnýta fatnaðinn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.