Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.06.2006, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 09.06.2006, Qupperneq 72
 9. júní 2006 FÖSTUDAGUR56 + Bókaðu flug á www.icelandair.is Icelandair hefur verið, er og verður dyggur stuðningsaðili íslenska landsliðsins í fótbolta í harðri keppni á meðal stórþjóða heimsins. HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ SAN FRANCISCO MINNEAPOLIS – ST. PAUL ORLANDO BOSTON ÍSLAND REYKJAVÍK GLASGOW MANCHESTER STOKKHÓLMUR HELSINKI KAUPMANNAHÖFN OSLÓ BERLIN FRANKFURT MÜNCHEN MÍLANÓAMSTERDAM ZÜRICH MADRID BARCELONA LONDON PARÍS NEW YORK BALTIMORE – WASHINGTON ÍS LE N S K A A U G LÝ S IN G A S TO FA N /S IA .IS I C E 3 3 0 7 7 0 6 /2 0 0 6 FÓTBOLTI Allt iðar nú af lífi í Þýska- landi enda er stærsta fótbolta- veisla heims að fara af stað í dag, Heimsmeistarakeppnin. Mikil spenna ríkir fyrir keppnina, sem stendur í heilan mánuð, og munu allar helstu fótboltastjörnur heims láta ljós sitt skína. Mikið verður um dýrðir þegar opnunarleikur- inn fer fram í dag. Þá mæta gest- gjafar Þýskalands liði Kosta Ríka klukkan 16 en þjóðirnar hafa aldrei áður mæst í opinberum leik. Þjóðverjar hafa verið gagnrýndir töluvert fyrir mótið og þeim er spáð mjög misjöfnu gengi. Fyrirliðinn Michael Ballack, skærasta stjarna Þýskalands, meiddist á kálfa í æfingaleik gegn Kólumbíu fyrir viku síðan og verð- ur ekki með í opnunarleiknum en það eru gríðarleg vonbrigði fyrir heimamenn. „Þetta er áfall en alls enginn heimsendir. Maður kemur í manns stað og hann ætti að vera orðinn leikfær í öðrum leik okkar gegn Póllandi næsta miðvikudag,“ sagði Jürgen Klinsmann, þjálfari Þýskalands. Ballack gekk nýlega til liðs við enska félagiðið Chelsea. Jens Lehmann, leikmaður Ars- enal, hafði betur í samkeppninni við Oliver Kahn um markmanns- stöðuna og hefur verið yfirlýsinga- glaður að vanda fyrir keppnina. „Við eigum að mínu mati góða möguleika á sigri í keppninni. Við vitum alveg hvað við þurfum að gera og munum komast langt,“ sagði Lehmann, sem gat ekki stillt sig um að skjóta aðeins á enska landsliðið en það á sinn fyrsta leik gegn Paragvæ á morgun. „Eng- lendingar eru vissulega með gott lið en valda alltaf vonbrigðum á stórmótum og þetta ár verður engin undantekning á því.“ Augu heimsins munu beinast að helstu sóknarmönnum beggja liða í opnunarleiknum, Miroslav Klose hjá Þýskalandi og Paulo Wanchope hjá Kosta Ríka. Klose skoraði þrennu í fyrsta leik Þýska- lands á síðustu heimsmeistara- keppni þegar 8-0 sigur vannst á Sádi-Arabíu en hann varð marka- kóngur á nýliðnu tímabili í Þýska- landi. Margir muna eftir Wanchope frá því hann var í enska boltanum en hann hefur gríðarlega mikla reynslu og er leikjahæsti maður Kosta Ríka frá upphafi með 43 mörk í 67 landsleikjum. Sýn sendir beint út frá öllum leikum mótsins en klukkan 14:30 í dag hefst útsending frá opnunar- hátíð keppninnar. Auk Þýskalands og Kosta Ríka eru Pólland og Ekv- ador í A-riðlinum en þau lið munu mætast klukkan sjö í kvöld. Þess- ar þjóðir mættust síðast í vináttu- landsleik í nóvember á síðasta ári og þá unnu Pólverjar öruggan 3-0 sigur. Ekvadorar eru líklega stað- ráðnir í því að ná fram hefndum en þeir komust upp úr hinum sterka Suður-Ameríku riðli undan- keppninnar. elvar@frettabladid.is Veislan byrjar án Ballack Opnunarleikur Heimsmeistarakeppninnar í Þýskalandi fer fram í dag þegar gestgjafarnir mæta Kosta Ríka. Michael Ballack getur þó ekki tekið þátt. EKKI MEÐ Í DAG Michael Ballack fær hér aðstoð frá félaga sínum Torsten Frings eftir að hafa meiðst gegn Kólumbíu. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Í Þýskalandi snýst nákvæmlega allt um Heimsmeist- aramótið í knattspyrnu sem hefst í dag. Búið er að framleiða ógrynn- in öll af sérstökum minjagripum, fótboltum, bjórglösum og ýmsi- legu tengdu mótinu en til að toppa allt eru þvagskálarnar í alþjóð- legu fjölmiðlaráðstefnuhöllinni í Munchen með knattspyrnuvelli á. Með þessu er vonast til þess að menn miði betur þegar þeir skvetta af sér en það var enginn annar en Sepp Blatter, forseti FIFA, sem vígði skálarnar. Í þvag- skálunum er fótboltavöllur með marki á sem maður á að miða í. Þrátt fyrir að maður hitti ekki í markið rennur allt þó rétta leið, svo lengi sem það er innan vallar- ins. - hþh HM byrjar í dag: Sérstakar þvag- skálar í boði ÞVAGSKÁLARNAR GÓÐU Hér sést ein þvag- skálanna sem í boði eru. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Andreas Isaksson, mark- vörður sænska landsliðsins, getur ekki spilað á laugardaginn gegn Trínidad og Tóbagó. Hann fékk þrumuskot frá Kim Källström í andlitið á æfingu á miðvikudaginn og fékk í kjölfarið heilahristing. Hann verður frá í nokkra daga vegna þessa. Rami Shaaban, fyrrum mark- vörður Arsenal, eða John Alvbage sem spilar í Danmörku, mun standa í markinu í stað Isaksson. Hvorugur þeirra er með mikla landsliðsreynslu en Alvbage lék sinn fyrsta landsleik í janúar. Annar leikur Svía er gegn Para- gvæ hinn 16. júní og svo mæta þeir Englandi 20. júní. - egm Meiðsli hjá sænska liðinu: Isaksson fékk heilahristing HEILAHRISTINGUR Hér er Isaksson eftir skotið frá Källström. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Marcello Lippi, þjálfari Ítalíu, hefur lofað því að raka silf- urlitaða hárið á höfði sínu ef liðinu tekst að sigra á HM. Einn hárprúður ljósmyndari á blaðamannafundi Ítalíu var beð- inn um að færa sig aðeins og þá sagði Lippi í gríni: „Færðu þig eða klipptu af þér hárið.“ Þá sagði ljós- myndarinn: „Ég skal lofa að raka það af ef við vinnum HM,“ og Lippi svaraði: „Ef við HM þá ég lofa að gera það líka!“ - egm Marcello Lippi, þjálfari Ítalíu: Hárið fer ef við vinnum HM FÓTBOLTI Markvörðurinn Nigel Martyn hefur neyðst til að hætta knattspyrnuiðkun alfarið vegna ökklameiðsla sem hafa haldið honum frá keppni síðan í janúar. Martyn er 39 ára og var í herbúð- um Everton. Hann er fyrrum landsliðsmark- vörður Englands og leikmaður Leeds. - egm Meiðsli Nigel Martyn: Martyn hættur í boltanum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.