Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.06.2006, Qupperneq 73

Fréttablaðið - 09.06.2006, Qupperneq 73
FÖSTUDAGUR 9. júní 2006 57 FÓTBOLTI Eftir læknisskoðun er komið í ljós að Wayne Rooney verður með enska landsliðinu á HM. Þessi tvítugi framherji sneri aftur til Þýskalands frá Englandi og æfði með enska liðinu í gær. „Ég geri þetta í hag Rooney, enska landsliðsins og fjörutíu milljón aðdáenda enska landsliðs- ins. Ég er tilbúinn að hlusta á hvað sem er og ræða um Rooney en þetta er ákvörðunin,“ sagði Sven- Göran Eriksson landsliðsþjálfari en spurningar vakna um það hvort hann eigi að hafa Rooney með ef hann er ekki í neinu formi. Ólíklegt er að að hann geti spil- að í riðlakeppninni en hann mun nú æfa af krafti í von um að geta spilað eftir hana, svo lengi sem Englendingar komist áfram. Óvíst er þó um þátttöku Steven Gerrard í fyrsta leiknum gegn Paragvæ á morgun en hann æfði ekkert á miðvikudaginn og tók aðeins lítillega þátt í æfingu í gær vegna bakmeiðsla. „Bakið hefur verið að angra mig undanfarna daga. Ég fékk högg á mjöðmina og sársaukinn leiddi út frá sér. Ég á fína mögu- leika á að spila ef ég held áfram að leggja hart að mér og ef þetta heldur áfram að gróa. Eins og staðan er núna á ég samt aðeins helmingsmöguleika á því að spila,“ sagði Gerrard. - hþh Wayne Rooney getur spilað á HM í sumar og enska þjóðin varpar öndinni léttar: Meiðslalaus en skortir leikform GAMAN Það var ekki leiðinlegt á æfingu hjá enska landsliðinu í gær. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Að stöðva hinn ógnar- hávaxna Peter Crouch er aðal- áhyggjuefni Paragvæa fyrir leik- inn gegn Englandi á HM á laugardaginn. „Peter Crouch veld- ur mér áhyggjum. Maður sér sjaldan svona leikmenn, mjög sjaldan. Hann er mjög sterkur leikmaður og boltameðferð hans er mjög góð. Hann hefur auk þess mjög gott auga fyrir spili,“ sagði Anibal Ruiz, þjálfari Paragvæ, um hinn 2,04 metra háa Crouch. Crouch spilaði mjög vel með enska landsliðinu í lokaæfingaleik þess gegn Jamaíka í vikunni þar sem hann minnti rækilega á vél- mennadansinn ódauðlega sem hann tekur þegar hann fagnar mörkum sínum, en hann skoraði þrennu í leiknum. „Ég er hrifinn af þessu fagni, en ég vil alls ekki sjá það á laugar- daginn,“ sagði Roque Santa Cruz, leikmaður Paragvæ. - hþh Þjálfari Paragvæ: Óttast mjög Peter Crouch GNÆFIR UPP ÚR Peter Crouch gnæfir yfir alla leikmenn enska landsliðsins. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Vonir Liverpool um að selja Djibril Cisse í sumar eru roknar út í veður og vind eftir að hann fótbrotnaði í landsleik Frakka og Kína í fyrradag. „Ég finn mikið til með Djibril. Hann er mjög óheppinn en núna er ómögu- legt að við getum selt hann,“ sagði Rafael Benítez, stjóri Liverpool, í gær. Liverpool var í viðræðum við Lyon og Marseille um átta milljón punda sölu á Cisse. „Við ætluðum að selja hann og nota peninginn í aðra leikmenn. Núna höfum við ekki peningana og engan leikmann í hálft tímabil,“ bætti Benítez við. Liverpol vonaðist eftir því að kaupa Daniel Alves og Dirk Kyut auk annars framherja, líklega Darren Bent eða Craig Bellamy. Hvort Liverpool hafi efni á þrem- ur dýrum leikmönnum, án þess að fá peninga fyrir Cisse, verður að koma í ljós. - hþh Mikið áfall fyrir Liverpool: Óheppnin eltir Djibril Cisse ÓTRÚLEGA ÓHEPPINN Djibril Cisse fót- brotnaði einnig í október árið 2004 og var frá mestan hluta tímabilsins. Hann verður líklega frá út árið 2006 í þetta skiptið. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Sóknarmaðurinn Ronaldo gat ekki æft með brasilíska liðinu í gær vegna veikinda. Hann fór af velli í æfingaleik gegn Nýja- Sjálandi síðasta sunnudag vegna þess að hann var með blöðrur á fótunum en hefur jafnað sig af því. Hann vaknaði með hita í gær- morgun og tók ekki þátt í æfing- um. Fyrsti leikur liðsins á HM verður gegn Króatíu hinn 13. júní. Ronaldo var markakóngur á HM 2002 með átta mörk en hann missti af síðustu leikjum spænsku deildarinnar í vetur vegna meiðsla. Hann hefur skorað jafn mörg mörk á HM og Pelé, tólf talsins. - egm Brasilíska landsliðið: Ronaldo æfði ekki í gær FÓTBOLTI Alþjóða knattspyrnusam- bandið, FIFA, fer fram á að aðeins verði átján lið í stærstu deildum Evrópu frá og með tímabilinu 2007-08. „Við erum tilbúnir að fara að vinna að því af krafti að helstu deildir innihaldi í mesta lagi átján félög,“ sagði Sepp Blatter, forseti FIFA. Þar er hann að tala um deild- irnar á Englandi, Spáni, Ítalíu og Frakklandi. Ef þessar breytingar verða koma fjórir landsleikjadagar til viðbótar inn á ári hverju. Dan Johnson, talsmaður ensku úrvals- deildarinnar sem hefur tuttugu lið innanborðs, segir að ólíklegt sé að fækkað verði í deildinni. FIFA ætlar að gefa út beiðni: Vill bara átján lið í deildunum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.