Fréttablaðið - 23.06.2006, Síða 12

Fréttablaðið - 23.06.2006, Síða 12
12 23. júní 2006 FÖSTUDAGUR Auglýsing um breytta umferð vegna lokunar vestari akbrautar Hafnarfjarðarvegar í Engidal Frá kl. 20:00 föstudaginn 23. júní til kl. 12:00 þriðjudaginn 27. júní verður vestari akbraut Hafnar- fjarðarvegar við Fjarðarhraun / Álftanesveg lokuð. Öll vinstri beygjuumferð frá Hafnarfjarðarvegi yfir á Fjarðarhraun verður um hjáleið um Reykjavíkurveg og Stakkahraun eða Hjallahraun. Einnig verður lokað fyrir beina umferð yfir Hafnarfjarðarveg frá Álftanesvegi og Fjarðarhrauni. Hjáleið verður um Sjávarbraut, Skjólvang og Hjallabraut. Garðabær Ingileifur Jónsson ehf 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI BANDARÍKIN, AP Bandarísku öld- ungadeildarþingmennirnir John Kerry og Russ Feingold segjast vilja kalla bandaríska herinn heim frá Írak um mitt næsta ár. Þeir eru báðir þungavigtarmenn í Demókrataflokknum og líkleg- ir til að blanda sér í slaginn þegar flokkurinn velur sér forseta- frambjóðanda næst. „Til þess að ná árangri í Írak er nauðsynlegt að setja hernum tímamörk um brotthvarf frá Írak,“ sagði Kerry á miðvikudag. Félagar þeirra í Demókrata- flokknum eru þó langt í frá allir sammála þessu. Harry Reid, leið- togi demókrata í öldungadeildinni, vill láta nægja að fara fram á að brotthvarf hersins frá Írak hefjist á þessu ári, en ekki setja ákveðin tímamörk um það hvenær þeim brottflutningi skuli lokið. Þó hafa í það minnsta sex demó- kratar á þingi lýst yfir stuðningi sínum við málflutning þeirra Kerrys og Feingolds. Líklegt er að þetta útspil þeirra verði töluvert til umræðu í aðdraganda þing- kosninganna í nóvember næst- komandi. Repúblikanar á þinginu gera óspart grín að þessum hugmynd- um demókrata, sem tæpast hljóta nægilegan stuðning í öldunga- deildinni til þess að verða sam- þykkt. - gb JOHN KERRY Í ÍRAK Öldungadeildarþing- maðurinn átti gott spjall við bandaríska hermenn í Írak þegar hann var þar staddur fyrr á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Demókratar á Bandaríkjaþingi með nýtt útspil: Vilja herinn burt DÓMSMÁL Sinfóníuhljómsveit Íslands var í gær dæmd til að greiða fyrrverandi sviðsstjóra hljómsveitarinnar rúmar þrjár milljónir króna með dráttarvöxt- um frá 6. febrúar 2005 og 700 þús- und krónur í málskostnað. Hér- aðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóminn. Sviðsstjóranum var sagt upp störfum í lok júní 2004. Á starfs- tíma sínum sem varði frá 8. febrú- ar 2002 var hann áminntur þrisvar sinnum. Það var gert „vegna mik- illar óánægju með störf hans og árekstra við annað starfsfólk“ og vegna færslu akstursdagbókar. Þriðja áminningin var send bréf- lega eftir Listahátíð, en þá „komu fyrir atvik sem ollu hljómsveit- inni verulegum álitshnekki, bæði hjá þeim sem lentu í þessu, en einnig hjá þeim sem voru áhorf- endur að því sem gerðist. Hljóm- sveitarstjórinn kvartaði undan því að nótnabók sem vera átti á púlt- inu eftir hlé hefði ekki verið þar og hann hefði því þurft að stjórna einu verki án nótna. Síðan sendir þú blóm of snemma inn á sviðið sem olli reiði og móðgun hjá söng- konunni og hneykslan hjá hljóm- sveit og hljómleikagestum. Hvort tveggja eru verk sem þú átt að vita til hlítar hvernig meðhöndla ber“, sagði í bréfinu. Dómurinn leit til þess að þess hefði ekki verið gætt að gefa sviðsstjóranum kost á að tala máli sínu fyrir síðustu áminninguna. Þá hefði Sinfóníuhljómsveitin ekki reynt að sanna þær ávirðingar sem bornar hefðu verið á hann. Þær séu því ósannaðar gegn mót- mælum sviðsstjórans. Uppsögn hans hefði verið ólögmæt, sam- kvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Sé hæfilegt að miða bætur hans við laun í 12 mánuði. -jss SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Sviðsstjórinn hafði verið áminntur fyrir að setja ekki nótur í púlt hljómsveitarstjórans og fyrir að koma of snemma með blóm inn á sviðið. Dómur féll í máli fyrrverandi sviðsstjóra gegn henni í gær. Sviðsstjóri vinnur mál gegn Sinfóníuhljómsveitinni: Rekinn fyrir að gleyma nótum VESTURLAND Tvær beltagröfur hafa setið fastar í eðju, síðan á mánu- daginn, við bæinn Skerðingsstaði II við Hvammsfjörð. Jón Egill Jóhannsson, bóndi á Skerðingsstöðum II, segir fyrri gröfuna hafa fest sig á mánudags- morguninn, við framkvæmdir á túni nálægt bænum. Þá hafi önnur grafa verið kölluð til aðstoðar, en ekki hafi liðið á löngu þar til hún hafði fest sig líka. Jón Egill kennir rigningatíðinni undanfarið um hrakfarirnar. „Jarð- vegurinn er svo blautur eftir úrhellið að þetta er nánast eins og mýri,“ segir Jón Egill. Í samtali við blaðið kvaðst Jón Egill vongóður um að gröfurnar yrðu losaðar seinnipartinn í gær. Öflug ýta var þá á leiðinni til að taka þátt í björgunarstarfinu. - æþe Votviðrið veldur erfiðleikum við bæinn Skerðingsstaði II: Tvær gröfur sukku GRAFA Á KAFI Eins og sjá má lét jarðvegur- inn undan þunga vinnuvélarinnar FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN EGILL JÓHANNSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.